Morgunblaðið - 19.06.2001, Síða 2

Morgunblaðið - 19.06.2001, Síða 2
LÖGREGLAN í Reykjavík og mið- borgarstjórn hafa lagt til við borg- arráð að afgreiðslutími skemmti- staða í miðborginni verði styttur. Afgreiðslutíminn hefur verið frjáls á afmörkuðu svæði í miðborginni en ákvæði um það var sett í tilrauna- skyni. Tilraunatímabilið rennur út 1. júlí nk. Geir Jón Þórisson, yfirlögreglu- þjónn í Reykjavík, sagði í samtali við Morgunblaðið í gær að ástandið í miðborginni um helgina hefði ver- ið heldur verra en venja er til þegar 17. júní er haldinn hátíðlegur. Samkvæmt upplýsingum frá lög- reglu eltu hundruð ungmenna pilt upp Hverfisgötuna skömmu eftir miðnætti aðfaranótt sunnudags. Geir Jón segir að komið hafi til átaka milli hóps ungmenna af as- ísku bergi brotin og annarra ung- menna á Lækjartorgi. Ekki sé vitað hvernig átökin hófust en pilturinn hafði sveiflað um sig hafnarbolta- kylfu í átökunum. Hann lagði síðan á flótta en þá greip um sig múgæs- ing. Pilturinn var handsamaður og vistaður í fangageymslum um stund. „Það hefði getað farið illa. Við vitum ekki hvað hefði gerst ef hópurinn hefði náð piltinum,“ sagði Geir Jón. Hann segir fleiri dæmi um átök milli asískra ungmenna og annarra ungmenna eftir miðnætti. Miðað við þessi atvik sé þó ekki hægt að draga þá ályktun að ofbeldi gagn- vart útlendingum eða fólki af er- lendum uppruna sé að aukast. Lög- reglan muni þó kanna nánar hvort slík þróun sé að verða. Ofbeldið harðnar þegar líður á morguninn Um kl. 6.20 voru þrír menn á þrí- tugsaldri handteknir eftir að þeir réðust á lögreglumann á frívakt í Hafnarstræti. Maðurinn féll í göt- una en mennirnir spörkuðu þá í hann. Maðurinn var fluttur á slysa- deild en reyndist ekki alvarlega slasaður. Tveir menn um tvítugt voru handteknir nokkru síðar eftir að þeir réðust á karlmann á fimm- tugsaldri. Á Vegamótastíg var maður sleginn með bjórkrús í and- litið. Hann skarst allnokkuð og var fluttur á slysadeild. Árásarmanns er leitað en lögregla veit hver hann er. Lögregla segir að nokkuð hafi verið um hópamyndun og átök á milli hópa aðfaranótt sunnudags. Enginn hefði þó slasast alvarlega. Geir Jón sagði ekki merki um að ofbeldi sé að aukast í miðborginni. Þó sé ljóst að ofbeldið verði harðara þegar líður undir morgun. Sumir hafi þá verið að drykkju í 1–2 sólar- hringa og einhverjir séu undir áhrifum annarra efna en áfengis. Hann segist vera þeirrar skoðunar að ekki gangi að hafa afgreiðslu- tíma veitingastaða frjálsan, alltént ekki í miðborginni. „Við erum samt ekki að óska eftir því að öllum stöð- unum verði lokað á sama tíma,“ sagði Geir Jón. Hugmyndir lög- reglunnar gangi m.a. út á það að ekki sé hleypt inn á skemmtistaði eftir klukkan fimm en staðirnir geti þó verið opnir lengur og jafnvel veitt áfengi áfram. Fáir hafa opið lengur en til fimm Kristín Einarsdóttir, fram- kvæmdastjóri miðborgar, sagði í samtali við Morgunblaðið í gær að miðborgarstjórnin hefði lagt til við borgarráð Reykjavíkur að veitinga- og skemmtistöðum yrði ekki leyft að veita áfengi lengur en til klukk- an fimm um helgar. Staðirnir gætu þó verið opnir lengur. Hún sagði aðspurð að nokkuð hefði verið kvartað undan löngum afgreiðslutíma, m.a. hafi kaupmenn sem hafa verslanir sína opnar um helgar og aðilar í ferðaþjónustu lýst óánægju sinni. Kristín sagði dæmi þess að ráðist hefði verið á fólk í verslunum snemma morguns og ferðamenn í göngutúrum um miðbæinn hafi mætt fólki í ýmsu ástandi. Þá hafi hreinsun miðbæj- arins stundum tafist af þessum sök- um. Kristín sagði að þrátt fyrir að af- greiðslutíminn hefði verið gefinn frjáls hefðu í raun örfáir veitinga- menn haft opið eftir klukkan fimm. Breytingin myndi því væntanlega ekki hafa áhrif á mjög marga. Kristín sagði marga íbúa í mið- borginni hafa verið ánægða með frjálsan afgreiðslutíma. Með því hefði tekið fyrir hinn mikla mann- söfnuð sem jafnan myndaðist strax eftir lokun skemmtistaða. Hún von- ast til þess að lokun staðanna klukkan fimm verði ekki til þess að það ástand skapaðist aftur í mið- borginni. Lögreglan í Reykjavík og miðborgarstjórn Lagt til að afgreiðslutími veitingastaða verði styttur Morgunblaðið/Árni Sæberg Á milli 25 og 30 þúsund manns voru saman komin í miðbænum að kvöldi 17. júní en yfir daginn var fjöldinn á milli 15 og 20 þúsund. Þjóðhátíðin fór vel fram fram eftir kvöldi, en lögreglan segir að ástandið hafi verið verra um helgina en á þjóðhátíð undanfarin ár. FRÉTTIR 2 ÞRIÐJUDAGUR 19. JÚNÍ 2001 MORGUNBLAÐIÐ Fylgstu með nýjustu fréttum www.mbl.isHilmar Þórlindsson fer til Modena á Ítalíu / B1 KR-ingar lögðu topplið Keflavíkur / B3 12 SÍÐUR48 SÍÐUR Sérblöð í dag Á ÞRIÐJUDÖGUM SÓLVEIG Steinsson, formaður Þroskaþjálfafélags Íslands, segir að hún sé nokkuð bjartsýn vegna samn- ingaviðræðna þroskaþjálfa við launa- nefnd sveitarfélaga en hins vegar gefi ekkert tilefni til bjartsýni eftir við- ræður við Reykjavíkurborg. Fundað var hjá ríkissáttasemjara í gær. Annar fundur þroskaþjálfa og launanefndar sveitarfélaga frá því að samningurinn var felldur fyrr í þess- um mánuði var haldinn í gær. „Á fundinum var farið yfir stöðuna og reynt var að átta sig á því hvað bæri í milli og hvort og hvernig hægt væri að mæta því. Okkur greinir á um ým- islegt en mér heyrist að það sé vilji til að mæta því og ég er frekar bjart- sýn,“ sagði Sólveig. Spurð um fundinn við Reykjavíkur- borg sagði Sólveig; „Það er varla hægt að greina neitt frá honum og það kom ekkert út úr honum. Það er ekkert sem gefur tilefni til að vera sérstaklega bjartsýn.“ Að sögn Sól- veigar er boðað til samningafundar við Reykjavíkurborg á miðvikudag en á föstudag er boðað til samningafund- ar við launanefnd sveitarfélaga. Þroskaþjálfar halda útifund í Laugardal Þroskaþjálfar efna til útifundar í dag, 19. júní. Fundurinn verður við þvottalaugarnar í Laugardal og hefst klukkan 17. Ávörp flytja Sólveig Steinsson, for- maður Þroskaþjálfafélags Íslands, Björk Vilhelmsdóttir, formaður BHM, Halldór Gunnarsson, formað- ur Þroskahjálpar, Ottó B. Arnar, varaformaður Átaks, Margrét Rík- harðsdóttir þroskaþjálfi og fulltrúar foreldra, Bryndís Ísaksdóttir og Jón Torfi Jónsson. Þórarinn Eldjárn flyt- ur ljóð og Anna Hugadóttir verður með tónlistaratriði. Fundarstjóri verður Sigmundur Ernir Rúnarsson. Betri tónn í viðræðum við launa- nefnd sveit- arfélaga Kjaradeila þroskaþjálfa ♦ ♦ ♦ LEIKTÆKIÐ risabox var eitt þeirra sjö uppblásnu leiktækja fyrir börn í Hljómskálagarðinum á þjóðhátíðar- daginn 17. júní. Skátafélag Reykjavíkur og Skáta- land sáu um tækin og segist Sigfús Kristjánsson ekki telja slík tæki slæmt fordæmi þótt hnefaleikar séu bannaðir hér á landi og ekki hættu- legt. „Allir þátttakendur voru með hlífð- arhjálma en auk þess voru boxhansk- arnir mjög mjúkir og á stærð við sex ára barn. Ég get fullvissað foreldra og forráðamenn um að risaboxið, sem og önnur upplásin tæki, eru ekki hættu- leg börnum. Þá má ennfremur geta þess að tveir gæslumenn voru til stað- ar við hvert uppblásið tæki.“ Box fyrir börn í Hljómskála- garðinum

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.