Morgunblaðið - 19.06.2001, Blaðsíða 20

Morgunblaðið - 19.06.2001, Blaðsíða 20
ÚR VERINU MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 19. JÚNÍ 2001 21 P & Ó Fótbolti, gleði, varðeldur og ball! RAFIÐNAÐARSAMBAND ÍSLANDS brýtur straum fyrir framförum Nánari upplýsingar: www.rsi.is Gleðilegt sumar hjá Rafiðnaðarsambandi Íslands MORGUNBLAÐINU hefur borist eftirfarandi fréttatilkynning frá Verðlagsstofu skiptaverðs: „Þann fyrsta júní sl. tóku gildi breytingar á lögum um stjórn fisk- veiða. Varðandi starfsemi Verðlags- stofu kemur fram sú viðbót að áður en flutningur aflamarks á skip á sér stað skal liggja fyrir staðfesting stof- unnar til viðkomandi útgerðar um að fiskverðssamningur milli áhafnar og útgerðar liggi fyrir og að samning- urinn uppfylli kröfur Verðlagsstofu um ásættanlegt fiskverð. Í lögum um Verðlagsstofu og úrskurðarnefnd sjómanna og útvegsmanna hefur komið inn sú viðbót að hafi samtök útvegsmanna og sjómanna komið sér saman um tiltekin markmið varðandi verðlagningu á fiski skuli Verðlags- stofa og úrskurðarnefnd sjómanna og útvegsmanna með störfum sínum og úrskurðum stuðla að því að þau markmið nái fram að ganga. Á vefsíðu sinni, verdlagsstofa.is, hefur Verðlagsstofa sett inn nokkra nýja valliði varðandi þessar breyt- ingar. Í vallið „spurningar og svör“ er leitast við að svara algengum spurningum varðandi nýjar vinnu- reglur. Í vallið „verð og þyngd“ gefur Verðlagsstofa vísbendingar um samband á milli mismunandi þyngd- ar og verðs fiskjar. Þær upplýsingar, sem eru settar fram í myndrænu formi, geta gagnast útgerð og áhöfn sem góð vísbending varðandi ákvörðun um fiskverð í samningi. Í vallið „markmið“ kemur fram hvert stefnir milli raunverulegs meðalfisk- verðs og þeirra markmiða sem kjarasamningar kveða á um varð- andi þorsk, ýsu og karfa. Í vallið „eyðublöð“ er nýtt eyðublað fyrir fiskverðsamninga sem fellur betur að nýjum verklagsreglum en fyrri blöð. Á vefsíðunni er jafnframt að finna sem fyrr upplýsingar um fisk- verð eftir tímabilum og veiðarfær- um, lög um Verðlagsstofu og fl.“ Breytingar hjá Verð- lagsstofu SKIPTAR skoðanir eru hjá hags- munaaðilum um tillögur nefndar, sem sjávarútvegsráðherra skipaði til að gera samanburð á starfsum- hverfi sjó- og landvinnslu, en greint var frá áliti hennar fyrir helgi. Óskar Þór Karlsson, formaður Samtaka fiskvinnslustöðva án út- gerðar, segir að skýrslan sé al- mennt jákvæð en eftir eigi að sjá útfærslu á ýmsum hlutum, eins og til dæmis uppboði á óunnum fiski áður en hann sé fluttur úr landi og skyldu sjóvinnslu til að vigta allan afla inn á vinnslulínur. „Við höfum margsinnis bent á það að sambæri- leg skilyrði verða að ríkja á sjó og í landi að þessu leyti,“ segir hann og bætir við að landvinnslan sé ekki alltaf samkeppnisfær í verði, þó hún sé það oftast. „Útgerð- armenn hafa bent á þau rök að vigtun fylgi mikill kostnaður en að okkar mati á hann ekki að þurfa að sliga. Að uppfylla kröfur fylgir kostnaður og við teljum þetta eðli- legar kröfur miðað við þær kröfur sem gerðar eru í landvinnslunni og þær veita sjálfsagt aðhald.“ Að sögn Óskars Þórs er tillaga þess efnis að breyta svonefndri 3% reglu varðandi ís í keyptum afla í 7% mjög jákvæð. „Þetta stuðlar að bættum gæðum hráefnis því þá geta dagróðrabátar kælt fiskinn aðeins betur og 3% er nánast eng- in kæling,“ segir hann og bætir við að SFÁÚ hafi kvartað yfir þessu árum saman. „Við fögnum áherslunni varðandi hvalveiðar og vonandi hefjast hrefnuveiðar ekki seinna en næsta vor,“ segir Óskar Þór. „Það er í raun og veru skelfilegt að hafa þurft að búa við það ástand um árabil að hafa ekki mátt nýta sjálf- bæra hvalastofna hér við landið, sem ganga svo hart í samkeppni við fiskistofnana.“ Tvískinnungur Sævar Gunnarsson, formaður Sjómannasambands Íslands, segir að eðlilegt hefði verið að sjómenn hefðu átt fulltrúa í nefndinni, en ekkert nýtt sé í tillögu um rafrænt uppboð á óunnum fiski áður en hann sé fluttur úr landi. Eins sé ákveðin þversögn í þessu og nær væri að hafa allan fisk markaðs- tengdan. „Af hverju tekur þetta fólk ekki af skarið og segir að bjóða eigi upp allan fisk á inn- lendum mörkuðum?“ Hann segir að það sé af hinu góða að reyna að fá allan undir- málsfisk að landi, því ná þurfi utan um hvað mikið sé drepið af fiski til að geta vitað um hlutina, en vigtun á aflanum um borð sé ekki eins einföld og fram komi enda hafi Guðrún Lárusdóttir skilað séráliti um þetta atriði. Hins vegar sé Fiskistofa að vinna að þessum mál- um og ekkert mæli gegn því að hafa sem ábyggilegastar upplýs- ingar um allan afla. „Það er af hinu góða en fólk verður að vera sjálfu sér samkvæmt í tillögunum.“ Varð- andi hvalveiðarnar segir Sævar að þær þurfi vart að ræða. „Mér finnst að hvalveiðar hafi átt að hefjast fyrir lifandi löngu og þá er ég ekki bara að tala um hrefnu- veiðar.“ Hann segir að veiðarnar verði samt að vera undir vísinda- legu eftirliti en vinna þurfi verð- mæti úr hvalnum og koma í veg fyrir „að hann éti okkur út á gadd- inn. Því tek ég heils hugar undir allar hugmyndir um að hefja hval- veiðar strax.“ Út fyrir alla skynsemi Friðrik J. Arngrímsson, fram- kvæmdastjóri Landssambands ís- lenskra útvegsmanna, segir að nýt- ingarstuðullinn sem miðað sé við við vinnslu úti á sjó sé í góðu lagi og endurspegli vel raunveruleik- ann og hann trúi því ekki að óreyndu að nefndin hafi ekki rætt við Rannsóknastofnun fiskiðnaðar- ins um þennan þátt, en Rf. hafi mesta þekkingu á þessum málum. Hann segir það heldur ekki góð vinnubrögð að leita eingöngu til fyrirtækja sem hafi beina hags- muni að því að selja búnað í skipin án þess að geta um kostnað. „Auð- vitað eiga nýtingarstuðlar og upp- lýsingar sem lagðar eru til grund- vallar kvótanum að vera sem réttastar en að ætla að skikka menn í einhverjar lausnir sem eru ekki framkvæmanlegar nema með óheyrilegum kostnaði til að leysa eitthvað sem virðist vera í góðu lagi þá er þetta komið út fyrir alla skynsemi.“ Í máli Friðriks kemur fram að auðvitað eigi að selja fiskinn þar sem hæsta verðið fáist fyrir hann en aðalatriðið sé að upplýsingar um framboð á hverjum tíma liggi fyrir. Ef einhver innanlands geti greitt sambærilegt eða hærra verð en kaupendur erlendis fái hann fiskinn enda sé verið að leitast við að selja fiskinn á sem hæstu verði. Hins vegar hafi menn ekki verið samkeppnisfærir innanlands og því sé fiskurinn seldur erlendis. Varðandi undirmálsfiskinn segir Friðrik að leggja verði allt í söl- urnar til að stöðva brottkastið en gæta verði þess að auka ekki ásóknina í smáfiskinn og því sé þetta mjög tvíbent. En hann tekur undir að hvalveiðar hefjist strax. „Við höfum margoft lagt til að hvalveiðar hæfust og það er ein- dregin ósk okkar að þær hefjist sem fyrst.“ Trúverðugari fiskveiðistefna Arnar Sigurmundsson, formaður Samtaka fiskvinnslustöðva, segir ákveðinn feng að skýrslunni þó sumt sé gamalt vín á nýjum belgj- um. Aðalatriðið sé að verið sé að reyna að taka á brottkastsmálinu og nefndin hafi látið vinna það fyr- ir sig. Tillögurnar í þeim efnum séu vissulega til bóta og þær ýti undir það að fiskveiðiráðgjöfin verði byggð á traustari grunni. Í öðru lagi segir Arnar mjög eðlilegt að láta vigta afla inn á vinnslulínur frysti- og fullvinnslu- skipa með sambærilegum hætti og gert sé í landi. Aftur á móti snúist málið um kostnað og því sé sjálf- sagt að byrja sem fyrst á því að gera tilraun á takmörkuðum fjölda skipa og sjá hverjar niðurstöður verða áður en ráðist yrði í þessa framkvæmd. Málið hafi lengi verið í umræðunni og margir í fisk- vinnslu í landi haldið því fram að þetta þyrfti að gerast með sam- bærilegum hætti úti á sjó og í landi en spurningin væri um kostn- að. Eftirlitsmenn væru um borð í mörgum skipanna og ekki mætti gleyma því að mörg þessara fyr- irtækja væru bæði í fiskvinnslu á landi og úti á sjó. „En allt snýst þetta um að gera fiskveiðistefnuna trúverðugari,“ segir hann. Í tillögunum er er gert ráð fyrir að reglum um ís í keyptum afla sé breytt úr því að vera fastur 3% frádráttur í allt að 7%. Arnar segir að þetta sé gæðavandamál og ágætt sé að tekið sé á því. Arnar segir að í nokkur ár hafi verið ályktað um tillögu um að bjóða gáma- og siglingafisk á inn- lendum mörkuðum, eins og nefnd- armenn leggi til. Tilraun hafi verið gerð upp úr 1990 þegar aflamiðlun hafi verið sett á fót og tillagan þýði, gangi hún eftir, að útgerð- armaðurinn hafi eftir sem áður síð- asta orðið varðandi ráðstöfun aflans. „Ég held samt að það sé sjálfsagt að reyna þetta og við höf- um til margra ára tekið undir það að það væri eðlilegt að bjóða fisk- vinnslunni í landi að bjóða í þenn- an afla áður en hann er fluttur óunninn úr landi, “ segir Arnar. Hann bætir við að svo virðist sem innlendir fiskmarkaðir séu í lang- flestum tilvikum sambærilegir í verði og erlendir markaðir og gangi þetta eftir leiði það vonandi til þess að menn muni í auknum mæli selja fisk á innlendum mörk- uðum. Eins gæti þetta leitt til þess að útlendingar kæmu meira á inn- lendu markaðina. Eðlileg skref hafa verið stigin með því að fara inn í Alþjóða hval- veiðiráðið, að mati Arnars. Svo sýnist sem það styttist í að hefja hvalveiðar í takmörkuðum mæli en ákaflega þurfi að vanda til verka í þeim efnum, því fiskurinn í sjónum sé takmörkuð auðlind. Tillögur nefndar sjávarútvegsráðherra um breytingar á starfsumhverfi sjó- og landvinnslu Skiptar skoðanir
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.