Morgunblaðið - 19.06.2001, Blaðsíða 41

Morgunblaðið - 19.06.2001, Blaðsíða 41
MINNINGAR 42 ÞRIÐJUDAGUR 19. JÚNÍ 2001 MORGUNBLAÐIÐ ✝ Guðný Hjálm-fríður Elín Krist- jánsdóttir fæddist 27. september 1930. Hún lést á gjör- gæsludeild Land- spítalans í Fossvogi að kvöldi 9. júní síð- astliðins. Guðný fæddist á Blönduósi, foreldrar Guðrún Margrét Guðmundsdóttir, f. 12.8. 1899, d. 8.12. 1974, og Kristján Júlíusson, f. 20.3. 1892, d. 28.1. 1986. Systkini hennar Guðmundína, f. 3.9. 1915, d. 10.1. 1994. Helga, f. 25.12. 1916, d. 27.8. 1998. Torf- hildur, f. 28.8. 1924, d. 13.10. 1997. Jónsson. 2) Margrét Kristín, f. 8.8. 1951, starfar á Heilbrigðisstofn- uninni á Blönduósi. Hennar börn a) Lárus Blöndal, f. 10.5. 1972. b) Ragnheiður Blöndal, f. 21.3. 1978. c) Gígja Blöndal, f. 27.4. 1984. 3) Valdimar Stefán, f. 18.8. 1958, maki Guðrún Guðmundsdóttir. Þeirra börn a) Sigríður Ólöf, f. 6.11. 1983. b) Hólmsteinn Þór, f. 20.2. 1986. Þau búa á Akranesi. 4) Baldur Helgi, f. 7.10. 1960, tré- smiður og þjónn. Býr í Reykjavík. Guðný var í sambúð með Hann- esi Péturssyni. Þau slitu samvist- um. Eignuðust þau einn son, Pét- ur, f. 25.8. 1966, danskennari og þjónn, búsettur í Svíþjóð. Útför Guðnýjar fer fram frá Seljakirkju í dag og hefst athöfnin klukkan 15. Jónína, f. 25.11. 1925. Ívar, f. 22.9. 1934, d. 11.7. 1999. Hallbjörn f. 24.5. 1936. Tveir drengir dóu barnung- ir. Guðný bjó á Blönduósi til 1985 en flutti þá til Reykjavík- ur og bjó þar eftir það. Guðný var í sambúð með Hólmsteini Valdi- marssyni, þau slitu samvistir. Eignuðust þau fjögur börn. 1) Jó- hanna Hrefna, f. 3.5. 1950, hjúkrunarfræðingur í Reykjavík, maki Örn Guðmunds- son. Þeirra dóttir Guðný Arnar- dóttir, hennar sonur Elvar Örn Elsku mamma mín, ég er magn- stola af harmi vegna fráfalls þíns eftir stutt en erfið veikindi. Margs er að minnast, það eru forréttindi að eiga svona einstaka móður eins og þú varst, allur þessi dugnaður, atorka og ástúð. Það er gott að geta rifjað upp æsku sína og eiga slíkt safn yndislegra minninga um móður eins og þig. Það var ekki alltaf auðvelt að vera ein með fjögur börn (eins og þú varst eftir sambúðarslit við föð- ur okkar), en aðbúnaður okkar og velferð var þér fyrir mestu. Það var ótrúlegt hvað þú komst yfir að gera, vinna úti og sjá síðan um heimilið af miklum myndarskap. Það lék allt í höndunum á þér, þú varst einstök hannyrðakona, saum- aðir og prjónaðir á okkur börnin þín og bjóst einnig til algjör lista- verk saumuð, hekluð eða prjónuð. Eftir nokkur ár ein með börn- unum fjórum fórst þú í sambúð og eignaðist fimmta barnið, en þeirri sambúð lauk tveimur árum eftir þá ógæfu þína að fá áfall 47 ára og vera lömuð vinstra megin til ævi- loka. Enn og aftur komu mannkostir þínir í ljós, þú tókst á við þetta af miklu æðruleysi og ótrúlegum dugnaði, alveg sama hvað var, allt- af sást þú ljósu hliðarnar, naust lífsins og þakkaðir fyrir hvern dag. Það var þér mikils virði að geta verið heima og haldið þitt heimili þrátt fyrir lömunina eins lengi og hægt væri og það gerðir þú með miklum sóma til æviloka. Við erum svo sannarlega stolt af þér, mamma mín. Alltaf var jafn gaman, notalegt og gott að koma í heim- sókn til þín. Nú hefur barnahóp- urinn stækkað, komin barnabörn og langömmubarn, þú varst svo stolt yfir að fá þann titil. Þar kom að við ákváðum að leggja land undir fót og fara til Svíþjóðar og heimsækja Pétur, yngsta barnið þitt, en hann hefur búið erlendis í nokkur ár. Þú varst nú eitthvað efins um að þú gætir þetta en ég var hins vegar alveg sannfærð. Þessi ferðalög okkar voru dásamlegur tími. Þú naust þeirra svo vel, upplifðir svo margt nýtt og framandi. Þú varst líka svo ánægð að finna að þú gast þetta auðveldlega. Í minningapokann bættust margar frábærar stundir frá þessum ferðalögum. Það var mikil gæfa og gleði fyrir mig að geta aðstoðað þig í þessum ferðum og fá að njóta þessara stunda með þér. Nú verða ekki fleiri utanlands- ferðir né skroppið í kaffihús eða farið í innkaupaferðir en minning- arnar um þessar stundir eru mér dýrmætar. Það er víst að margur sem heill heilsu er mætti vera stoltur af því að hafa getað og gert það sem þú hefur gert og tekist á við í lífinu. Þú hefur markað djúp spor í hug- um margra með mannkostum þín- um, bjartsýni og dugnaði. Elsku mamma mín, það er mikið ríkidæmi að eiga svona yndislega móður. Þú ert stolt okkar, hetja og sómi. Megi góður guð styrkja okkur í sorginni. Þín elskandi dóttir, Jóhanna Hrefna. Elsku Guðný mín, þegar ég kveð vinkonu mína í dag eru mér efst í huga allar góðu stundirnar sem við höfum átt saman. Það eru um 30 ár síðan hún flutti í nágrenni við okk- ur á Blönduósi og það gerðist bara strax að við trúðum hvor annarri fyrir öllu sem við þurftum að tjá okkur um og alltaf var það léttleik- inn sem lét okkur finnast allt vera í góðu lagi og ekkert óyfirstíganlegt. Enda kunni Guðný mín að taka því með hetjuskap þegar hún veiktist mikið hinn 15. maí 1975 og í ljós kom að hún hafði lamast á vinstri hlið. Henni var það ekki létt verk að horfa fram á að geta ekki prjón- að, því það voru hennar góðu stundir að prjóna og margar lopa- peysurnar urðu til hjá henni og aðrar flíkur. Dugleg var hún að koma yfir götuna í heimsókn til mín, þótt hún færi sér hægt og stoppaði oft umferðina í smátíma. Þá gerði hún óspart grín að sjálfri sér og hló að öllu saman. Samband okkar rofnaði aldrei þótt hún flytti til Reykjavíkur fyrir nokkuð mörg- um árum. Það er ótrúlegt hvað hún gat búið lengi þar ein en hún á góða að, börnin hennar sáu til þess að þetta var henni mögulegt. Árið 1999 veiktist ég og þá kom sér vel að eiga Guðnýju mína að því hún vissi hvernig best var að tala við mig. Á hverjum degi hringdi hún til að segja mér eitthvað skemmti- legt eða að ég ætti að kveikja á sjónvarpinu og horfa á Leiðarljós, símtölin voru stutt, mörg og skemmtileg, einhver fastur punkt- ur daglega. Í apríl sl. var Guðný mín oft lasin, fór inn á spítala í rannsókn af og til en heim á milli. Er hún hringdi í mig eins og oft áð- ur hinn 7. maí sl. hringdi hún frá sjúkrahúsinu og sagði hún mér að hún væri með mein í lungnaberkj- um en hún væri í góðum höndum. Þar sem ég var á leið til útlanda daginn eftir sá ég hana ekki fyrr en hálfum mánuði síðar. Er ég heimsótti hana á sjúkrahúsið var mikið af henni dregið enda var hún búin að vera á sterkum lyfjum. Samt stjórnaði hún því að við fengjum kaffi og með því, en með- lætinu lúrði hún á í skápnum sín- um. Með þessum fáu orðum vil ég minnast Guðnýjar og þakka fyrir að hafa fengið að kynnast henni. Börnum hennar og aðstandendum sendi ég mínar innilegustu sam- úðarkveðjur. Guðrún Pálsdóttir, Blönduósi. GUÐNÝ HJÁLMFRÍÐUR ELÍN KRISTJÁNSDÓTTIR Handrit afmælis- og minningargreina skulu vera vel frá gengin, vélrituð eða tölvusett. Sé handrit tölvusett er æskilegt, að disk- lingur fylgi útprentuninni. Auðveldust er móttaka svokallaðra ASCII-skráa, öðru nafni DOS-textaskrár. Ritvinnslukerfin Word og Wordperfect eru einnig auðveld í úrvinnslu. Senda má greinar til blaðsins í bréfasíma 569 1115, eða á netfang þess (minning@mbl.is) — vinsamlegast sendið greinina inni í bréfinu, ekki sem viðhengi. Nánari upplýsingar má lesa á heimasíðum. Það eru vinsamleg tilmæli að lengd greina fari ekki yfir eina örk A-4 miðað við með- allínubil og hæfilega línulengd – eða 2.200 slög. Höfundar eru beðnir að hafa skírnar- nöfn sín en ekki stuttnefni undir greinunum. AT V I N N U A U G LÝ S I N G A R Smiðir Trésmiðir óskast í mótauppslátt og inn- réttingasmíði. Upplýsingar í síma 892 8413.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.