Morgunblaðið - 19.06.2001, Blaðsíða 51

Morgunblaðið - 19.06.2001, Blaðsíða 51
FÓLK Í FRÉTTUM 52 ÞRIÐJUDAGUR 19. JÚNÍ 2001 MORGUNBLAÐIÐ   Í HLAÐVARPANUM Aukasýning 19. júní kl. 21.00 EVA - bersögull sjálfsvarnareinleikur Föstudagurinn 29. júní Felicidae Styrktartónleikar til kaupa á tæki fyrir Barnaspítala Hringsins              HEDWIG KL. 20.30 Forsýning mið 4/7 UPPSELT Frumsýning fim 5/7 UPPSELT Lau 7/7 A,B,C,D,E,F,G,H&I kort gilda örfá sæti laus Fös 13/7 Lau 14/7 Hádegisleikhús KL. 12 RÚM FYRIR EINN fim 21/6 nokkur sæti laus fim 28/6 nokkur sæti laus FEÐGAR Á FERÐ KL. 20 mið 20/6 UPPSELT fim 21/6 nokkur sæti laus sun 24/6 nokkur sæti laus Allar sýningar hefjast kl. 20. Miðasalan er opin frá kl 10-14 alla virka daga og frá kl 17-20 á sýningarkvöldum. Hópasala er í síma 530 3042 og skrifstofusími er 530 3032 eða 530 3037. midasala@leik.is — www.leik.is Miðasölusími er 530 3030 ÞJÓÐLEIKHÚSIÐ sími 551 1200 Stóra sviðið kl. 20.00:         3 ,/C-! " # $',C-#%%  ! ,.C-#%%  ! ,4C- #%%  $',DC-#%%  !'&,1C-#%%   &'   (&) *+, -- .   /0 *   7&,,C-!12 ($#%%  $ #3 ('41533# " # 6 &'   (&)  37#     8 37#    & %  3 92')3#  $#  ! #   *' %:;3 9<69=$'6 #3 9<:42 MEÐ VÍFIÐ Í LÚKUNUM e. Ray Cooney Fös 22. júní kl. 20 - ÖRFÁ SÆTI Lau 23. júní kl. 20 - ÖRFÁ SÆTI Fim 28. júní kl. 20 - ÖRFÁ SÆTI Fös 29. júní kl. 20 - LAUS SÆTI Lau 30. júní kl. 20 - LAUS SÆTI PÍKUSÖGUR e. Eve Ensler Í KVÖLD: Þri 19. júní kl. 20 - UPPSELT Sýnt á Stóra sviði. ATH. ekki er hleypt inn í salinn eftir að sýningin hefst. SÍÐASTA SÝNINGIN Í SUMAR. SÝNINGAR HEFJAST AÐ NÝJU Í HAUST. Miðasala: 568 8000 Miðasalan er opin kl. 13-18 og fram að sýningu sýningardaga. Sími miðasölu opnar kl. 10 virka daga. Fax 5680383 midasala@borgarleikhus.is Stóra svið 3. hæðin ELSTA heimild um Trójustríðið er Ilíonskviða Hómers. Þar komu fyrst við sögu hinn brögðótti Oddyseifur, hinn hrokafulli Agamemnon, hinn svikuli Paris, hinn göfuglyndi Achill- es, hin fagra Helena og konungurinn Priam. Sú mynd sem flestir fram- kalla í heilabúi sínu þegar einhver minnist á Trójustríðið í dag er eflaust Trójuhesturinn. Risastór tréhestur sem færður var íbúum Tróju af Grikkjum sem sáttargjöf eftir tíu ára stríð. Innan í honum földu sig hins vegar grískir hermenn sem læddust út að nóttu til og lögðu undir sig borg- ina. Auðvelt verk þar sem íbúar Tróju töldu árásarmennina á brott og höfðu því blásið til heljarinnar veislu. Sváfu þeir því líklegast „værum“ áfengisdauða þegar hesturinn missti innyfli sín. Það sem færri vita er að í Ilíons- kviðu Hómers segir aðeins frá litlum hluta Trójustríðsins og þar kemur t.d. Trójuhesturinn hvergi við sögu. Enginn veit fyrir víst hversu mikið sannleiksgildi er falið í öllu því sem hefur verið skrifað um Trójustríðið ef eitthvað. En eitt þykir víst. Í gegnum aldirnar hafa rithöfundar, ljóðskáld, listamenn og leikritahöfundar breytt, bætt við og hreinsað til söguna um Trójustríðið eftir þeirra hentugleik og því í rauninni ekki til einhver ein bók sem segir söguna betur en önnur. Myndasöguhöfundurinn Eric Shanower er heillaður af sögum af Trójustríðinu. Meira að segja svo að hann tók að sér það viðamikla verk- efni að búa til myndasögu þar sem hann þræðir saman allar þær heim- ildir sem hann fann í einn söguþráð. Við heimildarvinnuna rak hann sig á ýmiskonar vandamál. Aldursmunur persóna er t.d. ekki sá sami í öllum útgáfunum sem gerir það að verkum að atburðarás bræðingsins gekk ekki upp nema gerðar væru vissar að- laganir. Engu að síð- ur hefur Shan- ower unnið glæsilegt verk og skemmti- legt. Nýútkom- in er Age Of Bronze: A Thousand Ship’s, fyrsta bókin af þeim sjö sem rekja sögu Tróju- stríðsins í heild. Bókin byrjar á því að hinn ungi kúahirðir Paris kemst að því að hann er í raun sonur Tróju- konungsins Priams. Ástæð- an fyrir því að hann hafði ekki alist upp með fjölskyldu sinni er að hann var borinn út sem barn vegna hræðslu við spá- dóm sem sagði frá því að barnið myndi einn daginn valda bruna er legði Tróju í rúst. Afar þekkt þema í fornsögum og nægir að benda á hræðileg örlög Ödipusar sem dæmi. Það er óhætt að segja að Paris þessi sé ólátabelgur og hægt að kenna honum um upptök Trójustríðs- ins. Þótt forsaga þess eigi sér lengri aðdraganda þá átti hann sparkið í aft- urenda Agamemnon sem leiddi til þess að sá síðarnefndi leiddi „þúsund skipa flota sinn“ í átt til Tróju. Þessi fyrsta bók rekur söguna frá því að Paris fer fyrst til Tróju fram að því er skipafloti Agamemnon „leggur í’ann“. Það sem Eric Shanower nær á endanum að sannfæra lesendur um eru alþekkt og eldgömul sannindi. Góðar sögur deyja aldrei! MYNDASAGA VIKUNNAR Upptök Trójustríðsins Upptök Trójustríðsins, Paris rænir Helenu fögru. Age of Bronze: A Thousand Ship eftir Eric Shanower. Bókin er sú fyrsta af sjö sem fjalla um Tróju- stríðið. Blaðaserían fékk 2 tilnefn- ingar til Eisner-verðlaunanna í ár; í flokki bestu framhaldssería og höf- undurinn í sínum flokki. Bókin er útgefin af Image Comics árið 2001. Fæst í myndasöguverslun Nexus. Birgir Örn Steinarsson Óskarsverðlaunaafhendingin er há- punktur kvikmyndaársins og fer ekki framhjá neinum sem eitthvað fylgist með. Mönnum og myndum er umbun- að og allt liggur ljóst fyrir. Þó vefst titill einna aðalverðlaunanna örugg- lega fyrir mörgum; aukaverðlaunin sem kennd eru við Irving G. Thal- berg. Hver var hann, þessi Thalberg? Irving Grant Thalberg fæddist í Brooklyn 1899. Sveinnin var frá fyrstu tíð heilsuveill og lasburða, og þar sem læknar tjáðu Thalberg að hann næði tæpast þrítugsaldri lagði hann litla rækt við langskólagöngu og hætti námi eftir grunnskólastigið. 1918 urðu þáttaskil er Thalberg fór að vinna fyrir Carl Laemmle, for- stjóra og eiganda Universal, og náinn fjölskylduvin. Fyrst sem aðstoðar- maður fulltrúa Lammles, síðar sem einkaritari hans. Yfirburðahæfileikar Thalbergs og meðfætt innsæi í kvikmyndaiðnaðinn gerðu hann fljót- lega ómissandi í búðum kvikmynda- versins í New York. Litlu síðar, er óreiða kom upp í höfuðstöðvunum í Hollywood, réð Laemmle einkaritar- ann sinn til að taka við stjórnartaum- um framleiðslugeirans í kvikmynda- borginni. Grannholda og sakleysislegur virk- aði Thalberg jafnvel yngri en tvítugur en þeim aldri hafði hann tæpast náð er hann var orðinn einn æðsti maður kvikmyndavers í Hollywood og braut þar með blað í kvikmyndasögunni. Aldrei, fyrr né síðar, hefur jafn ungur maður fengið slíkt embætti og ólík- legt að nokkur maður geti jafnað ótrúlega velgengni hans sem endur- speglast í lygilegum fjölda gang- og gæðamynda. Thalberg varð fyrr enn varði allt í öllu hjá Universal og fékk orð fyrir að vera hæfur stjórnandi og fylginn sér, með næmt auga fyrir góðum sögu- þræði sem greip hugi kvikmynda- húsgesta á öllum aldri. Hann var fæddur foringi og farið var að kalla hann „undradrenginn“, í kvikmynda- iðnaðinum, eftir nafni á grein um ung- an kvikmyndaframleiðanda, byggðri á persónu Thalbergs, í Saturday Evening Post. Hann var einnig fyr- irmynd söguhetjunnar í The Last Tycoon, skáldverkinu sem F. Scott Fitzgerald náð ekki að ljúka fyrir dauða sinn. Harður í horn að taka Orðsporið af hinum metnaðarfulla, mikilhæfa og kornunga Thalberg fór nú sem eldur í sinu á vesturströnd- inni. Þótt aldurinn væri ekki hár þótti hann harður í horn að taka einsog við- skipti hans við vandræðagripinn, leik- stjórann Eric Von Stroheim bera vott um. Thalberg gerði sér lítið fyrir og rak hinn hræðilega von Stroheim, þegar hann ætlaði að fara sínu fram við gerð myndarinnar Merry-Go- Round (’23). Skömmu síðar fór Thalberg að hugsa sér til hreyfings. Universal var lítið og heldur metnaðarlítið fyrirtæki á þessum árum. Þegar Laemmle vildi gera hann að tengdasyni sínum var mælirinn fullur og Thalberg var sam- stundis ráðinn sem aðstoðarforstjóri fyrirtækis Louis B. Meyers og litlu síðar framleiðslustjóri nýstofnaðs fyrirtækis sem Meyer stofnsetti ásamt tveimur vinum sínum. Það var sjálft Metro Goldwyn Meyer, MGM, sem átti eftir að verða stórveldi á skömmum tíma. Kaldhæðni örlaganna réð því að fyrsta viðfangsefni hins nýja fram- leiðslustjóra var að fylgjast með gerð Greed, nýjustu myndar Von Stro- heims. Hún endaði í sjö stunda löngum ósköpum og enn á ný laust þeim Thalberg saman. Málayktir urðu að Von Stroheim var vísað út um hlið MGM, en Thalberg sá um að láta klippa myndina niður í sýningarhæfa lengd. Fann upp prufusýningarnar Undir handleiðslu þeirra Meyers óx og dafnaði kvikmyndaverið og varð fljótt það framsæknasta og skrautlegasta, með fleiri stjörnur en á himinhvelfingunni, sem urðu fræg einkunnarorð þess. Ein þeirra var Norma Shearer sem Thalberg giftist 1927. Þrátt fyrir heilsubrest hafði Thalberg alla ytri sem innri stjórn á framleiðslu hverrar kvikmyndaperl- unnar og aðsóknarmyndarinnar á eft- ir annarri. Sparaði hvorki fé né mannafla til að útkoman yrði jafnan sem best. M.a. gaf hann leikstjórum sínum leyfi til að endurtaka atriði uns þeir voru ánægðir með árangurinn. Fyrir bragðið fékk MGM viðurnefnið „Retake Valley“. Thalberg kom á for- sýningum og notaði þær sem veiga- mikið verkfæri til að betrumbæta myndir versins áður en þær fóru á markað. Ef mynd fékk neikvæðar móttökur á þessum prufusýningum var hún umsvifalaust sett í rækilega endurvinnslu. Hæverskur en umdeildur Thalberg var bakhjarl um 40 mynda á sínum örskamma, 15 ára ferli. Þar af voru hátt í 30 myndir frá MGM, flestar fræg kassastykki og ófá klassísk verk. Sú síðasta, The Good Earth, var frumsýnd að honum látnum, árið 1937, sú fyrsta var The Merry-Go-Round (’22). Thalberg framleiddi nánast allar þesar myndir en neitaði yfirleitt að láta nafn síns getið á „kreditlistanum“. Hann var ekki aðeins umtalaður í Hollywood fyrir ómannlega hæfileika í starfi, heldir einnig fyrir að vera hæverskur og kurteisi yfirmaður, ávallt reiðubú- inn til að hlusta á hvern sem var. Svo lengi sem það gerði kvikmyndaverinu gagn. Það voru þó ekki allir á sama máli um ágæti „undradrengsins“, fremst- ur í flokki gagnrýnenda fór hinn tví- rekni leikstjóri, Von Stroheim. Kunn- ir handritahöfundar, einsog George S. Kaufman, kunnu því illa að þurfa að dúsa á biðstofu „drengsins“ eftir viðtali, jafnvel daglangt. Leikarinn Edward G. Robinson var æfur yfir því að Thalberg gaf lítið fyrir feril hans í stað þess að gefa honum list- rænt frelsi. Neikvæðu raddirnar drukknuðu í þeim sem voru jákvæðar í garð Thalbergs sem hélt áfram sig- urgöngunni uns hann fékk hjartaáfall sem varð til þess að hin sögufræga driffjöður MGM varð að hafa hægt um sig í nokkra mánuði. Á meðan reri Meyer, sem jafnan öfundaði Thalberg af hæfileikunum, að því öllum árum að minnka áhrif hans innan MGM. Árið 1936 var Thalberg kominn á fremsta hlunn með að setja upp eigið, sjálfstætt framleiðslufyrirtæki, eins- og David O. Selznick. Þær áætlanir urðu aldrei að veruleika því Thalberg féll frá, aðeins 37 ára gamall, dauða- meinið var lungnabólga. Eftir lifði ekkjan, Norma Shearer, og goðsögn sem lifir enn góðu lífi. Einu ári eftir fráfall hans stofnsetti Bandaríska kvikmyndaakademían, AMPAS, mik- ilvæg verðlaun honum til heiðurs. Þau falla árlega í hendur framúrskar- andi framleiðanda. Sama ár birtist nafn Irvings Thalbergs í fyrsta sinn á kreditlista; í myndinni The Good Earth. IRVING G. THALBERG Stjörnurkvikmyndanna eftir Sæbjörn Valdimarsson Thalberg framleiddi margar mynda Marx-bræðra, þ.á m. einhverja þá bestu, A Night At The Opera. Hér á eftir fara helstu myndir er Thalberg framleiddi. Stjörnugjöf- in er byggð á dómum nokkurra gagnrýnenda: The Merry-Go-Round (’22) ½The Big Parade (’23)  West of Zansibar (’28) ½ The Crowd (’28) The Mask of Fu Manchu (’32) Grand Hotel (’32) The Barretts of Wimpole Street (’34) The Merry Widow (’34) ½Mutiny on the Bounty (’35) A Night at the Opera (’35) Camille (’36) Romeo and Juliet (’35) ½The Good Earth (’37) A Day at the Races (’35) Thalberg
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.