Morgunblaðið - 19.06.2001, Blaðsíða 8

Morgunblaðið - 19.06.2001, Blaðsíða 8
FRÉTTIR 8 ÞRIÐJUDAGUR 19. JÚNÍ 2001 MORGUNBLAÐIÐ Áttu von á gestum? Vandaðir amerískir svefnsófar með innbyggðri springdýnu. Frábær lausn þegar sameina þarf fallegan sófa og gott rúm. • Amer ísku sve fnsófarn i r e ru t i l í mörgum gerðum • Þ e i r f á s t í f j ö l b r e y t t u ú r v a l i á k l æ ð a o g l i t a • B r e y t a s t í r ú m m e ð e i n u h a n d t a k i • F r a m l e i d d i r í U S A Bíldshöfða, 110 Reykjavík, s.510 8000 www.husgagnahollin.is HÚSGAGNAHÖLLIN Verð frá: 99.980,- Tímaritið 19. júní komið út Fimmtíu ár frá fyrstu útkomu Í DAG kemur út fimm-tugasti árgangurtímaritsins 19. júní, sem gefið er út af Kven- réttindafélagi Íslands. Ritstjóri blaðsins í ár er Arna Schram blaðamaður. Hún var spurð hvert væri meginþema blaðsins nú? „Það er ekkert ákveðið þema í blaðinu núna nema hvað blaðið fjallar um kvenréttindamál eða mál sem varða jafnrétti kynj- anna, en um það efni hef- ur tímaritið fjallað frá fyrstu útkomu þess árið 1951.“ – Hvert er „heitasta“ málið í sambandi við kven- réttindi núna? „Þungamiðjan í blaðinu er grein um heimilisofbeldi, þar sem meðal annars er einblínt á dóma í slíkum málum og litið til þess hvað þeir eru í mörgum til- vikum vægir, miðað við alvarleika brotsins.“ – Er baráttan gegn heimilisof- beldi mjög þung á metum í hinum vestræna heimi núna? „Já, þess má geta að fyrir um ári settu Stígamót, Kvennaat- hvarfið og Kvennaráðgjöfin af stað herferð til þess að beina sjónum fólks að heimilisofbeldi og einkum ofbeldismanninum sjálfum. Oft hefur verið fjallað um konur sem sætt hafa ofbeldi, spurt sem svo: Hvernig getur hún látið bjóða sér þetta? Nú er áherslan á ofbeldismanninn og viðurlögin við ofbeldinu. Í grein- inni í 19. júní núna er þeirri spurningu velt upp hvers vegna svona atburðir séu einkamál. Viðurlögin við þessum afbrotum eru í samræmi við það álit að um einkamál sé að ræða.“ – Hverju öðru eru þið einkum að að vekja athygli á í blaðinu núna? „Efnið er fjölbreytt. Við fjöll- um m.a. um ímynd konunnar í auglýsinum og kvikmyndum, um virðist vera að ræða nokkurt aft- urhvarf til sjöunda áratugarins í þessum efnum. Greinarhöfundur talar um endurkomu gálunnar og glaumgosans.“ – Þýða þessar áherslur að rétt- ur kvenna sé orðinn sæmilega viðunandi á öðrum sviðum? „Það er ljóst er lagasetning hefur heldur betur breyst frá því fyrsta blaðið kom út af 19. júní. Í einu kvennablaði frá 1939 þá var verið að fjalla um kosningarétt kvenna sem þær öðluðust 1915 og talað um að þrátt fyrir þessi lög væri mikilvægt í fyrsta lagi að farið væri eftir þessum lögum og í öðru lagi að berjast gegn gömlum viðhorfum og fordómum í garð kvenna. Því miður erum við enn að berjast á þeim vett- vangi í dag, það kemur t.d. fram í umræddum auglýsingum.“ – Á svona blað mikinn hljóm- grunn meðal kvenna nútímans? „Ég held að það eigi hljóm- grunn meðal þeirra sem telja að jafnrétti kynjanna sé ekki að fullu náð.“ – Er eitthvað sér- stakt gert í útgáfunni núna til þess að minn- ast þess að þetta er fimmtugasti árgangur tímaritsins? „Þetta blað hefur alla tíð verið gert af litlum efnum. Flestir þeir sem skrifa í það hafa gefið vinnu sína. Segja má að í ár höfum við leyft okkur aðeins meira t.d. hvað útlit blaðsins snertir. En að öðru leyti er efni blaðsins í sam- ræmi við það sem efst er á baugi.“ – Hvaða mál eru það? „Auk þeirra sem nefnd hafa verið er launamunur kynjanna ennþá staðreynd en athyglisvert er að einmitt það mál hefur verið eins og rauður þráður í gegnum öll 19. júní blöðin frá upphafi. Ótrúlega lítill árangur hefur náðst í þessum málum. Enn er samkvæmt nýjustu VR-könnun 18% munur á launum kynja – sem ekki er hægt að skýra með öðru en kynferði. Af öðru efni í blaðinu mætti nefna umfjöllun um nýútkomna skýrslu nefndar menntamálaráðuneytisins um hlut kvenna í fjölmiðlum. Þá eru viðtöl, m.a. við bónda, sem hefur verið í forsvari fyrir Búkollu, félags til verndar íslenska kúa- kyninu. Viðtal er og við Guðrúnu Erlendsdóttur hæstaréttardóm- ara í tilefni af því að önnur kona var nýlega skipuð hæstaréttar- dómari. Rætt er um rannsókn konu í HÍ sem er að vinna að meistararitgerð í mannfræði þar sem sýnt er fram á áhrif kvóta- kerfisins í sjávarútvegi á konur. Rætt er við íþróttafræðinga sem gerðu könnun meðal íslenskra íþróttakvenna um kynferðislega áreitni í íþróttum. Þar kemur fram að rúmlega 12% íþrótta- kvenna hafa orðið fyrir kynferð- islegri áreitni.“ – Hefur þetta blað mikið breyst á þeim fimmtíu árum sem liðin eru frá fyrstu út- komu? „Já, það hlýtur að endurspegla ákveðinn tíðaranda á hverjum tíma. Mörg baráttu- málin eru ný en þó eru ótrúlega mörg mál enn á dagskrá sem voru til umfjöllunar í upphafi. Söguleg forsenda blaðsins er að Kvenrétt- indafélagið ákvað 1951 að gefa það út til að minnast þannig dagsins 19. júní 1915 þegar Dana- konungur staðfesti stjórnarskrá sem færði konum kosningarétt og rétt til kjörgengis til Alþingis. Arna Schram  Arna Schram fæddist í Reykjavík 1968. Hún lauk stúd- entsprófi frá Menntaskólanum í Reykjavík 1988 og prófi sem stjórnmálafræðingur frá Há- skóla Íslands og Kaupmanna- hafnarháskóla. Hún hefur starfað sem blaðamaður á Morgunblaðinu sl. fimm ár, var í leyfi í vetur til að stunda nám í hagnýtri hagfræði við HÍ. Hún er ritstjóri 19. júní blaðs- ins í ár. Arna er gift Katli Berg Magnússyni heimspekingi og eiga þau eina dóttur, Birnu, sem er sex ára. Ótrúlega mörg mál enn á dagskrá sem voru til umfjöllunar í upphafi ÓLAFUR F. Magnússon, borgar- fulltrúi Sjálfstæðisflokksins, hyggst leggja fram tillögu á fundi borgar- stjórnar Reykjavíkur á fimmtudag um að borgarstjórn lýsi yfir and- stöðu við að Reykjavíkurborg, sem 45% eignaraðili Landsvirkjunar, taki þátt í fyrirhugaðri Kárahnjúkavirkj- un án þess að áður hafi verið gerðar ítarlegar rannsóknir á umhverfis- áhrifum virkjunarinnar. Fram kemur í tillögu Ólafs að mik- ilvægt sé að fyrir hendi sé vandlega unnið mat á arðsemi virkjunarinnar og efnahagslegum áhrifum virkjunar og álvers auk fjárhagslegs mats á þeim landspjöllum sem virkjunar- framkvæmdirnar valda, áður en ákvörðun um þær er tekin. „Kostaður við virkjunina og tengdar framkvæmdir nemur um 300 milljörðum króna, þar af um þriðjungur eingöngu vegna virkjun- arinnar. Miklar efasemdir hafa kom- ið fram um efnahagslegan ávinning þessara framkvæmda og óviðunandi má teljast að grundvallarforsendur eins og orkuverð séu leyndarmál gagnvart þeim sem eiga að borga virkjunina, sem er íslenskur almenn- ingur, en þó Reykvíkingar að stærst- um hluta,“ segir ennfremur í tillögu borgarfulltrúans. Tillaga um andstöðu við Kárahnjúkavirkjun Litla framsóknarbuddan og Davíð fóru létt með að koma ábyrgðinni á uppeldinu á verð- bólgukróganum sínum yfir á Seðlabankann.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.