Due to maintenance work, there may be disruptions to the Tímarit.is service from 18:00 onwards.

Morgunblaðið - 10.06.2001, Síða 4

Morgunblaðið - 10.06.2001, Síða 4
FRÉTTIR 4 SUNNUDAGUR 10. JÚNÍ 2001 MORGUNBLAÐIÐ ENGIN lög eða reglur banna fyrir- tækjum að skoða tölvupóst og fylgjast með tölvupósti starfsmanna sinna til og frá fyrirtækinu. Persónuvernd í Noregi hefur sett reglur þar sem vinnuveitendum er óheimill aðgangur að tölvupósti starfsmanna sinna án samþykkis viðkomandi og taka regl- urnar mið af bréfleyndarákvæðum norsku hegningarlaganna. Þá verða bresk fyrirtæki samkvæmt reglum þar í landi að hafa lögmæta og rétt- lætanlega viðskiptahagsmuni fyrir því að fylgjast með tölvupósti starfs- manna. Hér á landi hefur Persónu- vernd ekki enn sett neinar slíkar regl- ur. Þetta kom fram erindi Gunnars Sturlusonar hæstaréttarlögmanns um persónuvernd í fjarskiptum, sem haldið var á málþingi Lögmanna- félags Íslands og Dómarafélags Ís- lands um viðskipti og persónuvernd á tölvuöld í fyrradag. Að sögn Gunnars hefur það álitaefni æ oftar komið til tals innan fyrirtækja hver réttarstað- an sé varðandi meðferð á tölvupósti sem er sendur eða tekið við á netföngum einstakra starfsmanna fyrirtækja. Í því sambandi hefur mikið verið rætt um hvort einhverjar tak- markanir séu á aðgengi fyrirtækja að efni tölvu- pósts sem sendur er á netföng starfsmanna hjá fyrirtækinu. Gunnar segir það vera niðurstöðu sína að fyrirtækjum sé heimilt að skoða tölvupóst starfsmanna að því marki sem þeim er al- mennt heimilt að skoða bréf sem koma inn í fyrirtækið til starfsmanna og eru stíluð á þá sem starfsmenn fyr- irtækisins. „Má líta til þess að verið er að senda tölvupóstinn á netfang sem er í eigu fyrirtækisins, enda bera mörg netföng það með sér að vera fyrirtæk- isins þar sem lénið er þess. Þess vegna verða slík netföng tæplega álit- in vera persónuleg netföng einstakra starfsmanna.“ Stærri fyrirtæki marki sér stefnu Hins vegar segir Gunnar að líta verði til þess að starfsmenn séu einn- ig að fá send til sín ýmis einkamál á þessi net- föng og því hafi menn deilt um heimild fyrir- tækja til að skoða póst- hólf starfsmanna. „Því hefur verið hreyft að ekki eigi að leyfa það nema búið sé að opna skeytið og ljóst að það sé ekki persónulegt skeyti. Ef hægt er að sjá að skeytið er per- sónulegs eðlis eigi fyr- irtæki ekki að skoða það. Þetta eru tak- markanir sem menn hafa verið að velta fyrir sér.“ Þá segir Gunnar að skipt geti máli hvort starfsmaður sé búinn að opna tölvupóstinn sjálfur þegar vinnuveit- andi skoðar hann, eða ekki. Sökum þess að ekki nýtur við sérstakra reglna um þessi mál telur Gunnar nauðsynlegt fyrir stærri fyrirtæki að marka sér ákveðna stefnu um með- ferð tölvupósts sem fer um kerfi fyr- irtækja. Þá sé jafnframt nauðsynlegt að kynna starfsmönnum efni stefn- unnar og þeirra reglna sem kunna að verða settar. „Í slíkum reglum mætti kveða á um takmarkanir á heimildum starfs- manna til að nota netföng fyrirtæk- isins og kveða á um þann aðgang sem fyrirtækið áskilur sér til að hafa að tölvupósti sem sendur er til og frá ein- stökum netföngum.“ Gunnar sagði að samkvæmt upp- lýsingum frá Persónuvernd hefði stofnunin ekki tekið slík mál til úr- skurðar, enn sem komið er, og er þetta því nokkuð ómótað svið hér á landi. Persónuvernd í Noregi hefur sett reglur sem banna fyrirtækjum aðgang að tölvupósti starfsmanna á grundvelli ákvæða um bréfaleynd í 145. grein norsku hegningarlaganna. Hér á landi hefur Persónuvernd lýst því að eftirlit með tölvupósti feli í sér rafræna vöktun í skilningi laga og þurfi að uppfylla ákvæði 7. gr. laga nr. 77/2000, og starfsmönnum þurfi jafn- framt að vera kunnugt um vöktunina. Nærri 80% bandarískra fyrirtækja fylgjast með Í erindi sínu sagði Gunnar að í ný- legri könnun „American Manage- ment Association“ kæmi fram að næstum 80% af stærri bandarískum fyrirtækjum fylgdust með starfs- mönnum sínum með því að skoða tölvupóst, Netnotkun, símnotkun eða með myndbandsupptökum á vinnu- stað. Netnotkun var skoðuð í 63% til- fella, 47% fyrirtækja geyma og skoða tölvupóst og u.þ.b. 40% þeirra loka fyrir aðgang að ólöglegum eða ósið- legum vefsíðum. Þá hafa 27% fyrir- tækjanna rekið starfsmenn fyrir mis- notkun á tölvupósti eða nettengingu á vinnustað og allt að 65% beitt agavið- urlögum. Þessi niðurstaða er talsvert ólík niðurstöðum samskonar könnunar í Bretlandi. Þar kemur fram að 20% fyrirtækja fylgjast mánaðarlega með tölvupósti og 10% þeirra kanna hann daglega. Hins vegar hafa 80% fyrir- tækjanna sett sér reglur um notkun tölvupósts og nettenginga og algeng- asta orsök brottreksturs vegna brota á þessum reglum er vistun á klámi á tölvukerfum fyrirtækja. Samkvæmt breskum reglum verða fyrirtæki að hafa lögmæta og réttlætanlega við- skiptahagsmuni fyrir því að fylgjast með tölvupósti starfsmanna og verða fyrirtækin að gera sitt besta til að upplýsa þá sem nota kerfin um að fylgst sé með notkun þeirra. Umræða að aukast um réttarstöðu varðandi meðferð tölvupósts Fyrirtækjum ekki bannað að skoða tölvupóst starfsmanna Gunnar Sturluson Morgunblaðið/Jim Smart Margir fylgdust af athygli með erindum á málþingi Lögmannafélagsins og Dómarafélagins í Hótel Valhöll á Þingvöllum. EYJAMENN fengu heldur betur skemmtilega og óvenjulega heim- sókn á hvítasunnudag en þá flat- magaði þessi mannelski selur á flot- bryggju við Skansinn í Vestmannaeyjum og lét sér fátt um finnast þótt mannfólkið flykktist að til að berja hann augum. Erlingur Hauksson sjávarlíffræðingur telur að um 2–3 ára blöðruselsbrimil sé að ræða en brimlar fara oft á flakk þegar þeir eru ungir til að skoða heiminn og kynnast lífsins lysti- semdum. Selurinn hefur stokkið upp á flotbryggjuna, sem er í um 50 cm hæð frá yfirborði sjávar, og seg- ir Erlingur að blöðruselurinn eigi ekki í neinum vandræðum með að stökkva svo hátt og getur hann stokkið upp á talsvert háa ísjaka að hans sögn. Hann virðist hafa verið sérlega mannelskur þessi selur, eða kannski bara forvitinn um mannlífið í Eyjum því hann lá dágóða stund á flotbryggjunni og virti fyrir sér fólkið. Erlingur segir að blöðruselir séu ekki sérlega mannelskir, hann telur að hann hafi verið að hvíla lúin bein eftir langt sund því ekki virðist hann vera særður. Eftirlætisfæða blöðruselsins er karfi og þorskur og segir Erlingur að hann sé sér- staklega kræfur í að ræna fiskum úr netum, en þá bíta þeir fiskinn á kviðinn og sjúga úr honum lifrina. Brimill í heimsreisu Brimillinn forvitni var íbygginn á svip þar sem hann lá á flotbryggjunni í makindum sínum. Selurinn hvæsti þó ef mannfólkið nálgaðist hann um of að hans mati, án þess að vera ógnandi um of. Morgunblaðið/Sigurgeir Fjöldi fólks safnaðist saman á Skansinum á hvítasunnudag til að skoða gestinn og horfði blöðruselurinn af svip- uðum ef ekki jafnmiklum áhuga á mannfólkið og það á hann. TVEIR piltar, 15 og 16 ára, slösuð- ust í bílveltu í Dýrafirði upp úr klukkan sjö á laugardagsmorgun og voru fluttir á Fjórðungssjúkrahúsið á Ísafirði. Annar er með höfuðáverka en hinn reyndist minna slasaður. Ekki er vitað hvað olli slysinu sem varð á veginum niður af Gemlufalls- heiði en að sögn lögreglunnar á Ísa- firði er ökumaðurinn grunaður um ölvun. Bíllinn var tekinn ófrjálsri hendi á Ísafirði. Piltarnir, sem eru 15 og 16 ára Hafnfirðingar, voru tveir í bílnum og hvorugur kominn á bílprófsaldur. Réttindalaus ökumaður velti bíl TIL átaka kom í Lækjargötu í Reykjavík er tveir menn réðust á aðra tvo og rotuðu annan og nef- brutu hinn upp úr klukkan þrjú að- faranótt laugardags. Hinir slösuðu voru báðir fluttir á slysadeild Land- spítala – háskólasjúkrahúss í Foss- vogi. Árásarmennirnir náðust skömmu síðar. Að sögn lögreglunnar í Reykjavík var töluverður fólks- fjöldi í miðbænum aðfaranótt laug- ardags og nokkur erill hjá lögreglu. Tveir slasaðir eftir átök í Lækjargötu LÖGREGLAN hafði afskipti af fjór- um sautján ára drengjum í Kollafirði aðfaranótt laugardags þar sem þeir höfðu kveikt í númeralausum bíl eins þeirra. Ekki vildi betur til en svo að á leið þessara sömu pilta frá logandi bílflakinu veltu þeir bílnum sem þeir voru á og er hann talinn ónýtur. Ekki er talið að um ölvunarakstur hafi verið að ræða. Enginn meiddist í veltunni og héldu piltarnir til síns heima eftir tiltal lögreglu. Kveiktu í ein- um bíl og veltu öðrum ÖLVUÐ kona var staðin að verki við að brjótast inn í tvo bíla og stela í austurbæ Reykjavíkur aðfaranótt laugardags. Lögreglan kom á stað- inn og varð konan mjög æst er hún var handtekin og beit lögreglumann til blóðs í upphandlegg í gegnum úlpu. Konan gisti fangageymslur lögreglunnar og var látin sofa úr sér áður en skýrsla var tekin af henni. Að sögn lögreglunnar í Reykjavík bíður konunnar kæra fyrir líkams- árás. Ölvuð kona beit lögreglumann ♦ ♦ ♦ ♦ ♦ ♦ ♦ ♦ ♦

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.