Morgunblaðið - 19.06.2001, Blaðsíða 16

Morgunblaðið - 19.06.2001, Blaðsíða 16
HÁTÍÐARHÖLD voru víðast hvar með hefðbundnu sniði á Suður- nesjum 17. júní, nema í Grindavík þar sem bæði skein sól í heiði og dagskráin óvenjuleg að því leyti að meðal dagskrárliða var knatt- spyrnuleikur í Evrópukeppni félags- liða og vígður var nýr völlur og glæsileg stúka fyrir áhorfendur. Um morguninn var Grindvíkingum boð- ið frítt í Bláa lónið og léttklæddir bæjarbúar skemmtu sér hið besta á hátíðarhöldum við Festi, þar sem Citrus lék fyrir dansi í góðu veðri fram eftir kvöldi. Í Reykjanesbæ var ákveðið að færa hátíðardagskrána að mestu inn í Reykjaneshöll vegna slæmrar veð- urspár að morgni 17. júní. Er þetta í fyrsta skipti sem hátíðarhöld fara þar fram innan dyra, en ákvörðun um að flytja hátíðina þar inn var tekin um hádegið og þurfti að kalla út starfsfólk til að færa sviðið og hljóðbúnað í Reykjaneshöllina. Þeg- ar á daginn leið kom síðan í ljós að veðurguðirnir létu sér nægja örlít- inn vind og fáeina regndropa. Að öðru leyti var hátíðin með hefðbundnu sniði; skrúðgöngu að skrúðgarðinum þar sem stærsti fáni landsins var dreginn að húni og Karlakór Keflavíkur söng þjóðsöng- inn. Að því loknu var hátíðin færð yfir í Reykjaneshöll þar sem Stein- unn Jónasdóttir flutti ávarp fjall- konu og Eydís Eyjólfsdóttir flutti ávarp dagsins. Þá var Gunnar Eyj- ólfsson útnefndur listamaður Reykjanesbæjar næstu fjögur árin. Í Garði hófst hátíðin klukkan tvö við íþróttamiðstöðina með hátíð- arræðu, fánahyllingu og ávarpi fjall- konu. Haldin var söngvarakeppni og ungir Garðbúar skemmtu með söng og dansi, skátarnir sáu um leikbása og börnin skemmtu sér í bílalest sem ók um svæðið. Þá var dagskráin með hefðbundnum hætti í Sandgerði á Vitatorgi, þar sem Johan D. Jóns- son ferðamálafulltrúi flutti hátíðar- ræðu. Morgunblaðið/GPV Morgunblaðið/Hilmar Bragi Bárðarson Unga kynslóðin tók sér far með bílalest í Garði. 17. júní-hátíðarhöld með hefðbundnu og óvenjulegu sniði Hátíðin færð inn í Reykjaneshöll Unga fólkið skemmti sér hið besta við Festi í Grindavík. Reykjanes Skrúðgangan að leggja af stað í Reykjanesbæ. Morgunblaðið/Hilmar Bragi Bárðarson SUÐURNES MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 19. JÚNÍ 2001 17 Nýir leikfélagar á leiðinni! NÝR knattspyrnuvöllur og stúka voru tekin í notkun 17. júní í Grindavík, þegar heimamenn tóku á móti F.C. Vilash frá Azerbaijan og sigruðu í fyrsta sinn í Evrópu- leik, 1-0. Tveir menn hafa verið fremstir í flokki sjálfboðaliða við að gera þennan draum að veru- leika, þeir Pétur Hafsteinn Páls- son, formaður GK – 99 og Jónas Þórhallsson, formaður knatt- spyrnudeildar Grindavíkur. „Það liggur við að maður segi; og hvað nú eftir allt þetta? Maður áttar sig ekki fyrr en í fyrramálið, en þetta er komið og við erum búnir að landa fyrsta sigrinum í Evrópukeppni. Þetta er búin að vera mikil törn, hér hafa verið að vinna 20–25 sjálfboðaliðar undan- farnar vikur,“ sagði Pétur Haf- steinn. Jónas Þórhallsson tók í sama streng. „Þetta er komið. Við höf- um fengið mikið lof fyrir þessa að- stöðu og m.a. lofaði stjórnarmaður í mannvirkjanefnd UEFA aðstöð- una í hvívetna. Það var gaman að sjá alla þessa Grindvíkinga en við vorum tæplega 1.000 hér í dag.“ Jónas Þórhallsson og Pétur H. Pálsson með mannvirkin í bakgrunni. Nýr völlur og stúka vígð Grindavík Morgunblaðið/GPV GUNNAR Eyjólfsson leikari var út- nefndur listamaður Reykjanesbæjar á 17. júní-hátíðarhöldunum til næstu fjögurra ára. Bæjarlistamaður er valinn á fjögurra ára fresti og var þetta í annað sinn sem hann er út- nefndur. Árið 1997 hlaut Sossa Björnsdóttir myndlistarmaður þetta sæmdarheiti en áður höfðu lista- mennirnir Erlingur Jónsson, Gunn- ar Þórðarson, Halla Haraldsdóttir og Hilmar Jónsson hlotið sæmdar- heitið Listamaður Keflavíkur. Lista- maðurinn sem sæmdarheitið hlýtur fær nafn sitt letrað á listaverk Erlings Jónssonar „Hvorki fugl né fiskur“ í skrúðgarðinum og fær lista- maðurinn jafnframt eftirlíkingu af listaverkinu, áritað skjal og 400.000 krónur. Það var Jónína A. Sanders, for- maður bæjarráðs, sem útnefndi Gunnar Eyjólfsson listamann Reykjanesbæjar og sagði fjölmargar útnefningar hafa borist sem bæjar- stjórn valdi Gunnar úr. Gunnar fæddist árið 1926 og ólst upp á Klapparstígnum í Keflavík. Foreldrar hans voru hjónin Eyj- ólfur Bjarnason kaupmaður og Þor- gerður Jósefsdóttir á Klapparstíg 7. Hann gekk í barnaskólann í Keflavík og tók virkan þátt í mannlífinu þann tíma sem hann bjó þar og gekk m.a. ungur til liðs við skátahreyfinguna og starfaði í Heiðabúum undir leið- sögn Helga S. Jónssonar. „Þrátt fyr- ir að Gunnar hafi flutt í burtu frá Keflavík hefur hann alla tíð haldið tryggð við sína heimabyggð. Segja sumir að meiri Keflvíking sé vart að finna,“ sagði Jónína í tilefni af út- nefningu Gunnars. Gunnar Eyjólfsson út- nefndur bæjarlistamaður Morgunblaðið/Hilmar Bragi Bárðarson Jónína A. Sanders, formaður bæjarráðs, útnefndi Gunnar Eyjólfsson leikara listamann Reykjanesbæjar. Reykjanesbær GRINDAVÍKURBÆR hefur samið við Helga Gamalíelsson um grenjavinnslu í landi Grindavíkur. Síðustu árin hefur ekki ver- ið unnið skipulega að refa- veiðum í landi Grindavíkur. Segir Einar Njálsson bæjar- stjóri að það álit liggi fyrir að ref hafi fjölgað töluvert mikið á svæðinu, jafnvel svo að menn séu farnir að sjá hann hlaupa yfir Grindavíkurveg á nóttunni. Bærinn gerði þriggja ára samning um grenjavinnslu og skráningu grenja. Leita grenja í landi Grindavíkur Grindavík
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.