Morgunblaðið - 26.04.2001, Page 64

Morgunblaðið - 26.04.2001, Page 64
DAGBÓK 64 FIMMTUDAGUR 26. APRÍL 2001 MORGUNBLAÐIÐ Skipin Reykjavíkurhöfn: Detti- foss, Pascoal Atlantico, Richmond Park og Bjarni Sæmundsson, Húni2 fer í dag. Fréttir Kattholt. Flóamarkaður í Kattholti, Stangarhyl 2, opinn þriðjud. og fimmtud. kl. 14–17. Félag frímerkjasafn- ara. Opið hús laug- ardaga kl. 13.30–17. Mannamót Árskógar 4. Kl. 9–12 baðþjónusta, kl. 9–12 bókband og öskjugerð, kl. 9–16.30 opin handa- vinnustofa, útsaumur og bútasaumur, kl. 9.45 helgistund að morgni, kl. 10.15 leikfimi, kl. 11 boccia, kl. 13 opin smíðastofa, kl. 9 hár- og fótsnyrtistofur opnar. Bólstaðarhlíð 43. Kl. 8 hárgreiðsla, kl. 8.30 böð- un, kl. 9 leikfimi, kl. 9– 12 myndlist, kl. 9–16 handavinna og fótaað- gerð, kl. 14–17 gler- skurður. Eldri borgarar í Mos- fellsbæ, Kjalarnesi og Kjós. Félagsstarfið Hlaðhömrum er á þriðjud. og fimmtud. kl. 13–16,30, spil og föndur. Kóræfingar hjá Vorboð- um kór eldri borgara í Mos. á Hlaðhömrum á fimmtud. kl. 17–19. Uppl. hjá Svanhildi í s. 586 8014 kl. 13–16. Tímapöntun í fót- hand- og andlitssnyrtingu, hárgreiðslu og fótanudd, s. 566 8060 kl. 8–16. Félagsstarf aldraðra Dalbraut 18–20. Kl. 9 böðun, hárgreiðslu- stofan og handa- vinnustofan opnar, kl. 9.30 danskennsla, gler- og postulínsmálun, kl. 13 opin handa- vinnustofan og klippi- myndir, kl. 14.30 söng- stund. Félagsstarf aldraðra Lönguhlíð 3. Kl. 8 böð- un, kl. 9 fótaaðgerð, kl. 10 hársnyrting, kl. 11.10 leikfimi, kl. 13 föndur og handavinna, kl. 15 bingó. Félagsst. Furugerði 1. Kl. 9 aðstoð við böðun, smíðar og útskurður, glerskurðarnámskeið og leirmunagerð, kl. 9.45 verslunarferð í Aust- urver, kl. 13.30 boccia. Á föstudag kl. 14 verður messa, prestur sr. Ólaf- ur Jóhannsson. Furu- gerðirskórinn syngur. Kaffiveitingar eftir messu. Félag eldri borgara í Hafnarfirði, Hraunseli, Reykjavíkurvegi 50. Púttæfingar í Bæj- arútgerð kl. 10-11:30, myndmennt kl. 13 og- félagsvist kl. 13:30. Á morgun föstudag, tréút- skurður í Flensborg kl. 13 bridge kl. 13:30.Leik- húsferð í Þjóðleikhúsið að sjá „Syngjandi í rign- ingunni“ 4. maí n.k. Sækið pantaða miða í Hraunseli milli kl. 13:30 og 16. Skoðunarferð í Þjóðmenningarhúsið 10. maí, skráning hafin í Hraunseli síma 555 0142. Sigurbjörn Krist- insson verður með mál- verkasýningu í Hrauns- eli fram í maí. Félag eldri borgara í Reykjavík, Ásgarði Glæsibæ. Kaffistofan er opin virka daga frá kl. 10–13. Matur í hádeg- inu. Brids í dag kl. 13. Dagana 27.-29. apríl þriggja daga ferð á Snæfellsnes. Gisti- staður: Snjófell á Arn- arstapa. Áætlað að fara á Snæfellsjökul. Komið að Ólafsvík, Hellissandi og Djúpalónssandi. Einnig verður litið á slóðir Guðríðar Þor- bjarnardóttur. Brottför frá Ásgarði Glæsibæ 27. apríl kl. 9. Þátttakendur vinsamlegast sækið far- miðann í síðasta lagi í dag fimmtudag. 9. maí Garðskagi – Sandgerði –Hvalnes. Brottför frá Glæsibæ kl. 13. Skrán- ing hafin. Silfurlínan op- in á mánudögum og miðvikudögum frá kl. 10–12. Ath. Af- greiðslutími skrifstofu FEB er frá kl. 10–16. Uppl. í síma 588-2111. Félagsstarfið, Hæð- argarði 31. Kl. 9–16.30 opin vinnustofa, gler- skurður, kl. 9–17 hár- greiðsla og böðun, kl. 10 leikfimi, kl. 13.30 bóka- bíll, kl.15.15 dans. Gerðuberg, félagsstarf. Sund og leikfimiæfingar í Breiðholtslaug falla niður, kl. 10.30 helgi- stund, umsjón Lilja G. Hallgrímsdóttir djákni. Allar veitingar í kaffi- húsi Gerðubergs. Mánu- daginn 30. apríl verður farið í heimsókn í dóm- kirkjuna í Reykjavík, umsj sr. Jakob Ágúst Hjálmarsson, kaffiveit- ingar í Ráðhúsinu, skráning hafin. Allar upplýsingar um starf- semina á staðnum og í s. 575 7720. Gjábakki, Fannborg 8. Handavinnustofan opin, leiðbeinandi á staðnum kl. 9–15, gler og postulín kl. 9.30, leikfimi kl. 9.05, kl. 9.50 og kl. 10.45, kl. 13 taumálun, og klippi- myndir, kl. 20 gömlu dansarnir, kl. 21 línu- dans, Sigvaldi kennir. Í tilefni af viku bók- arinnar verða lesin ljóð í Gjábakka fimmtudaginn 26. apríl kl. 14. Þeir sem vilja lesa skrái sig í af- greiðslunni. Gullsmári, Gullsmára 13. Kl. 9.15 postulíns- málun, kl. 10 jóga og ganga, kl. 13 brids, kl. 14 boccia, kl. 13–16 handavinnustofan opin, leiðbeinandi á staðnum. Hraunbær 105. Kl. 9– 16.30 bútasaumur, perlusaumur og korta- gerð, kl. 9 fótaaðgerð, kl. 9.45 boccia, kl. 14 félagsvist. Hvassaleiti 56–58. Kl. 9 opin handavinnustofa búta- og brúðusaumur, böðun, fótaaðgerðir og hárgreiðsla, kl. 10 boccia, kl. 13 handa- vinna, kl. 14 félagsvist. Kirkjulundur, félags- starf aldraðra, Garða- bæ. Fimmtudaginn 26. apríl: spilað í Holtsbúð kl. 13.30, boccia kl. 10.30, leikfimi kl. 12.10. Dagana 27. og 28. apríl eru uppskerudagar í Kirkjuhvoli kl. 13-18, sýning á tómstunda- vinnu aldraðra, skemmtiatriði og veit- ingar kl. 15 báða dag- ana. Norðurbrún 1. Kl. 9 handavinnustofurnar opnar, útskurður, kl. 10 leirmunanámskeið. Vesturgata 7. Kl. 9 fóta- aðgerðir og hárgreiðsla, kl. 9.15–12 aðstoð við böðun, kl. 9.15–15.30 handavinna, kl. 10 boccia, kl. 13–14 leik- fimi, kl. 13–16 kóræfing. Sýning á vatns- litamyndum (frum- myndum) eftir Erlu Sig- urðardóttur úr bókinni „Um loftin blá“ eftir Sigurð Thorlacius verð- ur frá 30. mars til 4. maí alla virka daga frá kl. 9– 16.30. Allir velkomnir. Vitatorg. Kl. 9 smiðjan og hárgreiðsla, kl. 9.30 glerskurður, fatasaumur og morgunstund, kl. 10 boccia og fótaaðgerðir, kl. 13 handmennt, körfugerð og frjálst spil. Gullsmárabrids. Brids- deild FEBK í Gullsmára býður alla eldri borgara velkomna að brids- borðum í félagsheim- ilinu að Gullsmára 13 á mánudögum og fimmtu- dögum. Mæting og skráning kl. 12.45. Spil hefst kl. 13. Kristniboðsfélag kvenna Háaleitisbraut 58-60. Biblíulestur kl. 17 í umsjón Benedikts Arn- kelssonar. Allar konur velkomnar. Sjálfsbjörg, félag fatl- aðra á höfuðborg- arsvæðinu, Hátúni 12. Í kvöld kl. 19.30 tafl. GA-fundir spilafíkla eru kl. 18.15 á mánudögum í Seltjarnarneskirkju (kjallara), kl. 20.30 á fimmtud. í fræðsludeild SÁÁ Síðumúla 3–5 og í Kirkju Óháða safnaðar- ins við Háteigsveg á laugard. kl. 10.30. Gigtarfélagið. Leikfimi alla daga vikunnar. Létt leikfimi, bakleikfimi karla, vefjagigtarhópar, jóga, vatnsþjálfun. Einn ókeypis prufutími fyrir þá sem vilja. Nánari uppl. á skrifstofu GÍ, s. 530 3600. Kvennadeild Slysa- varnafélagsins í Reykja- vík. Afmælis- og skemmtifundur verður föstudaginn 27. apríl kl. 20. Til skemmtunar harmónikuleikur, upp- lestur, happdrætti o. fl. Kvenfélag Hallgríms- kirkju. Aðalfundur félagsins verður haldinn fimmtudaginn 3. maí, kl. 20 í safnaðarsalnum. Í dag er fimmtudagur 26. apríl, 116. dagur ársins 2001. Orð dagsins: „Ég ætla að rita á töflurnar þau orð, sem stóðu á hinum fyrri töflunum, er þú braust í sundur, og skalt þú síðan leggja þær í örkina.“ (V. Mós. 2.-3.) MORGUNBLAÐIÐ, Kringlunni 1, 103 Reykjavík. SÍMAR: Skiptiborð: 569 1100. Auglýsingar: 569 1111. Áskriftir: 569 1122. SÍMBRÉF: Ritstjórn: 569 1329, fréttir 569 1181, íþróttir 569 1156, sérblöð 569 1222, auglýsingar 569 1110, skrifstofa 568 1811, gjaldkeri 569 1115. NETFANG: RIT- STJ@MBL.IS, / Áskriftargjald 2.100 kr. á mánuði innanlands. Í lausasölu 165 kr. eintakið. Víkverji skrifar... VÍKVERJI minntist á það fyrirnokkrum vikum að hann hefði verið að endurnýja kynnin við tón- listina á plötunni „Eniga meniga“. Platan kom út fyrir nokkrum árum, en á henni syngur Olga Guðrún Árnadóttir lög og texta eftir Ólaf Hauk Símonarson. Ólafur Haukur sendi Víkverja kort af þessu tilefni og þakkaði fyrir vinsamleg orð í garð þessarar skemmtilegu plötu. Jafnframt sendi hann Víkverja hljómdiskinn „Fólkið í blokkinni“ sem kom út í lok síðasta árs og hefur að geyma lög og texta eftir Ólaf Hauk. Víkverji þakkar Ólafi Hauki fyrir diskinn. Hann er mikið spilaður á heimili Víkverja og yngstu fjöl- skyldumeðlimirnir halda mikið upp á lög eins og Ingi sjóræningi og Of- urmennið. Ólafur Haukur hefur lag á að setja saman góða texta og búa til skemmtileg lög. Það er greinilegt að hann hefur haft gaman af því að semja tónlist, eða eins og hann segir sjálfur í einu laganna: „Það er svo gaman að geta fyllt út í orðin tóm, gefið orðum nýja merkingu og nýjan hljóm.“ x x x VÍKVERJI hlustar oft á um-ræðuþáttinn „Í vikulokin“ á Rás eitt en í honum er fjallað um fréttir liðinnar viku. Sl. laugardag voru gestir þáttarins tveir ungir menn sem báðir eru forystumenn í ungliðahreyfingum sjálfstæðis- manna og jafnaðarmanna. Í þættin- um barst talið að innflutningi fíkni- efna. Báðir viðmælendurnir lýstu yfir stuðningi við að gerðar yrðu breytingar á fíkniefnalöggjöfinni í þá átt að auka frjálsræði í innflutn- ingi. Annar mannanna sagðist a.m.k. vilja gera „tilraun“ til að bæta úr nú- verandi ástandi. Þetta er ekki í fyrsta skipti sem svipuðum viðhorfum er lýst, en nú þykir mörgum það vera ákaflega nú- tímalegt og fínt að boða frelsi á öll- um sviðum. Öll bönn, hverju nafni sem þau nefnast, eru því álitin gam- aldags og úrelt. Menn tala um að ekki sé hægt að vinna fíkniefnastríð- ið og herkostnaðurinn sé svo mikill að best sé að hætta þessu stríði. Í þættinum á laugardaginn kom þetta viðhorf fram og nefnt var sem dæmi að fíkniefnaneytendur væru að brjótast inn til fólks til að fjármagna fíkniefnakaup. Lausnin sem bent var á var að það mætti a.m.k. lögleiða hass sem fyrsta skref. Ávinningur- inn af frjálsum innflutningi væri m.a. sá að þá væri hægt að tryggja „gæði“ fíkniefnanna. Víkverji hefur aldrei almennilega skilið hvaða lausn á að felast í lög- leiðingu fíkniefna. Aðaltjónið sem fíkniefnin valda er neysla þeirra og því getur Víkverji ekki skilið hvernig lögleiðing þeirra, sem væntanlega er til þess fallin að auka neyslu þeirra, getur falið í sér einhverja „lausn“. Það sjónarmið hefur komið fram að með lögleiðingu efnanna lækki verð- ið og þar með dragi úr þjófnuðum og annarri glæpastarfsemi sem þrífst í skjóli þeirra. En til að þetta gangi eftir verður að lögleiða öll fíkniefni, líka kókaín, amfetamín og e-töflur. Nú um stundir virðist mest ásókn vera í að flytja inn e-töflur sem læknar og dómstólar hafa skilgreint sem eitt hættulegasta fíkniefnið. Jafnvel þó að fíkniefni yrðu lögleidd stendur eftir hvernig eigi að fást við fíkniefnaneyslu unglinga. Varla get- ur hugsun þeirra sem vilja gera lög- leiðingu fíkniefna að baráttumáli sínu verið sú að unglingar eigi að fá að kaupa þessi efni. Óttast menn ekki þau skilaboð til unglinga sem felast í lögleiðingu fíkniefna? Víkverji telur að stjórnvöld verði að halda áfram baráttu gegn inn- flutningi og neyslu fíkniefna og get- ur ekki sætt sig við að gerð verði „tilraun“ sem hugsanlega gæti bitn- að á hans eigin börnum. Það er sjálf- sagt rétt að þetta er stríð sem við getum ekki unnið en það er ekki þar með sagt að við eigum ekki að heyja það. Má ekki með sömu rökum segja að lögreglan geti ekki unnið í barátt- unni við að vegfarendur fari eftir umferðarlögum og því sé best að af- nema umferðarlögin? Eða að skatta- yfirvöld geti aldrei komið í veg fyrir skattsvik þó að miklu sé kostað til og þess vegna sé best að leyfa skatt- svik? GREININ Umhyggju er ekki hægt að kaupa eftir Hildi Einarsdóttur, sem birtist í Morgunblaðinu sunnudaginn 22. apríl sl., er alveg frábær. Mjög áhuga- vert að koma þessum mál- um í gang, því þörfin er mikil. Með hjartans kveðjum Tvær gamlar konur. Þakkir til Mosfell- ingakórsins SÍÐASTLIÐINN sunnu- dag 22. apríl, hélt Mosfell- ingakórinn boð í Hlégarði fyrir kóra eldri borgara, þ.e.a.s. Vorboðann í Mos- fellsbæ, Söngfélag eldri borgara í Reykjavík og Söngfuglakór aldraðra í Reykjavík. Tilefnið var að hittast og skemmta kyn- slóðabilinu, sem tókst með ágætum, þar sem m.a. kór- stjóri þeirra Mosfellinga, Páll Helgason, lék á als oddi við að kynna og stjórna sínum kórum. Þá stjórnaði Kristín FEB- kórnum og Sigurbjörg Söngfuglunum. Það var veisla í söng og þá lyfti það okkur upp til hæða, hið glæsilega hlaðborð, sem öllum var boðið að snæða af með kaffisopanum. Já, a.m.k. 14 tertur og 7–8 teg- undir af brauðmat o.fl. Allt útbúið af kórfélögum Mos- fellskórsins, heimalagað eins og það gerist best. Sem sagt ógleymanleg síð- degisstund, sem stóð í fjóra tíma og hjartanlegt þakk- læti til ykkar Mosfellinga fyrir hjartanlegt boð. Fyrir hönd okkar Söng- fuglanna: Jón Magnússon söngfugl. Tapað/fundið Karlmannsúr í óskilum KARLMANNSÚR fannst á Hagamel fyrir stuttu. Upplýsingar í síma 561- 1440. Giftingarhringur tapaðist GIFTINGARHRINGUR tapaðist í Póshússtræti, laugardaginn 21. apríl á milli kl.13.30–14. Inni í hringnum stendur þinn Þorsteinn. Skilvís finnandi er vinsamlegast beðinn að hafa samband í síma 552- 7651. Hlaupahjól hvarf úr hjólageymslu HLAUPAHJÓL hvarf úr hjólageymslu í Engjaseli 84. Hlaupahjólið er jólagjöf sjö ára stúlku og er hjólsins ákaflega sárt saknað. Hjól- ið er merkt að neðan. Ef einhver getur gefið ein- hverjar upplýsingar um hvarf hjólsins, vinsamleg- ast hafið samband í síma 557-1052. Dýrahald Kasper og Kleópötru vantar heimili VIÐ heitum Kasper og Kle- ópatra og erum 1 árs kisu- systkin. Nú er ætlunin að hleypa heimdraganum og erum við á höttunum eftir nýju heimili. Best þætti okkur að fá að vera saman. Við erum eyrnamerkt, kattþrifin og búið að sjá til þess að við hlöðum ekki nið- ur kettlingum. Við óskum eftir hjartahlýrri og góðri VELVAKANDI Svarað í síma 569 1100 frá 10-12 og 13-15 frá mánudegi til föstudags Frábær grein manneskju sem veit hvaðþað er ábyrgðarfullt verk- efni að taka að sér kisu. Upplýsingar í síma 533- 4900 á morgnana og eftir kl. 17 á daginn. Fósturforeldrar óskast HERMÓÐUR er eins árs íslenskur högni og hann sárvantar fósturforeldra í sumar. Hann er afar ástrík- ur og félagslyndur köttur. Þeir sem hafa áhuga hringi í síma 557-6746. Þrjá kettlinga vantar heimili ÞRJÁ kettlinga vantar góð heimili. Upplýsingar í síma 565-1443. Sandra er týnd SANDRA er eins árs og búin að vera týnd síðan laugardaginn 24. apríl sl. Hún er hvít með svarta og rauða flekki. Hún er með bleika ól og rautt skilti. Sandra hvarf frá Hrísateig 24. Ef einhver getur gefið einhverjar upplýsingar um ferðir Söndru vinsamlegast hafið samband í síma 588- 2378. K r o s s g á t a LÁRÉTT: 1 salerni, 4 ný, 7 föl, 8 lystarleysi, 9 spott, 11 tölustafur, 13 spil, 14 mjög gott, 15 naut, 17 hey, 20 á húsi, 22 aka, 23 hljóðfæri, 24 talaði um, 25 gálur. LÓÐRÉTT: 1 smábýlin, 2 stór, 3 jað- ar, 4 í fjósi, 5 prófað, 6 lít- ið herbergi, 10 þor, 12 rimlakassi, 13 stefna,15 hnikar til, 16 afkáraleg vera, 18 hryggð, 19 með tölu, 20 heimskingi, 21 harmur. LAUSN SÍÐUSTU KROSSGÁTU: Lárétt: 1 kostnaður, 8 gátur, 9 aumur, 10 fæð, 11 syrgi, 13 iglan, 15 gráta, 18 sarga, 21 not, 22 spaug, 23 akkur, 24 hlunnfara. Lóðrétt: 2 ostur, 3 tarfi, 4 ataði, 5 urmul, 6 Ægis, 7 hrun, 12 get, 14 góa, 15 gust, 16 áfall, 17 angan, 18 starf, 19 ríkur, 20 aurs. 1 7 11 15 22 24 12 14 3 9 20 10 4 8 21 23 25 13 17 5 18 6 19 2 16

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.