Morgunblaðið - 26.04.2001, Side 45

Morgunblaðið - 26.04.2001, Side 45
UMRÆÐAN MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 26. APRÍL 2001 45 bilaland.is • Grjóthálsi 1 • Sími: 575 1230 Verð: 3.700.000 Rover 75 Úrval af sumarjökkum og kápum tískuverslun v/Nesveg, Seltjarnarnesi, sími 561 1680. Í fjölmiðlaumræðu um Geðhjálp að und- anförnu hafa meginat- riði málsins því miður ekki komist til skila. Þá hefur það valdið vonbrigðum hve fréttaflutningur fjöl- miðla sem vilja teljast ábyrgir hefur verið af skornum skammti og yfirborðslegur. Geð- hjálp er félag þeirra sem hafa þurft eða þurfa aðstoð vegna geðrænna vandamála, aðstandenda þeirra og annarra er láta sig geðheilbrigðismál varða, eins og segir í lögum félags- ins. Þar er líka tilgreint helsta markmið félagsins sem er það að efla gagnrýna og málefnalega um- ræðu um geðheilbrigðisþjónustu. Með hliðsjón af þessum forsendum er kjarni málsins því þessi: Hvernig gengur það upp að sér- fræðingur í geðlækningum verði kosinn formaður Geðhjálpar um leið og félagið hefur með höndum rekstur búsetu fyrir geðfatlaða? Hvernig á félagið Geðhjálp að efla gagnrýna og málefnalega umræðu um geðheilbrigðisþjónustu með launaðan sérfræðing í geðlækning- um sem formann félagsins? Og hvernig ætlar hann að snúa sér í því er hann sem sérfræðingur í geðlækningum þarf að sækja um búsetu á vegum Geðhjálpar fyrir sjúkling sinn? Ætlar hann þá að skrifa sjálfum sér bréf? Og loks: Hvernig bregst hann við ef sjúk- lingur hans kvartar undan honum við hagsmunafélag sitt, Geðhjálp? Innan Geðhjálpar er mikill áhugi á því að kjósa formann úr röðum félaga sem þekkja geðheilsubrest af eigin raun og hafa þurft að sækja þjónustu til heilbrigðiskerf- isins þess vegna, enda er það í fullu samræmi við markmið félags- ins og þá hugmyndafræði sem það grundvallast á. Það má nú heita viðtekin skoðun að með slíkan heilsubrest skuli ekki fara öðruvísi en önnur veikindi, enda er markvisst unnið að því víðsvegar í sam- félaginu að kveða nið- ur fordóma vegna geðsjúkdóma. Núver- andi varaformaður Geðhjálpar, Sigur- steinn Másson, er fús að gefa kost á sér til formennsku, að því tilskildu að lagabreyt- ingar, þar sem tillit er tekið til þeirrar meg- inreglu að launaðir starfsmenn sitji ekki í stjórn yfir sjálfum sér, verði samþykktar. Þegar ljóst varð í vetur að stuðningsþjónustu á vegum Geð- hjálpar væri stórlega ábótavant var skipaður starfshópur á vegum félagsins, í samvinnu við Félags- þjónustuna í Reykjavík og Svæð- isskrifstofu málefna fatlaðra í Reykjavík. Skýrsla hópsins lá fyrir í marsmánuði og þar eru gerðar alvarlegar athugsemdir við m.a. þessi atriði: Skipulag og yfirstjórn stuðn- ingsþjónustu er ekki í höndum fag- menntaðs starfsmanns. Samningum er ábótavant, m.a. hvað varðar húsnæði sem uppfyllir ekki staðlaðar kröfur um sjálf- stæða búsetu. Umsjón með mikilvægum þátt- um í daglegu lífi geðfatlaðra, svo sem lyfjagjöf, hefur verið vanrækt. Stuðningsþjónusta Geðhjálpar hef- ur ekki veitt nema hluta þeirrar þjónustu sem greitt er fyrir af op- inberum aðilum. Megintilgangur úttektarinnar var að leggja grunn að væntan- legri rekstrarstjórn Stuðnings- þjónustu Geðhjálpar og átti skipun hennar að verða fyrsta verk nýrr- ar stjórnar. Sem kunnugt er tókst ekki að ljúka þeim aðalfundi félagsins og er ófremdarástand því enn ríkjandi innan stuðningsþjón- ustunnar. Í fráfarandi stjórn hafa setið tveir launaðir starfsmenn stuðn- ingsþjónustunnar, en fyrir fram- haldsaðalfundi sem boðaður er í Broadway á Hótel Íslandi kl. 12 á hádegi nk. laugardag liggja tillög- ur að lagabreytingum sem m.a. gera ráð fyrir því að launaðir starfsmenn Geðhjálpar sitji ekki í stjórn félagsins, en starfsmenn stuðningsþjónustu tilnefna áheyrn- arfulltrúa sem situr stjórnarfundi. Um þetta snúast átökin á vett- vangi félagsins: Hvernig getur það farið saman að þeir sem hafa á hendi þjónustu við fatlaða sitji í stjórn hagsmunasamtaka þeirra, hvort sem um er að ræða starfs- menn stuðningsþjónustu eða sér- fræðinga í geðlækningum? Það sér hver heilvita maður að sami ein- staklingur getur ekki setið beggja vegna borðsins. Ég vil beina því til félaga í Geð- hjálp, og alveg sérstaklega að- standenda notenda geðheilbrigðis- þjónustu, að koma á fundinn, greiða tillögum að lagabreytingum atkvæði sitt, svo og Sigursteini Mássyni sem nýjum formanni og þeim sem bjóða sig fram til stjórn- arsetu með honum. Geðhjálp er sjúklinga- félag – ekki starfs- mannafélag Eydís K. Sveinbjarnardóttir Geðheilbrigði Hvernig á félagið Geð- hjálp að efla gagnrýna og málefnalega umræðu um geðheilbrigðisþjón- ustu, spyr Eydís K. Sveinbjarnardóttir, með launaðan sérfræð- ing í geðlækningum sem formann félagsins? Höfundur er stjórnarformaður Geðhjálpar. Málþing í Hafnarfirði um sjálfbæra þróun á nýrri öld Stýrihópur Staðardagskrár 21 í Hafnarfirði stendur fyrir málþingi í Setbergsskóla í kvöld, fimmtudaginn 26. apríl, kl. 18—21, um stefnumörkun sjálfbærrar, vistvænnar þróunar 2001—2020. Rætt verður um og unnið með framsetningu markmiða og mælikvarða íslenskra stjórnvalda á sviði umhverfismála og auðlindanýtingar. Til umræðu verða málefni sem varða okkur öll og því hvetjum við allan almenning til þess að sækja þetta málþing og stuðla að lýðræðislegri umræðu og ákvarðanatöku varð- andi umhverfismál og þjóðfélagsþróun á Íslandi. Til frekari glöggvunar á umfjöllunarefnum má benda á heimasíðu umhverfisráðuneytis (http://www.stjr.is/umh, smella á „Umhverfisþing — Stefnumörkun um sjálfbæ- ra þróun“). Enn frekari upplýsingar veitir verk- efnisstjóri Staðardagskrár 21 í Hafnarfirði í síma 585 5525. Auglýsing um skipulag í Kópavogi Smiðjuvegur 3 — Deiliskipulag Tillaga að breyttu deiliskipulagi lóðarinnar nr. 3 við Smiðjuveg auglýsist hér með skv. 25. gr. skipulags- og byggingarlaga nr. 73/1997. Í tillögunni felst m.a. að byggt er við núverandi byggingu bæði í vestur og norður sem nemur um 3.500 m2 á tveimur hæðum. Bílastæðum á lóð er fjölgað og fyrirkomulag þeirra breytist. Uppdrættir, ásamt skýringarmyndum, verða til sýnis á Bæjarskipulagi Kópavogs, Fannborg 6, II. hæð, frá kl. 9—16 alla virka daga frá 2. maí til 30. maí 2001. Athugasemdir eða ábendingar skulu hafa borist skriflega Bæjarskipulagi eigi síðar en kl. 15:00 miðvikudaginn 13. júní 2001. Þeir sem ekki gera athugasemdir innan tilskil- ins frests, teljast samþykkir tillögunni. Skipulagsstjóri Kópavogs. SMÁAUGLÝSINGAR FÉLAGSLÍF I.O.O.F. 5  1824268  I.O.O.F. 11  1824268½  M.R. — Keflavík — Almenn samkoma í Þríbúðum, Hverfisgötu 42, í kvöld kl. 20.00. Vitnisburðir. Ræðumaður: Marietta Olschewsky. Fjölbreyttur söngur. Kaffi að lokinni samkomu. Allir velkomnir. www.samhjalp.is . Aðaldeild KFUM Holtavegi 28 Heimsókn í Kaldársel. Fundurinn er í umsjón Stjórnar Kaldæinga. Rútuferð frá Holtavegi kl. 19:30. Allir karlmenn velkomnir.  Fimmtudagur 26. apríl: Í kvöld kl. 20. Lofgjörðarsam- koma í umsjón majóranna Turid og Knut Gamst. Allir hjartanlega velkomnir. R A Ð A U G L Ý S I N G A R

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.