Morgunblaðið - 19.06.2001, Side 27

Morgunblaðið - 19.06.2001, Side 27
LISTIR 28 ÞRIÐJUDAGUR 19. JÚNÍ 2001 MORGUNBLAÐIÐ BÓKMENNTAVERÐLAUN Hall- dórs Laxness, sem Vaka-Helgafell stofnaði til í samráði við fjölskyldu skáldsins, verða veitt í fimmta sinn í haust. Efnt var til samkeppni um besta handritið að skáldsögu eða safni smásagna og var skilafrestur til 1. maí sl. Dómnefnd um verðlaun- in hefur nú lokið störfum. Alls bárust hátt í tuttugu handrit í keppnina og voru þau merkt dulnefni en rétt nafn höfundar látið fylgja með í lokuðu umslagi. Úrslit verða tilkynnt í haust, sama dag og verðlaunahand- ritið kemur út. Verðlaunin nema 500.000 krónum en venjuleg höfund- arlaun bætast við þá upphæð. Þá fær höfundurinn að auki sérstakan verð- launapening og skrautritað verð- launaskjal. Formaður dómnefndar var Pétur Már Ólafsson, bókmenntafræðingur og útgáfustjóri Vöku-Helgafells, en með honum í nefndinni sátu Ármann Jakobsson íslenskufræðingur og Kolbrún Bergþórsdóttir bókmennta- gagnrýnandi. Laxness-verðlaun Dómnefnd lýkur störfum FIMMTÁNDU tónleikar Jörgs E. Sondermanns þar sem hann flytur orgelverk Johanns Sebastians Bach verða í Breiðholtskirkju í kvöld kl. 20:30. Aðgangseyrir, kr. 900, rennur til Hjálparstarfs kirkjunnar. Á efnisskrá að þessu sinni eru: Kontrapunktur I og XI (úr Kunst der Fuge, BWV 1080), sex sálmfor- leikir (úr Neumeister Sammlung), Fantasía in Organo pleno um sálma- lagið Komm, Heiliger Geist Herre Gott (BWV 651), sálmforleikur á 2 Clav. et Pedale um sálmalagið Komm, Heiliger Geist Herre Gott (BWV 652), sálmforleikur in Organo pleno um sálmalagið Komm, Gott Schöpfer, Heiliger Geist (BWV 667) og Prelúdía og fúga í h-moll (BWV 544). Bach í Breið- holtskirkju TÓNLEIKARÖÐIN Bláa kirkjan á Seyðisfirði fer nú af stað fjórða sum- arið í röð. Fyrstu tónleikarnir verða á morgun, miðvikudag, kl. 20.30, en þá munu „heimamennirnir“ Einar Bragi Bragason, saxófón og flautu, Aðalheiður Borgþórsdóttir, söng- kona, Ágúst Ármann Þorláksson, hljómborð og harmonika og Jón Hilmar Kárason, gítar, leika íslenska djass- og popptónlist, o.fl. Tónleikar á Seyðisfirði Á SUMARTÓNLEIKUM í Lista- safni Sigurjóns Ólafssonar í kvöld koma fram þær Gerður Bolladótt- ir sópransöngkona og Júlíana Rún Indriðadóttir píanóleikari. Þær flytja sönglög eftir Samuel Barber, þar á meðal verkið „Knoxville: Summer of 1915“ sem er þekktasta söngverk þessa dáða bandaríska tónskálds, Þrjú lög ópus 2 og 4 lög ópus 13 en að auki flytja þær sex sönglög eftir Jórunni Viðar. Gerður Bolladóttir lauk burt- fararprófi undir handleiðslu Sig- urðar Demetz Franssonar árið 1995. Frá árinu 1995 til ársloka 2000 stundaði hún nám í við Há- skólann í Boomington í Indiana í Bandaríkjunum, þar sem aðal- leiðbeinandi hennar var Klara Barlow. Júlíana Indriðadóttir lauk ein- leikaraprófi árið 1989 frá Tón- skóla Sigursveins D. Krist- inssonar þar sem aðalkennari hennar var Brynja Guttorms- dóttir. Á árunum 1989–94 stund- aði hún framhaldsnám í Berlín undir leiðsögn prófessors Georg Sava. Eftir tveggja ára dvöl hér- lendis hélt Júlíana til náms til Bloomington, þar sem þær Gerð- ur hófu að vinna saman. Þar var Júlíana undir handleiðslu Jerem- ys Denks og Edwards Auers og lauk meistaragráðu árið 1998. Í dag vinnur Júlíana við kennslu, undirleik og kórstjórn í Reykjavík, en árið 1995 hreppti hún Tónvakaverðlaun Ríkis- útvarpsins. Hugljúf kímnigáfa einkennir tónskáldin Gerður Bolladóttir segir gaman að fást við lög Jórunnar Viðar og Samuels Barbers. „Þau eru bæði 20. aldar tónskáld og bæði mjög melódísk í verkum sínum. Við Júlíana vorum báðar við nám í Bloomington, Indiana og hlökkum til að flytja hér amerísk sönglög. Það er líka gaman að taka þessa tvo höfunda saman, því þau eru ekkert svo ólík, til dæmis er hug- ljúf kímnigáfa einkennandi fyrir þau bæði.“ Gerður var í sex ár í Bloomington og tók þátt í upp- færslum í óperustúdíói skólans. Þar söng hún meðal annars hlut- verk greifynjunnar í Brúðkaupi Fígarós; Margarítu í Faust og Sieglinde í Valkyrjunni. Ekki verður hægt að segja annað en að þetta sé óvenju fjölbreytt verk- efnaval og hlutverkin ólík. „Rödd- in er smám saman að leiðast út í að verða dramatísk. Kennarinn minn söng mikið Wagner og hafði áhrif á mig með það. Hún vildi að ég færi í út í óperusöng að námi loknu, en mér finnst ég meira vera að færast yfir í ljóðasönginn og hef alltaf haft mjög mikinn áhuga fyrir honum. Ég fór í leið- sögn í ljóðasöng hjá Alan Bennett sem er vel þekktur í þeirri grein í Bandaríkjunum. En kennarinn minn vildi ekki hlusta á ljóð; bara óperu. Ég er mjög ánægð með mig núna að halda ljóðatónleika, það er það sem mér þykir skemmtilegt að gera og sér- staklega gaman að geta sungið verk eftir amerískt tónskáld á Ís- landi.“ Gerður kom til landsins úr námi í nóvember í fyrra og er rétt búin að koma sér fyrir í ís- lensku samfélagi aftur. „En nú er kominn tími til að kynna sig hér heima. Annað verkefni í sumar verður að syngja á Hólahátíð í ágúst og þar ætla ég meðal ann- ars að syngja sönglög eftir Grieg.“ Tónleikarnir í Listasafni Sig- urjóns Ólafssonar hefjast klukkan 20.20 í kvöld og standa í um klukkustund, en kaffistofa safns- ins er opin að tónleikum loknum. Gaman að syngja amerísk sönglög Morgunblaðið/Arnaldur Júlíana Rún Indriðadóttir píanóleikari og Gerður Bolladóttir sópran. ♦ ♦ ♦ ♦ ♦ ♦ Í DAG kl. 15 verður hleypt af stokk- unum röð myndlistarsýninga í hús- næði Kvennasögusafns Íslands í Þjóðarbókhlöðu. Um er að ræða samstarfsverkefni Kvennasögu- safnsins, Landsbókasafns Íslands – Háskólabókasafns og 13 starfandi myndlistarkvenna. Hver sýning stendur í einn mánuð og er tvískipt. Annars vegar á Kvennasögusafninu sem er til húsa á fjórðu hæð í Þjóðarbókhlöðunni og hins vegar í anddyri Þjóðarbókhlöð- unnar. Fyrst til að sýna er Alda Sigurð- ardóttir. Hún lauk myndlistarnámi frá MHÍ árið 1993. Aðrar listakonur sem taka þátt í Fellingum eru Magnea Ásmunds- dóttir, Erla Þórarinsdóttir, Kristín Reynisdóttir, Harpa Björnsdóttir, Björg Örvar, Eygló Harðardóttir, Gerla, Hafdís Helgadóttir, Kristveig Halldórsdóttir, Guðrún Vera Hjart- ardóttir, Ólöf Nordal og Ósk Vil- hjálmsdóttir. Opnunartíma Kvennasögusafns- ins er milli klukkan 9 og 17 alla virka daga. Lokað verður vikuna 22. júní – 2. júlí vegna sumarleyfis. Sýning í Kvenna- sögusafni NORRÆNI menningarsjóðurinn samþykkti á fundi sínum í Umeå í Svíþjóð á dögunum úthlutun 11,6 milljóna danskra króna, eða jafnvirði 136,9 milljóna íslenskra króna til norrænna menningarverkefna. Þetta er fyrri úthlutun sjóðsins í ár og skiptist hún á 112 verkefni á Norðurlöndum og annars staðar. Íslensku verkefnin sem fá styrk að þessu sinni eru: Vestur-Norðurlönd 2002 – farlistasýning. Listasafnið á Akureyri fær 2,6 millj. kr. „Ungir lesendur – norrænir bókmenntadag- ar fyrir börn og unglinga“ – verða haldnir í Reykjavík nk. október, 1,5 millj. kr. „Börn í sögunni“ börn semja myndasögur, 1,7 millj. kr. „Hátíðatónleikarnir Ríma“ – Kamm- ersveit Reykjavíkur. Hátíðartón- leikar í tilefni 60 ára afmælis Hafliða Hallgrímssonar í janúar 2002. 1,1 millj. kr. „Listaverkefni fyrir börn og unglinga“ í Norður-Finnlandi, á Akureyri og Grænlandi. 2,9 millj. kr. „Norræn ráðstefna um höfundar- rétt“ verður haldin á Akureyri í ágúst. 900 þús. kr. Norrænir menningar- styrkir til Íslands ♦ ♦ ♦

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.