Morgunblaðið - 19.06.2001, Blaðsíða 9

Morgunblaðið - 19.06.2001, Blaðsíða 9
FRÉTTIR MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 19. JÚNÍ 2001 9 20% afsláttur af sumarúlpum Stærðir 36—52                 Dragtir 20% afsláttur Bankastræti 14, sími 552 1555 Mikið úrval af fallegum og vönduðum kvenfatnaði Gott verð Neðst við Dunhaga sími 562 2230 Regnkápur stuttar og síðar Opið frá kl. 10-18 laugardaga frá kl. 10-14 Eiðistorgi 13, 2. hæð yfir torginu, sími 552 3970. Útsala Stretsbuxur útsala 30-40% afsláttur af öllum vörum Opið alla daga 12–18. Lokað á laugardögum ÚTSALA fatnaður og pelsar þar sem vandlátir versla Ath. síðasti dagur útsölunnar er í dag, þriðjudag. VEÐURSTOFA Íslands og Radio- miðun ehf. hafa ekki enn svarað fyr- irspurnum Samkeppnisstofnunar frá því í byrjun mánaðarins sem sendar voru í framhaldi af umkvört- un Halos ehf. varðandi meint brot Veðurstofu á samkeppnislögum en greint var frá málinu í blaðinu á sunnudag. Magnús Jónsson veður- stofustjóri segir að vegna anna hafi hann ekki getað sinnt málinu en hann muni svara stofnuninni á næst- unni. „Málið er ekki eins einfalt og það virðist vera þegar Halo segir frá,“ segir hann. „Stofnun eins og veðurstofan hef- ur mjög miklar, bæði þjóðlegar og alþjóðlegar, skyldur og kvaðir. Það er að mínu mati engan veginn nóg að tilkoma eins fyrirtækis sem rekur sjálfvirkar veðurspár á Netinu verði til að Veðurstofan þurfi að breyta í grundvallaratriðum allri sinni starf- semi. Þetta er svipað og ef einhver vildi sinna hluta verkefna Landhelg- isgæslunnar og hún þyrfti vegna þess að gjörbreyta eða stokka upp sína starfsemi,“ sagði veðurstofu- stjóri og nefndi einnig skólakerfi og heilbrigðiskerfi sem dæmi um stofn- anir í samfélaginu sem ekki yrði svo auðveldlega raskað og breytt. Alþjóðlegt vandamál veðurstofa „Þetta er nefnilega bráðflókið. Til að sinna veðurþjónustu verður að vera samstarf milli veðurstofa og þær verða að miðla upplýsingum og gögnum sín á milli. Hins vegar leiðir samkeppnin oft á tíðum til tilhneig- ingar hjá aðilum til að passa gögnin sín. Þar með ertu farinn að skaða veðurþjónustuna með því að setja inn í hana samkeppni. Menn eru að reyna að finna eitthvað meðalhóf og reglu til að taka á þessu og þetta er raunar alþjóðlegt vandamál veður- stofa í heiminum og ekki bara að finna hér á Íslandi,“ segir Magnús Jónsson veðurstofustjóri. Jóhann H. Bjarnason, fram- kvæmdastóri Radiomiðunar ehf., vildi ekki tjá sig um málið að öðru leyti en því að ekki væri enn búið að svara erindi Samkeppnisstofnunar. Veðurstofustjóri um meint brot á samkeppnislögum Samkeppni gæti skaðað veðurþjónustu LÖGREGLAN á Blönduósi lagði hald á um 20 grömm af hassi sem fannst undir framsæti í bifreið tveggja manna aðfaranótt laugar- dags. Mennirnir voru á leið til Akureyrar þegar lögreglan stöðvaði bíl þeirra í venjubundnu eftirliti. Mennirnir, sem eru um tvítugt, voru ekki ölvaðir en í „annarlegu ástandi“ að mati lögreglu- manna. Lögreglan fékk leyfi mann- anna til að leita í bílnum og fann eins og fyrr segir um 20 grömm af hassi. Mennirnir voru handteknir og við yfirheyrslur yfir þeim játaði annar þeirra að eiga efnið. Í annarlegu ástandi með hass í bílnum www.oo.is Ungbarnafötin fást hjá okkur sumarkjólar — stuttermabolir — buxur — sundföt Ábyrgð áreiðanleiki Gullsmiðir Mikið úrval af gluggatjaldaefnum Skipholti 17a, sími 551 2323 Við ráðleggjum og saumum fyrir þig – sérverslun – Fataprýði Álfheimum 74, Glæsibæ, Reykjavík, sími 553 2347. Vilt þú vera öðruvísi í sumar? Þá ættir þú að líta á sumarfatnaðinn okkar. Sérhönnun. St. 42-56 Við erum í sólskinsskapi.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.