Morgunblaðið - 19.06.2001, Side 23

Morgunblaðið - 19.06.2001, Side 23
ERLENT 24 ÞRIÐJUDAGUR 19. JÚNÍ 2001 MORGUNBLAÐIÐ VÍST þykir að Iain Duncan Smith, talsmaður Íhaldsflokksins í varnar- málum, muni keppa við Michael Port- illo og hugsanlega fleiri um leiðtoga- embættið í flokknum. Boðaði einn stuðningsmanna Duncans Smiths framboð hans í gær en búist er við að sjálfur muni hann tilkynna um það í dag. Ann Widdecombe hefur hins vegar ákveðið að gefa ekki kost á sér vegna lítils stuðnings í þingflokknum. Bernard Jenkin, einn þingmanna Íhaldsflokksins, sagði í gær að það væri ákveðið að Duncan Smith gæfi kost á sér í slaginn og í viðtali við breska ríkisútvarpið, BBC, sagði hann að Duncan Smith væri fulltrúi nýs tíma í flokknum. Það ætti hins vegar ekki við um Michael Portillo sem hefði verið ráðherra í ríkisstjórn John Majors á síðasta áratug. Iain Duncan Smith er 47 ára, mikill evruandstæðingur og náinn Mar- garet Thatcher, fyrrverandi forsætis- ráðherra. Hann er því í hægri armi flokksins en þykir þó hafa fært sig mjög yfir á miðjuna að undanförnu. Ekki er alveg ljóst hvort Jenkin skýrði frá framboði Duncans Smiths Baráttan um forystuna í breska Íhaldsflokknum Duncan Smith í leiðtoga- slaginn við Portillo London. AP, AFP, Reuters, Daily Telegraph. AP Iain Duncan Smith á tröppunum heima hjá sér í London í gær. Búist var við, að hann tilkynnti í dag, að hann sæktist eftir for- mennsku í Íhaldsflokknum. með hans samþykki en búist er við formlegri tilkynningu um það í dag. Widdecombe hlynnt Clarke Ann Widdecombe, sem verið hefur talsmaður Íhaldsflokksins í innanrík- ismálum og mjög til hægri, tilkynnti í gær að hún yrði ekki með í baráttunni um leiðtogasætið. Kvaðst hún þó viss um að hún ætti góðan stuðning meðal óbreyttra flokksmanna en hann væri aftur á móti lítill í þingflokknum. Widdecombe hefur áður lýst yfir að hún gæti ekki unnið með Portillo og í gær gaf hún til kynna að hún gæti hugsað sér að styðja Kenneth Clarke, fyrrverandi fjármálaráðherra. „Ég ber mikla virðingu fyrir Ken Clarke og ef unnt er að finna ein- hverja sáttaleið í evrumálunum ætti ég auðvelt með að styðja hann,“ sagði Widdecombe. Engin málamiðlun Almennt er búist við að Clarke muni sækjast eftir leiðtogaembætt- inu í Íhaldsflokknum en fullyrt er að nú um síðustu helgi hafi hann gert flokksbræðrum sínum það ljóst að hann myndi ekki víkja neitt frá skoð- unum sínum á Evrópumálum í því skyni að auka sigurlíkur sínar í kjör- inu. Þá er hann sagður hafa lýst því yfir að þótt hann yrði kjörinn myndi hann berjast við hlið Tony Blairs fyr- ir „jái“ í þjóðaratkvæðagreiðslu um evruna. Samkvæmt skoðanakönnunum nýtur Clarke mestra vinsælda hjá kjósendum almennt en Portillo hefur enn vinninginn hjá kjósendum Íhaldsflokksins. Hann er hins vegar mjög umdeildur og margt bendir til að deilurnar um hugsanlega forystu hans eigi eftir að harðna. Hann á marga stuðningsmenn í flokknum og líka marga óvini og ekki eru allir sátt- ir við þá játningu hans að hann hafi haft „kynni af samkynhneigð sem ungur maður“. Sir Malcolm Rifkind, fyrrverandi utanríkisráðherra og áhrifamaður í Íhaldsflokknum, sagði um helgina að Portillo gæti orðið flokknum „mjög hættuleg tilraun“. John Major, fyrr- verandi forsætisráðherra, sagði hins vegar að Portillo væri efstur á lista yfir þá sem hann teldi hæfasta til að stýra flokknum. FALLIÐ var frá 15 af alls 61 kæru sem lögð hafði verið fram gegn suður-afríska hernaðar- sérfræðingnum Wouter Basson í gær. Var ástæðan ófullnægj- andi sönnunargögn, að sögn dómarans, Willie Hartzen- bergs. Basson, sem er læknir, hefur fengið viðurnefnið „Dr. Dauði“ í Suður-Afríku, starfaði fyrir stjórn hvíta minnihlutans í tíð aðskilnaðarstefnunnar og kannaði meðal annars leiðir til að tortíma Nelson Mandela og fleiri andstæðingum stjórn- valda með sýklum og eitri. Lágt evru- gengi hindrun fyrir Breta YFIRMAÐUR þýska seðla- bankans, Ernst Welteke, sagði í gær að eftir kosningasigur Verkamannaflokksins væru auknar líkur á að Bretar tækju upp evruna í stað pundsins. Hins vegar væri lágt gengi evr- unnar hindrun og því erfitt að spá um dagsetningu í þeim efn- um. Fella yrði gengi pundsins ef til inngöngu Breta í mynt- bandalagið kæmi, afleiðingin yrði verðbólga. Nýjar frið- arviðræður RÁÐAMENN í Bretlandi og á Írlandi hófu í gær nýjar við- ræður í London um frið á Norð- ur-Írlandi. „Við trúum því ekki að niðurstaða þingkosninganna á Norður-Írlandi merki að fólk hafi hafnað friðarsamkomulag- inu (frá 1998),“ sagði talsmaður Tony Blairs, forsætisráðherra Bretlands. Harðlínuöfl úr röð- um mótmælenda og kaþólskra unnu á í kosningunum 7. júní. 80 Talibana- hermenn felldir? EIN af hreyfingum andstæð- inga Talibana-stjórnarinnar í Afganistan segist hafa fellt 80 stjórnarhermenn í bardögum norðarlega í landinu. Hefði ver- ið beitt fallbyssum og skrið- drekum í átökunum, enginn hefði fallið í röðum stjórnar- andstæðinga. Fulltrúar stjórn- valda í Kabúl vísuðu þegar fregninni á bug. Talibanar ráða um 95% landsins. Blóðugar óeirðir á Indlandi VITAÐ er að 13 óbreyttir borg- arar féllu og tugir særðust í átökum við herlögreglumenn í gær í ríkinu Manipur á Ind- landi. Áður höfðu mótmælend- ur brennt til grunna þinghús sambandsríkisins. Útgöngu- bann var fyrirskipað í höfuð- staðnum Imphal er um 5.000 mótmælendur fóru um göturn- ar og kveiktu í opinberum byggingum og skrifstofum stjórnmálaflokka. Allsherjar- verkfall hefur verið í Manipur í þrjá daga til að mótmæla fram- lengingu á vopnahléi sem stjórnin gerði við flokk úr upp- reisnarhreyfingunni NSCN. STUTT Fallið frá kærum ROLAND Dumas, fyrrverandi utan- ríkisráðherra Frakklands, sem var dæmdur í fangelsi fyrir aðild að spill- ingarmáli franska olíufélagsins Elf, hefur sakað tvo ráðherra í stjórn sósíalista um að hafa hylmt yfir meintar mútugreiðslur olíufélagsins. Dumas var dæmdur í hálfs árs fangelsi í maí fyrir að hafa notið góðs af greiðslum úr ólöglegum sjóði Elf, sem talið er að hafi verið notaður til mútugreiðslna og ýmissa vafasamra viðskipta á árunum 1989–92 þegar Dumas var utanríkisráðherra. Elf var þá ríkisfyrirtæki. Dumas sagði í viðtali við dagblaðið Le Figaro í gær að aðrir stjórnmála- menn hefðu vitað af því að olíufélagið hefði greitt mútur til að tryggja sér viðskiptasamninga og pólitísk áhrif í Frakklandi og erlendis. Hann nefndi tvo ráðherra sérstaklega í því sam- bandi, þau Hubert Vedrine utanrík- isráðherra og Elisabeth Guigou, at- vinnumálaráðherra og fyrrverandi dómsmálaráðherra. „Ef þú spyrð hvort ég hafi verið látinn gjalda fyrir Guigou þá get ég ekki neitað því,“ sagði Dumas í við- talinu. „Hún var dómsmálaráðherra þegar allt Elf-málið var rannsakað og ég tel ekki að hún hafi alltaf gætt hagsmuna dómskerfisins.“ Dumas staðfesti einnig ásakanir Loik le Floch-Prigent, fyrrverandi forstjóra Elf, um að Guigou og Vedr- ine hefðu bæði vitað af meintum greiðslum Elf í sjóði kristilegra demókrata í Þýskalandi til að greiða fyrir kaupum olíufélagsins á Leuna- olíuhreinsunarstöðinni í Austur- Þýskalandi árið 1992. Dumas sagði að Helmut Kohl, þáverandi kanslari Þýskalands, hefði beðið Francois heitinn Mitterrand, þáverandi for- seta Frakklands, að beita sér fyrir kaupunum á olíuhreinsunarstöðinni. Frönsk og þýsk yfirvöld eru nú að rannsaka hvort mútur hafi verið greiddar. Þegar kaupsamningurinn var gerður fór Guigou með Evrópumál í stjórninni og Vedrine var einn af helstu ráðgjöfum Francois Mitterr- ands. Mitterrand og Balladur sagðir hafa vitað af greiðslunum Le Floch-Prigent, sem var dæmd- ur í þriggja og hálfs árs fangelsi vegna spillingarmálsins, hefur sagt í viðtölum við franska fjölmiðla að hægrimenn jafnt sem vinstrimenn hafi notið góðs af ólöglegum greiðslum olíufélagsins. Hann sagði um helgina að Mitterrand hefði vitað af lögbrotunum og lýsti Elf sem „mjólkurkú lýðveldisins“. „Þegar Le Floch segir að hann hafi ráðfært sig við forsetann og allir í kringum hann í forsetahöllinni hafi vitað af málinu – þá hlýtur það að vera satt,“ sagði Dumas. Hann bætti við að Edouard Bal- ladur, þáverandi forsætisráðherra, hefði einnig samþykkt greiðslurnar þar sem hann hefði talið, eins og Mit- terrand, að þær þjónuðu hagsmun- um Frakklands. „Ég tel athyglisvert að hann hefur aldrei verið yfirheyrð- ur vegna málsins.“ Segjast ekki hafa vitað af greiðslunum Vedrine, Balladur og Guigou sögð- ust vera hissa á ásökunum Dumas og neituðu því að hafa vitað af greiðsl- unum. „Ég frétti aldrei af þessum greiðslum fyrr en miklu seinna,“ sagði Vedrine í útvarpsviðtali og lýsti ásökunum Dumas sem „viðbrögðum niðurbrotins manns“. Guigou kvaðst aldrei hafa tekið þátt í samningaviðræðum í tengslum við kaupin á austur-þýsku olíuhreins- unarstöðinni. „Roland Dumas virðist ekki geta sætt sig við þá staðreynd að þessi stjórn ákvað að hafa ekki af- skipti af dómsmálunum,“ sagði hún um þátt sinn í málinu sem dómsmála- ráðherra. Dumas hélt því einnig fram að „þekktir menn“ í Frakklandi og víðar hefðu þegið fé fyrir að greiða fyrir sölu franska ríkisfyrirtækisins Thomson-CSF á sex freigátum til Taívans árið 1991. Christine Deviers- Joncour, fyrrverandi ástkona Dum- as, sem var dæmd í eins og hálfs árs fangelsi, bar fyrir rétti að hún hefði þegið mikla fjárhæð úr sjóði Elf fyrir að telja Dumas á að styðja söluna. Dumas sagði að rétturinn hefði fengið miklar upplýsingar um söluna á freigátunum en svo virtist sem sak- sóknarar hefðu ekki viljað fylgja þeim eftir. „Þetta er ef til vill vegna þess að menn vildu vernda hagsmuni ríkisins, eða ef til vill til að vernda þá sem eru enn við völd,“ sagði Dumas. Fleiri bendlaðir við spillingarmál franska olíufélagsins Elf Dumas sakar tvo ráð- herra um yfirhylmingu París. AFP, AP. Hubert Vedrine Elisabeth Guigou Roland Dumas Mörkinni 3, sími 588 0640 G læ si le g hú sg ög n Sérpantanir Opið mán.-fös. frá kl. 12-18. Lau. frá kl. 11-14.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.