Morgunblaðið - 26.04.2001, Síða 39

Morgunblaðið - 26.04.2001, Síða 39
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 26. APRÍL 2001 39 Taívans við meginlandið aukist mjög á síðari árum og Taívanir hafa fjárfest í miklu magni í verksmiðj- um á meginlandinu. Aukin efna- hagsleg tengsl og nýfengin virðing fyrir kínverska hernum hafa því dregið úr líkum á afdrifaríkum að- gerðum af hálfu Taívana. Kínverjar eru enn sem komið er ekki í stöðu til að endurheimta Taívan með vopnavaldi. Áðurnefndur skortur á flutningsgetu og vel skipulögðum flugflota þýðir að kínversk innrás yfir Taívan-sund væri fyrirfram dæmd til að mistakast hvort sem Taívan nyti aðstoðar bandaríska flotans eða ekki. Þó er nauðsynlegt að fylgjast ná- ið með samskiptum Taívan við meg- inlandið því að hér er á ferðinni mjög svo tilfinningaþrungið mál fyrir báða aðila og fyrirsjáanlegt að ef ekki er farið gætilega geti soðið upp úr með litlum fyrirvara og af litlu tilefni. Öllu flóknara mál er krafa Kín- verja um yfirráð yfir nær öllu Suð- ur-Kínahafi. Krafa þessi er byggð á umdeildum sögulegum yfirráðum Kínverja yfir svonefndum Paracel- og Spratly-eyjaklösum í hafinu. Það sem gerir málið sérstaklega við- kvæmt er að auk Kínverja gera Fil- ippseyjar, Malasía, Brunei, Taívan og Víetnam öll tilkall til hluta þess hafsvæðis sem Kína hefur augastað á. Kínverjar hafa til þessa algerlega hafnað að fela málið alþjóðadóm- stólum til meðferðar og vilja þess í stað einungis beinar viðræður við einstaka deiluaðila, þar sem þeir geta beitt áhrifum sínum fyllilega. Suður-Kínahaf er eitt fjölfarnasta hafsvæði veraldar bæði vegna þess að það er helsta siglingaleið þessa heimshluta og vegna mjög víðtækra fiskimiða sem allar nærliggjandi þjóðir sækja. Til dæmis má geta að um 80% af vöruflutningum til Jap- ans fer um Suður-Kína- haf og um 95% af olíu- flutningi þeirra, þannig að ljóst er að það eru ekki einungis grannþjóðirnar sem hafa áhyggjur af hugsanlegum yfirráðum Kínverja yfir hafinu. Krafa Kínverja um yfirráð yfir Spratly-eyjum er mjög vafasöm vegna mikillar fjarlægðar þeirra frá meginlandinu (þær eru um 1200 km suður af Hainan-eyju) og einnig þar sem þær eru ákaflega litlar, þótt margar séu. Stærsta eyjan í klasanum er sú eina sem er yfir ferkílómetri að stærð og einungis þrjár aðrar eru yfir 100 fermetrar. Þó hafa Kínverjar og hinar kröfu- þjóðirnar komið sér upp margs konar stöðvum á mörgum eyjanna og þar sem flotar margra landa eru á stöðugum siglingum um svæðið staða ríkjasamskipta í Asíu er að mörgu leyti eins og hún var í Evr- ópu á 19. öld. Mörg sterk ríki eru á leiksviðinu, milliríkjadeilur og óleyst deiluefni eru mörg og í kjöl- far hraðrar iðnvæðingar er valda- jafnvægið í uppnámi. Einnig má segja að í Deng Xiapeng hafi Kína fundið sinn eigin Bismarck, því járnkanslarinn hefði sannarlega stefnt að svipaðri þróun innri stöð- ugleika og Deng. Arftakar Deng hafa hins vegar að því er virðist ekki eins góð tök á stjórnartaum- unum. Þeim tókst naumlega að af- stýra byltingu með grimmilegum aðgerðum á Torgi hins himneska friðar 1989 og í kjölfarið hafa þeir í síauknum mæli treyst á þjóðernis- kennd Kínverja til að halda völdum. Í því samhengi er mjög mikilvægt að hafa skýran óvin til að viðhalda ótta landsmanna og með því að leggja áherslu á kröfur Bandaríkja- manna um efnahagslegar umbæt- ur, sem dæmi um afskipti af innan- ríkismálum Kína, hefur þeim tekist að styrkja sig í sessi. Í þessu hafa Bandaríkin oft verið óviljandi bandamaður, eins og til dæmis með klaufalegri áras sinni á kínverska sendiráðið í Belgrad, svo og með hrokafullum kröfum um frelsi Tíbet og afskiptum af mannréttindamál- um innan Kína. Einnig var nýlegt njósnamál töluverður happafengur fyrir kínversk yfirvöld vegna þess að stöðugar njósnir og eftirlitsflug Bandaríkjamanna vekja náttúru- lega tortryggni Kínverja í garð er- lendra stórvelda en auk þess áskotnaðist Kínverjum ein há- þróaðasta njósnavel bandaríska flotans. Grundvallarmunur er á hugarfari Kínverja og Vesturlandabúa og sá munur hefur að sjálfsögðu áhrif á samskipti þessara menningar- heima. Kínverjar eru mjög meðvit- aðir um heill heildarinnar og í sam- ræmi við heimspeki Konfúsíusar, sem menning þeirra grundvallast á, sjá þeir heiminn oft í meira lang- tímasamhengi en Vesturlandabúar. Einnig eru Kínverjar mjög stolt þjóð, eins og kom berlega í ljós í ný- afstöðnu njósnavélarmáli og móðg- anir verða að leiða til afsökunar til að Kínverjar geti viðhaldið virðingu sinni. Bandaríska stefnu skortir Það er því töluvert áhyggjuefni að eina stórveldi nútimans virðist skorta skýra stefnu í samskiptum sínum við Kína. Bandaríkin hafa í heila öld haft þá stefnu í Asíu að koma í veg fyrir að eitthvert eitt ríki nái ofurvaldi á svæðinu og þar sem ljóst er að Kína bæði vill og mun ná slíkri stöðu á næstu árum er líklegt að til árekstra komi. Mis- tök Bandaríkjanna eru ekki einung- is bundin við nýafstaðna atburði, heldur hefur tveimur undanförnum forsetum misfarist í samskiptum sínum við tvö sterkustu ríkin í Austur-Asíu. Síaukin samkeppni og viðskipta- deilur við Japan hafa haft áhrif á náið samstarf þjóðanna og hefur sáð tortryggni í stað vináttu meðal beggja aðila. Þetta gerist á sama tíma og stefnuleysi Bandaríkjanna gagnvart Kína hefur hægt en örugglega breytt Kínverjum úr samstarfsaðila í keppinaut. Banda- ríkin eiga á hættu að missa áhrif sín í öllum heimshlutanum á sama tíma og Kínverjar beita auknum efna- hagslegum styrk sínum til að fá grannþjóðirnar til liðs við sig. Ljóst er að framundan er barátta um áhrif og völd í Austur-Asíu, sem verður á næstu árum þungamiðja efnahagsmála í heiminum og mý- mörg teikn eru á lofti að vopnin séu að snúast í höndunum á Bandaríkj- unum áður en til leiks kemur af fullri alvöru. Napóleon Bonaparte sagði af mikilli forsjá: „Kína er sofandi risi, leyfið honum að sofa því þegar hann vaknar mun hann skekja heiminn allan.“ Risinn er að vakna og stærsta spurning mannkyns á næstu árum er hvaða afleiðingar það hefur fyrir okkur öll. eru sífelldar líkur á árekstrum. Paracel-eyjar eru öllu nær Kína, en þó hafa Víetnamar gert kröfu um að endurheimta yfirráð yfir eyjun- um sem þeir misstu til Kína í kjöl- far Víetnam-stríðsins. Kínverjar hafa nýtt sér veikleika grannþjóð- anna til að auka áhrif sín á svæðinu. Taka Paracel-eyja frá Suður-Víet- nömum var aðeins eitt af mörgum slíkum skrefum og síðast 1995 lögðu þeir undir sig svokallað Skoll- arif (Mischief Reef) sem Filippsey- ingar höfðu lengi ráðið. Sú aðgerð átti sér stað á sama tíma og Jiang Zemin forseti var í friðarför um grannríkin þar sem hann fór mörg- um fögrum orðum um hversu lítil hætta stafaði af hinu ört rísandi Kína. Olía talin á svæðinu Loks er ljóst að deilur um Suður- Kínahaf munu magnast um leið og ljóst verður hversu miklar olíulind- ir þar er að finna. Allt svæðið er lík- lega mjög olíuríkt en olíuleit hefur verið lítil á síðari árum aðallega vegna deilna um yfirráð yfir haf- svæðunum. Þó sýndu Kínverjar hvernig þeir hyggjast beita valdi sínu í framtíðinni þegar þeir sömdu árið 1992 við hið bandaríska Crestone-fyrirtæki um olíuleit á 9.700 fermílna hafsvæði sem er á deilusvæði Kína og Víetnam. Á sama ári settu Kínverjar lög sem banna ferðir erlendra herskipa eða kafbáta í gegnum „kínverska“ haf- svæðið í Suður-Kínahafi. Þó að Kín- verjar séu ekki í stakk búnir til að framfylgja slíkum lögum í dag eru þau viðvörun um líklega þróun í framtíðinni, sérstaklega í ljósi upp- byggingar kínverska flotans. Kínverjar eiga einnig í deilum við Norður-Kóreu um siglingarétt á Tumen-á, við Japani og Taívani um yfirráð yfir Diaoyu-eyjum, við Ind- verja um óskilgreind landamæri, við Rússa um landamæri (sem leiddi til átaka 1968) og auk þess eru múslimskir aðskiln- aðarsinnar vaxandi vandamál í Xinj- iang-héraði sem liggur að Kazakhstan. Þó er ekki tilgangurinn með þessum skrifum að gefa í skyn að Kína eigi í úti- stöðum við alla nágranna sína og sé nokkurs konar fill í postulínsbúð. Það er hins vegar nauðsynlegt að gera sér grein fyrir því að samfara auknum styrk Kína er líklegt að valdajafnvægið á svæðinu öllu rask- ist og í því samhengi er mikilvægt að gera sér grein fyrir hvar líkleg- ast er að til árekstra komi. Tortrygginn risi Sérfræðingar hafa oft líkt upp- risu Kína á okkar tímum við þróun Þýskalands á síðari hluta 19. aldar. Samlíkingin er gagnleg þar sem á að Kínverjum takist að ná sömu tæknilegu yfirburðum og Banda- ríkjaher nýtur, né heldur að þeim takist að minnka verulega bilið á milli landanna tveggja í hernaðar- legri getu. Það þýðir þó ekki að all- ur tilkostnaður Kínverja verði til einskis, heldur munu þeir verða mun sterkari en helstu nágrann- arnir og geta því náð nokkurs konar ofurvaldi á sínu efnahagssvæði. Frændur eru frændum verstir Það er töluvert áhyggjuefni að Kínverjar eiga í deilum við flesta nágranna sína um landamæri eða lögsögu og hætta á átökum í fram- tíðinni er því töluverð, en þó mis- munandi eftir einstökum atvikum. Samskipti Kína og Taívan eru að sjálsögðu ákaflega viðkvæm þar sem hálfgert stríðsástand hefur ríkt milli þeirra í nær hálfa öld. Þó eru ýmis teikn á lofti sem dregið geta úr áhyggjum af átökum milli þeirra. Líkur á sjálfstæðisyfirlýs- ingu af hálfu Taívana hafa minnkað eftir óvissutíma í kringum síðustu kosningar, þar sem Kuomintang missti hálfgert alræðisvald sitt yfir eyjunni. Kínverjar hafa alltaf sagt að þeir myndu bregðast við slíkri yfirlýsingu með vopnavaldi og sú hótun verður stöðugt raunverulegri í ljósi aukinnar getu kínverska hersins. Einnig hafa samskipti breyttu armálum. a banda- a Banda- hernum í fall fyrir g herfor- ið lögð ný ersins, en ðir um að ahagslega almennt n útgjöld ð að enda- hefur í á eflingu hagstæð- hafa Kín- pn í tak- inn hefur ðar rúss- oi-gerð og mleiðslu á Þó vantar ag innan eru aðeins eldsneyt- synleg til . Einnig di stjórn- ns og hin- sem geta vélum og fyrst og g það er koma sér afsflota. Í lýst yfir ðurskip á erið búið rustuþot- ypt öflug af bestu einnig í ann inni- g eru fáir aka. Auk Kínverja l innrása, p. nig verið pnum en hafa ekki ar síðan mýkjandi etnömum hann enn að ógna m veru- damála er skipulagi a hersins kki nægi- vers kon- mbætur á en kaup á urs konar nn mun í öflugur, erjar hafa gið öryggi Rétt er þó líkur eru Höfundur stundar nám í sagnfræði við háskólann í Oxford, m.a. hern- aðarsagnfræði, og fjallaði um fréttaflutning af borgarastyrjöld- inni á Balkanskaga í BA-ritgerð sinni við Suffolk-háskólann í Boston. AP Herskip liggur við bryggju í kínversku flotastöðinni í Qingdao. Kínverjar hafa að undanförnu styrkt flota sinn verulega. AP Herlögreglumenn ganga um Torg hins himneska friðar í Peking. Treysta í auknum mæli á þjóð- erniskennd  

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.