Morgunblaðið - 26.04.2001, Page 68

Morgunblaðið - 26.04.2001, Page 68
FÓLK Í FRÉTTUM 68 FIMMTUDAGUR 26. APRÍL 2001 MORGUNBLAÐIÐ ÞAÐ er ekki að ástæðulausu að 20. öldin hefur verið nefnd bíóöldin, og ekki ólíklegt að hún verði kennd við þessa yngstu listgrein mannsins í sögubókum framtíðar. Kvikmyndin kom fram á sjónarsviðið á síðasta tug þeirrar nítjándu, nán- ar tiltekið 5. febrúar 1894. Þegar Jean Acme LeRoy tókst að þróa „hreyfimynda“ uppfinningu Edisons og fleiri góðra manna, í sýningarhæft form. Í Evrópu voru menn einsog Frakkarnir Lumiére-bræður og Charles Pathé, ör- fljótir að gera sér grein fyri möguleikum þessa tækniundurs; kinetoscope, eins og kvikmyndin var kölluð í árdaga. Þróunin hélt áfram á fullu skriði, sitt hvorum megin Atl- antshafsins. Við upphaf nýrrar aldar, í ársbyrjun 1901, var kvikmynda- framleiðsla hafin í allnokkrum lönd- um, í því grundvallarformi sem við þekkjum hana í dag. Yngsta list- greinin varð frá upphafi ein mesta og áhrifaríkasta bylting, bæði sem list- grein og afþreying. Fyrr en varði átti hún eftir að verða útbreiddasti og vinsælasti afþreyingargjafinn. Næstu vikurnar verður stiklað á stóru í aldargamalli sögu kvik- myndanna. Til að byrja með skoðað það markverðasta á hverjum áratug, síðan tekin fyrir fimm ár er við nálg- umst miðja öldina og endað á ári meistara Kubricks. Stjarna er fædd Öldin var tæpast farin að þurrka stírurnar úr augunum þegar svein- barn fæddist vestur í Ohio. Það átti eftir að verða einn dáðasti leikari nýrrar tækni og aldar, Clark Gable. Meðal annarra stórmenna sem skut- ust inní heiminn á fyrsta áratugnum má nefna Marlene Dietrich, Darryl F. Zanuck, Billy Wilder, John Huston, John Wayne, James Stew- art. Errol Flynn á eynni Tasmaníu; Elia Kazan í Tyrklandi og Akira Kurosawa austur í Japan. Fyrirtæki Edisons, The Edison Studio, var hvað mest áberandi á þessum tíma í Vesturheimi. Með að- alstöðvar í New York, sem var þungamiðja hins nýja iðnaðar á 1. áratugnum. Kvikmyndagerð var að slíta barnsskónum um Evrópu þvera og endilanga með Fransmenn í fremstu röð, ásamt Bretum. Menn voru ótrúlega djarfir og framsæknir þegar á fyrstu árum kvikmyndagerðar og ötulir við að endurbæta tæknina og og finna upp nýjungar. Þessir eiginleikar hafa fylgt kvikmyndagerð allar götur síð- an. Nokkrir frumkvöðlar Edison er löngum talinn faðir kvikmynd- arinnar og engin ástæða til að amast við því. Ótrúlegur hug- vitsmaður sem lagði auk þess grunninn að ýmissi tækni sem við teljum sjálfsagða í dag. Glólampann. Hljóðritann, hljóð- nemann, kom upp fyrstu rafveitunni, betrumbætti símann og kvikmyndagerð. Alls fékk hann einka- leyfi á um 1300 upp- finningum. Edison var sá sem þróaði kvik- myndagerð manna mest í Bandaríkj- unum á upphafsárum hennar á ýmsa lund. Skinnakaupmaðurinn Adolph Zukor stofnaði fyrstu kvikmynda- húsasamsteypuna, sem náði til fjölda borga, þegar árið 1903. Lagði síðan frá sér loðfeldina og varð einn af „mógúlum“ iðnaðarins. Lést í hárri elli 1976, þá orðinn 103 ára. Að öðrum ólöstuðum, var Par- ísarbúinn Georges Mèliés hvað djarf- astur og hugmyndaríkastur fyrstu kynslóðar hinna nýju listamanna sem gaf sig óskipta á vald kvikmynd- unum. Magnaður brellusmiður sem gerði hið ómögulega mögulegt. Nöfn mynda hans, Ferðalag til tunglsins (’02), og Ferðalag handan þess mögu- lega, frá sama ári, bera vott um áræði og óbeislað hugmyndaflug í anda landa hans Jules Verne. Enn aðrir framsýnir Fransmenn koma við sögu upphafsáranna. Mest áberandi voru Pathé-bræður, kvikmyndaframleið- endur og uppfinningamenn, sem risu upp í hæðir á meginlandinu við alda- hvörfin og voru búnir að setja á fót kvikmyndaver í Jersey; City; verslun með tæki sín og tól í New York, og verkasmiðju í New Jersey, þegar ár- ið 1904. Nýr stóriðnaður í mótun Ævintýrið, sem hófst með fyrstu, seldu aðgöngumiðunum á sýningu Lestin kemur á Ciotat stöðina, á kaffihúsi í París árið 1895, átti eftir að valda margs konar byltingu. Skemmtiefnið sem sló gesti Lum- iérebræðra gjörsamlega út af laginu; (einhverjir flýðu lafhræddir á dyr), átti m.a. eftir að verða að stóriðnaði og það á örskömmum tíma. Á kvik- myndaráðstefnu í sömu borg, 5 árum síðar, var kvikmyndagerðin farin að ganga með. Til sýnis var kvikmynd, handmáluð í lit, önnur státaði af framsögn stórleikarans Cocquelin, sem flutti texta úr Cyrano de Berge- rac. Frumstæð vinna sem byggðist á lítt þróaðri tækni, en fyrirboði þess sem koma skyldi. Fram að upphafi fyrri heimsstyrj- aldarinnar árið 1914, leiddu Frakkar kvikmyndabyltinguna. Fyrrum töframaðurinn og frumkvöðullinn Meliés reisti fyrsta kvikmyndaverið 1898 og hóf kvikmyndaframleiðslu. Landi hans, Charles Pathé, sem hafði komist í álnir vegna hagnýtingar nýrrar tækni; gaf skemmtigarða- gestum tækifæri á að hlusta á tónlist- arupptökur, var einnig undurfljótur að gera sér grein fyrir möguleikum hreyfimyndarinnar. Stofnaði fram- leiðslu- og dreifingarfyrirtæki (undir eftirnafni sínu og starfar enn) í heimalandinu og skömmu síðar vítt og breitt utan Frakklands. Franskir leikarar nutu heimsvinsælda, vel- gengni kabarettstjarna þeirra á hvíta tjaldinu, ekki síst í Vesturheimi, ruddi leiðina fyrir Chaplin. Stríðið mikla breytti öllu. Franskt þjóðlíf lamaðist í langvinnum stríðs- átökum sem Bandaríkjamenn dróg- ust ekki inní fyrr en 1917. Þeir urðu að fylla skarðið sem Frakkarnir skildu eftir. Þeim tókst það og gott betur og hafa haldið síðan yfirgnæf- andi markaðshlutdeild í kvikmynda- geiranum um allan heim. Fram yfir aldamótin einkenndust bandarískar myndir af kvikmynduðum sviðs- verkum og voru aðallega sýndar á kabarett- og revíusýningum sem nutu mikilla vinsælda. Fyrsti sal- urinn sem var eingöngu ætlaður hreyfimyndum, reis í Los Angeles árið 1902. Það auglýsti „Klukku- stundarafþreyingu og ósvikna skemmtun fyrir 10 sent“. Skömmu síðar fóru fimmsentasalirnir sigurför um Vesturheim. Síðla á fyrsta áratug aldarinnar voru bíósalir komnir á annan tug þúsunda í Bandaríkjunum. Fram til þessa höfðu salareigendur keypt inn myndir á hefðbundinn hátt af birgj- um á austurströndinni og umboðs- mönnum þeirra heima fyrir. Verðið var auðútreiknað; 10 sent á hvert fet af filmu. Áhorfendur urðu vitaskuld fljótt leiðir á efninu og brugðust bíó- eigendurnir fljótlega við þeim vanda með myndaskiptum. Fyrsta kvik- myndamiðlunin var sett á laggirnar í San Francisco árið 1902. Að baki þeirra voru gallharðir menn í við- skiptum, Zukor varð fljótt sá afkasta- mesti. Hann var dæmigerður fyrir hina nýju stétt kvikmyndamiðlara, sem voru einsog hann, flestir Mið- Evrópumenn af gyðingaættum. Zukor kom til fyrirheitna landsins aðeins 16 ára, og hóf störf í fata- viðskiptum. Aleigan 40 dalir, kyrfi- lega faldir í jakkafóðrinu. Svo mikið er víst að Zukor ávaxtaði sitt pund vel. Hóf seinna samstarf við annan, fyrrum skinnasala, Marcus Loew, sem varð einn voldugasti kvikmynda- húsaeigandi um gjörvöll Bandaríkin. Svo dapurlega vill til að þessi gam- alfræga kvikmyndahúsakeðjan, sem enn ber nafnið hans, varð gjaldþrota fyrr á árinu. Samstarfið gekk ekki sem skyldi, Zukor fór aftur útí sjálfstæðan dreif- ingarrekstur með nýjan markhóp í huga; millistéttina, sem átti peninga. Til þessa byggðist kvikmynda- framboðið á eins og tveggja spólu, hraðsoðnum myndum, heldur óvönd- uðum að allri gerð. Aðaluppsprett- urnar Biograph og Vitagraph, fyr- irtæki sem höfðu það eitt að markmiði, að metta fjöldann. Zukor hafði annað í huga. Um 1910 dreifði hann frönskum gæðamyndum á borð við Queen Elizabeth með Söru Bern- hardt, frá kvikmyndaverinu Film d’Arc. Myndinni dreifði hann mark- visst um Bandaríkin og náði athygli og slíkum vinsældum millistéttanna að Zukor gat sannfært kvikmynda- framleiðendur um að þörf væri á myndum í fullri lengd á markaðinn. Myndir Film d’Arc, byggðar á klassískum verkum franskra höf- unda, voru takmörkuð skemmtun og dæmdar til skammlífis. Zukor sá hinsvegar óþrjótandi möguleika í vin- sældum Elísbetar drottningu, og stofnaði framleiðslufyrirtækið Fam- ous Players. Byggði það á aðferðum Film d’Arc; réð Broadwaystjörnur í aðalhlutverk kvikmyndagerða vin- sælla leikhús- og bókmenntaverka á borð við Fangann í Zenda og Greif- ann af Monte Christo. Tilraunin sýndi að þetta var það sem fólkið vildi. Um leið kom í ljós að hinar íburðarmiklu og löngu myndir kröfð- ust betri bíósala og þeir tóku stakka- skiptum, þó breytingarnar hæfust ekki fyrir alvöru fyrr en á öðrum ára- tugnum. Famous Players varð síðar Para- mount, einn Hollywoodrisanna, sem síðar hafa drottnað yfir kvikmynda- gerð um allan heim. Aðrir, framsýnir frumkvöðlar af gyðingaættum, tóku land í Vesturheimi á svipuðum tíma og Zukor. Þeir báru eftirnafnið War- ner, og opnuðu sinn fyrsta fimm- sentasal árið 1903. Þeir fluttu sig snemma yfir í dreifingu og síðan framleiðslu árið 1912. Carl Laemmle, þýskur gyðingur, flutti vestur um haf 17 ára, en var kominn um fertugt er hann fór út í kvikmyndabransann. Opnaði bíó í Chicago árið 1907, og var snöggur að vinna upp glötuðu árin. Fyrirtæki hans blómstraði fljótlega um Mið- vesturríkin og öll húsin skorti mynd- efni. Laemmle fór því útí dreifingu, sem braut í bága við fyrirtæki Edis- ons og annarra stórvirkra, banda- rískra framleiðenda; The Motion Picture Patent Company. Það hafði heljartaka á dreifingu og framleiðslu og var nánast einrátt á umbrotatíma fyrsta áratugarins. Laemmle lét sig ekki og hóf kvikmyndagerð 1909, undir merkinu Independent Motion Picture of America, sem síðar varð Universal. Laemmle sölsaði undir sig mörg minni fyrirtæki og var jafn- framt „faðir kvikmyndastjörnukerf- isins“ sem gerði hann brátt að vold- ugum manni í ungum iðnaði. Fram til þessa höfðu kvikmynda- leikararnir verið nafnlausir, Laemmle breytti ástandinu, og einn- ig sú staðreynd að almenningur fór að dá viss andlit á tjaldinu. 1909 kom út The Moving Picture, fyrsta kvik- myndaglanstímaritið og nöfn eins og Ben Turpin og Mary Pickford urðu sýnileg. Saga allra frumherjanna er svipuð. Komu með tvær hendur tómar en uppgötvuðu möguleika kvikmyndar- innar sem fjöldaafþreyingu á undan öðrum. Voru réttir menn á réttum tíma, félitlir í fyrstu en enduðu með auðugustu mönnum á jarðríki. Ævintýrið hefst ... Fyrsta kvikmyndaver sögunnar hóf göngu sína árið 1893. Fyrsta kvikmyndastjarnan: Mary Pickford. Bíóöldin1900-1910 eftir Sæbjörn Valdimarsson George Mélies Geir Ólafs Vesturgötu 2, sími 551 8900 & Furstarnir Gestasö ngvari Jón Kr. Ólafsson

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.