Morgunblaðið - 10.06.2001, Síða 8
FRÉTTIR
8 SUNNUDAGUR 10. JÚNÍ 2001 MORGUNBLAÐIÐ
Þing norrænna meltingarsérfræðinga
Bakflæði – rist-
ilkrabbamein
Í gær hófst 33. þingmeltingarsérfræð-inga á Norðurlönd-
um. Þingið stendur í
Borgarleikhúsinu og lýk-
ur því á þriðjudag. Sjöfn
Kristjánsdóttir sérfræð-
ingur í almennum lyf-
lækningum og meltingar-
sjúkdómum á sæti í
undirbúningsnefnd ásamt
Hallgrími Guðjónssyni og
Kjartani Örvar. Sjöfn er
forseti þingsins. Hún var
spurð hvað væri efst á
baugi á þinginu.
„Það eru málefni tengd
vélindabakflæði, ristil-
krabbameini og iðraólgu.
Við höfum boðið fjölda er-
lendra fyrirlesara.“
– Hvað er merkilegt að
frétta af bakflæði nú um
stundir?
„Á sunnudeginum verðum við
með fund um nýjungar í meðferð
bakflæðis, en eins og kunnugt er
er bæði um lyfjameðferð og
skurðaðgerðir að ræða og þróun-
in í allri læknisfræði hefur al-
mennt verið sú að aðgerðir hafa
minnkað og inngripin verða
minni. Það nýjasta í vélindabak-
flæðimeðferð er að nú eru ný-
hafnar aðgerðir í gegnum spegl-
unartæki, þannig að inngripið
verður lítið meira en ef um maga-
speglun er að ræða. Við höfum
fengið dr. Gostout frá Bandaríkj-
unum til að fjalla um þetta efni.
Einnig mun Margrét Oddsdóttir
fjalla um kviðsjáraðgerðir og dr.
Lauritsen tala um lyfjameðferð.“
– Er að vænta nýrra aðgerða
við ristilkrabbameini?
„Því miður þá er ristilkrabba-
mein sjúkdómur sem okkur hefur
reynst erfitt að ráða við, sérstak-
lega fyrir það hvað seint hann
gefur einkenni. Oftast finnur
sjúklingurinn ekki fyrir neinu
fyrr en orðið er um seinan. Því er
besta leiðin til að ráðast gegn
þessum sjúkdómi að reyna að
finna forstig hans, sem eru góð-
kynja separ í ristli, eða sjúkdóm-
inn á fyrstu stigum. Við í Félagi
meltingarsérfræðinga á Íslandi
höfum mikinn áhuga á að hefja
kembileit og því höfum við boðið
fyrirlesurum að fjalla um kembi-
leit fyrir ristilkrabbameini. Fyr-
irlesarar verða dr. Winawer frá
Bandaríkjunum og dr. Hoff frá
Noregi, en báðir hafa starfað
mikið að þessum málum í heima-
löndum sínum.“
– Hvað með iðraólguna sem þið
ætlið að fjalla um - hvað er það
eiginlega?
„Iðraólga er óróleiki í melting-
arvegi og getur lýst sér á marg-
víslegan hátt, allt frá ógleði niður
í krampakennda verki með nið-
urgangi - og er þá ekki allt með
talið. Við höfum fengið dr. Del-
vaux frá Frakklandi til að fjalla
um nýjungar í lyfjameðferð á
iðraólgu.“
– Eru fleiri útlendingar með
fyrirlestra hjá ykkur á þessu
þingi?
„Já, dr. Heathcote
frá Kanada mun fjalla
um lifrasjúkdóma sem
valda stíflugulu og
einnig mun Kári Stef-
ánsson halda erindi
um erfðafræði flók-
inna sjúkdóma.“
– Er þetta í fyrsta skipti sem
þingið er haldið á Íslandi?
„Nei, þingið hefur verið hér áð-
ur. Ýmsir fundir verða haldnir í
tengslum við þingið. Einn þess-
ara funda fjallar um greiningar á
sjúkdómum í galli og brisi, þar
verða þrír fyrirlesarar: dr. Kruse
frá Danmörku mun fjalla um gall-
vega- og brisgangaþræðingar, dr.
Turner frá Bandaríkjunum mun
fjalla um segulómun af svæðinu
og dr. Bergman frá Hollandi mun
fjalla um ómun gegnum speglun-
artæki. Einnig er fundur sem
fjallar um iðraólgu, dr. Lysgaard
Madsen talar þar um greiningu á
hreyfingu í meltingarvegi og dr.
Serra frá Spáni mun fjalla um
hreyfingu lofts í iðrum fólks. Þess
má geta að hjúkrunarfræðingar
halda einnig sinn árlega fund í
Verslunarskóla Íslands og munu
þar fjalla meðal annars um vit-
undarvakningu, en eins og alþjóð
er kunnugt um þá var í gangi á
vegum Félags sérfræðinga í
meltingarsjúkdómum vitundar-
vakningarátak um bakflæði. “
– Eru meltingarsjúkdómar al-
gengir á Íslandi?
„Já, þeir eru geysilega algeng-
ir hér. Þessir tveir sjúkdómar,
bakflæði og krabbamein í ristli
eru verulegt heilbrigðisvandamál
á Íslandi sem mikil þörf er á að
berjast gegn. Einnig er iðraólga
mjög algeng meðal Íslendinga.“
– Eru fleiri viðfangsefni á dag-
skrá á norrænu þingi meltingar-
sérfræðinga en þegar eru talin?
„Það verða sérstakir fundir um
blóðleysi í iðrabólgusjúkdómum
og einnig sérstakur fundur um
magabólgu. Þessir fundir eru
skipulagðir af erlendum fyrir-
tækjum. Einnig er boðið hingað
dr. Dent frá Ásralíu til að fjalla
um bakflæðisjúkdóm.“
– Er mikill fengur
að svona þinghaldi?
„Já þessi norrænu
þing eru geysilega
mikilvæg og þá sér-
staklega fyrir Ísland
til þess að viðhalda
faglegu sambandi við
Norðurlöndin sem ella yrði miklu
minna vegna þess hve Íslending-
ar sækja menntun sína víða, t.d.
var til skamms tíma aðeins einn
meltingarsérfræðingur hér starf-
andi sem hafði sótt hafði mennt-
un sína til Norðurlanda en nú síð-
ustu árin hefur þetta verið að
breytast.“
Sjöfn Kristjánsdóttir
Sjöfn Kristjánsdóttir fæddist í
Reykjavík 4. júlí 1951. Hún tók
stúdentspróf 1972 frá máladeild
Verslunarskóla Íslands og
læknapróf frá háskólanum í Ár-
húsum 1980, hún lauk fimm ára
sérnámi í almennum lyflækn-
ingum og meltingarsjúkdómum
frá Den Haag í Hollandi og var
eitt og hálft ár í Kaupmannahöfn
í sérnámi og störfum í melting-
arsjúkdómum. Hún starfar á
Sjúkrahúsinu á Akranesi, á
Læknasetrinu hf. og á Speglun
ehf.
Þessi norrænu
þing eru geysi-
lega mikilvæg,
sérstaklega
fyrir Ísland
Já, já, hlæið þið bara, tittirnir ykkar, ég skal geta talið ykkur næst.
SAMÞYKKT var á borgarstjórnar-
fundi aðfaranótt föstudags að auka
hlutafé til Línu.Nets um 220 milljónir
króna eða um 44,2 milljónir að nafn-
virði. Hlutafé fyrirtækisins verður
alls aukið um 70 milljónir að nafnvirði
á genginu 5. Lína.Net sem er dótt-
urfyrirtæki Orkuveitu Reykjavíkur
er að 63% í eigu borgarinnar og hafði
borgin áður lagt 274 milljónir króna í
fyrirtækið. Átta borgarfulltrúar
greiddu atkvæði með hlutafjáraukn-
ingunni og sjö á móti.
Inga Jóna Þórðardóttir, oddviti
Sjálfstæðismanna, sagði Sjálfstæðis-
menn andsnúna frekari fjárútlátum
frá Orkuveitu Reykjavíkur í fyrirtæk-
ið og fjárhagslegum skuldbindingum í
áhættusömum atvinnurekstri. Einnig
sagðist hún mótfallin þeirri pólitísku
stýringu sem fyrirtækið lyti og spurði
af hverju fagfjárfestum hefði ekki
verið gefið færi á að taka þátt í útboð-
inu í stað þess að gengið væri í sjóði
Orkuveitunnar enn á ný. Inga Jóna
spurði jafnframt hvenær uppbygg-
ingu ljósleiðarakerfisins yrði lokið og
minnti á að til hefði staðið að upp-
byggingu fjarskiptaþjónustu ætti að
vera lokið í janúar á þessu ári. Hún
minnti sömuleiðis á, að fyrir tæpum
mánuði hefði Helgi Hjörvar, forseti
borgarstjórnar og varaformaður
stjórnar Línu.Nets, lýst því yfir að
ekki stæði til að Reykjavíkurborg eða
fyrirtæki í eigu borgarinnar legðu
aukið fjármagn í rekstur fyrirtækis-
ins.
Alfreð Þorsteinsson, stjórnarfor-
maður Línu.Nets sagði að hlutafjár-
aukningin væri nauðsynleg til að
ljúka við fjárfestingar í grunnkerfinu,
þar sem farið hefði verið lengra í upp-
bygginu ljósleiðaranetsins en upphaf-
lega stóð til. Einnig sagði hann mik-
ilvægt að breyta skammtímaskuldum
fyrirtækisins í langtímaskuldir. Hann
sagði nafnverð hlutafjár Línu.Nets
eftir aukninguna vera um 401 milljón
króna, eigið fé um 675 millj. og eig-
infjárhlutfall um 31%. Hann sagði að
nýlega hefðu þrjú þekkt fyrirtæki
gert verðmætamat á fyrirtækinu og
væri meðaltal þeirra tekið fengist sú
niðurstaða, að verðmæti fyrirtækisins
væri um 2,2 milljarðar króna. „Það
samsvarar genginu 6,3 og væri óráð-
legt að nýta ekki forkaupsrétt hlut-
hafa á genginu 5 sem er 22% undir
verðmætamati þessara fyrirtækja,“
sagði Alfreð. Hann sagði að væri for-
kaupsrétturinn ekki nýttur, myndi
hlutur Orkuveitu Reykjavíkur
minnka sem væri óæskilegt. Hann
sagði að færst hefði í vöxt að orkufyr-
irtæki stunduðu einnig fjarskiptavið-
skipti. Hann sagði það ekki þurfa að
koma neinum á óvart sem fylgst hefði
með hlutafjármarkaði undanfarið að
gengi bréfa í fyrirtækinu hefði lækk-
að úr 10 í desember síðastliðnum nið-
ur í 5. Fagfjárfestum var að sögn Al-
freðs ekki gefinn kostur á að tryggja
sér hlut vegna þessarar þróunar, en
sagði að skoðað yrði á haustdögum
hvort slíkt væri fýsilegur kostur.
Borgin eykur hlutafé sitt í
Línu.Neti um 220 milljónir