Morgunblaðið - 26.04.2001, Qupperneq 57

Morgunblaðið - 26.04.2001, Qupperneq 57
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 26. APRÍL 2001 57 LEIÐANGURSMENN í Trooper- leiðangri Bílheima höfðu unnið vel fyrir mat sínum í Setrinu, skála Ferðaklúbbsins 4x4 suður af Hofs- jökli, laugardagskvöld eitt í byrjun apríl. Aksturinn hafði gengið tiltölu- lega áfallalaust um fannbreiður há- lendisins fyrr um daginn. Ekki var þó fyrr komið norður fyrir Bláfellsháls- inn en jepparnir byrjuðu að festast í nýsnævinu með tilheyrandi reipa- vinnu ökuþóra. Sá jeppi, sem fyrir kaldhæðni örlaganna festist fyrst, var torfærutröll Reynis Jónssonar fararstjóra, sem ók um á Izuzu Trooper með tveim hásingum, drif- læsingum og 44 tomma börðum. „Þú veist að það er bannað að spóla,“ sagði hann síðar út um bílgluggann við blaðamann, sem var nýbúinn að fá sig lausan úr skafli. Hvarvetna mátti sjá menn bograndi með pelastikkin vaðandi snjóinn upp að hnjám í kringum bílana. Samheldni leiðang- ursmanna var aðdáunarverð og ákafi manna við að snara fasta jeppana líktist á köflum eldmóði togarajaxla í miðri aflahrotu. Þegar lestin hafði sig yfir hálsinn braust sólin fram og skein óslitið alla helgina og varla hreyfði vind. Þó var enn ekki komið sumar, enda fór frost niður í 11 stig. Leiðangursmenn voru á öllum aldri, allt frá ungabörnum og upp úr. Flest- ir áttu það auðvitað sameiginlegt að aka á sérútbúnum Izuzu-jeppum, mismunandi öflugum eins og gengur. Algengastir voru jeppar á 38 tomma börðum án driflæsinga en alls voru 15 Trooper-jeppar auk þriggja Terrano- jeppa. Leiðangur þessi var skipu- lagður í samvinnu við Fjallasport og var í meginatriðum á sömu lund og hópferðir á vegum bifreiðarumboð- anna. Þetta er ákveðin markaðstengd nýjung sem á vaxandi vinsældum að fagna. Ferðinni var upphaflega heitið norður yfir Langjökul en hætt var við þá leið vegna veðurs og ákveðið að aka þess í stað í Setrið um Kjalveg. Í Setrinu var útigrillið dregið fram og kynnt ógurlega. Lambaket var glóð- að uns það var stýft úr hnefa af úti- teknu jeppafólkinu. Kerlingarfjöll blöstu við augum úr Setrinu langt fram eftir kveldi og gáfust ekki upp fyrir næturmyrkrinu fyrr en komið var fram yfir náttmál. Þá var borð- haldi lokið og ekkert annað að gera en hefja kvöldvökuna með söng og spili að hætti náttúruelskandi fjalla- fólks. Stefna tekin á Langjökul Sunnudagurinn heilsaði með glampandi sól. Ný skyldi stefnan tek- in vestur á Langjökul um Hveravelli og Þjófadali. Fréttir höfðu borist af þungu færi á jökli en ákveðið að láta slag standa og snúa við ef ófært yrði. Í ljós kom að fréttir af færð voru eng- ar ýkjur, enda ætluðu jepparnir aldr- ei að hafa sig upp á jökulbakið. Flest- ir vonuðu að færið skánaði þegar upp væri komið en því var ekki að heilsa. Hnédjúpur lausasnjórinn bannaði för jeppa án driflæsinga og hefðu menn betur verið búnir gönguskíðum og ullarbrókum en flottum jeppum í þetta skiptið. Þegar hér var komið sögu höfðu menn fest sig hressilega og eitthvað var farið að bera á affelg- unum, sumum til mikillar armæðu. Það varð því úr að hópurinn hafði sig niður af jökli og kom sér niður á Kjal- veg áleiðis að Geysi. Ekki voru öll vandræði úr sögunni því a.m.k. af- felgaði einn eftir að jökli sleppti og tvisvar á leiðinni niður á láglendið lentu menn í festum. Jeppamönnum er samt engin vorkunn að festa jeppa sína á fjöllum. Gamanið fer þó að kárna ef fólk lendir í vandræðum ein- bíla, skilur ekki eftir ferðaáætlun, hefur engan fjarskiptabúnað eða allt framantalið. Það má vel ímynda sér að hafa megi stjórn á hinum fjand- samlegustu aðstæðum ef margir eru saman á ferð á vel búnum bílum og búa að góðri reynslu. Morgunblaðið/Árni Sæberg Reynir Jónsson á Trooper sprettir úr spori. Bannað að spóla! Bílheimar stóðu fyrir Izuzu Trooper- jeppaferð í Setrið í aprílbyrjun. Örlygur Steinn Sigurjónsson og Árni Sæberg slógust í för með leiðangursmönnum og festu sig nokkrum sinnum. Stundum var gefið í og látið á það reyna hversu langt menn kæmust. Varlega ekið yfir sprænu í vetrarskrúða vestan við Kerlingarfjöll. Hér er ekki verið að spila rúllettu, heldur unnið að dekkjaviðgerðum í Setrinu. Það er ekki lítil útivera að bregða böndum á fasta jeppa. Ef veðrið er sæmilegt er það alls ekki leiðinlegt.
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.