Morgunblaðið - 26.04.2001, Síða 59

Morgunblaðið - 26.04.2001, Síða 59
FRÉTTIR MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 26. APRÍL 2001 59 NÁMSKEIÐ í gæðastýringu í sauð- fjárrækt eru þessa dagana haldin víðs vegar um land. Öllum sauð- fjárbændum er boðið á námskeiðin en þau eru forsenda fyrir þátttöku í gæðastýringunni. Námskeiðin skiptast á tvo daga, einn dag í senn, og verður síðari hluti námskeiðsins haldinn í haust. Námskeiðin eru haldin í umsjón Landbúnaðarháskólans á Hvann- eyri og eru það starfsmenn skólans ásamt ráðunautum úr héruðum sem annast fræðslu bændanna. Náms- efni er yfirgripsmikið og nær til fóðrunar, ræktunar, beitarlanda og afréttar svo fátt eitt sé nefnt. Í þeim námskeiðum sem haldin hafa verið á Suðurlandi hefur þátttaka verið mjög góð. Morgunblaðið/ Önundur S. Björnsson Bændur og leiðbeinendur í námskeiðshléi á Hvolsvelli á dögunum. Námskeið í gæðastýr- ingu í sauðfjárrækt EFTIRFARANDI athugasemd barst Morgunblaðinu í gær frá Guðmundi Einarssyni, forstjóra Heilsugæslunnar í Reykjavík: Í blaðinu í dag er frétt undir nafninu „uppbygging heilsugæsl- unnar gengur of hægt“ og er hún frásögn af opnum fundi heilbrigð- isnefndar Sjálfstæðisflokksins sem haldinn var í gær. Undirritaður hélt framsöguerindi á þessum fundi, eins og fram kemur í frétt- inni, en á einum stað er rangt farið með ummæli mín, þar sem haft er eftir mér eftirfarandi: „Ekki vildi Guðmundur þó meina að skortur væri á heim- ilislæknum á höfuðborgarsvæðinu nú, en sá skortur væri fyrirsjáan- legur.“ Hið rétta er að ég var að svara fullyrðingu sem fram kom á fundinum um að nánast engir heimilislæknar fengjust til starfa. Þeirri fullyrðingu svaraði ég á þann veg að Heilsugæslan í Reykjavík og nágrenni hefði ávallt getað ráðið í þær stöður sem aug- lýstar hafa verið, en að ég óttaðist að í framtíðinni kynni það að breytast. Hins vegar kom það fram í framsöguerindi mínu að ef gengið er út frá hefðbundinni viðmiðun um hversu mörgum hver heimilis- læknir getur þjónað vel, en í því sambandi er gjarnan nefnd talan 1500 skjólstæðingar á hvern lækni, þá vantar u.þ.b. 16 lækna á það svæði sem heyrir undir Heilsu- gæsluna í Reykjavík og nágrenni, þ.e. Reykjavík, Seltjarnarnes, Kópavog, Mosfellsbæ, Kjós og Þingvallasveit. Það vantar því fleiri heimilislækna á svæðið, en ekki vegna þess að þeir séu ekki til, heldur vegna þess að það skortir heimildir fyrir fleiri stöð- um. Athugasemd HIÐ íslenska Biblíufélag hefur opnað nýja heimasíðu. Á henni er fólki boðið að fá biblíutexta hvers dags senda til sín í tölvupósti. Biblíufélagið hefur til fjölda ára gefið út Biblíulestrarskrá fyrir fólk sem vill lesa í Biblíunni á hverjum degi og hefur henni verið dreift í kirkjum landsins. Í skránni er upp- talning á þeim ritningarstöðum sem lesnir skulu hvern dag, eins og t.d. Matteusarguðspjall 5:13–16 eða Esekíel 17:1–24. Nú er hægt að fá biblíutextann sendan til sín með tölvupóstinum. Það þarf ekki annað en að fara inn á heimasíðu félagsins, www.biblian.is, opna „Ritningu dags- ins“ og biðja um að fá hana senda til sín með því að skrá inn netfang sitt, þá kemur biblíutextinn sjálfvirkt í tölvuna til manns á hverjum degi. Biblían í tölvupósti SAMTÖK herstöðvaandstæðinga hafa sett á laggirnar íslenska frið- arvefsins, www.fridur.is. Vefurinn er byggður á erlendum fyrirmyndum og honum er ætlað að vera alhliða upplýsingaveita um baráttu íslenskra friðarsinna. Þar má nálgast upplýsingar um starf- semi Samtaka herstöðvaandstæð- inga sem og ýmissa annarra félaga og hópa sem vinna að friðar- og af- vopnunarmálum. Meðal efnis má nefna gagna- grunn, þar sem finna má upplýsing- ar um flest það sem herstöðvaand- stæðingar hafa gefið út á undanförnum áratugum. Ritstjóri friðarvefsins er Stefán Pálsson, en nánari upplýsingar má finna á síðunni eða með tölvupósti, ritstjorn@fridur.is. Nýr vefur um friðarmál Í KVÖLD, fimmtudagskvöld, leika og syngja Lillidy Blues Band á Kringlukránni. „Þeir eru komnir sérstaklega til landsins frá Ítalíu og halda tónleika á Kringlukránni. Leika þeir jazz og blues eins og hann gerist bestur á Ítal- íu, frá kl. 21–24,“ segir í fréttatilkynningu. Aðgangur ókeypis. Tónleikar á Kringlu- kránni

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.