Morgunblaðið - 26.04.2001, Page 70

Morgunblaðið - 26.04.2001, Page 70
enda væri það svolítið erfitt fyrir 13 ára strák! Það er mjög gaman að fylgjast með því að tónlistar- menn í dag sem ná mestum vin- sældum eru flestallir bara ungling- ar eða í það minnsta mjög ungt fólk eins og t.d. Sugarbabes, Britn- ey Spears, Christina Aguilera og margir fleiri. Ég held það sé bara út af því að þau fá mesta athyglina frá ungu fólki, eftir því sem þau eru yngri. Það getur líka verið að ungt fólk geti séð sjálft sig fyrir sér í þessum ungu stjörnum og skilji um hvað þær eru að syngja. Svo hættir þetta fólk eftir kannski 3–4 ár í tónlistinni því þá er komið miklu yngra fólk sem bara tekur við af þeim. Svona á þetta kannski eftir að ganga. Ég mundi segja að þessi diskur væri fyrir bæði stelpur og stráka um svona 10 ára aldur. Þótt ég kunni ekki að meta hann persónu- lega veit ég að tíu ára frænku minni og átta ára frænda mínum finnst hann mjög skemmtilegur og þau hækka oft alveg í botn (kannski of mikið!). Mér hefði líka örugglega þótt mjög gaman að honum þegar ég var á þeirra aldri. Diskurinn er settur upp sem partí hjá honum Aaroni og inni á milli laga eru þau að tala um partí- ið og líka í textunum. Þetta eru mjög hressileg lög sem einmitt yngri krökkum finnst svo skemmti- legt að hlusta á. Svona skástu lögin að mínu mati eru „I Want Candy“ og „Girl You Shine“. Lagið „I Want Candy“ er mjög fjörugt og hefur verið vinsælt lengi þó að ég hafi heyrt það fyrst þegar ég fékk diskinn. Í því lagi er hann að syngja um stelpuna sem hann er hrifinn af, það er skemmti- legur taktur og undirspil. „Girl You Shine“ er svona frekar rólegt og það er einhver stelpa sem syng- ur með honum og mér finnst það koma alveg ágætlega út hjá þeim. En þegar ég hlustaði fyrst á þetta lag fannst mér eins og ég hefði oft heyrt það áður, svo það er ekki mikill frumleiki á ferðinni. Það er mjög fyndið og skemmti- legt að Aaron sé að syngja lagið „Real Good Time“ sem íslenska söngkonan Alda gerði nokkuð vin- sælt í Bretlandi. Mér finnst það bara koma nokkuð vel út hjá hon- um. Það er mjög líflegt hvernig hann syngur það. Það verður alveg örugglega gaman að sjá hvort hann Aaron heldur áfram að syngja, þó að ég haldi kannski að hann eigi ekki eft- ir að gera það því að næstum allir sem ég veit um að hafi byrjað svona snemma að syngja eru hætt- ir. En þó veit maður aldrei hvað hann gerir. Kannski byrjar hann bara að syngja með Backstreet Boys, tekur við af bróður sínum eftir nokkur ár? AARON Carter er aðeins 13ára gamall og var að gefaút sína fyrstu plötu núna mjög nýlega. Hann syngur mjög vel enda á hann ekki langt að sækja tónlistarhæfileikana því Nick í Backstreet Boys er bróðir hans. Og líklega dreymir Aaron um að verða jafnfrægur og stóri bróðir sem er einn sá frægasti í heimi í dag. Það hefur alveg pott- þétt áhrif á vinsældir hans að eiga svona frægan bróður. Aaron semur ekki lögin sjálfur Í fótspor bróa ERLENDAR P L Ö T U R Oddný Þóra Logadóttir, 14 ára, hefur verið að hlusta á plötu hins 13 ára gamla Aarons Carters sem heitir Aaron’s Party en Aaron er yngri bróðir Nicks í Backstreet Boys.  Aaron Carter er með Hollywood í hendi sér. FÓLK Í FRÉTTUM 70 FIMMTUDAGUR 26. APRÍL 2001 MORGUNBLAÐIÐ

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.