Morgunblaðið - 19.06.2001, Qupperneq 38

Morgunblaðið - 19.06.2001, Qupperneq 38
um á dívaninum. Í rökkrinu sýndist mér að einhver lægi þar sofandi. Það tók mig drjúga stund að átta mig á að veitingarnar á eldhúsborð- inu voru handa mér, að ég átti að hvíla mig á dívaninum í stofunni eft- ir sjóvolkið um nóttina. Þannig voru móttökurnar hjá Matthildi og frændfólkið átti hjá henni athvarf hvenær sem á þurfti að halda. Sá siður var heldur aldrei aflagður að heimsækja hana þegar við áttum leið um og ef út af brá orðaði hún það svo að við hefðum laumast framhjá. Gestrisnin dvínaði ekki þótt þrekið færi þverrandi. Síð- asta skeið ævinnar naut hún umönnunar á öldrunarlækninga- deildinni á Kristnesi, staðnum þar sem hún sigraðist á lífshættulegum sjúkdómi á æskuárunum. Við systkinin, móðir okkar og fjölskyldur kveðjum Matthildi með þökk fyrir samfylgdina. Blessuð sé minning hennar. Hildur Gunnlaugsdóttir. Margs er að minnast. Margt er enn á seyði. Bleikur er varpinn, bærinn minn í eyði. Þessar ljóðlínur úr kvæðinu Álft- irnar kvaka eftir Jóhannes úr Kötl- um koma upp í huga mér þegar ég byrja að skrifa þessar línur. Í ljóði sínu lýsir Jóhannes bernskuminn- ingum og breytingum sem verða í tímans rás. Þannig er því varið í þessum heimi að einstaklingar kveðja og allt breytist en lífið held- ur þó áfram. Matthildur, föðursystir mín, ólst upp á Grund á Langanesi við þau kjör sem þá voru algeng hjá fólki með stóran barnahóp. Á yngri árum fékk hún berkla og þurfti að dvelj- ast á Kristneshæli nokkur ár. Þar gekkst hún undir aðgerð sem gerði sjúka lungað hennar óvirkt. Matt- hildur náði ekki fullri starfsorku eft- ir þessi veikindi en lét það ekki aftra sér frá að vinna ávallt fullan vinnudag. Matthildur bjó alltaf á Akureyri og vann við sauma við iðnaðarfyr- irtækin þar, unz hún fór á eftirlaun. Heimili hennar var alltaf mjög hlý- legt og snyrtilegt. Handavinna hvers konar lék í höndum hennar og prýddu munir eftir hana veggi, borð, sófa og stóla. Hún lagði mikla alúð við öll innanhússtörf, til dæmis lagði hún mjög fallega á borð. En frænka var líka náttúruunn- andi og fannst skemmtilegt að ferðast, ekki síst um hálendi lands- ins, sem henni þótti einkar heillandi. Því miður leyfði heilsa hennar ekki að hún nyti sem skyldi þess sem óbyggðirnar hafa upp á að bjóða. Matthildur hafði gaman af að lesa og átti stóran þátt í því að auka bókakost systkinabarna sinna. Hún sagði mér að á þeim árum hefði það verið hluti af hennar jólastemmn- ingu á aðventu að lesa þær bækur sem hún svo sendi okkur. Henni hefði þótt mjög skemmtilegt að lesa barnabækur. Ég man fyrst eftir Matthildi þeg- ar ég var lítil stelpa heima á Bakka. Á hverju sumri kom hún í heimsókn og eyddi hluta af sumarfríi sínu hjá okkur. Þetta voru góðir dagar. Með komu Matthildar breyttist margt. Hversdagsleikinn hvarf. Allir fögn- uðu komu hennar, ekki síst pabbi, því að kært var með þeim systk- inum. Hún kom líka færandi hendi. Eitthvað fallegt handa öllum, gott í poka, sem skiptist á milli okkar barnanna, tómata og gúrkur, sem ekki sáust í annan tíma. Matthildur var frændrækin og fylgdist náið með systkinabörnum sínum og bar hag þeirra fyrir brjósti. Hjá henni átti fjölskylda okkar alltaf skjól þegar á þurfti að halda. Mamma dvaldi hjá henni er hún fór inn á Akureyri að fæða okk- ur yngri systurnar. Við systkinin gistum ávallt þar á ferðum okkar á leið úr og í skóla. Matthildur var alltaf reiðubúin til aðstoðar, hvort sem var við innkaup eða að koma okkur á rétta rútu, skip eða flugvél. – Já, heimili hennar á Akureyri stóð okkur alltaf opið ef við þurftum á að halda, rétt eins og heimili Jónasar frænda í Reykjavík. Við eigum þeim systkinum mikið að þakka. Matthildur átti góða vini. Siggi og fjölskylda hans voru henni mjög kær. Ber að þakka tryggð þeirra við hana. Það kom í hlut Valdísar syst- ur og fjölskyldu að vera Matthildi innan handar og aðstoða hana eftir þörfum, eftir að hún hætti að geta séð um sig sjálf. Henni þótti vænt um þá aðstoð og mat það sem þau gerðu fyrir hana. Eiga þau miklar þakkir skildar fyrir það. Það var gott að koma til Matthildar og spjölluðum við margt saman og átt- um alltaf margt ósagt er leiðir okk- ar skildi. Aldrei þraut umræðuefni, hversu lengi sem við sátum. Leitt var hversu langt var á milli okkar. Heilsu Matthildar hrakaði mjög á síðasta ári og var hún orðin mjög máttfarin og átti erfitt með mál þegar við hjónin heimsóttum hana á Kristnes í mars. Áttum við þá sam- an góðar stundir og gátum uppfyllt þá ósk hennar að skreppa heim til sín og dvelja þar part úr degi. Það verður öðruvísi að koma til Akureyrar nú, þegar frænka er far- in. Svona er lífið. Það endar bara á einn veg. Í sálmi Valdimars Briem segir: Margs er að minnast, margt er að þakka. Guði sé lof fyrir liðna tíð. Þessar ljóðlínur segja það sem segja þarf. Samfylgdinni er lokið, frænka mín. Hvíl þú í friði. Hulda Gunnlaugsdóttir. Matthildur frænka er dáin. Minn- ingarnar hrannast upp. Öddubæk- urnar, jóladagur, afmælin, sólskins- kaka og Brekkugatan. Í bernsku- minningum mínum á Matthildur frænka stórt hlutverk. Minningarn- ar mínar með Matthildi byrja í Brekkugötunni. Fyrst á stofugólf- inu með spólukeflin að byggja turna og hús, síðar í heimsóknum á milli tíma í tónlistarskólanum. Alltaf var kaffibrauð á borðum; mjólk og sól- skinskaka og heilu staflarnir af soðnu brauði og kleinum. Heim- sóknir í Brekkugötuna voru alltaf jafn spennandi, snarbrattur stiginn til að komast upp í íbúðina, hlið- arspor og þrep til að komast á bað- herbergið, svefnherbergið, stofan og eldhúsið í risinu. Þetta var æv- intýraheimur útaf fyrir sig og því alltaf jafn gaman að koma í heim- sókn. Þegar ég hugsa um hvað mér finnst hafi einkennt persónu Matt- hildar kemur upp í hugann sá lúmski húmor sem hún hafði. Þessi bókakona sagði til dæmis að Leið- arljós væri betra en Halldór Lax- ness. Þá vissi maður ekki hvort mætti hlæja eða ekki, en ég brosi nú samt. Kæra Matthildur, ég kveð þig nú en minningin lifir. Brynja. ekki nema sex ára. Svafa var góð móðir og eftir að hún hvarf frá reyndi mikið á Gunnmar. Hann stóð sig eins og hetja og gat sem gamall maður litið til baka og verið mjög ánægður með árangurinn. Guðlaug viðskiptafræðingur og kennari við Verslunarskólann og Gunnlaugur Pétur meinafræðingur, starfandi í Bandaríkjunum. Fyrir rúmum fimmtán árum kynntist Gunnmar Gyðu Gunnars- dóttur, mikilli sómakonu sem var honum góður félagi síðustu æviárin. Gunnmar og Gyða nutu þess að ferðast með foreldrum mínum til Spánar nokkur sumur í röð. Frá því að Gunnmar giftist Svöfu var hann góður vinur foreldra minna. Pabbi og hann voru miklir mátar og nutu þess að spjalla saman, á Hjarðarhag- anum eða í Borgarnesi. Nú er Gunnmar allur. Við sem eft- ir erum eigum minningarnar um góðan félaga eins lengi og okkar nýt- ur við. Ég votta Guðlaugu og Gunn- laugi og fjölskyldum þeirra ásamt Gyðu mína innilegustu samúð um leið og ég samgleðst þeim yfir góðum minningum um Gunnmar Nielsen. Sverrir Ólafsson. Látinn er í Reykjavík Gunnmar Örum Nielsen, faðir Guðlaugar Niel- sen, bestu vinkonu minnar. Það er um það bil þriðjungur aldar síðan ég kynntist Gunnmari. Við Guðlaug hófum nám í Verzlunarskól- anum haustið 1967 og urðum strax mjög góðar vinkonur. Það var svo um haustið ári seinna að vinátta okk- ar Guðlaugar varð enn nánari, við ótímabært fráfall móður hennar, Svövu Ingadóttur. Eins og nærri má geta var sorgin mikil sem hvíldi yfir heimili Gunn- mars og barna hans þetta haust. Móðirin fallin frá, aðeins rúmlega fertug, og börnin tvö enn svo ung. Guðlaug var nýlega orðin 16 ára og bróðir hennar, Gunnlaugur Pétur, tæplega 6 ára gamall. Það er ljóst að Gunnmar mátti leggja sig mjög fram til að halda heimilislífinu í því horfi sem hann taldi best henta börnunum og það var aðdáunarvert að sjá hversu vel honum tókst að sinna hlutverki föður og móður í senn. Það var honum mikið kappsmál að börn- in fengju sem besta menntun og hann var afar stoltur þegar Guðlaug lauk viðskiptafræðiprófi frá Háskóla Íslands og Gunnlaugur Pétur lækn- isprófi frá sama skóla. Á þeim árum þegar Gunnlaugur Pétur var enn á barnsaldri var mikil og góð samvinna milli Gunnmars og Guðlaugar um að passa litla bróður. Guðlaug var því oft mikið heima og þess vegna eyddi ég töluverðum tíma á heimili hennar. Það var alltaf notalegt að vera í návist þessa góða fólks. Gunnmar var mikill og góður gestgjafi og þær eru ekki fáar mál- tíðirnar sem ég hef notið á heimili hans. Hann var líflegur og skemmti- legur og hafði mikinn áhuga á mál- efnum líðandi stundar. Hann var gæddur góðri kímnigáfu og átti auð- velt með að sjá hinar spaugilegu hlið- ar á ýmsum málum. Gunnmar var hlýr maður og gaf mikið af sjálfum sér. Eins og áður sagði var samband hans við börn sín afar náið og þegar barnabörnin komu til sögunnar fór hann einnig þar í tvíþætt hlutverk, í þetta skipti hlutverk afa og ömmu. Meðan synir Guðlaugar og Her- manns voru ungir, passaði hann þá oft og iðulega og var samband þeirra við afa sinn alveg einstakt. Gunn- laugur Pétur hefur verið búsettur í Boston undanfarin tíu ár þar sem hann starfar sem læknir við Massachusetts General Hospital. Gunnmar naut þess ríkulega að fara í heimsókn til Boston og eiga góðar samverustundir með barnabörnum sínum þar. Guðlaug lét sér ávallt mjög annt um velferð föður síns og hefur heim- ili hennar og fjölskyldu hennar verið honum sem annað heimili. Hún og Hermann hafa svo sannarlega hlúið vel að Gunnmari hin síðari ár og þá sérstaklega á því ári sem varð hans síðasta. Öll fjölskyldan sameinaðist um að létta honum stundirnar og auðvelda honum flutninginn yfir á Dvalarheimilið Skjól þar sem hann dvaldi síðustu mánuðina. Fyrir allmörgum árum bast Gunn- mar vináttutengslum við Gyðu Gunnarsdóttur en þau höfðu verið samtíma í Verzlunarskólanum. Með þessari góðu konu átti Gunnmar yndislegar stundir og fóru þau sam- an í mörg ferðalög til Spánar og fleiri landa. Það var fyrir rúmu ári að sterk vindhviða þeytti Gunnmari í loft upp, þar sem hann var á leið í bíl sinn. Kom hann illa niður og slasaðist verulega og má segja að hann hafi í rauninni aldrei náð sér eftir þetta áfall. Fram að þessu slysi var Gunn- mar einstaklega vel á sig kominn og hefði enginn haldið að þar færi mað- ur sem kominn var á níræðisaldur. Síðustu vikurnar hrakaði honum hratt og þegar ég heimsótti hann kvöldið áður en hann dó, var hann þrotinn að kröftum. Elsku Guðlaug mín og fjölskylda, Gunnlaugur Pétur og fjölskylda, og Gyða, ég og mitt fólk sendum ykkur innilegar samúðarkveðjur. Gunnmari þakka ég af heilum hug fyrir allar þær stundir sem ég átti í návist hans. Megi góður Guð blessa minningu hans og veita ástvinum hans öllum styrk á sorgarstundu. Hrafnhildur Sigurðardóttir. MINNINGAR MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 19. JÚNÍ 2001 39 LEGSTEINAR Komið og skoðið í sýningarsal okkar eða fáið sendan myndalista MOSAIK Hamarshöfði 4, 112 Reykjavík sími: 587 1960, fax: 587 1986        !               "#  $ %% & '( ))*   +*,-%  )*  ./ % $ ,,#0)/--   +*,-%  +*, )*  1('%  +*, )*  "#    "#  ))*   ' 2 /--  & '( "#  ))*  "# "1(* /--  $ 1)"#  )/--  %0% -)/--  %0   +*, /--  ",   +*, /--  "-3 (  % ))*  $%'  +*, /--  "(4 ",% 0))*        !"    !  "  !   "& $ 5  "  $ % 6/'%(7 0 +   #  $   %  $&' '&   (     )'&  ' ' ' *   +     ,- ../ $ '% 8/ ))*  ' % $ '))*  8/ )$ '))*  $ ''/  -)/--  $%' "/'+* ,$ ')/--   9  ))*   :$ '' $ ')/--   % *,8/6 ))*  $ '% $ '))*   ,'/-&'64'()/--  + +; *,+ + +  0  "    ! "  !   5<=>"82"   4'; %/)  ,4 ) '? 3 #1     &       1  !       ' 2     !+      1 !(// 8/6 $  $/'()-  )/--  @ , A-$/'()-  )/--  "- 4 $/'()-  ))*   '% $$/'()-  ))*  BA-% $ ))*  - , +;  + +; *,+ + +  3"   ! "  ! '   89 "5 5<@5 "   4  6'10 $  +3,,0! '; %/)       '  *"  $    '   , 4// %0(%  ",   %0(% )/--  ./ "# ))*  $ '% B4''./ ))*  $4* BA-% ./ ))*  $ '% 3C/ ))* 

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.