Morgunblaðið - 10.06.2001, Side 22
22 SUNNUDAGUR 10. JÚNÍ 2001 MORGUNBLAÐIÐ
V
ÍÐA UM land
eru til minnis-
varðar um þá
sem gist hafa
hina votu gröf
eða farist á
annan hátt,
hrapað fyrir
björg eða drukknað. Vestur á Flat-
eyri við Önundarfjörð er legstaður
óþekkta sjómannsins og er lagður
blómsveigur á leiðið á hverjum sjó-
mannadegi. Þar var lagður til
hinstu hvílu norskur sjómaður sem
fórst með skipi sínu í apríl 1942,
fjarri ástvinum og ættjörð.
Saltskipið sem hvarf
Laugardaginn 11. apríl 1942
birtist frétt í Morgunblaðinu undir
fyrirsögninni „Óttast um norskt
skip hjer við land“:
Norskt skip, með saltfarm, er
átti að vera komið til Ísafjarðar, er
ekki komið fram, og óttast menn
um að því hafi hlekst á.
Skipið mun vera um 2000 smá-
lestir að stærð. Blaðið frjetti í gær
kvöldi, að leit muni vera hafin í
dag eftir skipi þessu.“
Í Virkinu í norðri, 3. bindi, eftir
Gunnar M. Magnúss er sagt frá
því er norska saltskipið hvarf úti
fyrir Vestfjörðum. Þar segir að
marga hafi verið farið að gruna
þegar leið á stríðið að óskýrða
skiptapa mætti rekja til tundur-
dufla. „Þá var til þess vitað, að
nærri hefði skollið, að stórslys
yrðu af völdum tundurdufla, t.d.
þegar Esja var að koma frá Ísa-
firði með á þriðja hundrað farþega
frá skíðamóti. Þá var stormur og
hríðarbylur og tundurdufl straukst
rétt með síðu skipsins, en skips-
menn höfðu ekki fest auga á það
fyrir sortanum. En þar munaði að-
eins hársbreidd að hryllilegt slys
yrði. Daginn eftir (9.4. 1942) fór
norska flutningaskipið Fanefeld
[skipið er kallað Fanefjell í kirkju-
bók Holtsprestakalls. Aths. blaða-
manns] þessa sömu siglingaleið,
kom frá Bíldudal og ætlaði til Ísa-
fjarðar, fórst það með allri áhöfn,
24 mönnum. Þar innanborðs voru
Sigurður Oddsson, leiðsögumaður,
67 ára, og Guðmundur Pétursson
sjómaður, 22 ára, báðir frá
Reykjavík. Var almennt talið, að
Fanefeld hefði farizt á tundurdufli,
ef til vill því sama, er Esja renndi
farsællega framhjá.“
Vígvöllur undan Vestfjörðum
Vélbáturinn Ingólfur Arnarson
ÍS 501 hélt til línuveiða frá Flat-
eyri að morgni laugardagsins 11.
apríl 1942. Skipstjóri var Jón Pét-
ursson. Auk Jóns voru í áhöfninni
Einar Pétur Elíasson vélarmaður
og hásetarnir Bjarni Einarsson,
móðurbróðir Þorvaldar Garðars
Kristjánssonar alþingismanns, og
Pétur Jóhann Magnússon, bróð-
ursonur Jóns skipstjóra.
Pétur man vel þessa tilteknu
sjóferð en hann var þá á 17. ári.
Hann segist hafa ungur byrjað að
róa og þetta verið önnur vetrar-
vertíð sín til sjós. Síðari heims-
styrjöldin var í algleymingi og víg-
völlur hafsins undan Vestfjörðum
nálægt heimamiðum Önfirðinga.
Skipalestir Bandamanna lögðu leið
sína fyrir vestan Ísland og ef haf-
ísinn var skammt undan sigldu
skipin nærri landi. Kafbátar
stríðsaðila lónuðu undir yfirborð-
inu og oft sigldu Vestfirðingar
fram á brak og reköld í sjónum.
„Ég man þegar maður var á
snurvoð á þessum árum þá sá
maður skipalestirnar. Ég minnist
þess einu sinni að fyrsta skip í lest
fór framhjá okkur klukkan tvö síð-
degis og það síðasta klukkan níu
um kvöldið,“ segir Pétur. „Það
gekk ýmislegt á úti fyrir Vest-
fjörðum á stríðsárunum. Það voru
oft tundurdufl á reki þar sem við
lögðum línuna. Við máttum ekki
vera þar, en lögðum samt. Einu
sinni vorum við að draga línuna
undir Barðanum. Þá kom yfir okk-
ur flugvél og vakti athygli mína
hvað hún flaug lágt. Var ekki
nema í masturshæð. En þegar ég
sá hakakrossinn stóð mér ekki á
sama. Hann gerði ekkert við okk-
ur, en þetta var um svipað leyti og
árásin var gerð á Vörð og einn
maður fórst.“
Eftirminnilegur róður
Páskarnir voru nýliðnir, páska-
dagur var 5. apríl árið 1942. Afli
var farinn að glæðast og steinbít-
urinn byrjaður að gefa sig á lín-
una, skemmtilegur veiðiskapur að
sögn Péturs. Það var lagt úr höfn í
myrkri og siglt á miðin undan
Barðanum. Línan var lögð í
Óþekkti sjómaðurinn á Flateyri
Í Flateyrarkirkjugarði er leiði óþekkta sjómanns-
ins. Á sjómannadegi er lagður þar blómsveigur til
minningar um þá sem horfið hafa í hina votu gröf,
fjarri ástvinum og ættjörð. Guðni Einarsson kynnti
sér sögu óþekkta sjómannsins á Flateyri.
Jón Pétursson, skipstjóri.
Morgunblaðið/Sverrir
Pétur J. Magnússon var í áhöfn Ingólfs Arnarsonar sem fann lík norska
ssjómannsins.
Ingólfur Arnarson ÍS 501.
Morgunblaðið/Halldór Sveinbjörnsson
Leiði óþekkta sjómannsins á Flateyri.
Morgunblaðið/Golli
Einar P. Elíasson, vélamaður á Ingólfi Arnarsyni.
Hann var fæddur 29. apríl 1914.
Peter kom síðast heim árið 1935.
Að sögn Noru voru farmenn á þeim
árum oft fjögur til fimm ár að heim-
an. Þau fréttu að hann hefði gift sig
hollenskri konu í Rotterdam í Hol-
landi 10. janúar 1940. Tveimur vik-
um seinna fór hann til sjós og sneri
aldrei aftur. Þjóðverjar hertóku
bæði föðurland hans og land kon-
unnar, en hann lenti hinum megin
víglínunnar.
Peter kom til Reykjavíkur haust-
ið 1942 og hitti þar óvænt nágranna
NORA Reite Hatlevik erfrá Fosnavåg í sveit-arfélaginu Herøy, semer rétt fyrir utan Åle-sund í Noregi. Hún
kom í fylgd tveggja barna sinna,
Lars Helge Hatlevik og Elisabeth
Hatlevik Myrvågnes, til að vera á
sjómannadag vestur á Flateyri.
Nora er úr stórum systkinahópi,
bræðurnir voru fimm talsins og
systurnar tvær. Elsti bróðir henn-
ar, Peter Leon Reite, fór til sjós
þegar hann var 17 ára gamall.
og gamlan vin úr heimabyggðinni,
Rolf Reite að nafni. Í Reykjavík
skipti Peter um skipsrúm og réð
sig á olíuskipið Bold Venture, sem
var skráð í Panama. Skipið lagði úr
höfn í Reykjavík og daginn eftir,
16. október 1942, var því sökkt
vestur af Íslandi. Talið var að það
hefði orðið fyrir tundurskeyti.
Rolf Reite sneri aftur til Noregs
eftir stríðið og gat sagt fjölskyldu
Peters hver örlög hans urðu.
Ljóðið um legstaðinn
Nora hefur starfað um árabil í
Norska sjómannatrúboðinu og er
formaður deildarinnar í Berge.
Fyrir nokkrum árum birtist ljóð
um óþekkta sjómanninn í Flateyr-
arkirkjugarði í blaði sjómannatrú-
boðsins, Heime og ute. Ljóðið er
eftir Hjört Hjálmarsson, fyrrum
skólastjóra á Flateyri, og var þýtt
Morgunblaðið/Árni Sæberg
Nora Reite Hatlevik ásamt börnum sínum, f.v.: Elisabeth Myrvågnes, Lars
Helge Hatlevik og Nora.
Norsk kona heiðrar minningu horfins
Á sjómannadag leggur Nora Reite Hatlevik, 69 ára gömul
norsk kona, blóm á leiði óþekkta sjómannsins á Flateyri.
Hún gerir það í minningu bróður síns, Peters Leons Reite,
sem fórst við Ísland 1942, og annarra norskra sjómanna
sem gista hina votu gröf.