Morgunblaðið - 26.04.2001, Page 42

Morgunblaðið - 26.04.2001, Page 42
UMRÆÐAN 42 FIMMTUDAGUR 26. APRÍL 2001 MORGUNBLAÐIÐ M itt ofan í hina margumtöluðu grósku í íslensku leiklistarlífi er ekki annað hægt en benda á þá nöturlegu stað- reynd að hlutur íslenskra leik- skálda í samanlögðu verkefnavali hinna þriggja opinberu leikhúsa hefur ekki verið jafn snautlegur um langt skeið og í vetur. Þjóðleikhúsið, flaggskip ís- lenskrar leiklistar, hefur frum- flutt tvö verk, Bláa hnöttinn og Já, hamingjuna, Leikfélag Reykjavíkur eitt, Skáldanótt – ef leikrit Sigurðar Pálssonar Ein- hver í dyr- unum er látið fylgja fyrra leikári þar sem enginn áhugi var fyr- ir hendi um framhald sýninga á því verki eftir að nýr leikhússtjóri tók við. Leik- ritið hvarf því af fjölunum jafn- skjótt og það birtist. Leikfélag Akureyrar frumsýndi Sniglaveisl- una í samvinnu við Leikfélag Ís- lands og er sú sýning komin suð- ur yfir heiðar. Samtals eru þetta fjögur ný leikrit sem er tæplega fimmtungur þeirra sýninga sem hafa verið á fjölum þessara leik- húsa í vetur. Mætti betur við una ef fimmtungshlutur ætti við þeg- ar kemur að skiptingu þeirra fjár- muna sem renna frá hinu op- inbera til leiklistar í landinu. Þar er um hvorki meira né minna en 750 milljónir króna að ræða á ári sem skiptist þannig að Þjóðleik- húsið fær 400 milljónir, Leikfélag Reykjavíkur 180 milljónir, Leik- félag Akureyrar 50, Íslenska óperan 50 milljónir og sjálfstæðu leikhúsin 50 milljónir. Fimmt- ungur þessa eru 150 milljónir. Laun til höfundar fyrir frum- samið leikrit eru nú um 1,4 millj- ónir króna ef farið er að sam- ingum en þess verður að geta að einu leikhúsin sem hafa bolmagn til þess eru þrjú ofannefnd. Þann- ig hafa laun til íslenskra leik- skálda á vegum þessara leikhúsa í vetur numið alls 5,6 milljónum sem geta varla talist meira en tvenn árslaun, þ.e.a.s. mannsæm- andi laun fyrir þann tíma sem tekur að skrifa eitt leikrit ef allt er með felldu. Svo er þó ekki, þar sem fjórir höfundar skipta þarna á milli sín hálfri sjöttu milljón fyr- ir átta ársverk. Ef rök stjórnenda leikhúsanna fyrir fátæklegri uppskeru ís- lenskra leikrita eru þau að fleiri frambærileg leikrit séu bara ekki á boðstólum þá er það eðlileg af- leiðing þess að leikritaskrif eru ekki metin hærra en raun ber vitni. Undir það má taka að megnið af þeim leikritum sem leikhúsunum berast er ekki á vet- ur setjandi enda flest skrifuð af viðvaningum sem hafa lifibrauð sitt af einhverju allt öðru; þeir eru teljandi á fingrum annarrar handar alvarlega þenkjandi leik- ritahöfundar sem hafa fórnað framfærslumöguleikum sínum fyrir list sína. Í ljósi þessa er það stórfengleg sjálfsblekking að ímynda sér að á Íslandi dafni leik- ritun. Leiklist kannski, en leik- ritun alls ekki, því hvernig er hægt að gera ráð fyrir því þegar hvorki meira né minna en 0,7% af opinberu fé til leiklistar í landinu renna í vasa leikritahöfundanna. Við getum síðan leyft okkur að áætla að til uppsetningar þeirra fjögurra verka sem nefnd voru að ofan hafi verið varið ca 50 millj- ónum – sem er líklega ofrausn – en látum það vera. Það eru tæp- lega 7 prósent af milljónunum 750. Samtals eru þetta því 7,7% sem íslensk leikrit fengu í sinn hlut í vetur og er það þó líklega ofáætlað. Nú má spyrja: hvers vegna er verið að fjármagna rekstur leik- húsa af opinberu fé þegar svo litlum hluta fjárveitingarinnar er kostað til skrifa og sviðsetningar íslenskra leikrita? Ekki er fjarri lagi að halda að erlendir hand- hafar höfundarréttar beri meira úr býtum af leiklist hérlendis en íslenskir leikritahöfundar. Tilgangurinn með stuðningi hins opinbera við leiklist í landinu er fyrst og fremst sá að efla inn- lenda leiklist. Lykilatriði í þeirri hugsun er að efla innlenda leik- ritun – það er ekki eina atriðið – en það er lykilatriði. Á sama hátt má færa rök fyrir því að helsti til- gangur þess að ríkið fjármagni sjónvarps- og útvarpsstöð er að þar sé fjármununum varið til inn- lendrar dagskrárgerðar fyrst og fremst. Í því nútímalandslagi fjöl- miðlunar sem skapast hefur á undanförnum árum er fráleitt nauðsynlegt að ríkið starfræki áskriftarskyldar afþreying- arstöðvar. Það er nánast óskiljanlegt að Þjóðleikhúsið sem hefur yfir þremur leiksviðum að ráða skuli ekki helga eitt þeirra nýjum ís- lenskum leikritum, „tilraunasvið“ er óviðeigandi orð, þar sem ís- lensk leiklist er allt annað en til- raunakennd; hún er föst í fari markaðskenndrar hugsunar þar sem aðsókn er aðalmælikvarðinn. Íslenska leikritun skyldi heldur ekki skilgreina sem tilraun eða sérstakan áhættuþátt í rekstri opinberra leikhúsa, heldur sem ofur sjálfsagðan miðpunkt þeirr- ar listar sem þar á að skapa. Núna undir vorið er talað um að betur gangi í Þjóðleikhúsinu en Borgarleikhúsinu af því að oftar er uppselt á sýningar hins fyrr- nefnda. Þvílík firra. Gengi Þjóð- leikhússins skyldi ávallt mæla af þeim íslensku leikritum sem það hefur alið af sér á tilteknu leikári. Leikhús sem hvetur ekki höfunda sína til dáða er illa statt. Þjóðleik- hús sem ber ekki hag höfunda sinna helstan fyrir brjósti er ekki að uppfylla höfuðskyldu sína. Leikhús sem situr á höndum sér og bíður eftir að höfundarnir spretti fram alskapaðir án hvatn- ingar og stuðnings er ekki að gegna skyldu sinni. Þjóðleikhús- inu ber engin skylda lengur til að sjá íslenskum almenningi fyrir af- þreyingu í formi erlendra söng- leikja og gamanleikja þótt enginn efist um getu þess til slíks. Musteri erlendrar leikritunar „Ekki er fjarri lagi að halda að erlendir handhafar höfundarréttar beri meira úr býtum af leiklist hérlendis en íslensk- ir leikritahöfundar.“ VIÐHORF Eftir Hávar Sigurjónsson havar@mbl.is RAUÐI kross Ís- lands, SÁÁ og Slysa- varnafélagið Lands- björg fá stóran hluta fjár til starfsemi sinnar í gegnum Íslenska söfn- unarkassa sem stjórn- völd hafa veitt þeim leyfi til að reka. Að sjálfsögðu fagna forvíg- ismenn samtakanna því að hafa þennan tekju- stofn. Þeim er jafn- framt öllum ljóst hversu mikilvægt það er að standa með sem ábyrg- ustum hætti að rekstr- inum. Forvarnir hafa því verið mikilvægur hluti starfsem- innar sem hvað Rauða krossinn varð- ar hófst með gömlu tíkallakössunum árið 1972. Til þess að geta rekið söfnunar- kassa með ábyrgum hætti er mikil- vægt að hafa sem besta vitneskju um reksturinn. Einn liður í þeirri viðleitni er viðamikil rannsókn sem Gallup gerði nýlega fyrir Íslenska söfnunar- kassa. Markmiðið með henni var í stuttu máli að fá heildstæða mynd af spilahegðun Íslendinga, að skoða við- horf þeirra til löglegra happdrætta, að mæla útbreiðslu spilafíknar og að skapa umræðugrundvöll um lögleg happdrætti. Eins og við var að búast leiddu nið- urstöður könnunarinnar margt já- kvætt og neikvætt í ljós. Ánægjulegt var að komast að því að níu af hverj- um tíu Íslendingum eru jákvæðir eða mjög jákvæðir gagnvart því að ágóði af löglegum happdrættum renni til góðgerðarstofnana. Þá voru það gleðilegar fréttir að um helmingur þeirra telur að áhrif löglegra happ- drætta á íslenskt þjóðfélag séu góð. Það að flestir eyddu í kringum 300 krónum í hvert sinn er þeir spiluðu í spilakössunum bendir til þess að allur almenn- ingur umgangist spila- kassana sem saklausa skemmtun. Flestir sem spurðir voru sögðu löngunina til að vinna peninga helstu ástæð- una fyrir því að þeir spiluðu. Nær jafnþungt vó þó í huga þeirra að hagnaðurinn rennur til góðs málstaðar. Mikill meirihluti aðspurðra vissi líka í hvað pening- arnir fara, eða 80%. Það vekur þó í raun nokkra furðu að þessi tala skuli ekki vera enn hærri. Ég geri ráð fyrir að allir geti verið sammála um að það að fólk með spila- fíkn ánetjist happdrættum og pen- ingaleikjum, ólöglegum sem lögleg- um, eru slæmar fréttir. Það var þó léttir að sjá að spilafíkn er ekki jafn útbreidd á Íslandi og haldið hefur verið fram. Samkvæmt könnuninni eru 0,6% þjóðarinnar haldin spilafíkn. Það er langtum lægri tala en þau 12– 15 þúsund sem gjarnan hafa verið nefnd. Þessi útkoma sýnir þó að það má ekki sofna á verðinum í forvörnum gegn og baráttu við spilafíkn. Á undanförnum árum hefur ein- mitt með jöfnu millibili komið upp umræða um spilakassa hérlendis. Þessi umræða hefur verið byggð á til- finningarökum, stór orð hafa verið notuð um skaða af völdum starfsemi Íslenskra söfnunarkassa og þess jafn- vel krafist að starfsemin yrði bönnuð. Þetta er mjög skiljanlegt því auðvitað er jafnvel lág tala eins og 0,6% of há. Umræðan hefur mikið snúist um spilafíkn og hefur að því leyti verið einhliða að tölulegum fullyrðingum hefur verið slegið fram án þess að fyr- ir þeim lægi raunveruleg rannsókn á ástandi mála. Þá hefur umræðan ein- göngu snúist um spilakassa en ekki önnur lögleg happdrætti eins og lottó, skafmiða og bingó. Hin nýja könnun á að geta fært umræðuna um söfnunarkassa nær veruleikanum. Hún er mikilvægur lið- ur í stöðugri viðleitni Íslenskra söfn- unarkassa til að reka ábyrga spila- stefnu. Áríðandi er að aðstandendur Íslenskra söfnunarkassa séu stöðugt að safna upplýsingum um reksturinn og nota þessar upplýsingar til þess að efla forvarnarstarfið. Um leið og niðurstöður þessarar könnunar voru kynntar var sagt frá því að aldurstakmarkið í spilakassa á vegum Íslenskra söfnunarkassa hefði verið hækkað úr 16 árum í 18 ár. Það ásamt ýmsu öðru sem hefur verið gert og á eftir að gera til að viðhalda og efla forvarnarstarf Íslenskra söfn- unarkassa á að geta orðið til þess að Rauði krossinn, SÁÁ og Slysavarna- félagið Landsbjörg geti áfram með gleði nýtt það fé sem til þeirra rennur frá Íslenskum söfnunarkössum til gæfu fyrir land og þjóð. Umræðugrundvöllur orðinn til um lögleg happdrætti Sigrún Árnadóttir Spilahegðun Til þess að geta rekið söfnunarkassa með ábyrgum hætti, segir Sigrún Árnadóttir, er mikilvægt að hafa sem besta vitneskju um reksturinn. Höfundur er formaður stjórnar Íslenskra söfnunarkassa (ÍSK) og framkvæmdastjóri RKÍ. ÁRIÐ 2001 er alþjóð- legt ár sjálfboðaliða. Það á því vel við að halda hér núna 27. apríl ráðstefnu um sjálfboðið starf meðal aldraðra. Í Sunnudagsblaði Morgunblaðsins er við- tal við Lise Legarth um skipulagt starf í Dan- mörku þar sem eldri borgarar hjálpa þeim öldruðu, sem þurfa á aðstoð að halda. Starfið er skipulagt á vegum félaga eldri borgara. Á vegum Rauða kross Ís- lands og líka kirkjunn- ar hefur svona hjálparstarf farið fram hér á landi og Silfurlínan hjá FEB er hluti af slíkri þjónustu. En það er ástæða til að samræma og skipuleggja starf þessara aðila. Ég fagna því að þetta mál verður tekið til umræðu, því ég er sannfærð um að þörfin á sjálfboðnu hjálparstarfi er fyrir hendi. Það eru aldraðir í kring- um okkur, sem eru einangraðir heima hjá sér vegna sjúkdóma og fá- tæktar og bíða þess að einhver mann- eskja komi og rjúfi einmanaleikann. Og það er líka fjöldi fólks á eft- irlaunum, sem er við góða heilsu, hef- ur menntun og reynslu í margvísleg- um störfum þjóðfélagsins og vill finna kröftum sínum farveg í nytsömum verkefnum og gefa frítíma sínum með því innihald. Sjálfboðið starf í þágu þeirra, sem eru þurfandi fyrir hjálp af einhverju tagi er mjög gefandi og ánægjulegt. Það kemur því bæði þeim sem gefa öðrum af tíma sínum og áhuga og þeim sem njóta þess til góða. Sjálfboðið starf er viðbót við það sem ríki og sveitarfélög leggja af mörkum til aldraðra. Viðbót í þágu þeirra sem eru einmana, lifa fábreyttu og tilbreyt- ingarsnauðu lífi og vantar mannlega hlýju og umhyggju. Hið opin- bera getur ekki uppfyllt þær þarfir, aftur á móti manneskja, sem hefur nógan tíma og áhuga á fólki og líðan þess. Og það er um leið lífsfylling og ánægja fyrir þá sem eru svo gæfusamir að eiga krafta aflögu til að nýta í þágu þeirra sem mest þurfa á aðstoð og hlýju viðmóti að halda. Það hefur verið kannað af hvaða hvötum menn gerast sjálfboðaliðar. Flestir aðspurðra nefna að það sé af löngun til að hjálpa öðrum en aðrar ástæður voru nefndar t.d. að vera virkur, koma að gagni, gefa e-ð til baka til samfélagsins og einnig fá sjálfboðaliðar, sem hættir eru vinnu viðurkenningu, sem kemur í stað þeirrar viðurkenningar, sem þeir áð- ur nutu í starfi. Verkefni, sem aldraðir gætu tekið að sér eru ótrúlega fjölbreytt, svo all- ir ættu að geta fundið eitthvað við sitt hæfi. Úti í samfélaginu, inni á stofn- unum fyrir aldraða, á sjúkrahúsum, sambýlum og víðar. En þetta starf þarf að undirbúa vel, veita sjálfboðaliðunum fræðslu og finna hverjum verkefni við hæfi. Það þarf líka að fræða starfsfólk stofnana um eðli sjálfboðins starfs. Fagfólk hefur stundum verið tvíbent í afstöðu sinni, ýmist litið á sjálfboðna þjónustu sem ógnun við starfsöryggi sitt eða sem liðsauka. Sjálfboðaliða- starfið er auðvitað aðeins viðbót við þá þjónustu, sem veitt er, og því er ætlað að auka lífsgæði skjólstæðing- anna. Framkvæmdin þarf að byggj- ast á samvinnu milli starfsfólks og sjálfboðaliða. Fullorðnir sjálfboðaliðar geta gert kraftaverk af því að þeir hafa meiri tíma til að hlusta en starfsfólkið og geta veitt vistmönnum og sjúklingum meiri persónulega athygli, las ég ein- hvers staðar. Ég vona að út úr þessari ráðstefnu á föstudaginn komi sá árangur að hjálparstarf verði skipulagt af félög- um eldri borgara víðsvegar um landið eða öðrum aðilum. Vannýttir kraftar eftirlaunafólks verði virkjaðir í þágu samfélagsins og margir, sem eru ein- angraðir, einmana og hjálparþurfi fái aðstoð og ánægjulegar samveru- stundir fyrir atbeina sjálfboðaliða. Sjálfboðið starf í þágu aldraðra Pálína Jónsdóttir Öldrun Sjálfboðið starf í þágu þeirra sem eru þurfandi fyrir hjálp af einhverju tagi er, að mati Pálínu Jónsdóttur, mjög gef- andi og ánægjulegt. Höfundur er í stjórn FEB og sjálf- boðaliði hjá RKÍ, Kópavogsdeild.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.