Morgunblaðið - 19.06.2001, Blaðsíða 1

Morgunblaðið - 19.06.2001, Blaðsíða 1
136. TBL. 89. ÁRG. ÞRIÐJUDAGUR 19. JÚNÍ 2001 PRENTSMIÐJA MORGUNBLAÐSINS STOFNAÐ 1913 MORGUNBLAÐIÐ 19. JÚNÍ 2001 ARIEL Sharon, forsætisráðherra Ísraels, lýsti því yfir í gær að hann myndi ekki leiða landið út í allsherjar- styrjöld við Palestínumenn, þrátt fyr- ir mikinn þrýsting frá hægri öfga- sinnum og byltingarsinnuðum land- nemum. „Ég hef alls ekki í hyggju að hlýða stríðsöskrunum í sumum,“ sagði Sharon á fundi í þingflokki Lik- udbandalagsins. „Stríð getur aldrei verið annað en neyðarúrræði og það er ekkert sem réttlætir slíkt nú.“ Sharon ítrekaði aftur á móti þá af- stöðu, sem hann hefur lengi haft, að stjórn sín muni ekki „ganga til samn- inga í kúlnahríð“ og krafðist þess að átökum linnti algerlega áður en samningaviðræður gætu hafist. Tveir ísraelskir landnemar féllu í gær er þrjár skotárásir voru gerðar á Vest- urbakkanum, og Palestínumaður, sem ísraleskir hermenn skutu á sunnudaginn, lést af sárum sínum. Herskár armur Fatah-hreyfingar Yassers Arafats, forseta heimastjórn- ar Palestínumanna, lýsti sig ábyrgan fyrir morðinu á öðrum landnemanum í gær. Alls hafa 616 manns fallið í átökum Ísraela og Palestínumanna sem brutust út fyrir níu mánuðum í kjölfar þess að friðarumleitanir fóru út um þúfur. Langflestir hinna föllnu voru Palestínumenn. Sharon gerði í gær lítið úr vanga- veltum um að alvarlegt missætti væri komið upp í samsteypustjórn sinni, eftir að til harðrar orðasennu kom milli hans og Shimon Peres utanríkis- ráðherra á ríkisstjórnarfundi á sunnudaginn. Hafði hægrisinnaður ráðherra í stjórninni talað um að ef stjórnin félli kæmi það aðeins einum manni til góða, Arafat. Sharon kvaðst í gær sannfærður um að stjórnin myndi sitja út kjör- tímabilið til 2003. Sennan milli hans og Peresar varð vegna þess að Shar- on neitaði að leyfa fund Peresar og Kofis Annans, framkvæmdastjóra Sameinuðu þjóðanna og Arafats. Annan var á ferð um Mið-Austurlönd í síðustu viku. Er þetta í fyrsta sinn sem opinber ágreiningur verður á milli Sharons og Peresar. Sharon gerir lítið úr ósætti innan stjórnar sinnar Heitir því að leiða Ísraela ekki út í stríð Jerúsalem. AFP. LÖGREGLA í Banja Luka í Bosn- íu-Herzegóvínu notaði táragas og vatnsbyssur í gær til þess að hafa hemil á rúmlega eitt þúsund serbneskum þjóðernissinnum sem reyndu að koma í veg fyrir að hafin væri endurbygging mosku, sem eyðilögð var í borginni í Bosníustríðinu 1992–1995. Þrett- án lögreglumenn slösuðust, þar af einn alvarlega, þegar kom til harðra átaka. Um sextíu óeirðar- seggir voru handteknir, og þrír meiddust lítillega. Ferhadija- moskan var upphaflega reist á sextándu öld og er í miðborginni. Æðsti klerkur múslima í Bosníu, Mustafa Ceric og forseti Bosníu- Serba, Mirko Sarovic, lögðu sam- an hornstein að endurbygging- unni til þess að sýna samhug í verki. Reuters Óeirðir í Banja Luka Umbætur á 800 dögum Sófía, Reuters. BÚLGARSKA þjóðin tók vel á móti fyrrverandi konungi sínum, er hann sneri heim úr útlegð í vor og nú benda niðurstöður þingkosn- inganna, sem fram fóru í landinu á sunnudag til þess að flokkur hans, Þjóðernishreyfing Simeons II, hafi sigrað með miklum yfirburðum. Þegar 99,9% atkvæða höfðu ver- ið talin vantaði hreyfinguna aðeins eitt þingsæti til að hafa hreinan meirihluta á þingi. Simeon og flokkur hans hafa lofað að bæta lífskjör hins almenna borgara í Búlgaríu innan 800 daga. „Þegar við höfum myndað ríkisstjórn þurfum við að vinna á ljóshraða. Við munum gera allt sem í okkar valdi stendur til að auka hagvöxt, skapa atvinnu og ýta undir sjálf- stæðan atvinnurekstur,“ sagði Nic- olai Vassilev, talsmaður flokksins um efnahagsmál.  Sigur flokks/23 Frakk- land fer fram úr París. AFP. GLÆPATÍÐNI er orðin meiri í Frakklandi en Bandaríkjunum, sam- kvæmt niðurstöðum nýrrar skýrslu sem byggð er á opinberum tölum frá bandarísku alríkislögreglunni, FBI, og franska innanríkisráðuneytinu. Athugaðar voru tölur yfir ýmis af- brot síðan 1995 og í ljós kom að Frakkland fór fram úr Bandaríkjun- um í fyrsta sinn í fyrra, þegar harðari refsireglur gengu í gildi í Bandaríkj- unum, en fjöldi glæpa hefur færst stöðugt í vöxt í borgum og úthverfum í Frakklandi. Á hverja 100 þúsund íbúa voru framdir 4.244 glæpir í Frakklandi samanborið við 4.135 í Bandaríkjun- um. Höfundar skýrslunnar komust að því að tölur yfir nauðganir og morð voru áfram mun hærri í Bandaríkj- unum, en tölur yfir annars konar of- beldisglæpi í Frakklandi voru orðnar svipaðar eða hærri en í Bandaríkjun- um. Þannig var fjöldi líkamsárása í fyrra 327 á hverja 100 þúsund íbúa í Bandaríkjunum, og 299 í Frakklandi. Fimm árum áður var fjöldinn yfir 400 í Bandaríkjunum, og rétt rúmlega 200 í Frakklandi. Fjöldi þjófnaða þar sem ofbeldi var beitt var mun meiri í Frakklandi, 185 samanborið við 145 og þjófnaðir voru einnig mun fleiri í Frakklandi. Þá voru bílþjófnaðir umtalsvert fleiri í Frakklandi, eða 507, sem tilkynnt var um, samanborið við 420 í Bandaríkj- unum. Höfundar skýrslunnar fullyrða að á heildina litið sé ekki vafi á hver þróunin sé. „Við getum fullyrt, án þess að mikil hætta sé á mótsögn, að Frakkland hafi farið fram úr Banda- ríkjunum hvað glæpatíðni varðar.“ Glæpatíðni ALLS sjö manns sitja nú í gæslu- varðhaldi í Árósum í Danmörku eftir umfangsmiklar og samræmdar að- gerðir lögregluyfirvalda gegn smygli og verslun með erlendar vændiskon- ur, að sögn blaðsins Berlingske Tid- ende. Liðsmenn í níu umdæmum lög- reglu um landið allt tóku þátt í áhlaupinu á sunnudag. 14 manns að auki voru handteknir en látnir lausir á ný, síðar verða lagðar fram ákærur á hendur þeim. Upprunalega voru átta manns, fjórir karlar og fjórar konur, leiddir fyrir dómara í Árósum en einum sak- borningi var sleppt og eru því sjö enn í haldi lögreglunnar. Alls voru um 40 teknir og yfirheyrðir í aðgerðunum, þar af 18 konur á aldrinum 18–26 ára frá Eystrasaltslöndunum þremur en þær verða ekki ákærðar. Morð á tveim lettneskum vændis- konum í Randers á Jótlandi í janúar í fyrra hafa enn ekki verið upplýst. Glæpirnir urðu til þess að lögreglan í Árósum hóf að kanna sérstaklega viðskipti með erlendar konur og skipaði til þess starfshóp í árslok. Sjömenningarnir eru ásamt hinum 14 taldir vera leiðtogar í skipulögðum glæpasamtökum sem smygla vænd- iskonum til Danmerkur. Flestir hinna grunuðu voru klófestir í Skive, 12 Danir og 12 erlendar vændiskon- ur, en einnig voru handtökur í Árós- um, Álaborg, Vejle, Fredericia, Kold- ing, Haderslev, Óðinsvéum og Slag- else. Þeir sem verða ákærðir munu verða sakaðir um brot á lögum gegn skipulögðu smygli á fólki. Markmiðið með smyglinu er sagt hafa verið að ná í vændiskonur til að starfa í nudd- stofum á vegum glæpasamtakanna og fyrir svonefnd fylgdarþjónustu- fyrirtæki þeirra. Preben Juel Hansen, yfirmaður glæparannsókna hjá lögreglunni í Árósum, sagði að athyglinni væri fyrst og fremst beint að bakhjörlun- um, ekki vændiskonunum sjálfum. Bakhjarlarnir græða vel á viðskipt- unum, tekjur þeirra eru hærri en „hjá hálaunuðum háskólaborgurum“, að sögn Hansen. Einnig sagði hann að smygl á fólki hefði verið talið auð- veldara en til dæmis fíkniefnasmygl sem vitað væri að lögreglan legði áherslu á að uppræta. Sjö manns í varðhaldi í Danmörku eftir umfangsmiklar lögregluaðgerðir Átak gegn verslun með vændiskonur  Ávöxtur/10
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.