Morgunblaðið - 19.06.2001, Page 18

Morgunblaðið - 19.06.2001, Page 18
GENGIÐ hefur verið frá ráðningu Ásmundar Stefánssonar, fram- kvæmdastjóra rekstrarsviðs Íslands- banka, í stöðu framkvæmdastjóra Eignarhaldsfélags Alþýðubankans frá 1. júlí nk. Ásmundur tekur við starfi framkvæmdastjóra EFA af Gylfa Arnbjörnssyni, sem hefur verið ráðinn framkvæmdastjóri Alþýðu- sambands Íslands. Ásmundur sagði í samtali við Morgunblaðið, að þessi möguleiki hefði komið upp þegar Gylfi ákvað að færa sig yfir til Alþýðu- sambandsins. Hann hafi á sínum tíma sem forseti ASÍ, einnig verið stjórn- arformaður EFA, þannig að hann hafi tengsl við félagið frá fornu fari. Ás- mundur segir að hann hafi unnið í starfsmanna- og rekstarmálum í Ís- landsbanka í rúm átta ár og kominn tími til að breyta til. Ásmundur tekur við starfi fram- kvæmdastjóra EFA um næstu mán- aðamót. Valur Valsson, bankastjóri Íslandsbanka, mun taka við verkefn- um Ásmundar hjá bankanum til bráðabirgða. EFA er skráð á aðallista VÞÍ og er áætlað markaðsverðmæti félagsins um 3,2 milljarðar króna. Ásmundur Stefánsson til EFA VIÐSKIPTI MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 19. JÚNÍ 2001 19 LEIKFÉLAG Íslands hefur lokið tökum á þremur sjónvarpsmyndum fyrir Ríkissjónvarpið en með þeim verkefnum markar félagið nýja stefnu til frambúðar. „Leikfélag Íslands hefur gert það að markmiði sínu að yfirfæra reynslu sína við að halda utan um hið flókna ferli við þróun leiksýninga frá hugmynd að fullbúinni afurð á sviði, yfir á sjónvarpsmiðilinn og reyna að skapa sér stöðu sem fram- leiðandi leikins efnis í sjónvarpi til frambúðar,“ segir Hallur Helgason stjórnarformaður Leikfélags Ís- lands. Leikfélaginu var falið að fram- leiða framangreindar þrjár sjón- varpsmyndir eftir útboð á vegum Sjónvarpsins. Myndirnar eru allar sjálfstæðar en eiga það sameiginlegt að þær gerast á ljósmyndastofu og eru smásögur úr daglegu lífi ís- lensku þjóðarinnar. Höfundar myndanna eru Ingólfur Margeirs- son, Jónína Leósdóttir og Árni Ib- sen. Leikstjórar eru Hilmar Odds- son, Sigurður Sigurjónsson og Hallur Helgason. Tökum er nú lokið og verða myndirnar tilbúnar með haustinu. Gat í markaðnum Að sögn Halls lagði Sjónvarpið til handrit myndanna, allan tækjabún- að og mannskap sem honum fylgdi en Leikfélagi Íslands var falið í kjöl- far útboðsins að sjá um listræna þáttinn; ráðningu leikstjóra, leikara og skipulag framleiðslunnar auk frá- gangs, klippingar, hljóðsetningar og eftirvinnslu. Hann segir þetta gott dæmi um það sem Leikfélagið sér- hæfi sig nú í að gera. „Við teljum að þarna sé gat í markaðnum,“ segir Hallur og vísar til þess að ekkert annað fyrirtæki sérhæfi sig í listræna þættinum í sjónvarpsmyndagerð. „Það er kannski erfitt fyrir utanaðkomandi að átta sig á því en í þessum geira bjóða fyrirtæki gjarnan upp á tæknilega þjónustu, s.s. upptökuað- stöðu, ljós, vélar og úrvinnslu. Okk- ar fyrirtæki ætlar að sérhæfa sig í innihaldinu, þ.e. í því sem það hefur þegar sannað sig í, að framleiða vandað leikið efni. Það ætlar ekki að sérhæfa sig endilega í tæknilegu hliðinni þó svo að það hafi yfir að ráða öllum þeim tækjabúnaði sem þarf til að fullvinna slíkt efni.“ Hallur segir að allar áhorfskann- anir bendi til þess að markaðurinn vilji meira af frambærilegu íslensku leiknu efni í sjónvarpi. „Þetta sést best á því að allt slíkt efni, gott og slæmt, fær með eindæmum gott áhorf og vinsælasta erlenda sjón- varpsefnið er alls kyns leiknar þáttaraðir.“ Hann segir að Leikfélag Íslands komi til með að nýta reynslu sína og tæknilega getu til þess að bjóða upp á íslenskar framhaldsþáttaraðir. Hallur segir sjónvarp vera miðil sem byggist á ákveðnu framhaldi ólíkt kvikmyndum eða leiksýning- um, „að þú getir séð þáttinn þinn á sama tíma í hverri viku“. Leikfélag- ið sjái fyrir sér gerð þáttaraða sem gangi hálfu og heilu vetrardag- skrárnar, jafnvel ár eftir ár ef vel tekst til. Hann segir sápuóperur einnig heyra þarna undir og það sé einn hluti þess sem félagið hafi tekið til skoðunar. „Við teljum að það sé mikill skort- ur á íslenskum leiknum þáttaröð- um,“ segir Hallur en Leikfélagið á nú í viðræðum um gerð framhalds- þátta í samstarfi við Stöð 2. Stefnt að samframleiðslu með öðrum Evrópuþjóðum Hvað afkomuþáttinn varðar reikna forsvarsmenn Leikfélagsins með því að íslensku sjónvarpsstöðv- arnir verði þeirra helstu viðskipta- vinir en einnig er stefnt að sam- framleiðslu með öðrum Evrópu- þjóðum. Jafnframt munu vera fyrir hendi möguleikar á styrkjum til slíkrar framleiðslu á innlendum og erlendum grundvelli. „Á grundvelli áhorfskannana sjónvarpsstöðvanna frá því að þær hófust, vitum við af eftirspurn neyt- enda eftir þessu efni. Það sem virð- ist hafa vantað upp á er að hvorki sjónvarpsstöðvarnar né aðrir hafa fundið leið til að fullnægja þeirri þörf. Við ætlum að verða fyrst til að ná góðum tökum á því. Það er stöðugt að fjölga þeim leið- um sem almenningur hefur til að njóta myndefnis. Sjónvarpsstöðvar sem ætla að lifa af í þessari harðn- andi samkeppni verða að bjóða upp á efni sem sprettur upp úr okkar eigin raunveruleika og endurspeglar hann, til þess að halda forystu,“ seg- ir Hallur að lokum. Leikfélag Íslands lýkur tökum á þremur sjónvarpsmyndum Skortur á leiknum ís- lenskum þáttaröðum Verðbólga í evrulönd- um sú hæsta í átta ár VERÐBÓLGA á ársgrund- velli í evrulöndunum er nú 3,4% og hefur ekki verið hærri síðan 1993 að því er fram kemur á fréttavef BBC. Frá apríl til maí hækkaði verðbólgan úr 2,9% í 3,4%. Þetta er í fyrsta skipti síðan evran var tekin upp í janúar 1999 sem verðbólgan fer yfir þrjú prósent. Verðbólgan er mismunandi milli landa, minnst í Frakklandi 2,5% en mest í Hollandi 5,4%. Evr- ópska seðlabankans bíður nú það erfiða verkefni að sam- hæfa peningamálastefnu bankans fyrir evrulöndin. Vaxtalækkun ólíklegri nú en áður Hagvöxtur í evrulöndunum hefur farið minnkandi á árinu. Áhyggjum veldur að svokölluð kjarnaverðbólga sem mælir verðlag án þess að taka tillit til verðs á matvælum og elds- neyti hækkar í öllum löndun- um. Minnkandi hagvöxtur kallar yfirleitt á lækkandi vexti. Sérfræðingar segja að ólíklegt sé nú að evrópski seðlabankinn lækki vexti frek- ar enda lækkaði bankinn vexti í maí síðastliðnum. Aukning verðbólgu er að mestu rakin til lækkandi gengis evrunnar sem veldur hækkunum á inn- fluttum vörum.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.