Morgunblaðið - 26.04.2001, Page 62

Morgunblaðið - 26.04.2001, Page 62
62 FIMMTUDAGUR 26. APRÍL 2001 MORGUNBLAÐIÐ BRÉF TIL BLAÐSINS Kringlunni 1 103 Reykjavík  Sími 569 1100  Símbréf 569 1329 Allt efni sem birtist í Morgunblaðinu og Lesbók er varðveitt í upplýsinga- safni þess. Morgunblaðið áskilur sér rétt t i l að ráðstafa efninu þaðan, hvort sem er með endurbirtingu eða á annan hátt. Þeir sem afhenda blaðinu efni ti l birtingar teljast samþykkja þetta, ef ekki fylgir fyrirvari hér að lútandi. ÍSRAELSRÍKI var stofnsett árið 1312 fyrir Krist en það var tvö þús- und árum áður en Múhameðstrúin kom til sögunnar. Árið 1967 fóru arabar í flóttamannabúðum í Ísrael að nefna sig Palestínsku þjóðina, tveimur áratugum eftir stofnun Ísr- aelsríkis. Gyðingar tóku landið árið 1272 fyrir Krist og réðu síðan yfir landinu í meira en þúsund ár. Og alla tíð frá 1272 hafa þeir búið í landinu eða í tæplega 3.300 ár. Yfirráð araba yfir landinu stóðu aðeins í 22 ár en þeir hertóku landið árið 635 eftir Krist. Í 3.300 ár hefur Jerúsalem verið höfuðstaður Gyðinga. Borgin hefur aldrei verið höfuðstaður araba eða Múslima. Þann tíma sem Jórdanar réðu yfir Jerúsalem sýndu þeir enga viðleitni í þá átt að gera borgina að höfuðstað sínum enda komu arabísk- ir leiðtogar þangað aldrei í opinberar heimsóknir. Í hinum helgu ritum Gyðinga, Tanach, er Jerúsalem getið sjö- hundruð sinnum og í Gamlatesta- mentinu næstum því jafn oft en í Kóraninum er Jerúsalem ekki nefnd eitt einasta skipti á nafn. Davíð konungur lagði grunninn að Jerúsalem en Múhammeð kom aldr- ei í borgina. Þegar Gyðingar biðja snúa þeir ásjónu sinni til Jerúsalem en þegar múslimar biðja snúa þeir sér í áttina til Mekku, þannig að oftar en ekki snýr bakhluti þeirra í Jerúsalem þegar þeir biðja. Gyðingar einir eiga því sögulegan rétt til landsins. GUÐMUNDUR ÖRN RAGNARSSON, prestur. Staðreyndir um Ísrael vegna átaka um landið Frá Guðmundi Erni Ragnarssyni: Á HVERJU vori heyrast þær óskir frá fuglavinum að kattaeigendur haldi nú köttunum sínum inni á með- an varptími fuglanna stendur yfir. Í Morgunblaðinu þann 22. apríl s.l. las ég einmitt vinsamleg tilmæli frá til- vonandi þrastapöbbum. Gott og gilt, eflaust halda einhverjir kattaeigend- ur kisunum sínum inni. Sjálf er ég kattaeigandi og unnandi ásamt því að vera fuglavinur. Ég færi fuglun- um ávallt eitthvað í gogginn á vet- urna sem og er fastagestur niðrá tjörn. Mér dettur það hinsvegar ekki til hugar að fara að loka köttinn minn inni í einhverja mánuði og bæla á þann hátt eðli hans og þá tilveru sem hann þekkir. Samt vil ég taka það fram að mér finnst það afar sárt þeg- ar kisu hefur tekist að ná sér í fugl. Það sem mig langar að benda á er það að fólk virðist vera búið að gleyma eða loka augunum fyrir til- gangi lífsins. Eins dauði er annars brauð og það er í eðli kattarins að veiða og drepa fugla. Dauðinn er yf- irleitt aldrei gleðilegur en hann er hluti af lífinu og við verðum að læra að lifa við það. Við mannfólkið erum jafn grimm og kettirnir, stuðlum að drápum á dýrum og veiðimenn okkar veiða frekar sér til ánægju heldur en af nauðsyn. Samt er alltaf argast yfir grimmd kattanna sem eru að þessu eingöngu vegna eðlishvatar sinnar, og eru svona gerðir frá náttúrunnar hendi. Það er ekki hægt að afmá grimmd- ina úr tilveru okkar, hvorki okkar mannanna eða dýranna. Frumskóg- arlögmálið er algilt alstaðar og framhjá því verður ekki horft, þó svo að það sé sorgleg staðreynd lífsins. MARÍA KRISTÍN STEINSSON, Réttarholtsvegi 87, Reykjavík. Eins dauði er annars brauð Frá Maríu Kristínu Steinsson: ÞEIR sem fylgjast með íslenskri pólitík hafa ekki komist hjá því að sjá hvernig stórkanónur stjórnarand- stöðunnar, Steingrímur, Ögmundur og Össur, hafa lagt kvenkyns ráð- herrana í einelti og jafnvel öskrað á þær setningar eins og: „Hvenær ætl- ar ráðherranefnan að hysja upp um sig buxurnar?“ og fleira álíka fagurt. Það er engu líkara en þeir telji sig hafa sjálvirkt skotleyfi á stjórnarliða og skipti engu hvaða meðulum sé beitt. Allir muna eftir heiftarlegum árásum sem Siv umhverfisráðherra varð fyrir í Eyjabakkamálinu og fóru þar aðallega fyrir leðjuslagsliðinu Steingrímur J. Sigfússon og Kolbrún Halldórsdóttir. Nú hefur Ingibjörg Pálmadóttir heilbrigðisráðherra látið af störfum, sennilega vegna eineltis og persónu- legra árása sem gengu mjög nálægt heilsu hennar. Einn þeirra sem þar gekk hart fram var Össur Skarphéð- insson, sem kannski er ágætis náungi inn við beinið, en hann sagði þegar Ingibjörg hætti, að hann kæmi örugglega til með að sjá eftir henni. Þetta minnir dálítið á söguna um ís- lenska fálkann sem er sagður hrökkva við þegar hann kemur að hjarta rjúpunnar og skynjar þá, að hún er systir hans. Fólk sem kann ekki aðrar aðferðir til að vinna skoðunum sínum braut- argengi, en hér hefur verið lýst, á ekki að vera í pólitík og er til skamm- ar fyrir Alþingi. Ég skora á Íslend- inga að kjósa þetta fólk ekki nema það bæti ráð sitt og iðrist einlæglega. ÓLAFUR H. HANNESSON, Snælandi 4, Reykjavík. Einelti á Alþingi Frá Ólafi Hannessyni:

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.