Morgunblaðið - 19.06.2001, Blaðsíða 43

Morgunblaðið - 19.06.2001, Blaðsíða 43
44 ÞRIÐJUDAGUR 19. JÚNÍ 2001 MORGUNBLAÐIÐ MINNINGARMÓTINU um Guðmund Arnlaugsson, sem hald- ið var föstudaginn 15. júní í hátíð- arsal Menntaskólans við Hamra- hlíð, lauk þannig að Jóhann Hjartarson sigraði með 11½ vinn- ing af 13. Er þetta annað árið í röð sem Jóhann lýkur keppni sem sigurvegari minningarmótsins. Í öðru sæti varð Arnar Gunnarsson með 10 vinninga og í því þriðja varð Helgi Ólafsson með 9½ vinn- ing. Þátttakendur voru 14 talsins og tefldar voru 13 umferðir með því fyrirkomulagi að hver kepp- andi fékk 3 mínútur í upphafi skákar og 2 sekúndur bættust við eftir hvern leik. Guðmundur Arnlaugsson var einn fremsti skákmeistari hér- lendis og jafnframt einn virkasti og þekktasti skákrithöfundur okkar Íslendinga. Auk þess varð hann fyrstur allra Íslendinga til að vera útnefndur alþjóðlegur skákdómari af FIDE. Guðmund- ur var einnig rektor Menntaskól- ans við Hamrahlíð. Hann lést 9. nóvember 1996, 83 ára að aldri. Eftir lát hans var sá siður tekinn upp að í júnímánuði á hverju ári skyldi verða haldið minningarmót honum til heiðurs. Úrslit mótsins urðu eftirfar- andi: 1. Jóhann Hjartarson 11½ v. af 13 2. Arnar E. Gunnarsson 10 v. 3. Helgi Ólafsson 9½ v. 4.–5. Þröstur Þórhallsson og Sigurbjörn J. Björnsson 7½ v. 6. Helgi Áss Grétarsson 7 v. 7. Margeir Pétursson 6 ½ v. 8.–9. Róbert Harðarson og Karl Þorsteins. 6 v. 10. Rúnar Sigurpálsson 5½ v. 11.–12. Björn Þorfinnsson og Áskell Örn Kárason 5 v. 13. Ingvar Ásmundsson 3½ v. 14. Guðmundur Kjartansson ½ v. Eins og sést á þessum úrslitum fengu stórmeistararnir okkar óvenju mikla samkeppni að þessu sinni og sérstaka athygli vekur frábær árangur Arnars Gunnars- sonar. Lárus H. Bjarnason, rektor MH, setti mótið. Skákstjórar voru Ríkharður Sveinsson og Gunnar Björnsson. Helgi Ólafs- son sá um skipulagningu mótsins. Fyrsta Íslandsmót öldunga Fyrsta Íslandsmót öldunga verður haldið í íþróttaviku Garða- bæjar dagana 22.-24. júní. Tefldar verða 7 umferðir og byrjar sú fyrsta föstudaginn 22. júní kl. 18. Umhugsunartími verður einn klukkutími á mann. Heildarverð- laun eru 25.000 krónur auk gripa en sigurvegari mótsins öðlast þátttökurétt í sama aldursflokki á Norðurlandamótinu sem haldið verður í Fredrikstad í Noregi í haust. Skáksambandið mun senda einn keppanda á það. Þátttöku- rétt eiga þeir sem fæddir eru 1941 eða fyrr. Þátttökugjald er 1.500 kr. Teflt verður í Garða- lundi í Garðabæ en hugsanlegt er að mótið verði flutt til vegna framkvæmda. Tekið er á móti skráningum með tölvupósti (pall@vks.is) eða í símum 861 9656 og 580 9743. Áríðandi er að þátttakendur tilkynni sig sem fyrst svo hægt verði að meta um- fang mótsins í tæka tíð. Úr mótaáætlun Skáksambandsins 22.6. TG. Íslandsm. 60 ára og e. 23.6. TR&SÍ. Helgarskákmót Jóhann Hjartarson sigur- vegari á minningarmóti um Guðmund Arnlaugsson SKÁK M e n n t a s k ó l i n n v i ð H a m r a h l í ð MINNINGARMÓT UM GUÐMUND ARNLAUGSSON 15.6. 2001 Daði Örn Jónsson Jóhann Hjartarson tefldi við Ingvar Ásmundsson í fyrstu umferð minningarmóts um Guðmund Arnlaugsson. Til leigu skrifstofuhúsnæði 220 fm gott skrifstofuhúsnæði vel staðsett í Kvosinni, Kirkjuhvoli, gegnt Dómkirkjunni og Alþingi. Laust 1. júlí. Eignarhaldsfélagið Kirkjuhvoll, traust fasteignafélag sem sérhæfir sig í útleigu á atvinnuhúsnæði, sími 892 0160, fax 562 3585. Til leigu skrifstofuhúsnæði 400 fm glæsilegt skrifstofuhúsnæði í virðu- legu húsnæði í miðborginni. Mikil lofthæð. Glæsilegur fundarsalur. Glæsileg sameign — lyfta. Laust strax. Tilvalið fyrir metnaðarfullt fyrirtæki. Eignarhaldsfélagið Kirkjuhvoll, traust fasteignafélag sem sérhæfir sig í útleigu á atvinnuhúsnæði, sími 892 0160, fax 562 3585. Sjávarútsýni Til leigu nýtt sérlega glæsil. verslunar-/skrif stofuhúsnæði við Skúlagötu. Um er að ræða ca. 162 fm á götuhæð með sérinngangi. Gegnheilt parket á gólfum. Stórir og bjartir gluggar. Að mestu sem opið rými. Óhindrað útsýni til sjávar. Laus 1. júlí. Sláðu strax á þráðinn til Ágústar í s. 894 7230 eða kynntu þér málið á holl.is (832). HÚSNÆÐI Í BOÐI Íbúð til leigu 3ja herbergja íbúð með húsgögnum til leigu í Hlíðahverfi. Tilboð sendist til auglýsingadeild- ar Mbl. sem allra fyrst, merkt: „Sól — 23“. HÚSNÆÐI ÓSKAST Íbúð óskast Ung hjón, tölvunarfræðinemi og málarameistari með 1 barn óska eftir að leigja 3-4 herb. íbúð helst í Hlíðunum frá og með 1. júlí. Reyklaus og reglusöm. Fyrirframgreiðsla ef óskað er. Upplýsingar í síma 690 1800. Áttu atvinnuhúsnæði? Vantar 5000 fm lagerhúsnæði á stór-Reykjavík- ursvæðinu. .......... Fyrir sandsölu bráðvantar okkur ca 300 fm hús- næði ........... Ef þú ert að leita að atvinnuhúsnæði skaltu hætta því strax og láta okkur sjá um leitina. Ágúst 894 7230/Frans 8934284 ........... Hóll - alltaf rífandi sala. ATVINNUHÚSNÆÐI Til leigu á Laugavegi 17 skemmtilegt húsnæði undir verslun (baklóð), áður verslunin Jónas á milli. Upplýsingar í síma 565 1144. TILKYNNINGAR Ókeypis lögfræði- og félagsráðgjöf fyrir konur Opið í kvöld, þriðjudagskvöld, frá kl. 20.00— 22.00 og á fimmtudögum frá kl. 14.00—16.00. Kvennaráðgjöfin, Túngötu 14, Reykjavík, sími 552 1500. Eftirlýst bifreið Bifreiðin MJ 027, sem er Grand Cherokee árgerð 1998, grá að lit, er eftirlýst vegna vörslusvipting- ar fyrir uppboð sem fram á að fara 23. júní 2001. Síðast skráði eigandi hefur ekki gefið upp hvar hann er að finna. Bíllinn sást síðast í Árbæjar- hverfi. Mynd af bíl sömu tegundar. Heitið er góðum verðlaunum þeim sem getur bent á hvar bifreiðin er niðurkomin og ábend- ing leiðir til vörslusviptingar. Ábendingum skal komið til Þorleifs Sigurðssonar, viðskiptastjóra hjá SPH, sími 550 2000 eða tölvupóstur thorleifur@sph.is . Sparisjóður Hafnarfjarðar. SMÁAUGLÝSINGAR KENNSLA DULSPEKI ■ www.nudd.is R A Ð A U G L Ý S I N G A R Til leigu í Hafnarfirði jög gott 200 fm húsnæði við Dalshraun til leigu undir verslunar- eða veitingarekstur. Húsnæðið er fullinnréttað og tilbúið til reksturs pizzastaðar. Góð bílastæði. Upplýsingar í síma 565 1144. Býð upp á miðlun og sálarteikningar. Tímapantanir í síma 848 5978, Birgitta.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.