Morgunblaðið - 19.06.2001, Blaðsíða 44

Morgunblaðið - 19.06.2001, Blaðsíða 44
FRÉTTIR MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 19. JÚNÍ 2001 45 ÞRÍR MENN frá Bandarísku strandgæslunni þjálfuðu áhafnir varðskipa Landhelgisgæslunnar í síðustu viku. Þjálfunin fólst eink- um í uppgöngu í skip, eitur- lyfjaleit og hvernig tryggja má betur öryggi varðskipsmanna við slíkar aðstæður. Þjálfununum lauk svo með þátttöku Landhelgisgæsl- unnar í æfingunni Norðurvík- ingur. Bandarísku strandgæsluliðarnir báru varðskipsmönnunum íslensku vel söguna og sögðu þá hafa verið fyrirmyndarnemendur, fagmann- lega og móttækilega. Þeir sögðust aðallega hafa verið að sýna þeirra eigin vinnubrögð og hvernig þeir bæru sig að við uppgöngu í skip. Þeir sögðu að nokkur munur væri á aðstæðum hjá þeim og að- stæðum hér á landi. Í Bandaríkj- unum væri mikið farið um borð í skip í leit að eiturlyfjum og ólög- legum innflytjendum og að við slíkar aðstæður væri vopnaburðar jafnan þörf. Hér við land sögðu þeir mest verið að kanna að- stæður um borð í fiskiskipum og því nokkur munur þar á. Vilbergur Magni Óskarsson, skipherra á varðskipinu Óðni, sagði æfingarnar með Bandaríkja- mönnunum hafa verið mjög lær- dómsríkar. „Þetta hefur veitt okk- ur dálítið aðra sýn á uppgöngu í skip og við hverju má búast. Það hafa komið upp þau tilvik þar sem við höfum verið látnir vita af skip- um sem gætu verið hættuleg, eit- urlyfjasmyglarar og annað slíkt, og þótt við höfum þjálfun í vopna- burði er gott að fá frekari þjálfun í hvernig best er að bera sig að við slíkar aðstæður,“ sagði hann. Undir þetta tóku skipverjar sem höfðu verið við æfingarnar og til- tóku sérstaklega hvað yfirvegun og rólegt fas skipti miklu máli þegar farið væri með vopnum um borð í skip. Bandarískir strandgæslu- liðar þjálfa varðskipsmenn Morgunblaðið/Árni Sæberg Vilbergur Magni Óskarsson, skipherra á varðskipinu Óðni, með bandarísku strandgæsluliðunum, Johnny Roach, Darren Selvy og Michael Turner. EVRÓPUMÓTIÐ í brids hófst á sunnudag, 17. júní. Þjóðhátíðardag- urinn reyndist enginn sérlegur happadagur að þessu sinni og Ís- land tapaði fyrstu tveimur leikjum sínum, fyrir Dönum, 11:19, og fyrir Ungverjum, 10:20. Í 3. umferð á mánudagsmorgun töpuðu íslensku spilararnir fyrir Hollendingum, 13:17, og voru eftir þrjár umferðir í 28. sæti af 35 þjóðum með 34 stig. Svisslendingar voru efstir með 70 stig, Króatar í 2. sæti með 65 stig og Rússar í 3. sæti með 64 stig en þeir unnu m.a. Svía, 25:5, í annarri um- ferð. Tap íslenska liðsins fyrir Dönum var hálf slysalegt því segja má að úrslit leiksins hafi oltið á einu spili: Suður gefur, allir á hættu Norður ♠ Á105 ♥ 1032 ♦ ÁG107 ♣ ÁK6 Vestur Austur ♠ K9873 ♠ D62 ♥ D6 ♥ KG98754 ♦ 92 ♦ 6 ♣G1052 ♣84 Suður ♠ G4 ♥ Á ♦ KD8543 ♣D973 Við annað borðið misstu Magnús Magnússon og Þröstur Ingimars- son slemmuna í NS og enduðu í 3 gröndum í NS. Við hitt borðið misstu hjónin Peter og Dorthe Schaltz hins vegar tökin á sögnun- um: Vestur Norður Austur Suður Karl Dorte Jón Peter 1 tígull 1 spaði 2 spaðar 3 spaðar dobl pass 4 spaðar pass 4 grönd pass 5 tíglar pass 5 grönd pass 6 lauf pass 7 lauf pass 7 tíglar// 2 spaðar sýndu góðan tígulstuðning og slemmuáhuga og 4 spaðar sýndu fyrirstöðu. Peter spurði síðan um ása með 4 gröndum og lykilkónga með 5 gröndum og 6 lauf sýndu laufakónginn. Peter skaut þá á 7 lauf en Dorte breytti í 7 tígla. Þessi slemma virðist vonlaus þar sem slagirnir eru aðeins 12 og engin þvingun virkar. En þegar sagnhafi tók slagina sína varð einhver mis- skilningur milli Jóns Baldurssonar og Karls Sigurhjartarsonar í vörn- inni og þeir hentu báðir spöðum en héldu í tvö hjörtu. Þegar Peter spil- aði spaða á ásinn í lokastöðunni féllu kóngur og drottning undir og spaðagosinn varð 13. slagurinn. 16 impar til Dana í stað 13 impa til Ís- lands. Almennt er búist við að Ítalar og Pólverjar komi til með að berjast um Evrópumeistaratitilinn. Ítalar spiluðu við Skota í fyrsta leiknum og fyrir síðasta spilið var staðan hnífjöfn. Þá fengu Dano de Falco og Guido Ferraro tækifæri til að láta ljós sitt skína: Norður ♠ Á6 ♥ 743 ♦ DG83 ♣ KD86 Vestur Austur ♠ 10532 ♠ -- ♥ DG652 ♥ ÁK108 ♦ -- ♦ 976542 ♣G1063 ♣Á42 Suður ♠ KDG9874 ♥ 9 ♦ ÁK10 ♣97 Lokasamningurinn var nánast al- staðar 4 spaðar í suður eftir að aust- ur opnaði á 1 tígli. Útspilið var víð- ast hvar hjartadrottning og meira hjarta sem sagnhafi trompaði, tók síðan trompin og gaf á laufaásinn. Þannig gekk vörnin við bæði borð í leik Íslendinga og Dana, sem og við annað borðið í leik Ítala og Skota þar sem lokasamningurinn var doblaður. Ítalar fengu því 11 slagi við annað borðið og 990 fyrir. En við hitt borðið spilaði de Falco út hjartagosanum, lofaði með því drottningunni. Þegar Ferraro sá blindan velti hann því fyrir sér hvers vegna de Falco hefði ekki spilað út tígli. Skýringin hlaut að vera að de Falco ætti engan tígul. Svo Ferraro yfirdrap með kóng og spilaði tígultvistinum til baka til að benda á laufaásinn. De Falco trompaði, spilaði laufi á ás austurs og fékk aðra tígultrompun. 1 niður, 200 til Ítala og 15 impar. Sigur á Færeyingum Norðurlandamót yngri spilara hófst einnig á sunnudaginn, en það er haldið í Trelleborg í Svíþjóð. Ís- lenska liðið vann Færeyjar, 22:8, í fyrstu umferð en sat síðan yfir í þeirri næstu. BRIDS U m s j ó n A r n ó r G . R a g n a r s s o n Evrópumótið í brids er haldið á Kanaríeyjum dagana 17. til 30. júní. Ísland tekur þátt í opnum flokki. Heimasíða mótsins er www.eurobridge.org. Erfið byrjun á Kanaríeyjum Guðm. Sv. Hermannsson SKÓLASLIT Framhaldsskólans í Vestmannaeyjum fóru fram laugar- daginn 2. júní sl. Að þessu sinni voru brautskráðir 12 stúdentar frá FV, auk þess sem tveir nemendur voru brautskráðir frá vélstjóra- braut, einn sjúkraliði og þrír í vél- smíði. Útskriftarhátíðin var fjölsótt af ættingjum nemenda, gömlum nem- endum og velunnurum skólans. Ólafur H. Sigurjónsson skólameist- ari sagði m.a. við útskriftina að það sem einkennt hefði skólastarfið um- fram annað í vetur hefði verið tveggja mánaða verkfall kennara og væri það ástæða þess að skólaslit færu ekki fram fyrr en í byrjun júní. Útskrift nýstúd- enta í Eyjum Vestmannaeyjum. Morgunblaðið. Morgunblaðið/Sigurgeir Jónasson Útskriftarhópur Framhaldsskólans í Vestmannaeyjum. Í SLÁTURHÚSI Sölufélags A-Hún- vetninga ( SAH) á Blönduósi var í lið- inni viku slátrað feikna vænu nauti frá Gísla Birni Gíslasyni bónda á Vöglum í Skagafirði. Fallið af Vaglabola sem var rétt tæplega tveggja og hálfs árs Angus blendingur reyndist vera 432 kg. Þetta mun vera næst þyngsta naut sem slátrað hefur verið í sláturhúsi SAH að sögn Gísla Garðarssonar slát- urhússtjóra. Aðeins Eldibrandur sem var af gegnheilu íslensku kúakyni frá Brandaskarði á Skaga var þyngri þegar honum var slátrað í febrúar sl. en fallþungi hans var 448 kg . Þess skal getið að nautið frá Vögl- um fór í úrvalsflokk ungnautakjöts og taldi Gísli Garðarsson að hlutur bónd- ans fyrir nautið væri eitthvað kring- um eitthundrað og fimmtíu þúsund krónur. Vænt naut frá Vöglum Blönduósi. Morgunblaðið. Morgunblaðið/Jón Sigurðsson Vaglaboli hinn mikli og slát- urhússtjórinn Gísli Garðarsson sem er ríflegur meðalmaður að allri gerð. FÉLAGSSTARFI aldraðra að Lindargötu 59 barst nýlega raf- magnsgöngubraut sem Lions- klúbburinn Freyr færði starfseminni að gjöf. Edda Hjaltested forstöðu- maður félagsstarfsins segir göngu- brautina eiga eftir að nýtast félags- mönnum vel og komi til með að auka lífsgæði félagsmanna en á annað hundrað eldri borgarar sækja félags- miðstöðina heim á degi hverjum. Göngubrautin er hugsuð sem liður í því að byggja upp og efla þrek og þol eldri borgara sem stunda líkams- æfingar af kappi undir styrkri stjórn leikfimikennara staðarins. Björg Þórisdóttir var fyrst félagsmanna til að prófa göngubrautina og sagði hana vera góða viðbót við heilsu- ræktina. Gjöf sem bætir þrek og þol Morgunblaðið/Jim Smart
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.