Morgunblaðið - 19.06.2001, Blaðsíða 12

Morgunblaðið - 19.06.2001, Blaðsíða 12
FRÉTTIR 12 ÞRIÐJUDAGUR 19. JÚNÍ 2001 MORGUNBLAÐIÐ HÖRÐ viðbrögð hafa komið fram af hálfu íbúa Dalabyggðar vegna ákvörðunar Goða hf. um að hætta í hagræðingarskyni, slátrun á vegum fyrirtækisins í Afurðastöðinni í Búð- ardal að lokinni sláturtíð á hausti komanda. Búist er við átakafundi um málið í kvöld í Dalabúð en fulltrúar Goða og forsvarsmenn Bændasam- takanna hafa m.a. verið boðaðir á fundinn. Í sláturhúsinu eru unnin um 14–15 ársstörf. Sigurður Rúnar Friðjónsson, odd- viti Dalabyggðar, dregur forsendur ákvörðunarinnar mjög í efa og segir fólki brugðið vegna hennar. „Slátur- húsið í Búðardal hefur verið endur- nýjað töluvert á undanförnum árum og er, eftir því sem okkur er sagt, í mjög góðri stöðu til að takast á við framtíðarverkefnin,“ segir Sigurður Rúnar og bendir auk þess á að ekki vanti nema herslumuninn upp á að sláturhúsið fái útflutningsleyfi. Framtíð Afurðastöðvarinnar var ekki talin í neinni hættu „Forráðamenn Goða hafa sagt okkur alveg fram undir það síðasta, að vinnustaða okkar væri ekki í neinni hættu. Það hefur margoft komið fram í samtölum við þá að framtíð Afurðarstöðvarinnar væri ekki í neinni hættu. Við munum að sjálfsögðu safna saman öllum þeim upplýsingum sem við náum í varð- andi þetta mál og munum berjast af alefli á móti því að fyrirtækinu verði lokað. Dalabyggð hefur samkvæmt byggðastefnu stjórnvalda verið skil- greind sem jaðarbyggð og aðalat- vinnuvegur okkar hefur verið og er landbúnaður. Það má því líkja þessu við það þegar stóru frystihúsi í sjáv- arplássi er lokað.“ Efast um að nokkurt byggðar- lag hafi fengið slíkan skell Trausti Bjarnason, bóndi á Á í Dalabyggð, telur umrædda ákvörð- un mikið áfall fyrir sveitarfélagið, ekki síst í ljósi þeirra margfeldis- áhrifa sem hún kann að hafa. „Ég efast um að nokkurt byggð- arlag á landinu hafi fengið annan eins skell í atvinnumálum, ef þetta á að verða svona,“ segir Trausti, sem undanfarin haust hefur lagt inn 300– 400 lömb til slátrunar, auk naut- gripa. „Áhrif þessarar ákvörðunar verða mjög slæm, enda mun hún hafa ýmsar hliðarverkanir sem bitna á fleirum en þeim sem vinna í slát- urhúsinu. Ég gæti trúað að hátt í 30 störf tapist ef allt er talið, því starf- seminni tengjast m.a. flutningafyr- irtæki og verkstæði.“ Trausti bendir á að ef 30 manns í 690 manna samfélagi missa vinnuna, blasi samfélagshrun við, sé reiknað með fjögurra manna fjölskyldu á bak við hvern þessara 30. „Það er fólk sem vinnur við slátrun og stundar smá búskap með. Missi það vinnuna verður það að fara burt þar sem það getur ekki lifað einvörðungu af búi sínu,“ segir hann. „Það verður því barist til síðasta blóðdropa með öllum tiltækum ráð- um til að verja sláturhúsið og starf- semi þess. Við látum ekki bardaga- laust rústa byggðarlaginu með svona ráðstöfunum.“ Síðastliðið haust var alls slátrað 36 þúsund sauðfjár í Búðardal. Auk 14– 15 ársstarfa við slátrunina eru innt af hendi 50–60 hlutastörf í sláturtíð. Afurðastöðin er þriðji stærsti vinnu- staðurinn í sveitarfélaginu, næst á eftir Mjólkursamlaginu í Búðardal og Dalabyggð. Í ljósi ákveðinnar óvissu sem ríkir um málið segir Trausti það brenna heitast á sér að krefja Goðamenn skýrra svara um hvað þeir ætlist fyr- ir. „Þeir segja reyndar að það eigi að slátra í Búðardal í haust, en það er ekki ljóst hverjir ætla að slátra.“ Óvissa um uppsagnir starfsfólks Sveinn Gestsson, sláturhússtjóri í Búðardal, segir ákvörðun Goða al- varlegt áfall fyrir atvinnusvæðið í Dalabyggð, enda sé ekki um stórt at- vinnusvæði að ræða. „Áhrif þessarar ákvörðunar ná langt út fyrir veggi sláturhússins, enda kemur þetta illa við þá aðila sem þjónusta okkur, t.d. flutningsaðilana, enda hefur tölu- verður hluti flutninga þeirra verið héðan frá okkur,“ segir hann. Sveinn segir óvissu ríkja um hvort starfsfólki sláturhússins verði sagt upp, enda sé ekki fyllilega ljóst hvað Goði ætli sér í framtíðinni. „Við höf- um ekki fengið að vita það enn hvort starfsfólkinu verður sagt upp eða ekki. Það á að slátra hér í haust og þá verður kjöt í húsinu fram eftir næsta ári. Síðan er hugsanlegt að frysti- húsið og geymslurnar verði notuð áfram, sem krefst mannskaps á staðnum. Ef þeirri starfsemi yrði haldið úti, yrði kannski svipaður fjöldi að vinna í húsinu og verið hef- ur. Óvissan er hins vegar svo mikil og við höfum ekkert fengið að vita. Við fáum heldur ekki að sjá skýrsl- una sem lögð er til grundvallar þeirri ákvörðun að láta af sláturstarfsem- inni. Ég tel að það sé ekki djúp hugs- un á bak við þessa ákvörðun. Mig langar til að sjá rökin fyrir þessari ákvörðun því ég hef ekki fengið að sjá nema brot úr áðurnefndri skýrslu og af því að dæma sé ég ekki enn rökin fyrir því að standa svona að málum.“ Aðspurður segir hann ekki gott hljóð í starfsfólki, ekki síst vegna þess að farið var í miklar fram- kvæmdir við sláturhúsið fyrir tveim- ur árum og framtíðin talin björt. Hörð viðbrögð fólks í Dalabyggð við ákvörðun um að hætta slátrun í Búðardal Berjast af alefli gegn lokun fyrirtækisins FORSETI Íslands, Ólafur Ragnar Grímsson, sæmdi fimmtán Íslend- inga heiðursmerki Hinnar íslensku fálkaorðu við hátíðlega athöfn á Bessastöðum á þjóðhátíðardaginn, 17. júní. Þeir eru: Ármann Halldórsson, fyrrver- andi kennari á Eiðum, riddara- kross fyrir störf í þágu menntunar og uppeldis. Björn Jónsson, fyrr- verandi prestur, Akranesi, ridd- arakross fyrir störf að bindindis- og menningarmálum. Bragi Ás- geirsson listmálari, Reykjavík, riddarakross fyrir störf í þágu lista og menningar. Egill Bjarnason ráðunautur, Sauðárkróki, riddara- kross fyrir störf í þágu landbún- aðar. Guðrún Agnarsdóttir læknir, Reykjavík, riddarakross fyrir störf að heilbrigðismálum. Gyða Stef- ánsdóttir kennari, Kópavogi, ridd- arakross fyrir störf í þágu mennt- unar og fræðslu. Haraldur Sumarliðason húsasmíðameistari, Reykjavík, riddarakross fyrir störf í þágu iðnaðar. Helga Ingólfsdóttir tónlistarmaður, Álftanesi, riddara- kross fyrir störf í þágu lista og menningar. Ingibjörg Pálmadóttir, fyrrverandi ráðherra og alþingis- maður, Akranesi, stórriddarakross fyrir störf í opinbera þágu. Jón Ás- geirsson tónskáld, Reykjavík, ridd- arakross fyrir störf í þágu menn- ingar og lista. Kristín H. Pétursdóttir bókasafns- og upplýs- ingafræðingur, Reykjavík, riddara- kross fyrir störf í þágu bókasafns- og uppýsingafræða. Stefán Bald- ursson þjóðleikhússtjóri, Reykja- vík, riddarakross fyrir störf í þágu lista og menningar. Svava Jakobs- dóttir rithöfundur, Reykjavík, riddarakross fyrir störf í þágu lista og menningar. Svavar Gestsson, sendiherra og fyrrverandi ráð- herra, Reykjavík, stórriddarakross fyrir störf í opinbera þágu. Þor- steinn Gunnarsson rektor, Akur- eyri, riddarakross fyrir störf í þágu menntunar og vísinda. Sæmd heiðursmerki fálkaorðunnar RÓLEGHEIT einkenndu opnun Grímsár, Vatnsdalsár og Miðfjarð- arár og í Laxá í Leirársveit og Haukadalsá er lítið að gerast. Óhætt er að segja að laxveiði- vertíðin byrji ekki vel, en ekki er öll nótt úti því góðar smálaxa- göngur gætu breytt öllu. Tveir úr Vatnsdalsá „Það var heilmikið líf hér eftir hádegi á sunnudag, talsvert af fiski að því er virtist í Hólakvörn, Skriðuvaði og í Hnausastreng. Menn settu í átta laxa, en þetta voru grannar tökur og sjö sluppu. Þetta voru allt vænir fiskar og sá sem náðist áætlaður 13 pund. Í morgun var síðan annað upp á ten- ingnum, fiskur virtist á bak og burt og við höldum að hann hafi gengið upp úr Flóðinu og inn á efri svæðin. Þá er að finna hann þar. Það bættist samt einn lax við í morgun, 18 pundari. Við erum ekkert óhressir með þessa byrjun, það er líf í ánni,“ sagði Pétur Pét- ursson, leigutaki Vatnsdalsár, í gærdag. Þungt hljóð í Torfa „Ég hef aldrei kynnst þessu svona lélegu og hljóðið í mér er eins djöfullegt og hugsast getur. Það er gott vatn í ánni, gott veður, allar aðstæður í ánni og frá hendi himnaföðurins hinar bestu, en það er bara enginn lax. Við sjáum varla fisk og síðan á föstudaginn, þegar við opnuðum, hafa aðeins tveir lax- ar komið á land. Hvað veldur? Það er óvenjulega mikið af sel hér úti fyrir, líka fyrir utan Laxá í Dölum. Maður hefði haldið að einhverjir ættu hér hagsmuna að gæta. Von- andi verður eitthvað gert í þessu,“ sagði Torfi Ásgeirsson, umsjón- armaður Haukadalsár, í gærdag. Fyrsta hollið með sjö laxa Lárus Jónasson, kokkur í Laxa- hvammi, sagði í samtali við Morg- unblaðið í gær að fyrsta hollið í Miðfjarðará hefði náð sjö löxum, flestum 10 til 12 punda, en einum 13 punda stærstum. „Menn voru ánægðir hérna, sáu talsvert af laxi en hann virtist styggur. En þetta voru fallegir laxar,“ sagði Lárus. Lítið að gerast í Leirársveit Aðeins átta laxar eru komnir á land úr Laxá í Leirársveit síðan á fimmtudagsmorgun. Þar af veidd- ust fimm á stuttum tíma á sunnu- dag. Það sjást einhverjir laxar, en áin hefur verið vatnslítil og veður bjart. Það var farið að rigna í gær- morgun, en samt veiddist ekkert. Gott gengi í Blöndu Blanda gefur langbestu veiðina það sem af er. Í gær var áin komin með yfir 100 laxa á aðeins fjórar stangir. Efst er hins vegar Norð- urá með um 140 laxa, en það er heildarveiði á 15 stangir og því mun lakari meðalveiði á stöng. Laxinn í Blöndu er meira og minna stórlax. Fyrir skemmstu setti einn og sami veiðimaðurinn í tíu laxa í beit og landaði öllum. Róleg byrjun – Blanda góð Guðmundur Ágúst Pétursson með þrjá væna laxa úr Blöndu. ERU ÞEIR AÐ FÁ’ANN? SÆNSKU konungshjónin Karl Gústaf XVI og Silvía drottning hafa boðið forseta Íslands Ólafi Ragnari Grímssyni og Dorrit Moussaieff að vera gestir sínir við hátíðarhöld í tilefni af silfur- brúðkaupi konungshjónanna. Hátíðarhöldin hófust í gær- morgun, 18. júní, og standa jafnframt í dag, 19. júní. Í gærmorgun sigldu kon- ungshjónin og gestir þeirra frá Drottningholm höllinni áleiðis til Gripsholm kastalans þar sem hátíðarkvöldverður konungs- hjóna verður. Í dag er fjölbreytt dagskrá sem lýkur með úti- hljómleikum sænskra tónlistar- manna í hallargarði Drottn- ingholm hallarinnar. Hljóm- leikarnir eru einnig opnir almenningi. Sækja silfur- brúðkaup sænsku konungs- hjónanna RÍKISSTJÓRN Íslands sam- þykkti í gær viljayfirlýsingu um 15 milljóna króna framlag í sér- stakan Alheimssjóð vegna al- þjóðlegrar baráttu gegn al- næmi. Í fréttatilkynningu frá heil- brigðis- og tryggingamálaráðu- neytinu kemur fram að boðað hafi verið til aukaallsherjar- þings Alþjóðaheilbrigðismála- stofnunarinnar, WHO, í lok júní og fer það fram í New York. Á alþjóðaheilbrigðisþinginu, sem haldið var í Genf um miðj- an síðasta mánuð, lýsti Kofi Annan, aðalritari Sameinuðu þjóðanna, því yfir að stofnaður yrði sérstakur Alheimssjóður varðandi alnæmi og heilbrigði á vegum samtakanna. Skoraði hann á ríkisstjórnir heims og einkaaðila að leggja sitt af mörkum og hafa Bandaríkja- menn meðal annars lýst því yfir að fjárframlag þeirra verði 200 milljónir dollara. Framlag Íslendinga 15 milljónir Alheimssjóður vegna baráttu gegn alnæmi
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.