Morgunblaðið - 26.04.2001, Page 32

Morgunblaðið - 26.04.2001, Page 32
LISTIR 32 FIMMTUDAGUR 26. APRÍL 2001 MORGUNBLAÐIÐ FALSANIR, ásamt öllumöðrum formum eftirlíkinga,bera í sér skapandi hug-dettur og því full ástæða til að meðhöndla þær af fyllstu alvöru. (Nicolas Barker í sýningarskrá sýningarinnar: Fake! The Art of De- ception, British Museum, 1990) Fyrir nokkru var rýnirinn á list- sýningu í Norræna húsinu og leit inn í bókasafnið meðan hann beið eftir leigubíl. Fyrir dularfullar furður rak hann strax og óforvarandis augun í norska bók um listaverkafalsanir er nefnist á frummmálinu; Falsk/kunst som forfalskning/forfalskning som kunst (Falsanir/list sem fölsun/fölsun sem list) eftir Johannes Rød. Gefin út af Gyldendal Norsk Forlag AS, 2000. Þótti bera vel í veiði með hliðsjón af allri umræðu síðustu ára og missera um málverkafalsanir hér á landi, fékk hana með hraði lánaða heim. Bókin reyndist svo brunnur víðfeðms fróð- leiks á sviðinu, auk þess að vera hreinn skemmtilestur á köflum, þann- ig borðleggjandi að sá er les verður snöggtum upplýstari um þessi mál við að glugga í hana, hvað þá við ná- kvæman lestur. Í stuttum inngangi veltir bókarhöfundur einkum fyrir sér, með vísun til málverksins Kristur og lærisveinarnir, sem eignuð var Vermeer, ástæðu þess að mynd á safni sem menn hafa dáðst af sem eitt af höfuðverkum meistarans fær allt aðra merkingu í augum viðkomandi um leið og upp kemst um fölsun. Í þessu tilviki var um verk meistara- falsarans Han van Meegeren að ræða. Hvort sjálf vitneskjan um að listaverk væri falsað gerði að verkum að þá fyrst færum við að skoða það með öðrum augum. Mikið spursmál sem jafnt fræðimenn sem áhugafólk hefur verið upptekið af um áratugi. Höfundur segir jafnframt að ekki finnist sá listilega mótaður hlutur að hann hafi ekki freistað falsara í ávinn- ingarskyni, til listræns uppsláttar eða löngun til að leika á sérfræðinga. Einnig að aðferðirnar séu jafnmargar og ástæðurnar, ein sé að fullgera listaverk meðvitað í þeim tilgangi að selja það sem hlut frá hendi viður- kennds listamanns. Hér þurfi ekki að- eins að taka tillit til efnisgerðar og markaðs viðfangs, heldur einnig eðli- legrar náttúrulegrar öldrunar sem og tímalegrar fyllingar. Þetta gerir mikl- ar kröfur til handverkslegrar og list- rænnar kunnáttu ef hlutirnir eiga að ganga upp, svindlið að heppnast, öll smáatriði verða að vera á hreinu ef verkið á að hljóta viðurkenningu sem afurð ákveðins tímaskeiðs. Önnur að- ferð er að fjarlægja áritun lista- mannsins og setja nýja í staðinn, en það eitt krefst mikillar kunnáttu ef vel á að vera. Það eru margar ástæður að baki listaverkafalsana þótt hagnaðar- vonin sé sú nærtækasta, ein er ómót- stæðileg þörf fyrir að vera í sviðsljós- inu og hljóta viðurkenningu fyrir yfirburðafærni. Menn láta jafnvel hrífast af mönnum sem á yfirmáta út- smoginn hátt ná að leika á sérfræð- inga og sagan af svindli og svikum innan marka listarinnar inniber að auk eitthvað af töfrum spennusög- unnar í sér. Flestir munu gera sér grein fyrir að falsanir eru hluti af hvunndegin- um, eru allt um kring, ekki síst varð- andi merkimiða á vörum til almenns brúks, svo sem húsgögnum, súkkul- aði, osti, vínum, skókremi o.s.frv. Einnig í ljósmyndum, frímerkjagerð, bókmenntum, tónlist, ekki síður en myndlist, og jafnan með hagnaðar- vonina að leiðarljósi. Í lok átjándu aldar komu þannig fram ljóð og leikrit skrifuð af William Henry Ireland sem áttu að vera eftir William Shake- speare! Og stutt er síðan meintar dagbækur Hitlers voru afhjúpaðar sem falsaðar (1984) en um leið var sá er falsaði þær, fyrrverandi þjónn, Konni Kujau að nafni, baðaður kæru og vel þegnu sviðsljósi. Þegar áhug- inn á minjum frá nazistatímabilinu fékk byr undir báða vængi á áttunda áratugnum hóf Konni þessi að versla með vopn, einkennisbúninga, heiðurs- merki og handskrifaðar heimildir. Er fram liðu stundir tók hann sjálfur að framleiða falsaða muni og heimildir og einbeitti sér einkum við að eftir- gera undirskrift Hitlers! Textarnir í dagbókunum voru eftirgerðir skjala hins þýska Max Domarus og tók það delikventið einungis fimm tíma að fullgera þá að eigin sögn. Johannes Rød kemur víða við í sögulegu yfirliti, skilgreinir lista- verkafölsun sem verk gert í stíl nafn- kennds listamanns í sviksamlegum tilgangi. Að sjálfsögðu er löglegt að eftirgera málverk eða aðra listhluti, og iðulega kennslufag í listaskólum, en um leið og það er vitandi vits gert í þeim tilgangi að selja sem frumverk er það lögum samkvæmt sakhæft og ígildi skjalafölsunar. Fölsun getur verið hrein eftirgerð einnar myndar eða hlutar úr myndbyggingu nokk- urra mynda sama listamanns. Einnig sjálfstæð myndbygging í stíl viðkom- andi listamanns. Hið falsaða verk get- ur verið útfært meðvitað eða er keypt sem fullgert, selt áfram sem ekta myndverk með ásettri falsaðri áritun. Ef hið falsaða verk er ekki áritað, en sett á markað sem ekta verk frá hendi listamannsins, er seljandi um leið ábyrgur. Það er einkum síðustu 3–400 árin að listaverkafalsanir hafa orðið almennar og hugtakið, fölsun, eins og það er skilgreint í dag er þannig til- tölulega nýtt, sögulega séð. Lista- safnarinn telst tryggasti fylgisveinn falsarans, helstu blekkingameistar- arnir skapa markað með eftirspurn eftir miklum meisturum, almennir listáhugamenn skapa markað þar sem eftirspurnin beinist að þekktum nöfnum, en kröfur um listgæði þá hóf- legri. Í báðum tilvikum veitist svindl- aranum möguleiki að blekkja kaup- andann. Langt aftur í fortíð, til Rómarveldis og tíma Síserós, finnast frásagnir af málverkum og högg- myndum með fölskum áritunum. Svo vitnað sé til rithöfundarins Phædrus; Á þennan veg getur listamaðurinn náð betra verði fyrir verk sín; með því að höggva nafnið Praxtíles í nútíma- marmarahöggmynd, nafnið Scopas á styttu úr bronsi, Myron á hlut úr silfri og Zeuxis á nútímamálverk. Það eru til ótal sögur af fölsunum myndlistarverka; Albrecht Dürer (1471–1528), sem var einn af fáum meisturum sem naut óskiptrar lýð- hylli um sína daga sagði: gætið ykkar á á þjófum og eftirlíkjendum vinnu og færni annarra manna. Hann reyndist forspár því margir urðu til að líkja eft- ir grafíkverkum hans sem þeim tókst að selja fyrir góðan skilding, ítalska stungulistamanninum Marcantonio Raimondi var stefnt fyrir rétt árið 1506 fyrir að hafa gert eftirmyndir af tréristum Dürers með einkennisstöf- unum (AD). Og hinn listvísi spánverji Don Felipe de Guevara sem uppi var á 16. öld hermdi þannig af reynslu sinni: Það sem Hieronymus Bosch (1450–1516) gerði af skarpskyggni og nákvæmum rannsóknum gerðu líka aðrir og gera enn, án tillitssemi og dómgreindar. Þegar þeir uppgötvuðu hve vinsæl þessi gerð málverka var á Flandri, tóku þeir að eftirgera þau, mála furðuverur og undarlegar sýnir. Fjöldi slíkra mynda með fölsuðum áritunum, Hieronymus Bosch, kom- ust í umferð. Þeim hafði verið stungið inn í pípur og reyk hleypt að til að láta þær líta út eins og gamlar og ekta… hollenzk málverk af landslagi og dag- legu lífi frá 1600–1800 eru líkast til sú tegund listaverka sem oftast hafa ver- ið fölsuð og eftir að Rembrandt var aftur lyft á stall hafa verk hans, teikn- ingar, grafík og málverk hér nokkra sérstöðu. Aðeins í tollskjölum New York-borgar voru skrásett 9.428 verk eftir Rembrandt á árunum 1909– 1951. En sannanlega ekta verkum hans hefur stöðugt verið að fækka og þannig eru talin upp 988 verk eftir Rembrandt í skrám Hofstede de Groots 1913. Þeim hafði fækkað niður í 630 í skrám Brediusar 1935, í 560 í skrám Bauchs 1966, 480 í skrám Ger- sons 1969. Loks kom Rembrandts Reserarch Projekt þeim undir hundr- aðið 1990 sbr. fræga sýningu í Lond- on sem ég heimsótti og skrifaði um. Fáir listamenn hafa verið undir- orpnir jafnkerfisbundnum fölsunum jafnt lífs sem liðnir og hinn hugþekki málari Camille Corot (1796–1875) og velkunn er tilvitnunin; af 700 frum- verkum Corots finnast 8.000 í Banda- ríkjunum! Sumir fullyrða jafnvel að bara í Bandaríkjunum hafi á tíma- bilinu 1950–70 verið skráð 100.000 frumverk eftir listamanninn. En meistarinn kærði sig kollóttan um þann illvíga hausverk sem sérfræð- ingar fengu við að ákvarða hvað hann hafði málað og hvað ekki. Við ýmis tækifæri hvatti hann aðra bæði til að eftirgera og falsa og sagt var að þá hafi karl helst verið hýr á brún er hann sá einhvern nemanda sinna eft- irgera stílbrögð sín svo vel að menn rugluðust á þeim og hans eigin mynd- um. Og ósjaldan áritaði Corot myndir nemenda sinna, líkt og meistarar fyrri alda gerðu, til að þeir ættu að- veldara með að selja þær og fengju verðskuldaða umbun í lófa sína. Ein- mitt þetta hefur skapað svo víðtækan rugling sem menn eru þó sem óðast að yfirvinna með aðstoð hátækninnar. Eins og margur veit fylgdu miklar breytingar á sviði viðskipta með lista- verk og fornmuni í kjölfar iðnbylting- arinnar í vestrurálfu á nítjándu öld. Nú voru það ekki lengur einangruð forréttindi aðalsins að sanka að sér fögrum hlutum heldur var komin til sögunnar ný stétt borgara sem hafði efni á að kaupa listaverk, sem aldrei fyrr blossaði upp metnaður til að festa sér fagra og fágæta hluti. Það leiddi svo aftur til sprengingar á listaverka- markaðnum ásamt því að viðamikil listasöfn risu upp í Evrópu og Banda- ríkjunum, samkeppnin ótæpileg eftir að krækja í feita bita. Söfnunaræðið kynti loks ekki einungis undir verð- sprengingar heldur skapaði paradís allsnægta fyrir óheiðarlega listamenn og listhöndlara. Svo er til önnur og mýkri hlið á málinu, sagan segir þannig af mörg- um listspírum og listamönnum sem neyddust til að falsa myndir þekktari listamanna þegar á móti blés og hart í búi hjá smáfuglum. Til eru ótal sögur af listamönnum sem í upphafi ferils síns fölsuðu myndir og seldu. Þannig hermdi hinn frábæri norski málari Fritz Thaulow (1847–1906), sem á svo snjalla mynd á sýningunni frá Petit Palais í Listasafni Íslands, af sam- skiptum sínum við tvo falsara í lok nítjándu aldar: Þegar ég var með vinnustofu á Montmatre-hæðum bjuggu hinum megin við þilið tveir grallarar af málurum. Við snæddum iðulega á sama stað og tók ég eftir að nágrannar mínir neituðu sér ekki um neina virkt, þeir voru ekki einasta glæsilega klæddir að hætti mikils háttar listamanna tímanna, heldur var aldrei neitt of gott ofan í þá, drukku aldrei önnur vín en þau með rauða lakkinu og superior-ein- kenninu. Á nafnspjöldum þeirra stóð fínum stöfum, artiste peintre, en ég sá aldrei nöfnin þeirra í neinum sýning- arskrám og þótt ég ætti trúnað þeirra voru dyr vinnustofu þeirra alltaf harðlæstar. Þar inni viðgekkst jafn- aðarlega syndugt líferni en út í þá sálma fer ég ekki nánar. En svo skeði það, að hitarörið sem tengdi vinnustof- urnar tvær blóðhitnaði og dálítill eldur komst í þilið og þá varð ég að fara inn til þeirra. Þegar við höfðum skvett vatni á eldinn og víni í okkur sjálfa í til- efni atburðarásarinnar varð mér litið í kringum mig og sá þá strax hvers kyns var, að þetta væri verkstæði falsara. Á veggjunum og málaratrönum voru um 10–12 málverk eftir Corot, áritaðar mjög svo greinilega með skrift hans frá eldri árum með áherslu á hvern bókstaf C-o-r-o-t. Afar snjallir falsarar, en satt að segja var andrúmsloftið nokkuð þvingað og þeir reyndu eftir bestu getu að réttlæta hið glæpsamlega at- hæfi, sögðu þá meðal margs annars frá starfsbróður þeirra, Camille að nafni, sem falsaði málarann Daroux, en sá þyrði ekki að setja nafn höfund- arins á skiliríin svo lengi sem mað- urinn væri á lífi. Um að ræða litlar skógarmyndir af innilegra taginu og þær færu jafnaðarlega á uppoð hjá Drouot (til þessa dags eins nafn- kenndasta uppboðsfirma Parísar- borgar) og væru alltaf slegnar á sömu upphæð til sama gamla mannsins. Seinna kom í ljós að gamli maðurinn var Daroux sjálfur, sem notfærði sér eftirgerðirnar, lagfærði þær svolítið og áritaði, seldi svo á tíföldu verði! Það eru þannig margar hliðar á föls- unum bæði harðar sem mjúkar og hér einungis rétt tæpt á víðfeðmu inni- haldi bókarinnar. Skulda enn lesend- um að segja eitt og annað af fölsunar- ferlinu, hvernig myndverk eru bökuð, reykt og vessar bornir á yfirborðið til að þau öðlist tímalega fyllingu. Einnig aðferðum snillinganna átta; Alceo Dossena, OttoWacker, Han van Meegeren, Lothar Malskat, Elmyr de Hory, Casper Caspersen. Tom Keat- ing og Eric Hebborn. Hér gildir öllu öðru fremur að upplýsa hlutina til að fólk verði með á nótunum og hafi vað- ið fyrir neðan sig varðandi listaverka- kaup, allt á hreinu. BÓK UM FALSANIR Fyrir nokkru varð Braga Ásgeirssyni litið inn í bókasafn Norræna hússins, rakst þá óforvarandis strax á norska bók um lista- verkafalsara. Og með hliðsjón af allri um- ræðu síðustu ára um málverkafalsanir hér á landi þótti honum efni hennar eiga meira en lítið erindi til landsmanna. Þessi eftirgerð málverks norska málarans Christian Krohg (1855– 1925), í eigu erlendra aðila, var seld í verslun með notaða muni í Ósló 1989 fyrir 5.000 norskar krónur. Kaupandinn fjarlægði orðið „Eftir“, sem var fyrir fram- an höfundarnafnið og seldi einkasafnara fyrir 275.000. Litlu seinna var það til sölu hjá lista- verkahöndlara fyrir 650.000. Þar sá kaupmaðurinn sem upp- runalega hafði selt myndina á 5.000 hana og með aðstoð lög- reglunnar afhjúpaði hann svindl- ið. Sjónmenntavettvangur

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.