Morgunblaðið - 26.04.2001, Side 36

Morgunblaðið - 26.04.2001, Side 36
LISTIR 36 FIMMTUDAGUR 26. APRÍL 2001 MORGUNBLAÐIÐ vaki allra sannra listamanna og er ágætt samheiti á heimildarmynd- irnar tvær sem sýndar voru í Sjón- varpinu um páska. Þær eiga það sameiginlegt að fjalla um tvo lista- menn sem þrátt fyrir snilli sína hafa ekki verið mikið í sviðsljósi fjölmiðlanna. Enda sjálfsagt hvor- ugur sú manngerð sem leitar slíkra ljósabaða. Saga Árna Scheving er svo sam- fléttuð sögu djass- og dægurtón- listar á síðari hluta 20. aldar, að erfitt er að greina á milli. Árni er fjölhæfur listamaður sem er jafn fær á fjölda hljóðfæra, og það sem meira er, og goðsögnin KK, tekur fram í viðtali í myndinni, varð ekki vélstjóri, að hann spilar vel á þau öll. Eins lætur honum jafn vel að spila klassíska tónlist og kirkju- lega, sem djass og dægurlög. Það er reisn yfir manninum Árna Scheving og öllu því sem hann fæst við í tónlistinni, þó svo að manni hafi þótt hann hvað snjallastur í gegnum árin í djassinum; fetandi í SKÁLDIÐ frá Hamri segir eitt- hvað á þá leið í heimildarmyndinni Orðanna hljóman að það sem hvetji skáldið til sköpunar sé leit að feg- urð. Bætir því við, öllum til um- hugsunar, að hana sé að finna á ólíklegustu stöðum – ef maður hafi augun opin. Leitin að fegurð er afl- fótspor meistara Hamptons o.fl. á víbrafóninn. Það kemur reyndar fram að Árni hóf kynni sín af hljóð- færaleik í Laugarnesskólanum, á gullöld blokkflautunnar. Því næst var röðin komin að harmónikkunni, sem þá, fyrir tíma bresku popp- sprengjunnar, var feikivinsæl hjá öllum aldurshópum. Síðan er rakin saga Árna, frá því hann byrjar at- vinnumennsku barnungur norður á Akureyri og fær 17 ára gamall boð um að spila með vinsælustu og bestu hljómsveit landsins á sjötta og sjöunda áratugnum – KK-sext- ettinum. Allt til dagsins í dag, þeg- ar þessi geðþekki listamaður er sjálfur orðinn goðsögn í lifanda lífi. Það er einstaklega ánægjulegt að fá að sjá og heyra brot úr tónlistar- sögunni þar sem Árni og landslið djass- og dægurtónlistar, fara á sínum hefðbundnu kostum. Þvílík samkoma; Jón Páll Bjarnason, Raggi Bjarna, Árni Egilsson, Pétur Östlund, Þórarinn Ólafsson, Guð- mundur Steingríms, Jón bassi, Rúnar Georgs, Óli Gaukur, Karl Möller, Andrea Gylfadóttir o.fl. gott fólk. Það voru nánast forrétt- indi að fá að alast upp með þessum afburða listamönnum og gleðigjöf- um. Þátturinn er góð heimild um Árna og þessa hæfileikamenn á einstökum tímum, og viðmælend- urnir komust vel frá sínu. Í Orðanna hljóman rekur Þor- steinn frá Hamri sína skáldatíma, frá því hann hóf að yrkja upp úr miðri síðustu öld. Viðmælandinn, Áslaug Dóra Eyjólfsdóttir, leiðir okkur í félagsskap skáldsins, um bernskustöðvar hans í Borgarfirð- inum – í blankalogni og blóma- skrúði. Skilgreinir rætur sínar sem ljóðdkáld og útskýrir sérstakan stílinn, en Þorsteinn yrkir bæði í bundnu og óbundnu máli. Telur að það sé síst minni kúnst að yrkja at- ómljóðin, en ljóðagerð hans er gjarnan samofin rími og stuðlum sem hann notar á frjálslegan hátt. Þorsteinn frá Hamri er greini- lega manna hæverskastur, prúð- menni sem er sjálfsagt ekki auð- veldasta viðfangsefni sem við- mælendur geta óskað sér. Hvort sem um er að kenna hófsemi skáldsins eða spyrlinum, komumst við ekki ýkja nærri skáldinu. Inn- slögin, viðtölin við vin hans, Vigdísi Grímsdóttur og Pál Valsson, rit- stjóra, voru til mikilla bóta og spurning hvort meira hefði mátt vera af slíku. Í leit að fegurð SJÓNVARP H e i m i l d a r m y n d i r R í k i s s j ó n v a r p i ð Leikstjóri, klippari, handritshöf- undur Valdimar Leifsson. Viðtöl og efnisöflun Ólafur Ormsson. Viðtal á Kaffi Reykjavík Vernharður Linn- et. Myndataka Valdimar Leifsson o.fl. Hljóðupptaka og hljóðsetning Jón Skuggi o.fl. Samsetning Pegas- us. Sýningartími 40 mín. Íslensk heimildarmynd. Mánudagur 16. apríl. RUV 2001. VARÐ EKKI VÉLSTJÓRI – TÓNLISTARFERILL ÁRNA SCHEVING ORÐANNA HLJÓMAN SKÁLDIÐ FRÁ HAMRI Stjórnandi upptöku Þiðrik Ch. Em- ilsson. Viðtal Áslaug Dóra Eyjólfs- dóttir. Myndataka Haraldur Frið- riksson. Hljóðvinnsla Einar Sigurðsson o.fl. Samsetning Sæ- mundur Sigurðsson. Sýningartími 40 mín. Íslensk heimildarmynd. Föstudagur 13. apríl. RUV. 2001. Sæbjörn Valdimarsson KARLAKÓRINN Stefnir er nú að ljúka vetrarstarfi á hefðbundinn hátt með tónleikahaldi. Þeir halda tónleika í Bíóhöllinni á Akranesi ásamt Grundartangakórnum í dag kl. 20.30. Í hátíðarsal Varmárskóla á sunnudag kl. 17 og í Fella- og Hóla- kirkju þriðjudaginn 1. maí kl. 17. Stjórnandi Karlakórsins Stefnis er Atli Guðlaugsson, en hann stjórn- ar jafnframt Grundartangakórnum. Undirleikari kórsins er Sigurður Marteinsson, píanóleikari, en að þessu sinni leikur, auk hans, Yuri Federov harmonikkuleikari, með í nokkrum lögum. Raddþjálfun kórs- ins annast Sigríður Jónsdóttir, söng- kona. Á efnisskránni eru m.a. rússnesk lög við harmonikkuleik ásamt píanóundirleik, lög eftir innlend og erlend tónskáld svo sem Atla Guð- laugsson, Árna Thorsteinsson, Eirík Bóasson, Björgvin Þ. Valdimarsson, Pál Ísólfsson, Andrew Lloyd Webb- er, Herman Palm, Gavin Suther- land, auk rússneskra þjóðlaga. Þrír félagar úr röðum kórmanna: Ármann Ó. Sigurðsson, Ásgeir Ei- ríksson og Birgir Hólm Ólafsson syngja einsöng og tvísöng með kórnum í nokkrum lögum. Í byrjun maí heldur kórinn norð- ur í Húnaþing og Skagafjörð. Þar verður sungið á Hvammstanga 4. maí kl. 20.30 og síðan á Sæluviku. Vortónleikar Stefnis AUK inngangsorða landsbóka- varðar (ritstjóra) inniheldur þetta glæsilega ársrit að þessu sinni átta ritgerðir um margvíslegt efni og smápistla á fáeinum blaðsíðum, sem bera yfirskriftina Sópuður. Gerð er grein fyrir höfundum, níu talsins, aftarlega í ritinu og því lýk- ur með stuttum efnisúrdráttum á ensku. Birgir Þórðarson á Öngulsstöð- um, fyrrum bóndi, ritar um Eggert Ó. Gunnarsson, bróður Tryggva Gunnarssonar. Eggert var þekktur maður á síðari hluta 19. aldar. Hann fékkst við margvíslegan kaupskap, sat á Alþingi um skeið og átti hlut að framfaramálum, en örlög hans urðu dapurleg. Höfund- ur styðst við minnisbækur Eggerts og dagbækur og greinir frá ævi- ferli hans. Er þetta efnismikil, vönduð og fræðilega unnin ritgerð. Aðalsteinn Ingólfsson fjallar um bréfaskipti Erlends í Unuhúsi og Nínu Tryggvadóttur, en eins og kunnugt er var nýlega veittur að- gangur að miklu bréfasafni Er- lends. Þessari áhugaverðu grein fylgja nokkrar myndir. Þórunn Sigurðardóttir ritar greinina Viðhorf til bókmennta og bóklegrar menningar í Hagþenki Jóns Ólafssonar úr Grunnavík. Þórunn fjallar hér um skáldskap- arfræði, skáldskaparlist, tilgang bókmennta o.þ.h. eins og það kemur fram í ofannefndu skrifi Jóns. Þórunn setur Jón í bók- menntalegt samhengi síns tíma og gerir að öðru leyti skilmerkilega grein fyrir þessum sérkennilega fræðimanni. Þá er komið að fjórðu ritgerð- inni. Hún er skrifuð af Steingrími Jónssyni og nefnist Prentnemarnir. Þar segir aðallega frá systkinason- unum Jóni Steingrímssyni og Magnúsi Ingvarssyni, sem báðir voru við prentnám í Reykjavík í kringum 1880. Það er fróðleg grein, sem leiðir lesandann að prentverki og bókagerð á síðasta hluta nítjándu aldar. Einar Sigurðsson skrifar um myndir Tryggva Magnússonar af íslensku jólasveinunum, sem allir þekkja úr hinu sívinsæla kveri þeirra Jóhannesar úr Kötlum, Jólin koma. Kverið hefur komið út í ní- tján útgáfum (1932–1998). Er prentsaga rakin og birtar myndir af jólasveinunum. Helga Kristín Gunnarsdóttir skrifar um Eggert Ólafsson. Áherslan er á skáldskap Eggerts og hvernig hann er „mótaður af hugmyndafræði upplýsingarinnar jafnframt því sem hann ber ein- kenni forrómantískra viðhorfa“. Hversu mikið er nonnulla? Rec- ensus Páls Vídalíns í Sciagraphiu Hálfdanar Einarssonar er ritgerð eftir Gottskálk Jensson. Hálfdan Einarsson ritaði seint á 18. öld ís- lenska bókmenntasögu á latínu (Sciagraphia). Þar telur hann til skuldar (hann skuldar „nonnulla“) við skálda- og rithöfundatal Páls Vídalíns frá 1700 (Recensus). Verk- efni ritgerðarinnar er að skoða tengsl þessara tveggja bókmennta- sögurita. Andrew Wawn skrifar greinina The Dream. Óbirt ljóð á ensku eft- ir Lárus Sigurðsson frá Geitareyj- um. Lárus var skólabróðir og vinur Jónasar Hallgrímssonar. Hann andaðist kornungur, aðeins fáum klukkustundum eftir að Jónas hafði kvatt hann fársjúkan og stigið á skipsfjöl til Kaupmannahafnar. Lárus þessi var talinn mikill hæfi- leikamaður og vel skáldmæltur. Til skamms tíma voru þó aðeins tvö kvæði eftir hann kunn og bæði á dönsku. Nú hefur hið þriðja verið dregið fram úr geymslum Lands- bókasafns og er það á ensku til- einkað Sigurði Sívertsen og Thom- as Maryon Wilson. Þetta er langt kvæði, 170 vísuorð. Birtist það hér ásamt rækilegum inngangi. Í Sópuði segir frá þeim merk- isatburði, er skjalapakki Erlendar í Unuhúsi var opnaður með viðhöfn og í öðru lagi greinir frá Norrænni bóksöguráðstefnu í Helsinki. Þetta ársrit er eins og forverar þess hið glæsilegasta í alla staði og efnislega afar hnýsilegt. Það er ávallt fagnaðarefni að fá það í hendur og setjast við lestur þess. Ritmennt fimm ára BÆKUR R i t g e r ð i r Ritmennt 5. Háskólabókasafn. Ritstj.: Einar Sigurðsson. Reykjavík, 2000, 160 bls. ÁRSRIT LANDSBÓKA- SAFNS ÍSLANDS Sigurjón Björnsson GOSPELSYSTUR Reykjavíkur, undir stjórn Margrétar Pálmadótt- ur, halda vortónleika í Langholts- kirkju í kvöld, fimmtudagskvöld, kl. 20.30 og á laugardag, kl. 14 og 17. Einsöngvari með systrunum að þessu sinni er Páll Rósinkranz. Hljómsveitarstjóri er Stefán S. Stefánsson. Í kórnum eru nú um 120 konur og leggur kórinn áherslu á negra- sálma, gospeltónlist, þjóðlög og kirkjutónlist. Gospelsystur Reykja- víkur eru að ljúka sínu fjórða starfsári og hefur Margrét Pálma- dóttir stjórnað þeim frá upphafi. Í lok ágúst heldur kórinn til Bandaríkjanna í pílagrímsför. Ferðinni er heitið til New Orleans og þar syngur kórinn á tónleikum ásamt öðrum gospelkórum auk þess sem kórinn heldur einnig tónleika í New York. Í ágúst eru fyrirhugaðir kveðjutónleikar fyrir þessa ferð. Páll Rósinkranz Gospelsystur í Langholts- kirkju SÖNGFÉLAG Skaftfellinga, sem er kór Skaftfellingafélagsins í Reykja- vík, heldur í söngferð um Austur- Skaftafellssýslu helgina 27.–29. apr- íl. Ferðin hefst með tónleikum í Hof- garði annað kvöld, föstudagskvöld, kl. 20.30. Á laugardag verða tón- leikar í Hafnarkirkju kl. 15. Einsöngvari með kórnum er Stef- án Bjarnason frá Hofi í Öræfum. Stjórnandi kórsins er Violetta Smid og undirleikari er Pavel Smid. Kórinn heldur sína árlegu vortón- leika í Árbæjarkirkju í Reykjavík 1. maí, kl. 15. Söngfélag Skaftfellinga í söngför ♦ ♦ ♦

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.