Vegna viðhaldsvinnu geti verið truflanir á þjónustu Tímarit.is frá 18:00 og fram eftir kvöldi.

Morgunblaðið - 10.06.2001, Blaðsíða 23

Morgunblaðið - 10.06.2001, Blaðsíða 23
myrkri og svo hófst biðin við bauj- una, svokölluð baujuvakt. Einar vélarmaður stóð vaktina og lónaði í kringum baujuna, hinir fóru fram í lúkar að fá sér bita. „Þegar búið var að leggja gerð- ist svolítið sem manni þótti seinna skrýtið. Jón skipstjóri fer upp í lúkarskappann og kallar afturí: Er ekki allt í lagi? Einar svaraði því játandi,“ segir Pétur. Skipverjar voru með skrínukost og hituðu sér kaffi í lúkarnum. Meðan skipverjar mötuðust stendur Jón aftur upp og kallar í Einar hvort hann sé alveg viss um að ekkert sé að. Einar fullvissaði hann um að svo væri ekki. „Í þriðja skiptið lagði Jón frá sér skrínuna og fer upp. Það er farið að birta og þá erum við að dóla að líkinu,“ segir Pétur. Dáni maðurinn var í bjarghring um sig miðjan, í einkennisjakka og með prjónahúfu á höfðinu. Sokkarnir voru í jakkavasanum. „Hann hefur ekki haft meiri tíma til að klæða sig. Það hefur ekki verið neinn tími,“ sagði Pétur. Sá líkið gegnum skipshliðina Einar Pétur Elíasson segist aldrei gleyma þessu atviki. „Ég var við stýrið og allt í einu kemur Jón öskuvaðandi upp úr lúkarnum og segir: Hvað er þetta maður, sérðu ekki það sem er fyrir fram- an bátinn? Ég varð hvumsa og sá líkið þegar hann var búinn að benda mér á það.“ Einar segir að Jón hafi verið svolítið dulrænn og setið þeim megin sem líkið kom að skipshliðinni. Hann hafi hreinlega séð líkið í gegnum skipshliðina, eða fundið svo sterklega fyrir því. Jón tók síðan við stýrinu og lagði bátnum að líkinu. Pétur sagði að það hafi gengið ágætlega að ná líkinu um borð. Það var lagt til framundir kapp- anum að framanverðu og breitt yf- ir það. Þegar búið var að bjarga líkinu sagði Bjarni háseti að nú grunaði hann að sig hafi dreymt fyrir líkfundinum um nóttina. Pét- ur man vel frásögn Bjarna heitins. „Hann dreymdi að hann væri að fara út hlíðina í Önundarfirði og vera kominn út fyrir Kálfeyri. Þar eru erfiðir klettar og gil, kallað Hvannakrar. Þá hittir hann mann sem hann þekkir ekki. Ókunni maðurinn er með frakka undir hendinni og segir við Bjarna: Má ég ekki vera með þér heim af því ég rata ekki. Í sömu svipan vakn- aði Bjarni við að það var bankað í gluggann og hann ræstur til sjós.“ Hræddur við hreyfinguna Nú var fari að draga og hlutverk Péturs var að leggja línuna niður í balann. Hann sat rétt við fætur líksins. „Ég var skíthræddur, ekki meiri bógur en það, enda bara stráklingur. Báturinn ruggaði og þá hreyfðust fæturnir á líkinu. Mér kom ýmislegt í hug.“ Það var lokið við að draga og komið að á hefðbundnum tíma undir kvöld- mat. Ingvar Magnússon, bróðir Pét- urs og fóstursonur Jóns Péturs- sonar skipstjóra, segist hafa verið átta ára þegar þetta gerðist og muna vel þegar komið var með lík norska sjómannsins í land. Hann segir að það hafi verið borið á handbörum upp bryggjuna og í óupphitað pakkhús. Jón skipstjóri hafi lagt á það áherslu að líkið yrði jarðað og legstaður þess helgaður minningu óþekkta sjómannsins. Þetta hafi hafst í gegn, þrátt fyrir mótbárur breska setuliðsins á staðnum. Jarðað með viðhöfn Jarðarförin fór síðan fram þann 17. apríl. Að sögn Einars P. Elías- sonar fylgdi öll áhöfnin á Ingólfi Arnarsyni norska sjómanninum til grafar. Sr. Jón Ólafsson skrifaði eftirfarandi í kirkjubók Holts- prestakalls þegar hann jarðsetti óþekkta sjómanninn: ,,Norska skipið Fanefjell ljet úr höfn á Bíldudal að kvöldi þess 9. apríl á leið til Ísafjarðar. Skipið kom aldrei fram. Talið er að það muni hafa farist á tundurdufli á siglingaleið út af Önundarfirði að- faranótt 10. apríl með allri áhöfn. Vjelbáturinn Ingólfur Arnarson frá Flateyri var í fiskiróðri 11. apríl og fann þá lík þetta á reki í bjarghring. Sáust á hringnum þrír fyrstu stafirnir í nafni ofannefnds skips. Líkið var óskaddað og var jarðsett á Flateyri að viðstöddu fjölmenni. Kistan var skreytt lif- andi blómum og sveipuð norskum fána, en kirkjan sjálf fagurlega skreytt. Af einkennisbúningi mátti ráða að maðurinn hefði verið stýri- maður.“ af Hans Hylen á norsku. Þar var og sagt frá gröf óþekkta sjómannsins. „Það vakti áhuga minn að sjá ljóðið í blaði sjómannatrúboðsins. Það fórust 13 sjómenn frá Herøy í síðari heimsstyrjöldinni. Við kirkj- una, sem brann fyrir tveimur árum, stendur minnisvarði með nöfnum þeirra. Þar er lagður krans á þjóðhátíðardaginn þann 17. maí. Ég hef einnig farið þangað með blóm á afmælisdegi Peters bróður míns 29. apríl hvert ár,“ sagði Nora. Ljóðið varð kveikjan að því að Lars Helge, sonur Nóru, hafði samband við séra Stínu Gísladóttur sóknarprest á Flateyri. Hún sagði þeim af minningarathöfninni á sjó- mannadegi. Nora er nú komin til Íslands, ásamt tveimur barna sinna til að heiðra minningu bróður, frænda og annarra norskra sjó- manna sem gist hafa hina votu gröf. bróður MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 10. JÚNÍ 2001 23 Kvæði þetta er ort um óþekkta sjómanninn í Flateyrarkirkju- garði. Hvern sjómannadag er lagður sveigur á leiðið, ræða flutt og sálmur sunginn. Hjá bláfjöllum Noregs byggðar þinn barnsfótur spor sín sté hin fyrstu, en ljósgeislar lýstu lands þíns og feðra vé, þar skartaði í skrúðgrænum hlíð- um skógarins flosgræna traf, en annesin örmum vafði hið ólgandi, seiðþrungna haf. Þú lékst þína bernskuleiki og lundin var ör og heit, í birtu bláheiðra daga barnið skóm sínum sleit, en of þröng áður en varði var orðin þín feðra slóð, þú fannst í æðum þér ólga æskunnar norræna blóð. Svo kvaddirðu fold þinna feðra, fjöll þín og akurrein. Í grasi við götuna heima glitraði smáperla ein, það mun víst ei miklu skipta hvort morgundöggin það var eða hafði máske hún mamma misst eina tárperlu þar. Og útlagi varstu orðinn frá ættar og feðra byggð því fjarri frá heimahögum við hafið þú bast þína tryggð. Líf þitt, starf þitt og leikur var lifað og unnið þar. Hjá bláfjöllum Noregs er beðið þess barns, sem að eitt sinn var. En bein þín fékk eigi borið við barm sinn þín ættarfold. Undir grænu, grasþöktu leiði þig geymir hin íslenska mold. Þitt landnám var lítið að vöxtum en landnemi ertu þó, og bljúgir við höfuð vor beygjum. Bróðir vor, sofðu í ró. Hjörtur Hjálmarsson. Óþekkti sjómaðurinn Langt út í lönd - á verði Evrópuferðar! Austurstræti 17, 4. hæð, 101 Reykjavík, sími 562 0400, fax 562 6564, netfang: prima@heimsklubbur.is, heimasíða: http://www.heimsklubbur.is Rió - Buenos Aires - Iguazu 14.-25. nóv. Langbestu kjör - nýjar breiðþotur - BA/Varig - gott sætarými - veitingar - beint flug frá LON/FRA. Frábærar undirtektir - fyrsta útspil. Hvar býðst þér slíkt tækifæri? Útnefnd í alþjóðasamtökin EXCELLENCE IN TRAVEL NETWORK fyrir frábærar ferðir Suður-Ameríka -Uppselt! Einstök kjör gilda áfram! Höfum fengið 50 viðbótarsæti á sérkjörum, en staðfesting verður að berast fyrir 3. júlí! 11 daga ferð frá aðeins kr.149.900.+flugvsk. (gengi 9. maí). FÁIÐ NÁNARI FERÐALÝSINGU Á SKRIFST. PÖNTUNARSÍMI: 56 20 400 - toppur tilverunnar!
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.