Morgunblaðið - 10.06.2001, Qupperneq 10
10 SUNNUDAGUR 10. JÚNÍ 2001 MORGUNBLAÐIÐ
FRÁ ÞVÍ við fengum fullanyfirráðarétt yfir 200 mílnafiskveiðilögsögu um miðjanáttunda áratuginn, höfumvið verið einráð um stjórn
okkar á fiskveiðum. Við stöndum
hinsvegar enn einu sinni frammi fyrir
því að væntingar manna til vaxtar og
viðgangs þorskstofnsins hafa ekki
gengið eftir þrátt fyrir að hálfur ann-
ar áratugur sé nú liðinn frá því að
kvótakerfinu var komið á koppinn.
Stefnir enn í kvótasamdrátt þar sem
fiskifræðingar hafa á undanförnum
árum ofmetið stærð þorskstofnsins.
Undir svona kringumstæðum hafa
sérfræðingar Hafrannsóknastofnun-
ar fengið sinn skerf af gagnrýni í
gegnum tíðina og hafa ýmsir orðið til
þess að gagnrýna þá aðferðafræði,
sem viðhöfð er innan stofnunarinnar.
Að sama skapi má segja að þjóðar-
hagur sé í húfi þegar kemur að ráð-
gjöf fiskifræðinga þó stjórnvöld
hverju sinni hafi ekki séð ástæðu til að
fara í einu og öllu eftir ráðgjöf Haf-
rannsóknastofnunar frá því að kvóta-
kerfið var tekið upp árið 1984, nema
helst hin síðari ár eftir að aflareglan
svokallaða tók gildi. Það hefur leitt til
þess að heildaraflinn hefur gjarnan
verið umfram leyfilegan hámarksafla.
Eins og gefur að skilja felast miklar
hættur í veiðisókn umfram veiðiþol og
hefði hrun þorskstofnsins án efa af-
drifaríkar afleiðingar fyrir Íslend-
inga. Hafrannsóknastofnun er helsti
ráðgjafi stjórnvalda í fiskveiðimálum
og árlega gefur stofnunin út tölur um
æskilegt aflamagn, svo ekki verði
gengið „of nærri“ stofninum. Sú
stefna, sem Hafrannsóknastofnun
markaði, var að byggja skyldi upp
fiskistofnana svo þeir gæfu af sér
meiri afla og öruggari nýliðun.
Vernda skyldi hrygningarstöðvar og
ungan fisk í uppvexti. Möskvi var
stækkaður og skyndilokunum beitt til
þess að friða smáfisk svo hann næði
að vaxa og stækka stofninn.
1991 : Sígur á ógæfuhliðina
Þorskstofninn á Íslandsmiðum stóð
enn veikt árið 1991 þrátt fyrir að Ís-
lendingar hafi haft fulla stjórn á fisk-
veiðum við landið frá 1. desember
1976. Skýringarnar á því að stöðugt
virtist síga á ógæfuhliðina taldi Jakob
Jakobsson, þáverandi forstjóri Haf-
rannsóknastofnunar, einkum vera
tvær. Annars vegar að ekki hafi verið
farið að tillögum fiskifræðinga um
sókn í stofninn. Sem dæmi má nefna
að árið 1984 lagði Hafrannsókna-
stofnun til að veidd yrðu 200 þús. tonn
af þorski en aflinn nálgaðist 300 þús.
tonn það ár. Árið eftir varð munurinn
enn meiri því að enn lagði stofnunin til
200 þús. tonna veiði en aflinn fór vel
yfir 300 þús. tonn. Árið 1989 var afli
umfram tillögur hvað minnstur en þó
var veitt rúmlega 50 þús. tonnum
meira en stofnunin mæltist til.
Hina ástæðuna fyrir minnkandi
þorskstofni sagði Jakob vera að eftir
hlýviðrisskeiðið frá 1920 til 1965 hafi
árferði á norðanverðu Atlantshafi
verið sveiflukennt undanfarin 25 ár. Á
þessu tímabili hafi oft verið mikið um
pólsjó á Íslandsmiðum. Afleiðingar lé-
legs árferðis á þorskstofninn kæmi
m.a. fram í því að árgangarnir alveg
frá árinu 1986 væru lélegir auk þess
sem ástandið við Grænland hefði
einnig versnað.
Sérfræðingar Hafrannsóknastofn-
unar lögðu til að þorskafli á fiskveiði-
árinu 1991/1992 færi ekki umfram 250
þús. tonn þar sem horfurnar væru
slæmar vegna lélegrar nýliðunar og
líklegt væri að afli næstu þrjú árin
mætti ekki fara yfir 250 þús. tonna
markið. Þeir töldu þá að ef veidd yrðu
300 þús. tonn árin 1992 og 1993 myndi
veiðistofn fara verulega minnkandi,
úr 850 þús. tonnum í ársbyrjun 1992 í
um 730 þús. tonn í ársbyrjun 1994 og
hrygningarstofn minnka sömuleiðis.
Í tillögum Hafrannsóknastofnunar
fyrir fiskveiðiárið 1991/1992 segir
m.a. svo: „Á undanförnum árum hef-
ur sókn í þorskstofninn verið alltof
hörð. Þrátt fyrir ítrekaðar ráðlegg-
ingar Hafrannsóknastofnunar um að
dregið verði úr sókn hefur ekki tekist
að byggja upp þorskstofninn þannig
að fleiri árgangar verði í veiðistofni og
hrygningarstofn vaxi. Um 35–40% af
veiðistofni hafa verið veidd árlega.
Þetta hefur leitt til þess að veiðar hafa
byggst að verulegu leyti á nýliðun og
hrygningarstofn hefur verið í lág-
marki undanfarinn áratug. Nú eru
fimm lélegir árgangar að koma eða
komnir inn í veiðistofninn. Hver nýliði
gefur af sér um 1,7 kíló miðað við nú-
verandi sóknarmynstur og er sýnilegt
að afli næstu árin getur vart orðið
meiri en 200 til 250 þús. tonn eigi ekki
að ganga verulega á stofninn.“
Samkvæmt reglugerð sjávarút-
vegsráðherra mátti á fiskveiðiárinu
1991/1992 veiða 265 þúsund tonn eða
15 þúsund tonn umfram ráðgjöf fiski-
fræðinga. „Með þessari ákvörðun er
lítillega vikið frá tillögum Hafrann-
sóknastofnunar vegna þeirrar þröngu
efnahagslegu stöðu, sem við erum í.
Þetta hefur mikil áhrif á þjóðarbú-
skapinn í heild og við teljum að við
þessar aðstæður sé óhjákvæmilegt að
huga að mótun heildstæðrar sjávarút-
vegsstefnu,“ sagði Þorsteinn Pálsson,
þáverandi sjávarútvegsráðherra, á
blaðamannafundi þegar hann til-
kynnti ákvörðun sína.
1992: Málamiðlun í ríkisstjórn
Enn seig á ógæfuhliðina þegar
komið var fram á fiskveiðiárið 1992/
1993. Ríkisstjórnin komst að þeirri
niðurstöðu á löngum fundi að leyfa
veiðar á 205 þúsund tonnum af þorski
þrátt fyrir að Hafrannsóknastofnun
hafði gert tillögu um 190 þúsund
tonna hámarksþorskafla það ár. Það
var um 60 þús. tonnum minna en
stofnunin lagði til fyrir árið á undan
og 75 þús. tonna minni kvóti.
Sjávarútvegsráðherra nefndi þessa
niðurstöðu málamiðlun, í viðtali við
Morgunblaðið á sínum tíma, en þegar
ráðherra var spurður hvort það hefði
aldrei komið til greina í hans huga að
standa og falla með eigin sannfær-
ingu og leggja til á ríkisstjórnarfund-
inum að hámarksafli þorsks yrði tak-
markaður við 190 þús. tonn, svaraði
hann því til að hann hefði lagt aðal-
áherslu á að finna lausn og ná sam-
stöðu um málið. „Ég neita því ekkert
að ég hefði viljað fá meiri árangur í
friðun, en ég tel þó að við höfum náð
hér mjög umtalsverðum árangri og
stigið skref fram á við. Mín ósk hefði
auðvitað verið sú að ná fram meiri ár-
angri, en þegar menn þurfa að miðla
málum, þá verða allir að fá eitthvað af
sínum sjónarmiðum viðurkennd. Ég
óttast það, og er reyndar alveg sann-
færður um það, að ef ég hefði látið
reyna á ýtrustu kröfur af minni hálfu
og yfirgefið ríkisstjórnina vegna þess
að þær hefðu ekki náðst fram, þá hefði
niðurstaðan að öllum líkindum orðið
miklum mun meiri veiði og minni
verndun þorskstofnsins,“ sagði Þor-
steinn og bætti við: „Hér er vissulega
um málamiðlun að ræða sem hefur
líka í för með sér að það er tekin nokk-
ur áhætta með þorskstofninn, miðað
við þær vísindalegu niðurstöður sem
við höfum í höndum. Að mínu mati er
hér um að ræða ásættanlega niður-
stöðu miðað við allar aðstæður.“
Jakob Magnússon, þáverandi að-
stoðarforstjóri Hafrannsóknastofn-
unar, sagði niðurstöðuna hafa verið
ofurlítið skref til uppbyggingar á
þorskstofninum, en hann hefði gjarn-
an viljað sjá það skref stærra. Fiski-
fræðingar töldu sumarið 1992 nauð-
synlegt að takmarka aflann við 175
þús. tonn næstu tvö ár á eftir með það
markmið í huga að byggja hrygning-
arstofninn upp enda væri styrkur
hans forsenda góðrar nýliðunar.
Eftir að tillögur Hafrannsókna-
stofnunar fyrir fiskveiðiárið 1992/1993
voru kynntar og nokkru áður en rík-
isstjórnin tilkynnti ákvörðun sína um
leyfilegan heildarafla, sagðist sjávar-
útvegsráðherra í samtali við Morgun-
blaðið, m.a. telja að við stæðum
frammi fyrir því að gera það upp við
okkur hvort við ættum að setja okkur
ný markmið varðandi nýtingu stofns-
ins.
„Fram til þessa hefur ráðgjöfin
miðað að því að halda stofninum í jafn-
vægi. Síðan höfum við farið verulega
fram úr þessari ráðgjöf, bæði í
ákvörðunum um heildarafla og í veiði-
reynslu. Nú er stofninn kominn í lág-
mark, og þá sýnist mér að við stönd-
um frammi fyrir þeirri spurningu
hvort ekki sé nauðsynlegt að setja ný
markmið, sem miða að því að byggja
stofninn upp.
Frá mínum bæjardyrum séð eru
fyrir því mjög gild rök og við munum
við undirbúning endanlegrar ákvörð-
unar hafa þetta í huga.“
1993: Uppbygging stofnsins
Tillögur Hafrannsóknastofnunar
miðuðu við 150 þúsund tonna þorsk-
afla á fiskveiðiárinu 1993/1994 og taldi
stofnunin að veiðar umfram 175 þús.
tonn stefndu þorskstofninum í hættu.
Stefnt skyldi að uppbyggingu stofns-
ins með því að takmarka aflann enn
frekar og sagði Jakob Jakobsson, for-
stjóri Hafrannsóknastofnunar, niður-
stöðuna ekki þurfa að koma mönnum
á óvart. Nýútkomin skýrsla væri að-
eins staðfesting á síðustu skýrslu,
sem út hafi komið ári áður.
„Mér sýnist að við getum dregið þá
ályktun af þessari skýrslu að hag-
kvæmar veiðar úr þorskstofninum
liggi á bilinu frá 125 þús. lestum upp í
175 þús. lestir. Áhættuþættirnir eru
mismunandi eftir því hvar menn ber
niður á þessu svigrúmi, en utan við
þennan ramma sýnist manni að ekki
geti verið um skynsama eða hag-
kvæma nýtingu að ræða,“ sagði sjáv-
arútvegsráðherra.
Stjórnvöld ákváðu að heildarafla-
mark þorsks fiskveiðiárið 1993/1994
yrði 165 þús. lestir eða 15 þúsund
tonnum umfram ráðgjöf Hafrann-
sóknastofnunar sem var í fullu sam-
ræmi við þá tillögu, sem Þorsteinn
Pálsson lagði fyrir ríkisstjórn. „Ég tel
að þetta sé mjög veigamikið skref til
þess að mæta erfiðum aðstæðum sem
þjóni þeim tilgangi að byggja þorsk-
stofninn upp á ný, sem hlýtur að vera
meginmarkmið okkar,“ sagði ráð-
herra í samtali við Morgunblaðið á
sínum tíma.
1994: Sögulegt lágmark
Að mati Hafrannsóknastofnunar
var þorskur á Íslandsmiðum í sögu-
legu lágmarki vorið 1994 og gerðu
fiskifræðingar þá tillögu um að aðeins
yrði leyft að veiða 130 þúsund tonn á
fiskveiðiárinu 1994/1995. Með því
stæðu líkur til að bæði hrygningar- og
veiðistofn stækkuðu, miðað við eðli-
legar aðstæður í lífríki sjávar. Líkur
væru á að við 130 þús. tonna afla yrði
veiðistofninn kominn í 770 þús. tonn
árið 1997 og hrygningarstofn í tæp
300 þús. tonn. Jakob Jakobsson benti
á að allt frá 1985 eða samfellt í níu ár
hefðu þorskárgangar verið lélegir og
allir undir meðallagi. Af því hlyti þró-
un þorskstofnsins að mótast næstu
árin, en reynslan sýndi að sjaldan
væri farið að tillögum stofnunarinnar.
Þorsteinn Pálsson, sjávarútvegs-
ráðherra, ákvað í kjölfar ráðgjafar-
innar að heimila veiði á 155 þúsund
tonnum eða 25 þúsund tonnum um-
fram ráðgjöf fiskifræðinga Hafrann-
sóknastofnunar. Hann sagði í samtali
við Morgunblaðið að erfitt væri að
skera þorskafla frekar niður en þegar
hafi verið gert. „Að hinu leytinu vitum
við að við stöndum frammi fyrir mik-
illi hættu og að við verðum að ná því
marki að geta stækkað veiðistofninn.
Það er jafnframt ljóst að hrygning-
arstofninn má ekki minnka.“
1995: Enginn niðurskurður
Í fyrsta sinn um langt skeið lagði
Hafrannsóknastofnunin til á vormán-
uðum 1995 að veitt yrði jafnmikið af
þorski á fiskveiðiárinu 1995/1996 og á
árinu á undan eða 155 þús. tonn og fór
sjávarútvegsráðherra í einu og öllu
eftir þeirri ráðgjöf. Jók það nokkuð á
bjartsýni manna hvað varðaði vöxt og
viðgang þorskstofnsins. Þá var einnig
í fyrsta sinn stuðst við svokallaða afla-
reglu stjórnvalda sem kvað á um að
VÆNTINGAR
OG VONBRIGÐI
Sérfræðingar Hafrannsóknastofnunar liggja nú undir
harðri gagnrýni vegna nýútkominnar skýrslu þar sem lagt
er til að dregið verði verulega saman í þorskaflaheim-
ildum á næsta ári, m.a. vegna ofmats stofnunarinnar á
stofnstærð þorsks á síðustu árum. Guðni Einarsson og
Jóhanna Ingvarsdóttir litu yfir síðastliðin 10 ár, könnuðu
ráðgjöf Hafrannsóknastofnunar og viðbrögð stjórnvalda
við ráðgjöf fiskifræðinganna.
Morgunblaðið/RAX