Morgunblaðið - 19.06.2001, Side 13

Morgunblaðið - 19.06.2001, Side 13
HÖFUÐBORGARSVÆÐIÐ 14 ÞRIÐJUDAGUR 19. JÚNÍ 2001 MORGUNBLAÐIÐ                     Menntaskólanum Reykjavík, hefur spilað á píanó frá níu ára aldri. Þór- unn er meðal annars að æfa etýðu eftir Lutoslawsky um þessar mundir og verk eftir Ravel. Hún segist taka píanóleikinn í skorpum þótt sjálfsagt hafi hún aldrei spilað jafn mikið og hún gerir nú. „Ég finn mikinn mun á mér,“ segir hún. Píanónámið segir hún vera eins og hverja aðra íþrótt. Maður setji sér ákveðin markmið, til dæmis að komast yfir nokkar síður af nótum á dag, og síðan sé stefnt að þessu markmiði og ekki gefið eftir fyrr en því er náð. Þá setji maður sér önnur markmið og svo koll af kolli. Vill auka vægi fastra æfinga Ólafur Elíasson, píanóleikari og kennari við Tónlistarskóla Garða- bæjar, rekur píanóskóla í sumar en hann hefur umsjón með nemendun- um og fylgist með því að þeir standi sig í „vinnunni“. Auk Þórunnar og Arngríms er Ólafur með um tíu nem- endur í sumarskólanum sem starfar á þann hátt að nemendur æfa sig hver í sínu æfingaherbergi undir eft- irliti Ólafs sem gengur á milli stofa til að hvetja menn áfram. Auk þess hefur hann tvo viðtalstíma á hverjum GARÐABÆR réð á dögunum tvo af- bragðsnemendur í píanóleik sem fá greidd laun fyrir að æfa sig á píanó í Tónlistarskóla bæjarins í sumar. Nemendurnir eru Arngrímur Ei- ríksson og Þórunn Árnadóttir. Arngrímur er 18 ára nemandi í Fjölbrautaskólanum í Garðabæ. Hann byrjaði að spila á píanó 12 ára gamall og þykir mjög efnilegur. Arngrímur mætir alla virka daga í tónlistarskólann um hálfellefuleytið þar sem dagskráin er ákveðin og dagurinn undirbúinn. Að því búnu tekur alvara lífsins við og tekið er til við að spila. Arngrímur var að æfa Flug hunangsflugunnar í útgáfu Rakhmaninovs þegar blaðamaður fór þangað í heimsókn á dögunum. Hver æfingartími er 40 mínútur með hléum á milli en síðdegis segir hann að stundum sé skroppið í sund áður en tekið til við æfingar að nýju. Þegar hann er spurður hvort hann geti hugsað sér að leggja píanóleik fyrir sig verður fátt um svör. Arn- grímur segist hins vegar stefna á há- skólanám en segir framtíðina alveg óráðna í þeim efnum. Þórunn Árnadóttir, 18 ára nemi í degi þar sem nemendur geta leitað til hans og beðið um aðstoð. Ólafur líkir píanónáminu við hefð- bundna íþróttaiðkun, til dæmis sund eða frjálsar íþróttir. „Það er ekki nóg bara að segja krökkunum að fara sjálf niður á völl og æfa sig. Það þarf að fylgja því eft- ir að æft sé rétt og sama gildir auð- vitað um píanónám. Markvissar æf- ingar eru lykilinn að árangri.“ Hann segir andrúmsloftið sem skapast við hópæfingar mjög gott. Krakkarnir eigi miklu auðveldara með að æfa sig þegar þeir vita hver af öðrum í næstu herbergjum. „Ég reyni að æfa mig jafn mikið og þau. Ég er sjálfur að fara að taka upp tvo píanókonserta með hljóm- sveit í London í sumar,“ segir hann. Ólafur leggur mikla áherslu á að nemendur hans byrji fljótt að takast á við „alvöru tónlist“ í píanónáminu og spili erfið og metnaðarfull verk. Hann segir æfingarnar sem nem- endur hans fylgi í sumarskólanum mjög erfiðar, sérstaklega hjá eldri nemendum sem fylgja sömu æfinga- áætlun og hann. Má ekki vera hræddur við að skapa fordæmi Að sögn Ásdísar Höllu Bragadótt- ur bæjarstjóra Garðabæjar átti Ólaf- ur frumkvæðið að hugmyndinni um sumarskólann. „Hann leitaði til Garðabæjar um að við kæmum að verkefninu og styrktum með þeim hætti að við borguðum laun fyrir þessa nemend- ur í sumar við að æfa sig á píanó. Sömuleiðis fengi hann að hafa tón- listarskólann opinn til þess að hafa fleiri nemendur þarna í æfingum í sumar,“ segir Ásdís Halla. Hún tekur fram að flestir nemend- urnir séu í tónlistarnámi og einungis Þórunn og Arngrímur þiggi laun frá Garðabæ. „Okkur fannst feikilega spennandi og gaman að sjá hvað það er mikill kraftur í skólanum og brugðumst vel við og gerðum samning við þessa tvo nemendur og greiðum þeim mánað- arlaun í tvo mánuði í sumar,“ segir Ásdís Halla. Hún segir ákveðin skilyrði felast í samningnum. „Í staðinn ætla þau að spila fyrir Garðbæinga og halda all- marga tónleika í stofnunum Garða- bæjar,“ segir Ásdís en nemendurnir munu hvor um sig halda að minnsta kosti 20 tónleika. Ásdís Halla viðurkennir fúslega að launagreiðslur vegna píanónáms geti skapað fordæmi. „Auðvitað getur þetta skapað fordæmi. Hins vegar má maður aldrei að vera svo hrædd- ur við fordæmi að maður þori ekki að fara í neinar nýjungar. Við treystum okkur til þess að gera þetta núna gagnvart þessum tveimur nemend- um. Um framhaldið þori ég hins veg- ar ekki að segja,“ segir hún. Afbragðsnemendur fá greidd laun í sumar fyrir að æfa sig á píanó undir leiðsögn kennara Spilað allt árið um kring Morgunblaðið/Billi Þórunn Árnadóttir og Arngrímur Eiríksson píanónemendur ásamt kennara sínum, Ólafi Elíassyni píanóleikara (fyrir miðju). Morgunblaðið/Billi Einn af nemendum Ólafs nýtur leiðsagnar í hóptíma þar sem árangur hvers og eins er metinn. Garðabær Lögreglan kvartar undan stöðumælasektum á lögreglubíla Rukkun komin í inn- heimtu lögfræðings LÖGREGLAN í Reykjavík hefur lagt fram kvörtun til borgaryfirvalda vegna framferðis starfsmanna Bíla- stæðasjóðs gagnvart lagningu merktra lögreglubifreiða í gjald- skyld bifreiðastæði í borginni. Brögð hafa verið að því að stöðumælaverðir skrifi sektarmiða á merktar lög- reglubifreiðar. Geir Jón Þórisson yfirlögreglu- þjónn tók málið fyrir á fundi sam- starfsnefndar um lögreglumálefni. „Við höfnum því alfarið að lögregl- an þurfi að greiða í stöðumæla á merktum lögreglubílum,“ segir Geir Jón. Hann segir stöðumælasektir einn- ig hafa verið gefnar út á ómerkta bíla lögreglunnar en í þeim tilfellum séu sektirnar leiðréttar eftir á og þær felldar niður í þeim tilfellum sem það á við. Geir Jón segir afar mikilvægt að lögreglan geti lagt bifreiðum sínum eins nálægt vettvangi og unnt er. „Það hljóta allir að vita að lögregl- an þarf að komast á þá staði þar sem óskað er eftir henni. Það ætti ekki að fara fram hjá neinum um hvaða öku- tæki er þar að ræða,“ segir hann. Hann ítrekar að eingöngu sé verið að mótmæla stöðumælasektum á merkta bíla. Geir Jón segir málið hafa marg- sinnis verið borið upp við Bílastæða- sjóð. Að eigin sögn hafi honum blöskrað þegar greiðsluseðill vegna lögreglubifreiðar var kominn í inn- heimtu hjá lögfræðingi í kjölfar ítrekunar á kröfu um greiðslu. Geir Jón segir rétt lögreglunnar til að leggja í gjaldskyld stæði, eða eins nálægt vettvangi og unnt er án þess að fá sektarmiða, ótvíræðan og vill að borgaryfirvöld leiðrétti þann miskilning sem virðist gæta meðal starfsmanna Bílastæðasjóðs varð- andi þann rétt. Má leggja á gangstéttum Að sögn Leifs Eiríkssonar, full- trúa framkvæmdastjóra Bílastæða- sjóðs, lítur Bílastæðasjóður svo á að lögreglunni beri að greiða í gjald- skyld bílastæði enda sé um að ræða þjónustugjald fyrir notkun á bíla- stæðunum. Auk þess hafi þeir ekki fengið fyrirmæli um annað. „Það er í sjálfu sér ekkert sem segir að þeir eigi ekki að greiða þetta. Það hefur svona gegnum- gangandi ekki verið lagt gjald á þá. Hins vegar virðist það fara í taug- arnar á hinum almenna borgara ef stöðumælavörður gengur fram hjá merktri lögreglubifreið við gjald- mæli sem er fallinn og leggur svo gjald á þann næsta. Það pirrar fólk.“ Leifur segir hins vegar að tiltekið sé í 29. gr. umferðarlaga að lögregla sé undanþegin sektum ef lagt er í ómerkt stæði, eins og til að mynda upp á gangstéttir. Í þeim tilfellum séu sektirnar leiðréttar eftir ábend- ingu frá lögreglu. „Þetta er orðið flóknara núna. All- ar lögreglubifreiðar eru í eigu emb- ættis ríkislögreglustjóra en ekki sérstakra embætta. Ítrekanir vegna stöðumælasekta eru sendar út sjálf- virkt. Nú eru þær fyrst sendar til ríkislögreglustjóra og síðan til emb- ættanna,“ segir Leifur. Hann segir að vegna þessa séu ítrekanir lengur á leiðinni og þar af leiðandi taki lengri tíma en áður að leiðrétta stöðumælasektir. Hins vegar sé það tilfinning Bílastæðasjóðs að ómerkt- um lögreglubílum hafi fjölgað sem aftur eykur á óanægju lögreglunnar þegar slíkir bílar séu sektaðir. Reykjavík ÞETTA myndarlega álftapar var á sundi með sex unga sína rétt ofan við stífluna í Elliðaánum á dög- unum. Faðirinn lét ófriðlega og hvæsti þegar mannfólkið nálgaðist enda ungviðið viðkvæmt á þessum tíma árs. Að sögn Jóhanns Óla Hilmars- sonar fuglafræðings verpa álftir að meðaltali 2–6 eggjum í einu en að hans sögn eru þess dæmi að níu eða tíu ungar hafi ungast út í einu varpi. Stofninn er á bilinu 16–20 þúsund fuglar og þar af eru varp- pör um 2.500. Jóhann segir varp- land fuglsins ekki bundið við ákveðna staði heldur verpi hann þar sem aðstæður eru fyrir hendi. Að hans sögn getur álftin átt það til að ráðast á sauðfé og stundum einnig á menn en slíkt sé mjög sjaldgæft. Þegar sá gállinn er á henni er þó vissara að vera ekki fyrir því hún vegur um 10 kíló full- þroska og vænghafið er tveir til tveir og hálfur metri. Morgunblaðið/Þuríður Fiðruð fjölskylda í Elliðaárdalnum Elliðaárdalur

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.