Morgunblaðið - 10.06.2001, Page 32
32 SUNNUDAGUR 10. JÚNÍ 2001 MORGUNBLAÐIÐ
Hallgrímur B. Geirsson.
Styrmir Gunnarsson.
Framkvæmdastjóri:
Ritstjóri:
STOFNAÐ 1913
Útgefandi: Árvakur hf., Reykjavík.
Aðstoðarritstjórar:
Karl Blöndal, Ólafur Þ. Stephensen.
Fréttaritstjóri:
Björn Vignir Sigurpálsson.
Á
næstu mánuðum fara fram
viðræður íslenzkra og
bandarískra stjórnvalda
um endurskoðun sam-
komulags um framkvæmd
varnarsamnings ríkjanna,
eins og vikið var að í
Reykjavíkurbréfi 6. maí.
Flest bendir til að stjórnvöld í Washington hafi
ekki hugsað sér að endurnýja óbreytt það sam-
komulag, sem undirritað var vorið 1996 og rann
út í apríl síðastliðnum. Gera má ráð fyrir að
áfram verði mikill þrýstingur á það af hálfu
Bandaríkjanna að draga úr kostnaði við rekstur
varnarstöðvarinnar í Keflavík og gera hann eins
hagkvæman fyrir bandaríska skattgreiðendur
og frekast er unnt.
Endurmat á
viðbúnaði um
allan heim
Þetta á ekki eingöngu
við um Keflavíkur-
stöðina heldur hvers
konar hernaðarvið-
búnað Bandaríkjanna
um allan heim. Á veg-
um Donalds Rumsfeld, varnarmálaráðherra rík-
isstjórnar George W. Bush, fer nú fram um-
fangsmikið endurmat á þessum viðbúnaði, þar
sem sérhverjum steini verður snúið í leit að
tækifærum til sparnaðar. Útgjöld Bandaríkj-
anna til varnarmála munu ekki aukast jafnmikið
og margir bjuggust við er ljóst varð að Bush
myndi setjast í stól forseta í Hvíta húsinu. Eitt
af kosningaloforðum Bush var að auka verulega
útgjöld til varnarmála en nú lítur út fyrir að
hann muni ekki fara fram á meira við Banda-
ríkjaþing en að það hækki varnarútgjöldin um
5,6 milljarða dollara. Það samsvarar 1,8% hækk-
un, sem talsmenn heraflans telja að dugi tæp-
lega fyrir fyrirsjáanlegum launa- og kostnaðar-
hækkunum þegar líður á árið. Áfram er því
veruleg þörf á að hagræða í rekstri heraflans.
Colin Powell utanríkisráðherra lýsti sparnað-
aráformum Rumsfelds á fundi með blaðamönn-
um í síðustu viku. Hann tók fram að Bandaríkin
teldu sig áfram hafa skuldbindingum að gegna í
Evrópu, en leituðu leiða til að auka skilvirkni og
lækka kostnað. „Það er ekki nema sanngjarnt,“
sagði Powell. „Forsetinn hefur farið fram á það
við Rumsfeld að hann finni leiðir til að spara. Og
þegar við höfum ákveðnar skoðanir á einhverju
máli, tökum við afstöðu til þess. Það þýðir að við
höfum ákveðnar skoðanir á málinu, ekki að við
ætlum að snúa baki við heiminum og draga okk-
ur inn í skel. Langt frá því.“
Powell tók fram að hersveitir Bandaríkjanna í
Evrópu hefðu alla jafna mikilvæg verkefni með
höndum. Hann nefndi hins vegar þrjú skilyrði,
sem yrði að hafa í huga: Í fyrsta lagi að verk-
efnið væri raunverulega mikilvægt, í öðru lagi
að því yrði áreiðanlega bezt sinnt af atvinnuher-
mönnum, og í þriðja lagi „að við höfum nýlega
farið rækilega yfir þessi verkefni til að ganga úr
skugga um hvort hægt sé að draga þau saman á
einhvern hátt.“
Aukið vægi
borgaralega
þáttarins
Bandarísk stjórnvöld
hafa enn ekki mótað
endanlega þær kröf-
ur, sem settar verða
fram í viðræðum við
Ísland um tilhögun
varnarsamstarfsins næstu árin. Gera má ráð
fyrir að þeirri vinnu – sem er hluti af því að upp-
fylla þriðja skilyrðið, sem Powell nefnir – ljúki
ekki fyrr en síðsumars. Rétt eins og fyrir gerð
fyrra samkomulags ríkjanna árið 1994 og þess
síðara 1996 eru margvíslegar hugmyndir uppi
innan stjórnkerfisins í Washington, allt frá því
að afleggja varnarstöðina í Keflavík að mestu og
til þess að halda varnarviðbúnaði óbreyttum.
Líklegast má þó telja að viðbúnaður verði svip-
aður og nú er og að F15-orrustuflugvélar verði
hér áfram til að verja íslenzka lofthelgi.
Þannig má segja að þrátt fyrir allt sé sam-
staða um fyrsta skilyrði Powells; að vera banda-
rísks varnarliðs í Keflavík er mikilvæg, bæði frá
sjónarmiði Íslands og Bandaríkjanna. Hins veg-
ar munu Bandaríkjamenn áreiðanlega fara fram
á að Ísland leggi meira af mörkum til að við-
halda þeim viðbúnaði. Þær kröfur munu ekki
sízt miða að því að sætta flugherinn við hlut-
skipti sitt, en talsmenn hans fara ekki í felur
með þá skoðun sína að þarflaust sé að hafa dýrar
orrustuþotur og það, sem þeim fylgir, í Keflavík
við núverandi aðstæður. A.m.k. sé mun meiri
þörf á þeim annars staðar þar sem þær hafi
raunverulegu eftirlits- eða varnarhlutverki að
gegna, að mati flughersins.
Sú krafa, að Ísland taki þátt í rekstri Kefla-
víkurflugvallar í samræmi við hlutfall borgara-
legs flugs um völlinn er sjálfsögð og eðlileg af
hálfu Bandaríkjanna. Jafnframt er sennilegt að
Bandaríkjamenn fari fram á það í viðræðunum
að skoðað verði hvaða verkefnum
varnarstöðvarinnar megi sinna með borgara-
legu starfsliði í stað atvinnuhermanna, sem
kunna að nýtast betur annars staðar, í samræmi
við annað skilyrðið sem Colin Powell tiltekur. Ef
niðurstaðan verður sú að borgaralegir starfs-
menn geti sinnt tilteknum þáttum starfseminn-
ar í Keflavík, hlýtur sú spurning að koma í eðli-
legu framhaldi hvort þeir geti þá ekki allt eins
verið íslenzkir og bandarískir. Þá hljóta menn
jafnframt að ræða hvort eitthvað sé því til fyr-
irstöðu að Íslendingar taki þessi verkefni að sér
og axli þar með aukna ábyrgð á eigin vörnum.
Það verkefni, sem helzt hefur verið nefnt í
þessu sambandi, er leitar- og björgunarstarf-
semi, sem þyrlusveit varnarliðsins sinnir nú. Í
samkomulaginu um framkvæmd varnarsamn-
ingsins, sem undirritað var 1996, var ákvæði um
að viðræðum yrði haldið áfram um að Íslend-
ingar tækju við björgunarstarfseminni í meira
mæli. Samstarf íslenzkra björgunaraðila, eink-
um Landhelgisgæzlunnar, og varnarliðsins hef-
ur vissulega verið aukið á þeim fimm árum, sem
samkomulagið gilti, en bandarísk stjórnvöld
telja þó að minnstur árangur hafi náðst varðandi
þennan þátt samkomulagsins. Sérhæfðar þyrlu-
sveitir á borð við þá, sem er staðsett í Keflavík,
eru afar eftirsóttar innan herafla Bandaríkjanna
og hægt að færa rök fyrir því að meiri þörf sé
fyrir slíkar sveitir á átakasvæðum, þar sem
hætta getur verið á að herflugvélar séu skotnar
niður, en á Íslandi þar sem allt er með kyrrum
kjörum sem stendur. Þyrlusveitirnar eru jafnvel
enn dýrmætari og eftirsóttari en orrustuþotur á
borð við þær, sem notaðar eru í Keflavík.
Það myndi því væntanlega létta byrðar flug-
hersins ef Íslendingar gætu í auknum mæli
sinnt leitar- og björgunarstörfum fyrir varnar-
liðið, einkum þá með þyrlum og varðskipum
Landhelgisgæzlunnar. Gæzlan gæti þurft að
bæta við flugvélakost sinn, en ekki er útilokað
að á grundvelli samstarfs við varnarliðið væri
hægt að fá vélar og búnað á betri kjörum en ella.
Séð frá sjónarhóli Íslendinga gæti slík ráðstöfun
jafnframt orðið til þess að efla leitar- og björg-
unarstarf hér innanlands og auka þannig öryggi
almennra borgara.
Fleiri hugmyndir hafa verið á lofti á undan-
förnum árum um það hvernig megi gera flug-
hernum vistina á Íslandi bærilegri, t.d. að auka
svigrúm hans til flugæfinga orrustuþotna, e.t.v. í
samstarfi við flugheri annarra Atlantshafs-
bandalagsríkja. Slíkar æfingar hafa færzt í vöxt
á undanförnum árum, en það er þó hæpið að
pólitísk samstaða næðist um það hér innanlands
að taka stór stökk í því efni vegna þeirrar trufl-
unar, sem slíkar æfingar geta valdið. Önnur
hugmynd er að orrustuþotur flughersins þurfi
ekki að vera staðsettar í Keflavík alla daga árs-
ins, heldur geti aðrar þotur, t.d. frá öðrum
NATO-ríkjum eða þá frá þjóðvarðliðssveitum
einstakra ríkja Bandaríkjanna leyst þær af
tímabundið.
Sérstök tengsl
við Alaska?
Síðastnefnda hug-
myndin hefur verið
nefnd í sambandi við
þá viðleitni að koma á
sérstökum tengslum milli Íslands og Alaskarík-
is. Bandarísk stjórnvöld hafa sýnt slíkum
tengslum áhuga um nokkurt skeið og tóku m.a.
bæði Strobe Talbott, fyrrverandi aðstoðarutan-
ríkisráðherra Bandaríkjanna, og Madeleine Al-
bright, fv. utanríkisráðherra, málið upp við ís-
lenzk stjórnvöld í tíð stjórnar Clintons. M.a.
hafa stjórnvöld hér sýnt því áhuga að gera út
viðskiptasendinefnd til Alaska til að kanna
möguleika á samstarfi. Ísland og Alaska eiga
margt sameiginlegt, t.d. náttúrufar og hnatt-
stöðu, mikilvægi umhverfismála, vistvænnar
ferðaþjónustu og sjávarútvegs. Löndin eiga
hugsanlega sameiginlega hagsmuni á sviði flug-
mála og hafa óformlegar þreifingar farið fram á
því sviði milli bandarískra aðila og íslenzkra
flugfélaga. Alaska fer að miklu leyti með mótun
stefnu Bandaríkjanna gagnvart Norðurskauts-
ráðinu, þar sem Ísland á jafnframt aðild.
Hugmyndin um aukin tengsl Íslands og
Alaska er ekki sízt athyglisverð í því ljósi að á
undanförnum árum hafa ýmis Evrópuríki áttað
sig á því að ein leið til að hafa áhrif á bandarísk
stjórnvöld er að koma á sérstöku sambandi við
yfirvöld og stjórnmálamenn í einstökum ríkjum
Bandaríkjanna. Einstakir ríkisstjórar eru í vax-
andi mæli í sviðsljósinu og áhrifamiklir á lands-
vísu, eins og sést m.a. á því að þrír af síðustu
fjórum forsetum Bandaríkjanna voru áður rík-
isstjórar. Jafnframt hafa Evrópuríki, ekki sízt
fyrir tilstuðlan fjárfestinga í atvinnulífi ein-
SJÓMANNADAGUR
ÍSLAND OG ALÞJÓÐA
HVALVEIÐIRÁÐIÐ
Árni M. Mathiesen, sjávarút-vegsráðherra, skýrði frá því áblaðamannafundi í fyrradag,
að Ísland hefði gengið í Alþjóða hval-
veiðiráðið á ný en ríkisstjórnin sam-
þykkti úrsögn úr ráðinu í árslok 1991.
Til rökstuðnings þeirri ákvörðun
að ganga í Alþjóða hvalveiðiráðið á ný
sagði sjávarútvegsráðherra m.a.:
„Það er mat okkar að betra sé að vera
innan ráðsins og hafa áhrif á þróun
umræðna þar, frekar en að standa ut-
an við og eiga þess ekki kost að taka
þátt í umræðum á þessum vettvangi
umn sjálfbæra nýtingu hvalastofna
og önnur mál, sem tengjast hvalveið-
um.“
Jafnframt sagði Árni M. Mathie-
sen, að ekki hefði verið tekin ákvörð-
un um hvenær hvalveiðar yrðu hafnar
á ný en benti á að innganga í ráðið
mundi greiða fyrir því, þar sem Jap-
anir hefðu t.d. sagt að þeir mundu
ekki kaupa hvalkjöt af þjóðum, sem
ekki ættu aðild að hvalveiðiráðinu.
Hins vegar benti sjávarútvegsráð-
herra á, að engin viðskipti væru
stunduð nú á milli landa með hval-
kjöt, þótt Norðmenn stefndu að því
innan tíðar að flytja þá afurð út.
Morgunblaðið fagnar því að ríkis-
stjórnin hefur tekið þessa ákvörðun.
Í forystugrein blaðsins hinn 10. des-
ember 1991 var varað við því að Ís-
land segði sig úr Alþjóða hvalveiði-
ráðinu. Þar sagði m.a.: „Við
Íslendingar megum ekki við meiri
áföllum í atvinnumálum en við höfum
orðið fyrir nú þegar. Við megum ekki
við því að truflanir verði á útflutn-
ingsmörkuðum okkar vegna þessa
máls. Það er ljóst að vinnubrögð inn-
an hvalveiðiráðsins hafa verið gagn-
rýnisverð og því ekki óeðlilegt að
menn velti fyrir sér úrsögn. Þegar við
metum hins vegar kosti og galla úr-
sagnar er ljóst, að úrsögn fylgja fleiri
gallar en kostir....Þegar litið er á
stöðu málsins væri óskynsamlegt af
ríkisstjórninni að taka ákvörðun um
úrsögn úr Alþjóða hvalveiðiráðinu
nú. Hyggilegra er að bíða átekta enn
um sinn, sjá hverju fram vindur og
vinna að því að afla sjónarmiðum Ís-
lendinga stuðnings.“
Þær aðstæður, sem hafa leitt til
þess að hvalveiðar eru nú stundaðar í
afar takmörkuðum mæli og engin
millilandaviðskipti eru með hvalkjöt
eru óbreyttar. Það er skynsamleg
ákvörðun hjá ríkisstjórninni að Ís-
land gerist aðili að Alþjóða hvalveiði-
ráðinu á ný en ekki verður séð að
neinar þær forsendur hafi breytzt,
sem auðveldi Íslendingum eða öðrum
þjóðum að hefja hvalveiðar.
Sjómannadagurinn er einn helztihátíðisdagur íslenzku þjóðarinn-
ar. Um ástæður þess þarf ekki að hafa
mörg orð.
Á einni öld hefur orðið bylting í
starfsaðstöðu íslenzkra sjómanna.
Það er nú undantekning en ekki
regla, að slys verði á sjó. Það eru ekki
nema nokkrir áratugir síðan það var
enn of algengt að sjómenn lentu í
sjávarháska.
Nú eru aðstæður um borð í fiski-
skipum eins og bezt verður á kosið og
öryggi mikið.
Sjávarútvegurinn er enn kjarni
allrar þjóðfélagsumræðu á Íslandi um
atvinnumál. Svo verður enn um langa
framtíð. Þegar neikvæðar fréttir ber-
ast af ástandi fiskistofna eins og
undanfarna daga valda þær miklum
áhyggjum meðal landsmanna allra.
Hvað sem líður aukinni menntun og
þekkingu eru sjómennska og fisk-
veiðar undirstaða afkomu íslenzku
þjóðarinnar.
Morgunblaðið flytur íslenzkum sjó-
mönnum og fjölskyldum þeirra árn-
aðaróskir á sjómannadaginn.
10. júní 1941:
„Skrúðganga sjómanna á
hinum árlega hátíðisdegi
þeirra hjer í Reykjavík er hin
glæsilegasta hópganga sem
hjer sjest. Karlmannlegt yf-
irbragð þeirra manna sem
þar fara er hin besta svip-
mynd af íslenskri þjóð.
Þegar maður horfir á þá
fylking ganga fram, hlýnar
manni um hjartarætur við til-
hugsunina um þann kjark, þá
stilling og viljafestu sem
þessir menn hafa til að bera
og það starf sem þeir vinna
eyþjóð sinni.
Í fylkingu sjómanna á
sunnudaginn var, voru til-
tölulega mjög margir ungir
menn. Það sýndi sig þar, að
mikill hluti íslenskra æsku-
manna heillast í dag af lífi og
starfi sjómannsins. Hin upp-
vaxandi kynslóð í landinu
lætur ekki hættur hafsins,
hvorki þær sífelldu, sem nátt-
úruöflin ein búa mönnum, nje
hinar, sem eru af mannavöld-
um, aftra sjer frá sjónum.
Svo mikils virði er starf sjó-
mannsins fyrir alla lífs-
afkomu og framtíð þjóð-
arinnar, að þátttaka
æskunnar í því starfi og hug-
ur hennar er einhver besta
lífsábyrgð þjóð vorri.“
. . . . . . . . . .
10. júní 1951:
„Í blaðinu í dag er í aðal-
atriðum skýrt frá hvernig
rjettarstaða varnarliðs
Bandaríkjanna er hjer á
landi, samkvæmt samningi er
um það hefur verið gerður.
En aðalatriði þessa máls er
það, að samkvæmt ákvæðum
þessum er hið erlenda lið að
öllu leyti undir íslenskri lög-
sögu, þannig, að í því tilfelli,
að einhver liðsmaður eða
starfsmaður liðsins brýtur í
báta við íslensk lög verður
hann dæmdur fyrir það af ís-
lenskum dómstólum. Þetta er
aðalatriðið, sem menn fyrst
veita eftirtekt og sem allur
samningurinn byggist á.
Að öðru leyti vísast til þeirr-
ar skilgreiningar á þessu
máli, sem birtist hjer í
blaðinu.“
. . . . . . . . . .
10. júní 1961:
„Ummæli Jörgen Jörg-
ensens, menntamálaráð-
herra, á þingfundi í fyrradag
hljóta að vekja sérstaka at-
hygli. Hann komst m.a. þann-
ig að orði, að með hand-
ritaafhendingunni, réttu
Danir íslenzku þjóðinni hönd-
ina og að hún muni tengja
okkur saman um alla framtíð.
Þetta er vissulega vel mælt
og drengilega. Skilningur nú-
verandi ríkisstjórnar Dan-
merkur, flokka hennar og
margra annarra ágætra
Dana í öllum flokkum, á
handritamálinu mun tengja
þessar tvær náskyldu þjóðir
traustum og órjúfandi vin-
áttutengslum um alla fram-
tíð.“
Fory s tugre inar Morgunb laðs ins