Morgunblaðið - 10.06.2001, Page 35

Morgunblaðið - 10.06.2001, Page 35
MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 10. JÚNÍ 2001 35 H vað er framtíðin löng? Þessi spurn- ing verður áleitin þegar deilur standa í samfélaginu um veigamiklar aðgerðir sem öllum er ljóst að munu setja varanlegt mark á líf margra eða jafnvel allra landsmanna um ókomin ár. Bæði fylgjendur og andstæðingar viðkom- andi aðgerða vísa til framtíðarinnar í málflutn- ingi sínum. Fylgjendur telja framtíð heilla svæða og fjölda fólks beinlínis háða því að ráð- ist verði í þetta verkefni. Andstæðingarnir telja að með því sé verið að vinna landi og þjóð mein sem þessi sama framtíð muni dæma sem hrapalleg mistök. Þetta á til dæmis við um fyrirhugaðar stór- framkvæmdir við virkjanir á austanverðu há- lendi Íslands. Ég heyrði enn eitt rifrildið um þetta málí útvarpi um daginn. Þar beittu báðirmálsaðilar framtíðinni fyrir sig og ég fór að íhuga þetta með lengd framtíðarinnar og upp úr þeim hugleiðingum kom eftirfarandi dæmisaga: Lög um þjóðgarða hafa nýlega verið sett á þjóðþinginu. Fulltrúar svæðisbundinna hags- muna krefjast þess að undantekning sé gerð svo unnt verði að byggja risavaxna stíflu og breyta dal, sem á engan sinn líka og er hluti af lögvernduðum þjóð- garði, í vatnsbotn uppistöðulóns. Umhverfissamtök og listamenn hafa forystu um baráttu gegn fyr- irætlunum stíflusinna. En þrátt fyrir lagabók- stafinn sigra staðbundnir hagsmunapotarar og stíflan er reist og dalurinn fagri hverfur undir vatn. Sjötíu árum eftir að dalurinn fagri hvarfundir vatn leggur ráðherra í ríkisstjórntil að stíflan verði fjarlægð og dalurinn endurheimtur. Málið er í skoðun. Nei, þetta er ekki íslensk framtíðarsýn, draumórar eða martröð. Þetta er á skeytamáli sagan af Hetch Hetchy-dal í Yosemite-þjóð- garðinum í Norður-Kaliforníu, sem fylltur var af vatni árið 1923. Tilgangurinn var að útvega vatn fyrir San Francisco-borg. Aðrir kostir voru dýrari. Það var hinn skoski John Muir, ljóðskáld og rithöfundur, sem í byrjun 20. aldarinnar gekk harðast fram í baráttunni gegn því að við- skiptahagsmunirnir og fjármagnið gætu flætt óheft yfir allt landflæmið í Norður-Ameríku með velmegun í eftirdragi handa dugandi og rétt staðsettu fólki. Það er augljóst að sums staðar hefur slík barátta umhverfissinna staðið meintum fram- förum fyrir þrifum, auðmagnið sneitt hjá ákveðnum byggðum og fundið sér önnur vaxt- arsvæði. Það lýsir því eiginlega sérstæðri framsýni að eftir að landkönnuðir stungu upp á því að Yosemite-svæðið yrði friðað og varðveitt óbreytt handa komandi kynslóðum þegar árið 1870, setti Bandaríkjaþing lög um þjóðgarða víða um þetta stóra land á næstu árum og ára- tugum. Þeir skipta nú hundruðum og tugir milljóna gesta sækja þá heim árlega. Mannkyninu hefur fjölgað mikið frá þvíJohn Muir barðist fyrir því að eitt-hvað af blettum fengi að vera í friði bara af því að þeir væru fallegir og náttúru- legir og komandi kynslóðir ættu skilið að njóta slíkra gæða, ekki síður en almennra lífsgæða er mæld yrðu í peningum og eignum. Friðaðir jarðarblettir eru ekki ýkja margir. Sérstaklega ekki þeir sem eru verulega víð- feðmir. Austanvert hálendið okkar er einn af þeim blettum sem enn eru um það bil ósnortn- ir af okkur mönnunum. Bæði framkvæmdamenn og umhverfis-sinnar vísa til framtíðarinnar í mál-flutningi sínum. Munurinn er sá, hve langt er horft. Stíflur, virkjanir og álver verða mörgum til hagsbóta um einhver ár af margumtalaðri framtíð, einkum verktökum og stórfyrirtækj- um, eins og venjulega. En hvernig lítur þetta út um næstu alda- mót? Þau eru jú hluti af framtíðinni, þótt að- eins fá okkar muni lifa þau. Verður ál ennþá lausnarorðið þá? Eða verða bæði virkjanirnar og verksmiðjurnar minnismerki um fólk og ekki síst stjórnmálamenn með glæsta framtíð langt að baki? Hvað sjálfan mig varðar er þetta einfalt: Framtíðin er ekki okkar eign frekar en Jörðin. Skilum báðum heilum til komandi kynslóða. Hvað er fram- tíðin löng? Hvað sjálfan mig varðar er þetta einfalt, skrifar Sveinbjörn I. Baldvinsson. Framtíðin er ekki okkar eign frekar en Jörðin. Skilum báðum heilum til komandi kynslóða. HUGSAÐ UPPHÁTT TILBOÐ ÓSKAST í Jeep Wrangler Sport árgerð ‘99, vél 4,0L, Hard Top (ekinn 29 þús. mílur), Nissan P/U 4x4 árgerð ‘98 og aðrar bifreiðar, er verða sýndar að Grensásvegi 9 þriðjudaginn 12. júní kl. 12-15. Tilboðin verða opnuð á sama stað kl. 16 VERKTAKABIFREIÐ OG TÖGGUR Ennfremur óskast tilboð í GMC 3500, 2wd, 4 hurða P/U árgerð ‘90 með 6,2 diesel, flugvéla-töggur árgerð ‘68, í þokkalegu ástandi. Tilboðin verða opnuð á sama stað kl. 16 UMSÝSLUSTOFNUN VARNARMÁLA SALA VARNARLIÐSEIGNA Dreifing: S. Gunnbjörnsson ehf. Sími 565 6317 Vatnsþynnanlegt vax- og hitatæki til háreyðingar. Vaxið má einnig hita í örbylgjuofni. Einnig háreyðingarkrem, „roll-on“ eða borið á með spaða frá Útsölustaðir: Snyrtivöruverslunin Nana, Rvík, Líbía, Mjódd, Hringbrautar Apótek, Rima Apótek, Grafarvogs Apótek, Lyf & heilsa, Álfabakka, Lyf & heilsa, Háteigsvegi 1, Borgarapótek, Álftamýri, Fína Mosfellsbæ, Gallerí Förðun, Keflavík, Sauðárkróks Apótek, Stykkishólms Apótek, Árnesapótek, Selfossi. Hafnarapótek, Höfn, Hornafirði, Lyfsalan Hólmavík. Háreyðingarvörur Frábærar vörur á frábæru verði Gerið verðsamanburð

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.