Morgunblaðið - 19.06.2001, Side 49

Morgunblaðið - 19.06.2001, Side 49
DAGBÓK 50 ÞRIÐJUDAGUR 19. JÚNÍ 2001 MORGUNBLAÐIÐ MORGUNBLAÐIÐ, Kringlunni 1, 103 Reykjavík. SÍMAR: Skiptiborð: 569 1100. Auglýsingar: 569 1111. Áskriftir: 569 1122. SÍMBRÉF: Ritstjórn: 569 1329, fréttir 569 1181, íþróttir 569 1156, sérblöð 569 1222, auglýsingar 569 1110, skrifstofa 568 1811, gjaldkeri 569 1115. NETFANG: RIT- STJ@MBL.IS, / Áskriftargjald 2.100 kr. á mánuði innanlands. Í lausasölu 165 kr. eintakið. Víkverji skrifar... VÍKVERJI er einn af þeim fjöl-mörgu sem vötnin seiða til sín á fögrum sumarkvöldum, það er hans leið til þess að upplifa náttúruna og sækja sér orku eftir langan dag fyrir framan tölvuskjáinn. Menn sem stunda flugu- og stangveiði í vötnum nálægt höfuðborginni eiga fátt ann- að sameiginlegt en veiðiskapinn og náttúrudýrkunina og góða skapið. Framkvæmdastjóri farsímafyrir- tækisins hikar ekki við að leita ráða um val á flugu hjá vörubílstjóranum, allur stétta- eða félagslegur munur þurrkast út, hann á ekki heima við vötnin. Þessu fylgir mikill léttir og öll samskipti verða auðveldari. Ís- lenskir karlmenn eru svo sem ekki frægir fyrir að taka tal saman ef þeir þekkjast ekki en við vötnin taka þeir hamskiptum og hika ekki við að taka næsta mann tali og setjast kannski niður á bakkann með ókunnugum og skeggræða við hann langa stund. Reynsla Víkverja af ótalmörgum stundum við vötnin er sú að það megi nánast heita regla að veiðimenn séu kurteisir, hjálpsamir og viðræðugóð- ir og hinir bestu félagar. Þannig virðist þetta áhugamál og náttúran oft og tíðum laða fram allt hið besta í mönnum og skiptir litlu hvort sólin gyllir vötnin þann daginn eða ekki. x x x SEM betur fer er stutt í mörg góðvötn fyrir þá sem búa á höfuð- borgarsvæðinu ef skjótast á með stöng að loknum vinnudegi. Elliða- vatn og Vífilsstaðavatn eru innan seilingar og litlu lengra að skjótast upp að Kleifarvatni eða á Þingvöll. Vatnaveiði er almennt ódýrt sport. Víkverji bregður sér oft upp að Elliðavatni kvöld og kvöld. Um gjald fyrir veiði í Eilliðavatni er allt gott að segja, því er stillt í hóf og þar er til dæmis ókeypis fyrir börn, eldri borgara og fatlaða og hafa raunar verið reistar sérstakar bryggjur sem auðveldar fötluðum veiðiskapinn. Eini gallinn er sá að þar eru bara seldir heilir stangardagar en ekki hálfir. Víkverji hefur heyrt að mörg- um finnst það dálítið súrt í broti þar sem mjög algengt er að menn veiði bara stuttan part úr degi eða tvo til þrjá tíma að kvöldi en þurfa engu að síður að greiða fyrir heilan dag. Lík- lega fælir þetta menn frá því að skjótast stutta ferð upp að Elliða- vatni og er það miður því vatnið og umhverfi þess er heillandi vin fyrir borgarbúa. x x x VÍKVERJI hefur ekki farið var-hluta af af gengissigi íslensku krónunnar. Bensínið hefur hækkað jafnt og þétt og þegar Víkverji leigði sér myndbandsspólu í hverfissjopp- unni um daginn hafði verðið hækkað um 30% á einu bretti. Við því var svo sem ekkert að segja, verðið hafði verið óbreytt um langa hríð þannig að hækkunin var líklega fyllilega eðlileg. Fólk kvartar skiljanlega undan lækkun gengisins og hækk- andi verðlagi sem jafngildir rýrnandi kaupmætti. En á hverju máli eru tvær hliðar: Víkverji ræddi um dag- inn við kunningja erlendis sem hefur lifibrauð sitt af því að selja útlend- ingum ferðir til Íslands. Kunninginn var allur hinn hressasti með geng- isbreytingarnar og sagði markaðs- starf og sölu ganga mun betur en áð- ur. Ísland væri ekki lengur jafndýrt land að sækja heim og bjartara yfir öllu. 6 8 11 15 22 1 24 12 3 10 17 21 4 9 13 18 23 14 5 19 7 20 2 16 LÁRÉTT: 1 fress, 4 fuglar, 7 hvelfda, 8 niðurgangur- inn, 9 veiðarfæri, 11 pen- inga, 13 kraftur, 14 lærir, 15 Ísland, 17 fljót, 20 kona, 22 á kú, 23 knappt, 24 leturtákn, 25 óbeit. LÓÐRÉTT: 1 haltra, 2 glennir upp munninn, 3 svelgurinn, 4 raup, 5 kústur, 6 vitlausa, 10 gufa, 12 elska, 13 slöngu, 15 hugmyndarík- ur, 16 gerjunin, 18 geð- vonska, 19 virðið, 20 skjótur, 21 þyngdarein- ing. LAUSN SÍÐUSTU KROSSGÁTU: Lárétt: 1 nærklæðin, 8 grind, 9 tælir, 10 dúr, 11 saggi, 13 ilmur, 15 hjörs, 18 aðrar, 21 kið, 22 sudda, 23 angan, 24 þrákálfar. Lóðrétt: 2 æfing, 3 koddi, 4 æstri, 5 illum, 6 uggs, 7 þrár, 12 ger, 14 lið, 15 hása, 16 öldur, 17 skark, 18 aðall, 19 rugla, 20 rann. K r o s s g á t a UNDIRRITUÐ fór í bú- stað í Brekkuskóg um mánaðamótin maí-júní sem er ekki í frásögur færandi. Auðvitað brá fólkið sér í gufuna á Laugarvatni, en þvílík vonbrigði. Þarna var næstum allt í niðurníðslu, bárujárn kolryðgað og illa farið og við nuddpottinn er smáviður í horninu sem er brotinn og þar eru bjórdósir og illa lyktandi rusl. Það vaknar spurning um hver á að sjá um um- hirðu á þessum líka kjarnastað sem við eigum. Það þarf oft ekki svo mik- ið til, til dæmis að mála og þrífa. Okkur langar til að hafa þetta fínt, bæði fyrir okkur og ferðafólk. Vigdís Ósk Sigurjóns- dóttir, Hverfisgötu 56, Reykjavík. Þekkir einhver þetta vögguljóð? BLUNDA barnið góða/ ég bæri vöggu hljóða/ svo þig dreymi dreymi rótt/ vagga ég þér hægt og hljótt/ blunda barnið góða. Þetta vögguljóð kom út í í litlu kveri árið 1911. Barnabarnið mitt söng þetta vögguljóð á skólaskemmtun á Skaga- strönd þegar hún var 10 ára og fór einstaklega vel með það. Jóna Vilhjálmsdóttir. Þátturinn Tengja á Rás 2 ÉG er mjög óhress með að þeir á Rás 2 séu búnir að fella niður þáttinn Tengja sem hefur verið á dagskrá útvarpsins á sunnudagskvöldum und- anfarin ár. Stjórnandi þáttarins er Kristján Sig- urjónsson. Þetta er alveg frábær þáttur. Hlustandi. Hughreysting LAUGARDAGINN 9. júní sl. birtist lítið fallegt ljóð í Lesbók Morgun- blaðsins eftir Inga Þ. Reyndal sem heitir Hug- hreysting. Mig langar að þakka honum fyrir þetta einstaklega fallega ljóð. Ljóðið er svona: Ef á til- veru þína þú kastar rýrð/ og tárin og hörmungarél þig skaki./ Þá er hér eitt ráð sem ég hygg að ei saki./ Því ef að mót sólu þú andliti snýrð/ þá hef- urðu skuggann að baki. Gróa Sigurlilja Guðnadóttir. Fyrirspurn til Félags eldri borgara ÉG fékk bréf frá Félagi eldri borgara fyrir stuttu og þar var mér boðin inn- ganga í félagið. Félags- gjald fyrir einstaklinga er kr. 2.800 en fyrir hjón kr. 4.000. Hvers vegna látið þið ekki alla borga jafnt? Hver eru rökin, því það er komið samþykki fyrir jöfnun hjá Trygginga- stofnun ríkisins. Ekkja. Fyrirspurn til þeirra er málið varðar ÉG hef orðið vör við það undanfarið að Dómkirkj- an er alltaf lokuð. Það er fullt af fólki sem langar að skoða kirkjuna að inn- an. Hvernig stendur á því að hún er ekki opin? Er- lendis getur maður geng- ið inn í kirkjur á hvaða tíma sem er og skoðað þær. Gaman væri ef ein- hver gæti gefið einhverjar skýringar. Einnig langar mig að benda fólki á sem þjáist af psoriasis að taka inn hákarlalýsi. Það hefur reynst mér ákaflega vel. Stella. Tapað/fundið Jakki tapaðist FÖSTUDAGSKVÖLDIÐ 15. júní sl. tapaðist jakki, líklega á Glaumbar eða á Gauknum. Jakkinn er svartur mittisjakki í stærð medium með vasa öðrum megin. Í jakkanum voru tveir lyklar á gylltri kippu merktri whisky. Þessara hluta er sárt saknað. Skilvís finnandi hafi samb. við Kristmund í s. 697-3694. Nokia 3210 tapaðist NOKIA 3210 GSM-sími tapaðist fimmtud. 14. júní sl., annaðhvort á göngu- stíg frá Bökkunum að Mjódd eða á stoppistöð við Háaleitisbraut. Gæti hafa tapast í leið 6. Skil- vís finnandi er vinsaml. beðinn að hafa samb. í s. 557-4987 eða 847-2391. Dýrahald Mjallhvít er týnd MJALLHVÍT er hvít læða með bleika merkta ól og eyrnamerkt. Hún hvarf frá Stuðlaseli þann 30. maí sl. Mjallhvít er mjög vinaleg. Ef einhverj- ir geta gefið einhverjar uppl. um hana, vinsamleg- ast hafið samb. við Elínu í s. 695-9453. VELVAKANDI Svarað í síma 569 1100 frá 10-12 og 13-15 frá mánudegi til föstudags Hver sér um rekstur gufubaðsins á Laugarvatni? Skipin Reykjavíkurhöfn: Helgafell, Aron ÞH-105 og Lindholm, Mánatindur fer í dag. Hafnarfjarðarhöfn: Polar Bird og Oyra komu í gær. K. Topaz fer í dag. Fréttir Kattholt. Flóamarkað- ur í Kattholti, Stang- arhyl 2, opinn þriðjud. og fimmtud. kl. 14–17. Mæðrastyrksnefnd Kópavogs, Hamraborg 20a. Fataúthlutun kl. 17–18. Mannamót Aflagrandi og Hraun- bær. Sumarferð í Sand- gerði miðvikudaginn 27. júní ekið veður til Sandgerðis að Hvalnes- kirkju og hún skoðuð, farið verður um höfnina að Fræðasetrinu og það skoðað undir leiðsögn Reynis Sveinssonar forstöðumanns seturs- ins, ekið um Garð til Keflavíkur, kaffi drukk- ið hjá öldruðum í Kefla- vík. skráning og upp- lýsingar í afgreiðslu hjá Aflagranda 562-2571, Hraunbæ 587-2888. Árskógar 4. Kl. 9–12 bókband og öskjugerð, kl. 13–16.30 opin smíða- stofa, kl. 10–16 pútt- völlur opinn. Jónmessu- ferð í Skíðaskálann 21. júní, þátttakendur láti Elsu vita í s. 510-2158. Sumarfagnaður verður í félagsmiðstöðinni föstudaginn 22. júní, salurinn opnar kl. 18.30. Veislumatur, skemmtiatriði, Sigríður Hannesdóttir fer með gamanmál, hljómsveit Hjördísar Geirs leikur fyrir dansi, miðar seldir í félagsmiðstöðinni hjá Elsu Haraldsdóttur, þátttaka tilkynnist fyrir 20. júní. Upplýsingar í síma 510-2158, Elsa eða 510-2143 Lilja. Aflagrandi 40. Enska kl. 10 og kl. 11. Kirkju- starf aldraðra, miðviku- daginn 20. júní verður farið í messu í Kópa- vogskirkju, kaffiv. í boði sóknarnefndar, brottför frá Aflagr. kl. 13.30, skráning og uppl. í afgr., s. 562-2571. Bólstaðarhlíð 43. Kl. 8 hárgreiðsla, kl. 8.30 böðun, kl. 9–16 almenn handavinna og fótaað- gerð, kl. 9.30 morgun- kaffi/dagblöð, kl. 11.15 matur, kl. 15 kaffi. Félagsstarf aldraðra Dalbraut 18–20. Kl. 9 böðun og hárgreiðslu- stofan opin. Félag eldri borgara í Garðabæ Þjónustubók 2001 – 2002 er komin og geta félagar nálgast hana á skrifstofu félagsins í Kirkjuvoli. Skrifstofan er opin þriðjudaga og fimmtu- daga frá kl 10:30 til 11:30 en verður lokuð í júlí. Félagsstarf aldraðra, Lönguhlíð 3. Kl. 8 böð- un, kl. 10 hársnyrting, kl. 11.30 matur, kl. 13 föndur og handavinna, kl. 15 kaffiveitingar. Félag eldri borgara Hafnarfirði, Hraunseli, Reykjavíkurvegi 50. Í dag er pútt á Hrafn- istuvelli kl. 14– 16. Þriggja daga ferð til Hornafjarðar 3. júlí. Nokkrir miðar lausir. Orlofið að Hótel Reyk- holti Borgarfirði 26. ágúst nk. Skráning og allar upplýsingar í Hraunseli, sími 555- 0142. Athugið! Morg- ungangan á laugardög- um færist yfir á næsta fimmtudag, 21. júní, og verður rúta frá Firð- inum kl. 9:50 og 10 frá Haunseli. Félag eldri borgara, Reykjavík, Ásgarði Glæsibæ. Miðviku- dagur: Göngu-Hrólfar fara í létta göngu frá Hlemmi kl. 9.45. Línu- danskennsla Sigvalda kl. 19.15 Dagsferð 10. júlí Þórsmörk – Langi- dalur. Leiðsögn Þór- unn Lárusdóttir og Pálína Jónsdóttir. Eyjafjörður – Skaga- fjörður – Þingeyjar- sýslur 6 dagar. 26.–31. júlí. Ekið norður Sprengisand til Akur- eyrar. Farið um Eyja- fjarðardali, Svarfaðar- dal, Hrísey, Svalbarðs- strönd og fl. Ekið suður Kjalveg um Hveravelli til Reykja- víkur. Leiðsögn Þór- unn Lárusdóttir. Eig- um nokkur sæti laus. Ath. Vegna mikillar aðsóknar í hringferð um Norðausturland viljum við biðja þá sem eiga pantað að koma og greiða inn á ferðina sem fyrst. Upplýsingar á skrifstofu FEB kl. 10–16 í síma 588- 2111. Félagsstarfið, Hæðar- garði 31. Kl. 9–16.30 opin vinnustofa, tré- skurður og fleira, kl. 9–17 hárgreiðsla, kl. 10 leikfimi, kl. 12.45 Bón- usferð. Gerðuberg, félags- starf. Ḱl. 9–16.30 vinnustofur opnar, kl. 9.30 sund og leikfimi- æfingar í Breiðholts- laug, kl. 13. boccia. Veitingar í kaffihúsi Gerðubergs. Fimmtu- daginn 21. júní er Jónsmessufagnaður í Skíðaskálanum í Hveradölum, m.a. ekið um Heiðmörk o.fl., veglegt kaffihlaðborð að hætti hússins. Söng- ur og dans undir stjórn Ólafs B. Ólafssonar harmonikuleikara. Miðvikudaginn 27. júní ferðalag í Húnaþing vestra m.a. staldrað við í Víðigerði, ekinn Vatnsneshringurinn. Kaffiveitingar á Hvammstanga með eldri borgurum. Allir velkomnir. Skráning hafin. Allar upplýsingar um starfsemina á staðnum og í s. 575 7720. Gjábakki, Fannborg 8. Kl. 9.30 handavinnu- stofa opin, leiðbeinandi á staðnum frá kl. 9.30– 12, kl. 14 boccia, þriðju- dagsganga fer frá Gjá- bakka kl. 14. Gullsmári Gullsmára 13. handavinnust. opin kl. 13–16. Leiðbeinandi á staðnum. Sumarsól- stöðukaffi verður í Gullsmára fimmtudagin 21. júní kl. 15. Gott meðlæti, kaffi eða ekta súkkulaði. Allir vel- komnir, takið með ykk- ur gesti. Hvassaleiti 56–58. Kl. 9 böðun, fótaaðgerðir og leikfimi, kl. 9.45 banka- þjónusta, kl. 13 handa- vinna og hárgreiðsla. Hraunbær 105. Kl. 9– 16.30 postulínsmálun, kl. 9–17 fótaaðgerðir, kl. 9.45 boccia, kl. 11 leikfimi, kl. 12.15 versl- unarferð í Bónus, kl. 13–17 hárgreiðsla. Norðurbrún 1. Kl. 9–17 hárgreiðsla, kl. 10–11 ganga, kl. 9–16.45 opin handavinnustofa, tré- skurður. Vesturgata 7. Kl. 9 fótaaðgerðir og hár- greiðsla, dagblöð og kaffi, kl. 9.15–15.30 al- menn handavinna, kl. 11 leikfimi, kl. 11.45 matur, kl. 13 frjáls spilamennska, kl. 14.30 kaffi. Vitatorg. Kl. 9 smiðjan og hárgreiðsla, kl. 9.30 morgunstund og al- menn handmennt, kl. 10 fótaaðgerðir og al- menn leikfimi, kl. 11 boccia, kl. 11.45 matur, kl. 14 félagsvist, kl. 14.30 kaffi. Norðurbrún, Furu- gerði og Hæðargarður. Fimmtudaginn 21. júní verður farið að Ljósa- fossvirkjun, lagt af stað frá Norðurbrún kl. 12.30, síðan verða far- þegar teknir upp í Furugerði og Hæðar- garði, ekið verður um Mosfellsheiði og Þing- velli að virkjuninni þar sem skoðaðir verða m.a. munir í eigu Þjóð- minjasafns Íslands. Ek- ið verður til baka um Þrengslin. Farþegar taki með sér nesti og hlýjan fatnað. Skráning í Norðurbrún, s. 568 6960, Furugerði, s. 5536040, og Hæðar- garði, s. 568 3132. Bridsdeild FEBK, Gjá- bakka. Spilað í kvöld kl. 19. Allir eldri borg- arar velkomnir. Félag ábyrgra feðra heldur fund í Shell-hús- inu, Skerjafirði, á miðvikudögum kl. 20, svarað í síma 552 6644 á fundartíma. Eineltissamtökin halda fundi að Túngötu 7 á þriðjudögum kl. 20. Brúðubíllinn Brúðubíllinn verður í dag kl. 10 við Ljós- heima og á morgun kl. 10 við Njálsgötu og kl. 14 við Safamýri. Í dag er þriðjudagur 19. júní, 170. dagur ársins 2001. Orð dagsins: Jesús segir við hann: Þú trúir, af því þú hefur séð mig. Sælir eru þeir, sem hafa ekki séð og trúa þó. (Matt. 6,17.)

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.