Morgunblaðið - 26.04.2001, Side 34

Morgunblaðið - 26.04.2001, Side 34
LISTIR 34 FIMMTUDAGUR 26. APRÍL 2001 MORGUNBLAÐIÐ Útsölumarkaður GK REYKJAVÍK er í fullum gangi á Skúlagötu 17 útsölumarkaðurinn er opinn mánudaga til laugardaga frá kl. 12—18 vorum að bæta við nýjum vörum herrafatnaður-dömufatnaður-skór-barnaskór-efni Reykjavik Collection Valentiono Jeans Helmut Lang Day Bruuns Bazaar Calvin Klein Base Ahler Whistles Minus Reiss Jigsaw pom’dap fluxa Á TÓNLEIKUM Sinfóníuhljóm- sveitar Íslands í kvöld verða flutt þrjú stórviki þýska tónskáldsins Jó- hannesar Brahms; Tilbrigði við stef eftir Haydn, op. 56a, Sinfónía nr. 1 í c-moll op. 68 og Konsert fyrir fiðlu, selló og hljómsveit op. 102. Það er ekki hægt að segja annað en að Brahms hafi beitt penna sínum af varkárni, þegar kom að smíði hljómsveitarverka. Hann samdi tvær litlar hljómsveitarserenöður á árun- um 1857–59, þegar hann var um 25 ára gamall og þremur árum áður hafði hann spreytt sig á að smíða pí- anókonsert sem hann byggði á eldra verki, sónötu fyrir tvö píanó. Þessu verki var ekki sérlega vel tekið við frumflutninginn 1859, og heil fjórtán ár liðu þar til Brahms treysti sér til að leggja næsta hljómsveitarverk fyrir dóm hlustenda. Það var fyrsta sinfónía tónskáldsins, en hana hóf hann að semja árið 1855. Brahms var langt kominn með fyrstu sinfóníuna, þegar hann ákvað að leggja hana á hilluna og reyna frekar fyrst við aðgengilegra form, tilbrigðaformið. Hann samdi Til- brigði við stef sem þá var eignað Ha- ydn, en er nú talið eldra. Þegar það verk var loks farsællega í höfn og við- tökur við frumflutning árið 1873 góð- ar, lagði hann loks í að ljúka við fyrstu sinfóníuna, sem þá hafði verið tæp nítján ár í smíðum. Fyrsta sin- fónían var loks frumflutt árið 1876, tuttugu og einu ári eftir að fyrstu hugmyndir að verkinu urðu til. Fyrsta sinfónían og Haydn tilbrigðin eru meðal verka á efnisskrá Sinfón- íuhljómsveitar Íslands í kvöld. 10. sinfónía Beethovens? Margt hefur verið hugsað og sagt um ástæður þess að Brahms var svona lengi að manna sig upp í að koma frá sér hljómsveitarverkum. Ein kenningin er sú, að honum hafi þótt erfitt að taka upp þráðinn þar sem Beethvoen skildi við hann, en ní- unda sinfónía Beethovens hefur af mörgum verið talin fullkomnun hins sinfóníska forms. Frá því er Beethov- en samdi níundu sinfóníuna voru tón- skáld í Þýskalandi lítt gefin fyrir sin- fóníska formið og kusu frekar hið nýstárlega form sinfóníska ljóðsins. Það stóð líka heima, að þegar fyrsta sinfónía Brahms var frumflutt var haft á orði að þar væri komin tíunda sinfónía Beethovens. En stíll Brahms varð persónulegri með hverju verki, og höfundareinkenni hans eru afar sterk, ekki síst í sinfóníunum. En eft- ir þetta lét Brahms hvergi deigan síga, og snaraði sér strax í smíðar annarrar sinfóníunnar og dómur sög- unnar hefur orðið sá að Brahms sé meðal mestu meistara sinfóníska formsins. Síðasta hljómsveitarverkið sem Brahms samdi, árið 1887, Kons- ert fyrir fiðlu, selló og hljómsveit hljómar einnig á tónleikum Sinfón- íuhljómsveitarinnar í kvöld. Stjórnandi á tónleikunum er Rolf Gupta frá Noregi. Hann er einn af nemum finnska hljómsveitagúrúsins Jorma Panula, sem kennt hefur mörgum af fremstu hljómsveitar- stjórum Norðurlandanna á síðustu árum, og bæði Petri Sakari og Osmo Vänskä sem báðir voru fastráðnir hljómsveitarstjórar hér á landi eru líka lærisveinar Panulas. Rolf Gupta er ungur að árum, en hefur þegar getið sér gott orð sem hljómsveitar- stjóri og hefur komið fram sem gestastjórnandi víða. Aðspurður um muninn á fyrstu hljómsveitarverkum Brahms, sem við heyrum fyrir hlé, og því síðasta, sem verður leikið eftir hlé, segir Rolf Gupta muninn ekki svo mikinn. „Það er sagt um stærðfræðinga, að flestir þeirra komi með sín mestu nýmæli og frumlegustu kenningar þegar þeir eru ungir, og eigi svo ekkert eftir þegar aldurinn færist yfir. Þannig er því ekki varið með Brahms. Hann var 43 ára þegar hann samdi sína fyrstu sinfóníu, sem er fersk og auðug, og síðasta hljómsveitarverkið hans, konsertinn sem við spilum líka í kvöld er ekki svo frábrugðinn. Þó er karakterinn svolítið öðru vísi; það er komið meira haust í karlinn í kons- ertinum.“ Hér grípur Rolf Gupta fram í fyrir sjálfum sér: „Ég verð að fá að koma einu að. Sinfóníuhljómsveit Íslands er stórkostleg; vinnur afar vel og tek- ur starf sitt alvarlega. Þessi hljóm- sveit þarf bara betri sal, – sal sem getur komið til skila því góða verki sem sem fólkið hér skilar. Þessi salur gefur hljómsveitinni ekkert, og hjálpar ekkert upp á hljómburðinn. Svo ég get bara ekki annað en hvatt Íslendinga til að byggja góðan tón- leikasal yfir þessa frábæru hljóm- sveit.“ Einleikarar úr austurátt Einleikarar kvöldsins, í konserti fyrir fiðlu selló og hljómsveit, eru fiðluleikarinn Adele Anthony frá eynni Tasmaníu við Ástralíu og selló- leikarinn Tsuyoshi Tsutsumi frá Jap- an. Bæði eru þau eftirsótt sem ein- leikarar með hljómsveitum um allan heim, Adele Anthony er þó rétt að stíga fyrstu skrefin á þeirri braut, meðan Tsuyoshi Tsutsumi á langa reynslu að baki. Það er kannski ekki svo einfalt fyrir fólk sem er vant að vera eitt í sviðsljósinu í venjulegum einleikskonsertum, – að þurfa að deila því með öðrum. Tsuyoshi Tsuts- umi er ekki á því að það sé nokkrum vandkvæðum bundið. „Þetta er stór- kostleg reynsla, og þetta gefur mér mikið. Svo er Adele Anthony líka stórfenglegur fiðluleikari og músík- ölsk í túlkun sinni. Ég hef oft leikið þetta verk með öðrum fiðluleikurum, en ég verð að segja að ég er mjög upptendraður af leik hennar. Ég finn að yndislegur leikur hennar gefur sjálfum mér líka nýjar hugmyndir í túlkun verksins. Svo hefur það líka sitt að segja að hér er ég í landi sem ég hef aldrei heimsótt áður, og leik með hljómsveit sem ég hef aldrei spilað með, og með hljómsveitar- stjóra sem er líka nýr fyrir mér. Allt er þetta gefur mér innblástur.“ Tsutsumi segist hafa góð tengsl við Brahms. „Ég finn fyrir sterkum tengslum við tónlist hans. Mér finnst eins og ég tali mitt eigið músík mál í gegnum verk hans.“ Fiðluleikarinn Adele Anthony tek- ur undir þetta viðhorf og dálæti Tsutsumis á Brahms. „Við fiðluleik- ararnir erum svo heppnir að hann skuli hafa samið fiðlukonsert auk þessa verks, svo ekki sé minnst á alla dásamlegu kammertónlistina þar sem fiðlan kemur við sögu. Ég held að Brahms hafi bara yfirleitt hvergi slegið feilnótu í verkum sínum. Ann- ars er það frábært fyrir mig að fá tækifæri til að spila með Tsuyoshi Tsutsumi, sem býr yfir allri þessari reynslu af þessu verki. Með honum á ég auðveldara með að skilja hvað er um að vera í tónlistinni, þetta er líka í fyrsta sinn sem ég leik verkið á tón- leikum.“ Kjörgripur frá Cremona Fiðlan hennar Adele er ekkert venjulegt fíólín. Þetta er Guarneri del Gesu fiðla, smíðuð í Cremona á Ítalíu 1735. Það er Clement Arrison sem lánar henni þennan kostagrip fyrir tilstuðlan Stradivari-félagsins í Chicago, en markmið þess félags- skapar er að koma afburðahljóðfær- um ítölsku meistaranna í hendurnar á bestu fiðluleikurum samtíðarinnar hverju sinni. „Það er mikið lán að fá að spila á slíkt hljóðfæri. Fiðlan hljómar dásamlega og er að auki af- skaplega falleg.“ Þau Tsuyoshi Tsutsumi og Adele Anthony hafa aldrei leikið saman áð- ur. Það er forvitnilegt að vita hvort það sé ekki einmanalegt að vera stöð- ugt á ferð um heiminn og hitta nýjar hljómsveitir, nýja hljómsveitarstjóra og nýtt fólk. Tsutsumi segir heim tónlistarinnar ekki svo stóran. „Þótt maður sé á þessu flakki er maður alltaf að hitta fólk sem maður hefur hitt áður, eða í það minnsta að maður eigi sameiginlega vini eða kunningja. Ég get sagt þér sögu af þessu. Við stjórnandinn borðuðum saman morgunverð á hótelinu í morgun, og þá komst ég að því að einn aðalkenn- ari hans og lærimeistari heima í Ósló var tónskáldið Olav Anton Thomme- sen. Þegar ég var í námi í Tónlist- arháskólanum í Indiana fékk ég að- stoðarkennarastöðu, og þar var einmitt Olav Anton Thommesen nemandi minn. Hér í hljómsveitinni fann ég líka gamlan nemanda frá Indiana, og það var gaman að hitta hana aftur. Þannig er þetta; – þótt maður sé stöðugt á þessu flakki, þá er þessi heimur lítill.“ „Heimur tónlistarinn- ar er lítill“ Jóhannes Brahms verður stjarna kvöldsins á tónleikum Sinfóníuhljómsveitar Íslands, þegar flutt verða þrjú verk meistarans. Bergþóra Jónsdóttir ræddi við hljómsveit- arstjórann Rolf Gupta og einleikarana Adele Anthony og Tsuyoshi Tsutsumi um dálæti þeirra á Brahms og fleira. Morgunblaðið/Árni SæbergAdele Anthony og Tsuyoshi Tsutsumi og stjórnandinn Rolf Gupta á æfingu með Sinfóníuhljómsveit Íslands. begga@mbl.is

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.