Morgunblaðið - 19.06.2001, Blaðsíða 56

Morgunblaðið - 19.06.2001, Blaðsíða 56
ÞEIR eru vísast fáir sem urðu ekki varir við heimsókn þýsku þunga- rokksveitarinnar Rammstein hing- að til lands um síðustu helgi. Á fimmtudaginn nýttu þeir félagar tækifærið og fóru í ævintýraferð út á land; en meðlimir eru að sögn miklir áhugamenn um land og þjóð. Meginviðburður ferðalagsins var flekaferð („rafting“) niður Eystri- Jökulsá í Skagafirði. Elísabet Grét- arsdóttir, starfsmaður ævintýra- ferða, var með í för og rekur hér ferðasöguna í stuttu máli: „Lagt var af stað frá Hveragerði um níuleytið að morgni. Ég vissi ekkert hverju ég átti von á og mér leist ekkert á blikuna þegar ég sá hópinn. Gotarokkarar með rauða hanakamba! Við komum okkur fyrir í rútunni og héldum norður á leið. Fjölmargir byrjuðu á að fá sér dúr á leiðinni en aðrir sátu og horfðu hrifnir á lands- laginu í kringum sig og spurðu fjöl- margs. Á leiðinni var að sjálfsögðu stoppað í Staðarskála og borðað. Þegar komið var í bátahúsið var svo fundinn galli og búnaður á alla og haldið af stað niður að á. Keyrt var fram hjá vestari ánni og þeir spurðu hvort þetta væri áin. Við út- skýrðum að þetta væri minni áin og við ætluðum með þá í þá stærri. Ég er ekki frá því að einhverjir hafi hvítnað. Ferðin niður ána var stórkostleg og tók hún um fjóra tíma. Það voru ekki liðnar tíu mínútur þegar allir voru orðnir rennandi blautir og ég held að fólkið hafi brosað allan hringinn. Þegar komið var úr stærstu flúðinni var stoppað og hafði Sigríður, húsfrú af bóndabæ við ána, klifrað niður að ánni með vöfflur og kleinur og heitt súkku- laði handa öllum. Vöfflurnar hurfu eins og dögg fyrir sólu og voru allir mjög þakklátir Sigríði fyrir hress- inguna. Þegar úr ferðinni var komið var farið í sund í Steinastaðaskóla og strax á eftir var haldið í grillveislu að Löngumýri. Þar fengu allir ís- lenskt brennivín og ég sá ekki betur en að það rynni ljúflega niður. Árni Harðarson sá um veisluna og hafði hann útbúið nýveiddan silung og skagfirskt lambalæri. Fólkið tók vel til matar síns og voru allir mjög ánægðir með þær góðu móttökur sem það fékk hjá Árna og konu hans Maríu. Að sjálfsögðu buðu þeir síðan börnum Árna og Maríu á tón- leikana. Á leiðinni heim var fólkið orðið lúið og fengu margir sér dúr. Aðrir sátu og fylgdust með sólsetrinu sem breytist á örstuttum tíma í sólar- upprás. Það er alveg á hreinu að þeir gleyma ekki þessu ævintýri á næstunni.“  Farið var í gegnum öryggis- atriði áður en lagt var í hann.  „Og svo af stað!“Allt fram streymdi  Till Lindemann söngvari og Richard Kruspe gítarleikari njóta veitinga í grillveislunni.  Meðlimir Rammstein ásamt börnum Árna og Maríu. Rammstein í flekaferð     Ljósmynd/Elísabet Grétarsdóttir MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 19. JÚNÍ 2001 57 Kringlunni 4 - 6, sími 588 0800 EINA BÍÓIÐ MEÐ THX DIGITAL Í ÖLLUM SÖLUM FYRIR 1090 PUNKTA FERÐU Í BÍÓ Sýnd kl. 8 og 10. B. i. 16. Vit nr 238. www.sambioin.is Sýnd kl. 4. Ísl tal. Vit nr. 231 Sýnd kl. 4 og 6. Vit nr 236. 7 desember 1941, skyndiárás sem breytti lífum þeirra að eilífu. B E N A F F L E C K Sýnd kl. 4, 6, 8 og 10. B.i. 12 ára. Vit nr 235. Snorrabraut 37, sími 551 1384 FYRIR 1090 PUNKTA FERÐU Í BÍÓ www.sambioin.is Strik.is HL.MBL Sýnd kl. 6 og 8.30. B. i. 16. Vit nr. 201. Sýnd kl. 5.45, 8 og 10.15. B.i.14. Vit nr 220. 7 desember 1941, skyndiárás sem breytti lífum þeirra að eilífu. B E N A F F L E C K Sýnd kl. 6.30 og 10. Vit nr 235. B.i. 12 ára VÁKORT Eftirlýst kort nr. 4543-3700-0029-4648 4543-3700-0036-1934 4543-3700-0034-8865 4507-4100-0006-6325 4548-9000-0056-2480 4543-3700-0027-8278 4507-4500-0028-0625 4507-2800-0004-9377 4507-4500-0030-3021 4543-3700-0015-5815                                  !  "# "$% & '    ()( )$$$ Sýnd kl. 6, 8 og 10. Sýnd kl. 6, 8 og 10. Tveimur fremstu njósnurum heims hefur verið rænt og aðeins börnin þeirra geta bjargað þeim! 3 vikur á toppnum í USA Sannir spæjarar...bara aðeins minni Frábær fjölskyldu og ævintýramynd „Bond mynd fyrir fjölskylduna“ HK DV  AI MBL  ÓHT Rás2 Kvikmyndir.com Blóðrauðu fljótin Sýnd kl. 6, 8 og 10. Bi 16 Sýnd kl. 6, 8 og 10.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.