Morgunblaðið - 26.04.2001, Blaðsíða 65

Morgunblaðið - 26.04.2001, Blaðsíða 65
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 26. APRÍL 2001 65 DAGBÓK Síðbuxur - Gallabuxur Kvartbuxur - Hnébuxur Stuttbuxur Íslam í sögu og samtíð Leiðbeinandi á námskeiðinu er sr. Þórhallur Heimisson. Fjögurra kvölda námskeið um sögu, trú og þjóðfélag íslam. Upplýsingar og skráning í síma 555 1295 eða á srthorh@ismennt.is Námskeiðið hefst í kvöld kl. 20 í Hafnarfjarðarkirkju verður haldin í ÁSGARÐI, Glæsibæ við Álfheima, laugardagskvöldið 28. apríl og hefst kl. 20.15 með tónleikum. Dansað frá kl. 22.30. Nánar auglýst í Mbl. á laugardaginn. HÁTÍÐ HARMONIKUNNAR, Allir velkomnir Full búð af nýjum sumarvörum í stærðum 36-56 Sérstök sumartilboð í dag, föstud. og laugard. Ath. leðurjakkar frá kr. 14.900 SUMARDAGAR STJÖRNUSPÁ ef t i r Frances Drake NAUT Afmælisbarn dagsins: Þú ert einfari í leik og starfi en þarft að læra það að stundum hefst meira í sam- vinnu við aðra. Hrútur (21. mars - 19. apríl)  Eina rétta leiðin liggur áfram og þess vegna mátt þú hvergi hika og alls ekki hörfa og þetta þarftu að koma samstarfs- mönnum þínum í skilning um. Naut (20. apríl - 20. maí)  Stundum er betra að láta það vera að segja öðrum hug sinn og leyfa þeim að komast að niðurstöðu í málunum sjálfir. Hafðu sérstakar gætur á fjár- málunum. Tvíburar (21. maí - 20. júní)  Þér er vel fagnað þegar þú leiðir til lykta viðkvæmt og vandasamt mál. Þú hefur alla þræðina í hendi þér og átt að nota þér þær aðstæður. Krabbi (21. júní - 22. júlí)  Gefðu þér tíma til þess að setj- ast niður og slappa af milli átaka. Gættu þess að sam- skiptaleiðir þínar við aðra séu opnar og ekkert hindri tjá- skipti þín við aðra. Ljón (23. júlí - 22. ágúst)  Taktu frá tíma fyrir vini þína sem þú hefur ekki haft að- stæður til að sinna um hríð. Hafðu frumkvæði en bíddu ekki eftir því að þeir leiti til þín. Meyja (23. ágúst - 22. sept.)  Eftir stormasaman tíma átt þú nú að geta átt rólegri stundir þar til þú þarft aftur að takast á við krefjandi verk- efni. Notaðu þann tíma fyrir sjálfan þig. Vog (23. sept. - 22. okt.)  Blindur er bóklaus maður svo þú skalt bæta úr því að þú hef- ur ekki í langan tíma getað gefið þér tóm til lestrar. Vertu áfram alæta á bækur. Sporðdreki (23. okt. - 21. nóv.)  Það er engu líkara en að þú sért alls staðar og leggir hönd að hverju verki. Nafn þitt kemur stöðugt upp og þú skalt bara njóta þess að vera í sviðs- ljósinu. Bogmaður (22. nóv. - 21. des.) Þú ættir að halda skoðunum þínum og tilfinningum út af fyrir þig, það getur stundum reynst tvíbent að tala hreint út úr pokanum. Sýndu lipurð en um leið festu. Steingeit (22. des. - 19. janúar) Þótt það komi sér vel að þekkja menn í háum stöðum skaltu forðast að eiga allt þitt undir slíkum kynnum. Þú ert sjálfur þinnar gæfu smiður. Vatnsberi (20. jan. - 18. febr.) Þú mátt ekki láta starfið hel- taka þig svo að þú gleymir al- gerlega að sinna sjálfum þér. Mundu að þótt stundum syrti að birtir öll él upp um síðir. Fiskar (19. feb. - 20. mars) Ekkert er eins upplífgandi fyrir sálina og að gera sjálfum sér eitthvað verulega gott. Drífðu í því og bíddu ekki eftir utanaðkomandi aðstoð. Stjörnuspána á að lesa sem dægradvöl. Spár af þessu tagi eru ekki byggðar á traustum grunni vísindalegra staðreynda. LJÓÐABROT HÁFJÖLLIN Þú, bláfjalla geimur með heiðjökla hring, um hásumar flý ég þér að hjarta. Ó, tak mig í faðm. Minn söknuð burt ég syng um sumarkvöld við álftavatnið bjarta. Þín ásjóna, móðir, hér yfir mér skín með alskærum tárum kristalls dagga. Und miðsumars himni sé hvílan mín. Hér skaltu, Ísland, barni þínu vagga. Hér andar guðs blær, og hér verð ég svo frjáls, í hæðir ég berst til ljóssins strauma, æ lengra, æ lengra að lindum himinbáls, unz leiðist ég í sólu fegri drauma. Steingrímur Thorsteinsson. STAÐAN kom upp í Skák- þingi Íslands, áskorenda- flokki, er lauk fyrir stuttu. Ingvar Jóhannesson (2010) hafði hvítt gegn Sævari Bjarnasyni (2325). Síðustu leikir voru 44.g2-g4! Db4-d2. Það væri verðugt verkefni fyrir lesendur að rannsaka hvort svartur hafi getað forðað sér frá feigð eftir 44.g4. 45.Rxe6! Eftir þetta eru svörtum allar bjargir bannað- ar þar sem eftir 45...fxe6 46.g5 stendur hann frammi fyrir þeim afarkost- um að verða annaðhvort mát eða fórna drottningunni. Hann reyndi hinsvegar 45...f6 en það dugði skammt eftir 46.Rxg7 Hxg7 47.Dh8#. Skákfélag Akureyrar held- ur skákmót fyrir 45 ára og eldri í dag, 26. apríl. Tefldar verða 10 mínútna skákir en nánari upplýsingar um mót- ið veitir Gylfi Þórhallsson. SKÁK Umsjón Helgi Áss Grétarsson Hvítur á leik. NÚ GRÍPUM við niður í fyrstu umferð Nations Cup í Hollandi, þar sem Hollend- ingar burstuðu Ólympíu- meistara Ítala 23-7. Þar fór Hollendingurinn Jansma á kostum: Vestur gefur; allir á hættu. Norður ♠ 74 ♥ K1084 ♦ G109754 ♣ 2 Vestur Austur ♠ K2 ♠ G1085 ♥ G652 ♥ 97 ♦ Á ♦ KD832 ♣ DG10965 ♣ 84 Suður ♠ ÁD963 ♥ ÁD3 ♦ 6 ♣ ÁK73 Vestur Norður Austur Suður Lauria Verhees Versace Jansma 1 lauf Pass 1 tígull Pass 2 lauf 2 hjörtu Pass 2 spaðar Pass 3 spaðar Pass 4 hjörtu Pass 4 spaðar Pass Pass Pass Þetta er „tuddageim“, sem á skilið að tapast. En Jansma var í stuði. Lauria kom út með laufdrottningu. Jansma drap með ás og lék biðleik – spilaði tígli í öðrum slag. Lauria átti slaginn á ás- inn og hélt áfram með lauf. Jansma trompaði í borði og tók næst spaðaás og spil- aði spaða í bláinn. Hann þóttist viss um að vestur ætti spaðakóng, bæði vegna opn- unar hans í byrjun og eins vegna þess að hann kom ekki út með tígulásinn, sem hann hefði gert með ónýtan spaða. Lauria spilaði enn laufi og ekki gat það gagnast Vers- ace að trompa, svo hann henti tígli. Suður drap, spil- aði spaðadrottningu og enn spaða. Austur kom sér á tíg- ulkóng, en sagnhafi tromp- aði með síðasta spaðanum. Vestur átti nú ekkert eftir nema gosann fjórða í hjarta og hæsta lauf, og varð að henda hjarta. Jansma fékk því fjóra síðustu slagina á hjarta án þess að þurfa að svína tíunni. Glæsilega spilað og 10 IMPa hagnaður, því Bocchi og Duboin spiluðu bút á hinu borðinu í NS. BRIDS Umsjón Guðmundur Páll Arnarson Árnað heilla 95 ÁRA afmæli. Í dag,fimmtudaginn 26. apríl, verður 95 ára Margrét Oddsdóttir frá Jörfa, nú bú- sett í Silfurtúni í Búðardal. Hún tekur á móti ættingjum og vinum laugardaginn 28. apríl í Félagsheimilinu Ár- bliki í Miðdölum milli kl. 15- 17. BRÚÐKAUP. Gefin voru saman 10. júní sl. í Há- teigskirkju af Hinriki Þor- steinssyni Gunnhildur Stella Pálmarsdóttir og Aron Hinriksson. Heimili þeirra er á Eyravegi 9, Selfossi. Með morgunkaffinu Norðurlandsmót í tvímenningi Eins og fram kemur í mótaskrá BSÍ verður Norðurlandsmót í tví- menningi haldið á Dalvík þriðju- daginn 1. maí næstkomandi. Mótið hefst kl. 10:30 og eru mótslok áætluð um kl. 17:30–18:00. Spilastaður: Safnaðarheimili Dal- víkurkirkju. Keppnisgjald er 1600 kr. á mann, kaffi og te innifalið. Hægt verður að kaupa súpu og brauð á staðnum og kostar það 300 kr. á manninn og væri gott ef menn geta tilkynnt við skráningu hvort þeir ætli að notfæra sér það svo hægt sé að áætla hversu mikið þarf af súpunni. Verðlaun fyrir 1.–3. sæti. Skráning til sunnudagsins 29. apríl kl. 18:00 hjá Ingvari Páli Jó- hannssyni í símum: hs: 466-1847, vs: 460-4905 og GSM 847-4489 og Hákoni Sigmundssyni í símum: hs. 466-1580, vs. 466-1318 og GSM 864-6161. Bridsfélag Kópavogs Fimmtudaginn 26. apríl hefst þriggja kvölda vortvímenningur hjá okkur og er það jafnframt síð- asta keppnin fyrir sumarfrí. Við hvetjum alla spilara til að mæta. Spilað er í Þinghól í Hamraborg- inni og hefst spilamennska kl. 19.45. BRIDS U m s j ó n A r n ó r G . R a g n a r s s o n MORGUNBLAÐIÐ birtir tilkynningar um afmæli, brúðkaup, ættarmót og fleira lesendum sínum að kostnaðarlausu. Tilkynning- ar þurfa að berast með tveggja daga fyrirvara virka daga og þriggja daga fyrir- vara fyrir sunnudagsblað. Samþykki afmælisbarns þarf að fylgja afmælistil- kynningum og/eða nafn ábyrgðarmanns og síma- númer. Fólk getur hringt í síma 569-1100, sent í bréf- síma 569-1329, eða sent á netfangið ritstj @mbl.is. Einnig er hægt að skrifa : Árnað heilla, Morgunblaðinu, Kringlunni 1, 103 Reykjavík COSPER Vakti ég þig?         Súrefnisvörur Karin Herzog Vita-A-Kombi olía
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.