Due to maintenance work, there may be disruptions to the Tímarit.is service from 18:00 onwards.

Morgunblaðið - 10.06.2001, Qupperneq 40

Morgunblaðið - 10.06.2001, Qupperneq 40
MINNINGAR 40 SUNNUDAGUR 10. JÚNÍ 2001 MORGUNBLAÐIÐ Í dag hefði Dísa amma orðið 80 ára og af því tilefni ákváðum við systkinin og fjölskyldur okkar að heiðra minn- ingu hennar. Dísa amma var mjög þögul, hlé- dræg og róleg kona, hún var gestrisin og mikil barnakona. Dísa amma hafði stórt hjarta sem rúmaði alla hennar afkomendur og virtist fylgjast vel með okkur öllum hvort sem hún fékk fréttir hjá okkur eða í draumi. Alveg frá barnæsku stóðu dyr hennar okkur galopnar og til hennar var gott að koma, hún hafði alltaf nægan tíma fyrir okkur hvort sem var í leik, spil- um, prjóni, spjalli eða að gefa okkur kaffisopa. Mikil óskapar forréttindi er að alast upp með góðar ömmur í næsta húsi! Alla daga beið okkar ísjökulköld mjólkin hennar og e-ð heimabakað HERDÍS TORFADÓTTIR ✝ Herdís Torfa-dóttir fæddist 10. júní 1921. Hún lést á St. Fransiskusspítal- anum í Stykkishólmi 16. desember síðast- liðinn. Útför hennar fór fram frá Stykkis- hólmskirkju 27. des- ember. með. Á sumrin fór ég oft til ömmu í „hjólhýsið“ eins og við kölluðum það, þar var amma á heimaslóðum og leið hvergi betur. Mikið fannst Palla, K. Auði og Bárði Jens gaman að koma til langömmu og sakna þau þess mikið. Hún gaf þeim kaffi og góðgæti, spilaði við þau og sat svo með dillandi hlátri yfir gauragangin- um í þeim og rifjaði upp gamla tíma af Palla sín- um og skvettuganginum í henni Báru. Lífið hennar Dísu ömmu var ekki alltaf dans á rósum, yfir hana dundu stormar sem hún stóð alla af sér og voru þá rokin ófá. Ég kveð þig með söknuði, elsku Dísa amma, en minnist þín í gleði. Ég sendi þér kæra kveðju, nú komin er lífsins nótt. þig umvefji blessun og bænir, ég bið að þú sofir rótt. Þó svíði sorg mitt hjarta, þá sælt er að vita af því þú laus ert úr veikinda viðjum, þín veröld er björt á ný. (Þórunn Sig.) Þín, Alda Páls. ✝ Björn Fr. Björns-son fæddist á Ólafsfirði 22. mars 1924. Hann lést á Landspítala við Hringbraut 14. maí síðastliðinn. Hann var sonur hjónanna Sigfríðar Björnsdótt- ur og Björns Frið- björnssonar. Hann missti föður sinn að- eins þriggja mánaða gamall og ólst síðan upp hjá föðursystur sinni, Oddnýju Ingi- marsdóttur, á Siglu- firði. Hann var yngstur af þrem albræðrum og eignaðist síðan fjögur hálfsystkin. Björn kvæntist Laufeyju Fríðu Er- lendsdóttur árið 1958 og eignuðust þau þrjá syni, Svein- björn, Björgvin og Víði Bergþór. Þau slitu samvistir. Síð- ari kona Björns er Björg Kristjánsdótt- ir frá Hafnarnesi við Fáskrúðsfjörð og giftu þau sig árið 1969. Hún á soninn Kristján Sigurbjörn Gunnlaugsson. Barnabörnin eru tíu. Útför Björns fór fram frá Hafn- arfjarðarkirkju 21. maí síðastlið- inn. 14. maí síðastliðinn lést eftir stutta legu Björn Fr. Björnsson vélstjóri síðast til heimilis á Hrafnistu í Hafn- arfirði. Það var kominn lokadagur hjá sjómönnunum og einnig lokadag- ur í lífi hans. Hann var á ferming- araldri er hann byrjaði fyrst sjó- mennsku frá Siglufirði, en það var ekki óalgengt með pilta í sjávar- plássum landsins að byrja ungir til sjós. Það var vorið 1945 að ungur Ólafsfirðingur var ráðinn á bát föður míns, Gísla Bergsveinssonar, Björgu NK 47 frá Neskaupstað. Hann var okkur ókunnugur, en hafði kynnst ungum sjómanni, Sigurði Jónssyni, Bessasonar, sem var sjómaður á bátnum. Gert var út frá Hornafirði þennan vetur og þegar báturinn kom heim um vorið var Björn einn af áhöfninni. Bjössi eins og hann var jafnan kallaður var tæplega meðal- maður á hæð, dökkur yfirlitum, brú- neygur og með mikið svart liðað hár. Hann talaði góða norðlensku og það var skemmtilegt mótvægi við aust- firskuna okkar. Ekki bar á öðru en hann samlagaðist vel fólkinu á heim- ilinu strax frá upphafi. Við börnin vorum þá á aldrinum eins mánaðar til átján ára og fullorðin amma sem Bjössi vék alltaf góðu að. Samskipti hans við foreldra mína og föðurbróð- ur voru alla tíð góð. Hann eignaðist einnig marga vini í Neskaupstað á þeim tíu árum sem hann dvaldi hjá okkur. Hann var þægilegur maður á heimili, jafnlyndur og velviljaður og vildi hvers manns vanda leysa. Þetta fyrsta sumar hans hjá okkur bjuggu einnig á heimilinu tveir aðrir sjó- menn sem voru á bátnum, Sigurður Jónsson og Jógvan Paulsen frá Sandi í Færeyjum, en sá síðarnefndi var hjá okkur alls átta sumur sam- fleytt. Við litum nú meira á þá sem fjölskyldumeðlimi en vandalausa og það fór vel á með okkur og þessum heiðursmönnum, sem í raun voru nokkuð ólíkir, en bættu svo sannar- lega hvor annan upp. Það var oft margt um manninn á heimili okkar og þó sérstaklega á sumrin því mörgu þurfti að sinna. Það var stundum þröngt setinn bekkurinn, tólf til fimmtán manns í heimili. Það er gæfa fyrir hverja manneskju að kynnast góðu fólki á lífsleiðinni og maður gerir sér betur grein fyrir því er árin færast yfir því það getur skipt sköpum fyrir ung- linginn, eða horft til hins verra ef andstætt er. Það var töluvert líf í kringum Bjössa og hann sagði skondnar sög- ur af mönnum og málefnum en þó einkanlega af sjálfum sér. Það var eitt sem móður minni fannst verst, en hún var í eðli sínu mjög umburð- arlynd manneskja, að strákarnir skyldu allir reykja, því að reyking- unum fannst henni svo mikill sóða- skapur, en minna var þá talað um hvað það var óhollt. Ég virði fyrir mér gamla ljósmynd sem tekin var af fjölskyldunni og gestum á góð- viðrisdegi inni í Skálinni í Kirkjuból- steig fyrsta sumarið hans Bjössa hjá okkur, þar sitja vinirnir allir saman. Ég man vel eftir þessari tilbreytingu á góðum sumardegi. Í minningunni voru þetta ljúfir dagar. Bjössi öðlaðist vélstjórnarréttindi í Neskaupstað og vann síðan sem slíkur. Hann skrapp gjarnan norður á Siglufjörð að haustinu ef hlé varð á úthaldi til að heimsækja fóstru sína og fólkið sitt þar. Það er gaman að geta þess hér að löngu eftir að Bjössi var farinn frá okkur var herbergið sem hann hafði til afnota kallað Bjössa herbergi enda fannst okkur hann tilheyra okkur. Eftir dvöl sína hjá okkur stofnaði hann sitt heimili í Hafnarfirði og gifti sig og eignuðust þau hjón þrjá efnilega syni og hann hélt áfram að stunda sjómennsku. Árin færðust yfir en hann virtist heilsuhraustur og hafði raunar alltaf verið það. Hann hafði gaman af að ferðast um landið og heilsa upp á fólkið sem hann þekkti þar. Hann gleymdi ekki fólkinu fyrir austan, fór ekki framhjá án þess að líta inn og staldraði þá gjarnan við legstæði þeirra sem gengnir voru og oft mátti sjá fallegan blómvönd sem hann lagði þar. Slíkur artarmaður var Bjössi. Nú verða hvorki ferðirnar né samfundirnir fleiri. Síðustu starfsárin vann hann í Straumsvík. Ég veit að þar kom hann sér vel og líkaði vel að starfa þar. En eðlilega var hugurinn samt alltaf við aflabrögð og sjósókn. Á góðviðrisdögum spókaði hann sig gjarnan á bryggjunni og þar hittust gamlir sjómenn sem höfðu sömu áhugamál. Spurt var frétta, spáð í veðurfar og aflabrögð. Húmar að kveldi hljóðnar dagsins ys, hnígur að ægi gullið röðulblys, vanga minn strýkur blærinn blíðri hönd og báran kveður vögguljóð við fjarðarströnd. Ég er þreyttur, ég er þreyttur og ég þrái svefnsins fró, kom draumanótt með fangið fullt af frið’ og ró. (Jón frá Ljárskógum.) Ég og fólkið mitt þökkum Bjössa árin sem við áttum samleið og vott- um Björgu, sonunum og fjölskyldum þeirra, systkinum og frændfólki samúð okkar. Megi hann hvíla í friði. Jóna G. Gísladóttir. Þann 14. maí hringdi pabbi í mig og sagði mér að Bjössi væri dáinn. Ég tók það mjög nærri mér, ég átti afmæli og var að fagna því og átti BJÖRN FR. BJÖRNSSON                                                 !   "  #$%% &' #   !        !    ( #$%%  #$ )   !    #  #$%% &*+ , % - !    , %  #$%%   (  (  !  .    #  #$%% / --  0!%% ! '       !  ( %% ,  #$%% ! * *+ 1
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.