Morgunblaðið - 19.06.2001, Síða 10

Morgunblaðið - 19.06.2001, Síða 10
Morgunblaðið/UGRáðstefnugestir hlýddu af athygli á erindi sem flutt voru. „ÉG ER afar þolinmóð hafi ég vissu fyrir því að ég nái mínu fram að lok- um,“ sagði Sólveig Pétursdóttir dómsmálaráðherra í ávarpi sínu á ráðstefnunni Konur og lýðræði í Viln- íus og vitnaði þar í þekkta konu, Margaret Thatcher. Og ljóst er á ráð- stefnunni, sem er framhald sam- nefndar ráðstefnu í Reykjavík, að talsverður árangur hefur náðst; fjöl- mörg verkefni hafa verið sett í gang auk þess sem umræða um verslun með konur og vændi, sem hófst í Reykjavík, hefur vakið gríðarlega at- hygli enda hefur vandamálið vaxið með ógnarhraða á síðustu mánuðum og árum. Um 500 manns sóttu ráðstefnuna, að miklum meirihluta konur, þótt karlar ættu sína fulltrúa. Vakti hún mikla athygli í Litháen og var margt fyrirmenna mætt til hennar, t.d. for- setar Lettlands og Litháens og fleiri ráðherrar en tölu varð á komið, eins og einn ráðstefnugestur orðaði það. Þá sendi bandaríski öldungadeildar- þingmaðurinn Hillary Clinton, heið- ursgestur Reykjavíkurráðstefnunnar ávarp á myndbandi og flutt var sér- stök kveðja George Bush Bandaríkja- forseta, sem sama dag var í opinberri heimsókn í nágrannaríkinu Póllandi. Orðum breytt í gjörðir Mikið var vitnað til Reykjavíkur- ráðstefnunnar, kona ein orðaði það sem svo að þar hefði orðum verið breytt í gjörðir. „Það er ljóst að Ísland er í forystu, það er gaman að vera Íslendingur hér. Frumkvæði okkar í Reykjavík hefur borið ávöxt og segir okkur það að við getum án nokkurs vafa tekið forystuna í fleiri málaflokkum,“ segir Sigríður Dúna Kristmundsdóttir, framkvæmdastjóri ráðstefnunnar í Reykjavík, en hún kom til Litháen til að fylgja ráðstefnunni úr garði. Hún var ekki ein á ferð, tæplega fjörutíu konur og þrír karlar sátu ráð- stefnuna frá Íslandi og var það einn stærsti hópurinn. Voru íslensku full- trúarnir bæði frá fyrirtækjum sem unnið hafa að verkefnum sem áttu rót sína að rekja til Reykjavíkurráðstefn- unnar, og svo fulltrúar félagasamtaka og hins opinbera sem vinna að mál- efnum kvenna. Karlar auka hlut sinn „Mér finnst áberandi sú mikla ánægja og gleði sem hér ríkir. Tvennt finnst mér þó standa upp úr, og það er kraftur og gleði ungu kvennanna, sem munu vafalaust halda sinni vinnu áfram. Og svo fagna ég því auðvitað hve margir karlar eru hér, karlar verða að taka þátt í jafnréttisbarátt- unni, hún er ekkert einkamál kvenna. Karlar verða einnig að glíma við úr- eltar hugmyndir um hlutverk þeirra í samfélaginu og þeim hugmyndum verður að breyta ef við eigum að ná fram markmiðum okkar,“ sagði Sig- ríður Dúna og sagði til marks um auk- inn hlut karla að þeir væru nú nefndir í yfirskrift ráðstefnunnar (WoMen and democracy, KvenMenn og lýð- ræði). Sigríður Dúna tók fram að ráð- stefnan fælist ekki í því að norrænar konur kæmu kynsystrum sínum í Eystrasaltsríkjunum og Rússlandi til aðstoðar, hér væri fyrst og fremst um samstarf að ræða. Auðvitað yrði ekki fram hjá því litið að aðstæður væru allt aðrar í Eystrasaltsríkjunum og vissulega hægt að styðja við bakið á konum þar. En ýmiss konar samstarf og nýjar hugmyndir spryttu upp úr svo stórum samkomum sem þessari. Opnunarræðu ráðstefnunnar flutti frú Vaira-Vike Freiberga, forseti Lettlands, en hún hefur verið ófeimin við að ræða stöðu kvenna og það sem betur má fara í Eystrasaltsríkjunum. Í ræðu sinni nú lagði forsetinn áherslu á árangur ráðstefnunnar. „Í Reykjavík voru ýmis vandamál er tengjast ójafnrétti kynjanna skil- greind. Mörg lönd hafa gert áætlanir til að stuðla að jafnrétti kynjanna og allmörg alþjóðleg verkefni hafa verið sett á fót til að stuðla að jafnrétti hvað varðar efnahag, menningu og mennt- un í Evrópu.“ Þá gerði Freiberga konur og stjórnmál að umfjöllunarefni sínu. Varaði hún við því að jafnvel í fram- sæknustu ríkjum væri enn nokkuð í land og nefndi Norður- löndin sem dæmi um þetta. Þá fjallaði hún um breytinguna frá því að vera hluti Sovétríkj- anna og til sjálfstæðis. Minnti Freiberga á að þrátt fyrir að jafnrétti hefði verið í orði á tím- um Sovétríkjanna, hefði sú ekki verið raunin. Jafnrétti hefði reynst vera réttur til að sinna láglaunastörf- um, oft líkamlega erf- iðum störfum í verk- smiðjum. Enn sé afar hátt hlutfall einstæðra mæðra, sem berjist í bökkum og kenni sjálfum sér um harðræðið sem þær búi við. Stuðningur við fyrirtæki kvenna Ekki er útlitið þó með öllu svart, sagði Freiberga, og kvaðst fagna upp- gangi fyrirtækja í Eystrasaltsríkjun- um sem væru í eigu kvenna, smárra sem stórra fyrirtækja. Það tengist raunar einu aðalefna Reykjavíkur- ráðstefnunnar, sem var stuðningur við atvinnu- sköpun kvenna. Árangur þeirra verkefna var kynntur, m.a. fjölþjóðleg ráðgjöf og stuðningur við konur í atvinnulífi í Eystrasaltsríkjunum og lánaverkefni Norræna fjárfestingarbankans fyrir konur í rekstri. Jónína Bjartmarz þingmaður sat í undir- búningsnefnd stuðnings- verkefnisins fyrir Ís- lands hönd og segir hún reynsluna hafa verið góða, þótt ljóst sé að ýmsu þyrfti að breyta. Nefndi hún einkum tvennt, þá staðreynd að stór hluti kvennanna í Eystrasalts- ríkjunum hefðu ekki haft aðgang að tölvu en það hefði orðið til þess að ís- lensk fyrirtæki gáfu myndarlega tölvugjöf. Helsta hindrunin hefði þó verið vankunnátta á lagalegu um- hverfi og kerfinu í Eystrasaltsríkjun- um. Niðurstaðan hefði verið sú að reyna að þjálfa upp konur í ríkjunum sjálfum til að veita aðstoðina. „Þrátt fyrir þetta var árangurinn góður, sumar konurnar sögðu þessa utanað- komandi aðstoð hreinlega hafa breytt öllu til hins betra. Þá komust allnokk- ur viðskiptasambönd á og ekki má gleyma því að þessi vinna hefur ekki síður víkkað sjóndeildarhring þeirra íslensku kvenna sem tóku þátt í starf- inu en kvennanna í Eystrasaltsríkj- unum. Annað verkefni var kynnt, milljón evru lán Norræna fjárfestingarbank- ans til kvenna í atvinnurekstri í Eystrasaltsríkjunum en Bandaríkja- stjórn kom af stað svipuðu verkefni í Rússlandi. Norræni fjárfestingar- bankinn lánaði alls 44 fyrirtækjum og voru veitt millistór lán þar sem talið var að umsýsla lítilla lána yrði of flók- in fyrir þá banka sem störfuðu með Norræna fjárfestingarbankanum. Skemmst er frá því að segja að ár- angurinn var sönnun þess hve brýna nauðsyn bar til að veita slík lán, segir Siv Hellén, varaforseti bankans, en hann hefur hafið viðræður við banka í Ávöxtur Reykjavík- ur-ráðstefnunnar Vaira-Vike Freiberga Konur og lýðræði var yfirskrift fjölmennrar kvennaráðstefnu í Vilníus þar sem ræddur var árangur samnefndrar ráðstefnu sem haldin var í Reykjavík í október 1999. Á fjórða tug íslenskra kvenna var í Vilníus og Urður Gunnarsdóttir var meðal þeirra. FRÉTTIR 10 ÞRIÐJUDAGUR 19. JÚNÍ 2001 MORGUNBLAÐIÐ STUNDUM hverfur vonin, en svo kemur hún aftur,“ segir brosmild, gráhærð kona. Hún heitir Ona Gustiene og opnaði nýverið athvarf fyrir vændiskonur, sem snúa aftur til Litháens. Gustiene rekur einnig samtök, sem aðstoða menn við að leita uppi horfna ástvini, sem í allt of mörgum tilfellum eru ungar konur, sem horfið hafa sporlaust. Oftar en ekki er það síðasta sem af þeim fréttist, að þær hafi fengið loforð um vinnu á Vesturlöndum. Gustiene fær engin laun fyrir vinnu sína, en segist lifa af ellilíf- eyrinum. Það sem rekur hana áfram er hvarf dóttur hennar fyrir sex árum. Hún var í sumarfríi í Póllandi en ekkert hefur spurst til hennar síðan. „Ég veit ekki hvað komið hefur fyrir hana,“ segir Gustiene og tár koma í augun. Hún segist hafa fyllst skelfingu þegar hún hóf að leita að dótt- urinni fyrir sex árum og komst að því, hve margar ungar konur höfðu lent á glapstigum, ýmis vit- andi vits eða hreinlega verið rænt. Hún segist ekki lengur gera sér vonir um að finna dótturina, en einbeitir sér þess í stað að því að aðstoða þær stúlkur sem snúa aft- ur til Litháens. Hlusta ekki á neinn Fyrir tíu árum hefði það ekki hvarflað að nokkrum manni í Litháen, að eitt aðalumræðuefnið í fjölmiðlum erlendum sem inn- lendum yrði verslun með konur og vændi. En hrun efnahagsins leiddi óhjákvæmilega til þess, að ungt fólk leiddist út í glæpi, vonleysið er mikið og eykst jafnt og þétt. „Ég hef spurt þessar stúlkur hvernig ég eigi að tala við þær, til að koma í veg fyrir að þær leiðist út í vændi, en þær segja að það sé sama hvað reynt sé, þær muni ekki hlusta. Til þess að fá þær til að skilja alvöru málsins verðum við að fræða 12-13 ára stúlkur um hætt- una, annars er það hreinlega of seint,“ segir Gustiene. „Sumum stúlknanna finnst þetta spennandi og það er áberandi, að þær halda allar að þær muni vinna „Þær halda að þær sleppi“ Ona Gustiene aðstoðar litháískar stúlkur, sem teknar hafa verið fyrir vændi og sendar aftur til heimalandsins. Daiva Gridziuskaite og Ona Gustiene. Daiva er ein þeirra sjálfboðaliða sem starfar með Gustiene í nýopnuðu athvarfi fyrir vændiskonur. At- hvarfið er í niðurníddu bankahúsnæði í einu úthverfa Vilníus. Morgunblaðið/UG

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.