Morgunblaðið - 10.06.2001, Síða 48

Morgunblaðið - 10.06.2001, Síða 48
48 SUNNUDAGUR 10. JÚNÍ 2001 MORGUNBLAÐIÐ BRÉF TIL BLAÐSINS Kringlunni 1 103 Reykjavík  Sími 569 1100  Símbréf 569 1329 Allt efni sem birtist í Morgunblaðinu og Lesbók er varðveitt í upplýsinga- safni þess. Morgunblaðið áskilur sér rétt t i l að ráðstafa efninu þaðan, hvort sem er með endurbirtingu eða á annan hátt. Þeir sem afhenda blaðinu efni ti l birtingar teljast samþykkja þetta, ef ekki fylgir fyrirvari hér að lútandi. TILEFNI þessara skrifa er ferð 5. flokks drengja og stúlkna í hand- bolta til Húsavíkur á Matbæjarmót- ið, sem haldið var dagana 27.-30. apríl sl. Þetta árlega handknattleiksmót Völsunga var nú haldið í 11. sinn, en ásókn á mótið er mikil og hefur þurft að vísa félögum frá. Í ár mættu um 430 iðkendur til leiks og um 70 þjálfarar og farar- stjórar. Auk þess kom til Húsavíkur fjöldi foreldra og áhangenda sem mættu til að fylgjast með. Augjóst er að mót sem þessi eru mikil lyftistöng fyrir bæjarfélag sem Húsavík, þegar 5-600 manns mæta á svæðið og eyða tilheyrandi í mat og aðra neysluvöru á staðnum. Leikið var í íþróttahúsi staðarins og var mótið mjög vel skipulagt og gekk hratt og vel fyrir sig. Mótið hófst kl. 15:00 föstudaginn 27. apríl og mótsslit voru um kl. 15:30 mánu- daginn 30. apríl. Leiknir voru um 116 leikir þessa fjóra daga. Það gefur augaleið að koma þessa stóra hóps til bæjarins kallar á góða skipulagningu mótshaldara, mikið gistirými og samvinnu allra aðila í bæjarfélaginu. Á mótum sem þessum er algengt að iðkendur gisti í skólastofum á staðnum, og sofi þar í svefnpokum á gólfinu. Þannig var því einmitt hátt- að með þann hóp sem undirritaðar fóru með á mótið og gistum við með tæplega 60 unglinga í Borgarhóls- skóla. Slíkt fyrirkomulag er ágætt, þar sem hvert lið hefur þá sína/sínar skólastofur fyrir sig, enda fór mjög vel um okkur þar. Ástæða okkar skrifa er óánægja okkar fararstjóra með það að hafa þurft síðasta kvöldið að rýma skóla- stofur sem við höfðum til afnota, og flytja okkur í annað húsnæði. Ástæða flutninganna var sú að kennsla í Borgarhólsskóla átti að hefjast skv. stundaskrá kl. 8 á mánu- dagsmorguninn og fyrir þann tíma þurftum við að vera búin að rýma og þrífa stofurnar. Það þýddi í stuttu máli það að við hefðum þurft að ræsa þennan 60 manna hóp 13-14 ára ung- linga í síðasta lagi kl. 6 um morg- uninn, þannig að við hefðum náð að koma krökkunum á fætur, láta þau taka saman dótið sitt (vindsængur, svefnpoka og annað dót), koma dótinu út úr húsi, taka til og sópa stofuna og raða upp borðum fyrir skóladag kl. 8. Í ljósi þess að hópurinn okkar var búinn að eiga langa þriggja daga keppni og átti fyrir höndum langan mánudag – úrslitaleikir og síðan 7 klst. akstur til Reykjavíkur að kveldi, var sú ákvörðun tekin að þiggja boð mótsstjórnar um nýjan gististað þessa síðustu nótt. Þannig höfðum við líka einhvern samastað á mánudeginum fram að brottför. En vonbrigðin urðu mikil er við mættum á nýja staðinn. Um var að ræða stórt rými á efri hæð gamla Kaupfélagshússins, sem augljóslega hafði ekki verið í notkun lengi. Á gólfum voru teppi sem báru þess merki að þar hafði verið gengið um á útiskóm. Dæmi nú hver fyrir sig hversu kræsilegt það er að gista með rúmlega 60 manns í svefnpokum á gólfinu í rykugum og skítugum sal með slík teppi á gólfum. Salernisað- staða var heldur ekki upp á marga fiska, tvö salerni fyrir allan þennan hóp, svo það segir sig sjálft hvernig ástandið var að morgni mánudags þegar hópurinn fór á fætur. Sem betur fer voru önnur lið ekki eins óheppin og við með gistingu þessa síðustu nótt. Mikill fjöldi hafði gist í Borgarhólsskóla og ekki lágu margir salir á lausu á Húsavík þessa helgi. Fékk mótsstjórn því það erf- iða hlutverk að útvega öllum þessum hópi nýja gistiaðstöðu þessa síðustu nótt. Samkvæmt okkar upplýsingum var það óhagganleg afstaða skólayf- irvalda í Borgarhólsskóla að ekki yrði á nokkurn hátt hnikað til kennslu þennan eina dag, og því stóð mótsstjórn frammi fyrir þessum til- færingum og neyðarúrræðum varð- andi nýja gististaði. Hefðu skólayfir- völd einfaldlega leyft þessum hópum að dvelja áfram í skólanum þennan mánudag og hliðrað á einhvern hátt til í kennslu hjá sér, þá hefðum við unað vel við. Við viljum taka það sérstaklega fram að mótsstjórn stóð sig með prýði í öllu því sem að henni laut og gerði allt sem í hennar valdi stóð til að gera okkur dvölina ánægjulega. Enda var sökin ekki hennar að við þyrftum að standa í þessum flutn- ingum milli gististaða. Getum við ekki annað en undrast það viðhorf skólayfirvalda Borgar- hólsskóla að geta ekki hliðrað örlítið til varðandi skólahald þennan mánu- dagsmorgun. Það hefði t.d. gert gæfumuninn að þurfa ekki að rýma stofur fyrr en kl. 10 um morguninn í stað kl. 8. Sérstaklega er þessi afstaða skólastjórnar furðuleg þegar tekið er tillit til þess að stór hluti skóla- barna (yfir 30 börn) í viðkomandi skóla var í leyfi þennan tiltekna dag, þar sem þau tóku þátt í þessu Mat- bæjarmóti. Það er von okkar að skólayfirvöld á Húsavík taki öðruvísi á málum á komandi árum, þannig að þeir hópar sem koma á Matbæjarmótið á næstu árum geti dvalið í góðu yfirlæti í skólastofum allan tímann. Eins og fyrr sagði er mikil ásókn í að taka þátt í þessu móti og þátttak- endur bíða spenntir eftir að komast norður í þessa ferð. Flest ef ekki öll félög sem leikið hafa á Íslandsmóti í handbolta voru á Húsavík þessa daga, svo þarna eru flest sterkustu lið landsins í þessum aldursflokki að keppa. Að endingu viljum við þakka kær- lega fyrir okkur, mótsnefnd stóð sig vel og maturinn var góður. Það verð- ur örugglega Húsavíkur-hangikjöt á borðum hjá okkur næstu jól! GERÐUR KRISTJÁNSDÓTTIR, SIGRÚN J. ÞÓRISDÓTTIR, ÞÓRA HALLDÓRSDÓTTIR, fararstjórar 5. flokks Fram. Matbæjarmótið á Húsavík Frá Gerði, Sigrúnu og Þóru:

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.