Morgunblaðið - 19.06.2001, Blaðsíða 28

Morgunblaðið - 19.06.2001, Blaðsíða 28
MENNTUN MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 19. JÚNÍ 2001 29 ÞAÐ er ekki nóg að kenna umnáttúruna af bókum, mynd-böndum eða af Netinu. Viðverðum að fara út til að mynda tengsl, skoða og átta okkur á undrum náttúrunnar og hvernig hún tengist manninum órjúfanlegum böndum,“ segir Sigrún Helgadóttir náttúrufræðingur og kennari við Sel- ásskóla en hún hlaut viðurkenningu nokkurra náttúru- og umhverfis- verndarsamtaka nýverið á degi um- hverfisins. Selásskóli hlaut einnig umhverfis- viðurkenningu umhverfisráðuneytis- ins fyrir framúrskarandi starf og þró- un umhverfisfræðslu. Úthlutunarnefnd samtakanna taldi að það uppeldis- og mannræktarstarf sem Sigrún hefur unnið væri mjög mikilvægt og verðskuldaði viður- kenningu. Þetta hefði hún gert um langt skeið, fyrst sem landvörður og frumherji í þjóðgarðsmálum, og síð- ari ár með margvíslegri fræðslu um umhverfis- og náttúruverndarmál, nú síðast með því að útbúa námsefni og kenna kennurum að annast úti- kennslu og umhverfismennt fyrir grunnskóla- og leikskólabörn. Byrjaði með útikennslu Sigrún hóf störf við Selásskóla í Reykjavík á vormisseri 1998. Þar skipulagði hún umhverfisstefnu og útikennslu sem hófst haustið 1998. Þetta er nú viðurkennt þróunarverk- efni og er Selásskóli móðurskóli fyrir umhverfismennt og útikennslu þar sem allir 440 nemendur skólans hljóta markvissa kennslu í fræðunum. Í útikennslunni, sem er ólík eftir aldurshópum, kanna nemendur Sel- ásskóla umhverfi skólans síns með því að stunda m.a. veðurathuganir og smádýraleit, kanna Elliðaárdalinn og sögu hans, kynna sér jarðfræði, skoða hraun og jarðlög umhverfis skólann og velta fyrir sér fjöllum við sjón- deildarhringinn. Þau tileinka sér sorpflokkun og stunda endurvinnslu með safnkassa. Haustið 1999 fékk Selásskóli styrk frá menntamálaráðuneytinu til að gera tilraunir með umhverfismennt og útikennslu þar sem Sigrún hefur lagt áherslu á samþættingu úti- kennslu og upplýsingatækni, en Sig- rún segir útikennslu snúast um skiln- ing á náttúrunni með beinni skynjun. Hefur þetta starf borið góðan árang- ur og á vordögum var opnuð vefsíðan Sólskin, www.solskin.is, í tengslum við útikennsluna í Selásskóla. Börnin sem nú eru að vaxa úr grasi eru inniverur ólíkt fyrri kynslóðum sem voru allan liðlangan daginn undir beru lofti. Nýjar kynslóðir barna eru tölvubörn sem leika sér inni, læra inni og eru inni í skólanum sínum. Áhersl- an í skólastofunni er núna upplýs- ingatækni, að kenna börnum að nota Netið til að draga að sér þekkingu og raða í heilsteypta mynd. Þetta helst svo í hendur við annan þátt sem hefur verið minna í sviðsljósinu: útikennslu og umhverfismennt, en þar fer ein- mitt frumöflun upplýsinga fram. Vinna þarf bug á skeytingar- leysi gagnvart náttúrunni Sigrún stundaði nám í umhverfis- fræðum við Edinborgarháskóla í Skotlandi og hefur kynnt sér þau í öðrum löndum m.a. í Kanada. Hún hefur kennt námskeið í Kennarahá- skólanum, þýtt bækur um þessi efni og núna kennir hún börnum í sam- ræmi við framkvæmdaáætlun stjórn- valda í umhverfismálum um sjálf- bæra þróun og aðalnámskrá um að efla umhverfisvitund barna. „Umhverfismenntun er bæði að öðlast þekkingu á náttúrunni og reynslu. Hún snýst um að skilja hana og að breyta hegðun sinni og einmitt þess vegna er útikennsla mikilvæg,“ segir Sigrún og bætir við að málið sé að vinna bug á skeytingarleysinu gagnvart náttúrunni og að koma fram við hana af virðingu. Tvær kennsluaðferðir í umhverfis- mennt hafa verið mest áberandi síð- ustu áratugi eftir að umhverfisvakn- ing fór að verða meðal vestrænna þjóða. Önnur er að leggja áherslu á vandamálin og að auðlindir jarðar séu í hættu. Fræðslan er neikvæð og áróðurinn hræðslukenndur. Hin að- ferðin felst í því að mennta fólk á já- kvæðan hátt um umhverfi sitt með svo kallaðri náttúrutúlkun. Hún felst í því að njóta náttúrunnar og styrkja tengslin við hana með væntumþykju. Hugmyndin er að ef það tekst komi það af sjálfu sér að bera virðingu fyrir henni og að fara vel með hana. Sigrún segist starfa eftir þeirri síð- arnefndu og segir löngu tímabært að koma þeirri stefnu inn í skólana. „Umhverfismennt er forsenda sjálf- bærs samfélags en það er yfirlýst stefna alls heimsins að stunda sjálf- bæra þróun og að eyðileggja ekki um- hverfið fyrir komandi kynslóðum,“ segir Sigrún en hún hefur nú tekið við nýju og spennandi verkefni sem verk- efnisstjóri Grænflaggsins, verkefnis sem miðar að því að efla fræðslu um umhverfismál og vistvernd í daglegu skólastarfi. Litlir grúskarar í fjörunni Umhverfisráðherra og Landvernd standa að verkefninu ásamt tólf grunnskólum og er Selásskóli einn þeirra. Þeir skólar sem uppfylla sett- ar reglur Grænflaggsins fá heimild til að flagga græna flagginu en til þess þurfa skólarnir að hafa tekið a.m.k. sjö skref til bættrar umhverfisstjórn- unar. Útikennsla er sá hluti umhverf- ismenntunar að öðlast reynslu af náttúrunni og að læra af eigin mætti að umgangast hana og þekkja. „Þjóðfélagið hefur breyst. Börn voru áður úti við í samfélagi við full- orðna, dýr og náttúru, en núna eru þau inni í einangruðum heimi. Upp- lýsingatæknin ýtir í raun enn á það að vera inni. Áður voru litlu grúskararn- ir í fjörunni og í skurðum úti í móa en núna eru þeir á Netinu. Útivistin er orðin munaður og börn eiga jafnvel í erfiðleikum með að ganga úti í nátt- úrunni,“ segir Sigrún og vísar í reynslu sína af útikennslu og orð fjöl- margra kennara sem segja börn sí- fellt hafa minna úthald og þol. „For- eldrar eru farnir að keyra börn til og frá skóla, jafnvel þó vegalengdin sé sára stutt og börnin hafa gleymt því hvernig er að ganga – þau þurfa þess ekki með lengur. Það er engum greiði gerður með þessu. Útivist er ekki bara góð til kennslu heldur líka fyrir líkama og sál. Hún er forvörn og heilsubót, eða hversu margir hafa ekki góða reynslu af því að fara í göngutúr þegar þeim líður illa?“ Hún bendir einnig á að nágranna- þjóðir okkar hafi t.d. uppgötvað að sterkasta leiðin til að styrkja sam- hygð með nýbúum og innfæddum og vinna bug á félagslegum vandamálum sé að leggja áherslu á útikennslu og mennta börnin um það sem þau eiga vissulega sameiginlegt, þe. nánasta umhverfi. Heimaslóðirnar eru líka merkilegar Kennsluaðferðir Sigrúnar byggjast á að börnin læri að fylgjast með dýr- um og plöntum í heimkynnum sínum í stað þess að stoppa þau upp eða slíta upp og færa þau inn í skólastofuna. Þau læra um fæðukeðjuna og vist- kerfin með beinni reynslu, þau fara til þeirra og njóta þeirra þar sem þau eru og læra um leið að virða þau í stað þess að taka sýni og henda þeim síð- an. Þau spyrja: hvað eru þau að gera, hvernig lifa þau, með hverjum og hvernig erum við háð þeim? Hugar- farið er að taka ekki meira en þarf og fara vel með það. „Umhverfismennt er líka upplifun og reynsla,“ segir Sigrún, „hún miðar að því að sýna krökkunum fram á að staðurinn sem þau búa á er líka merkilegur staður. Fjöllin í kringum þau voru líka eldfjöll og það hafa líka runnið hraun í þeirra heimabyggð eins og Vífilsfell og Hengill eru til marks um. Í Rauðavatni eru líka jök- ulmenjar og meira að segja steinarnir á skólalóðinni eiga sér ólíkan upp- runa.Útikennslan er líka til að leið- rétta aðra kennslu, kenna vinnubrögð og veita nauðsynlega þjálfun, það er ekki nóg að kenna um náttúruna af bókum, myndböndum eða af Netinu. Við verðum að fara út til að mynda tengsl, skoða og átta okkur á því leik- riti sem náttúran er,“ segir Sigrún. „Útikennslan þarf að vera hluti af daglegu lífi. Jákvæð umhverfismennt byggist á náttúrufræðikennslu og þarf bæði að miða að því að kenna nauðsynlega náttúrufræði og því að efla virðingu fyrir náttúru og um- hverfi með beinni reynslu,“ segir Sig- rún en bendir jafnframt á að úti- kennslan nýtist í flestum náms- greinum, t.d. megi á einfaldan hátt tengja stærðfræði og rökhugsun, samfélagsfræði og sögu inn í um- hverfismenntunina. „Í upplýsingasamfélaginu þarf að kenna börnum að afla upplýsinganna í samfélaginu og náttúrunni og miðar útikennslan einmitt að því að þjálfa þau í því, þessvegna er brýnt að sam- þætta hana annarri kennslu og dag- legu lífi. Áherslan á að vera á náttúr- una sjálfa, hve merkileg hún er og hve háð við erum henni. Úrbæturnar koma í kjölfarið með aukinni fræðslu og skilningi þessara barna sem læra að taka tillit og bera umhyggju fyrir náttúrunni.“ Morgunblaðið/Arnaldur Sigrún Helgadóttir segir betri umhverfisvitund barna og fullorðinna skila sér í breyttri hegðun og aukinni tillitssemi í garð náttúrunnar. Samband manns og náttúru  Börnin sem eru að vaxa úr grasi eru inni- verur ólíkt foreldrunum.  Útikennsla snýst um skilning á nátt- úrunni með beinni skynjun. Umhverfismennt/ Börn í Selásskóla læra að taka tillit og bera umhyggju fyrir náttúrunni. Skólinn er móðurskóli fyrir umhverf- ismennt og útikennslu og hljóta allir 440 nemendur skólans markvissa kennslu í fræðunum. Jóhanna K. Jóhannesdóttir talaði við Sigrúnu Helgadóttur sem nýlega hlaut viðurkenningu fyrir störf sín og fræðslu um umhverfis- og náttúruverndarmál.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.