Morgunblaðið - 19.06.2001, Síða 33

Morgunblaðið - 19.06.2001, Síða 33
UMRÆÐAN 34 ÞRIÐJUDAGUR 19. JÚNÍ 2001 MORGUNBLAÐIÐ H róa hetti væri illa brugðið ef hann gæti lesið nýjasta hefti þess tímarits The Economist. Kannski ekki síst vegna þess að líkt og Hrói er þetta tímarit breskt. Það nýtur mikillar virð- ingar, og í fjölmiðlum er oft vitnað í það. Núna nýverið fjallaði þetta virta breska tímarit um fátækt, og spurði á forsíðu hvort ójöfn- uður skipti máli. Í einum af leið- urunum í þessu hefti (16. til 22. júní) kemur fram, að bilið á milli fátækra og ríkra er að aukast í heiminum. (Sem er reyndar ekki ný frétt). Svo velt- ir leiðarahöfundurinn því fyrir sér hvort þetta sé áhyggjuefni. Hann kemst að því að svo sé ekki. Nema kannski að því leyti sem þetta getur reitt fátæka skrílinn til reiði og leitt til óþægilegra uppþota og friðþæg- ingaraðgerða sem í raun dragi úr efnahags- uppgangi. Til dæmis við- skiptahafta, atvinnutryggingar og harð- neskjulegrar skattlagningar á hina efnameiri. Athyglisvert að um svipað leyti og þetta hefti The Econ- omist kom út greindi heims- pressan frá því að ólætin vegna Evrópusambandsfundarins í Gautaborg hafi verið hin mestu er orðið hafi við slík tilefni. Skyldi þó ekki vera að sé beint orsakasamhengi á milli þess að bilið á milli ríkra og fátækra eykst og að skríllinn lætur reiði sína meira í ljósi við fyr- irmennin? Fyrirmennunum var brugðið, enda komust þau ekki í veislur útaf vitleysingunum sem voru að öskra úti á götu, hótandi eldi og morði. Eins og venjulega beittu fyrirmennin lögreglu sinni, létu skjóta á skrílinn, og einn féll. Eru óeirðirnar í Gautaborg í rauninni birtingarmynd aukins ójafnaðar í vestrænum sam- félögum – það er að segja sem útrás reiði þeirra sem ekki eru ríkir? Þeir á The Economist eru klárir kallar og vita hvað mestu skiptir í sambandi við ójöfnuð. Þeir benda á að spurningin sem maður eigi að spyrja sig sé þessi: Er það skynsamlegt af þeim fátækari að vera reiðir út af ójöfnuði? Svarið sem þeir á The Econ- omist komast að er neikvætt. (Nema, segja þeir, þegar ríkir menn nota vald sitt til að halda uppi verði og/eða útrýma sam- keppnisaðilum.) Og þeir draga fram nokkur rök máli sínu til stuðnings. En það sem þeir á The Econ- omist hafa nokkrar áhyggjur af er að fólk (og ríkisstjórnir) sé farið að koma illa fram við þá sem eru alvarlega ríkir. Í at- hyglisverðri úttekt í sama hefti er gerð grein fyrir því hversu erfitt það sé að vera ríkur, og hvers vegna full ástæða sé til að vera ekki vondur við þá sem í slíku lenda. Bent er á að í gegnum söguna hafi pöpullinn alltaf verið frem- ur fúll út í ríka minnihlutann. Og löngum hafi verið full ástæða til. En undanfarið hafi ríkisstjórnir farið að gera sér grein fyrir því að það sé engum í hag að of mikið sé tekið af þeim ríku, því að slíkt geti kom- ið illa við þá sem skapi mestan auð. Þetta hljómar nú dálítið ein- kennilega, ekki bara vegna þess að sem röksemdafærsla er þetta hringlaga, heldur líka vegna þess að það blasir við önnur mun sennilegri ástæða fyrir því að ráðamenn eru farnir að veigra sér við að kreista mikla skatta af þeim ríku. Það er ein- faldlega sú ástæða að ráðamenn eiga orðið sífellt meira undir vellauðugum styrktaraðilum sem ekki má móðga. Til dæmis hafa fréttaskýr- endur bent á að það sé nokkuð augljóst að Bush Bandaríkja- forseti hafi á fyrstu dögum sín- um í embætti gert ráðstafanir sem komu sér vel fyrir banda- ríska olíuiðnaðinn, og það hafi einmitt verið þaðan sem mikið af peningum hafi komið í kosn- ingasjóði Bush. En svo er annað, segja þeir á The Economist. Það er til fullt af ríku fólki sem er gott og gjafmilt fólk. Þess vegna á mað- ur að koma vel fram við það svo að það gefi kannski fátækling- unum af auðlegð sinni. Og þá vænkast hagur hinna fátæku. Röksemdafærslan er því ein- hvernveginn sisona: Ójöfnuður er ekki slæmur, því að ef til er mjög ríkt fólk þá getur það gef- ið hinum fátækari og þannig bætt hag hinna fátæku. Ef þeir fátæku (og ríkisstjórnin) koma vel fram við þá ríku geta þeir ríku eignast meira af peningum og gefið meira. Þess vegna eig- um við ekki að vinna gegn ójöfnuði. Þetta er auðvitað ekki mjög glæsileg röksemdafærsla held- ur, og sem fyrr fer leiðarahöf- undur The Economist í hring. Hann byrjar á að gefa sér það sem síðar verður niðurstaðan úr hinni svonefndu röksemda- færslu. En það er nú svo mörg rök- semdafærslan, og hafa meiri menn en þeir á The Economist farið í rökhringi. Eiginlega er fremur ástæða til að taka ofan fyrir þeim fyrir að vera ekki að draga fjöður yfir þá skoðun sína að ójöfnuður sé af hinu góða, og að fara ekki dult með það hvers málstað þeir verji. Ekki svo að skilja að það sé nokkur ástæða til að vera sam- mála þeim. En það er að mörgu leyti athyglisvert að The Econ- omist skuli með þessum hætti gerast málsvari þeirra sem ein helsta goðsagnahetja Bretlands, Hrói höttur, barðist gegn. Þeirra ríku. Þessi ódulda afstaða þessa virta tímarits er skýrt merki um það, að jöfnuður er ekki lengur það sjálfgefna samfélagslega markmið sem hann var lengst af á síðustu öld. Að það er ekki lengur ríkjandi skoðun að mað- ur eigi að hugsa jafnt um náunga sinn og sjálfan sig. Að það er ekki lengur öruggt að Hrói höttur hafi verið hetja. Því er hætt við að Hróa væri brugðið ef hann læsi nú skrif landa sinna á The Economist. Nema náttúrulega að hann hafi alltaf haft þá grunaða um að vera soldið halla undir fógetann í Nottingham. Niður með Hróa Er það skynsamlegt af þeim fátækari að vera reiðir út af ójöfnuði? VIÐHORF Eftir Kristján G. Arngrímsson kga@mbl.is LOKS virðist barátta íbúa Háaleitishverfis fyrir nýrri göngubrú yf- ir Miklubraut á móts við gamla Framheimilið (félagsmiðstöðina Tóna- bæ) vera farin að bera árangur. Í síðustu viku var haldinn sameigin- legur fundur fulltrúa foreldra og íbúasam- taka í hverfinu með gatnamálastjóra, borg- arverkfræðingi og borgarfulltrúum Sjálf- stæðisflokksins og R- listans. Var það niður- staða fundarins að ótví- ræð þörf væri fyrir göngubrú við Framheimilið og brýnt væri að ráðast í smíði hennar sem fyrst. Héðan af er þó ólíklegt að brúin rísi á þessu ári þar sem mannvirkið er ekki enn komið inn á aðalskipulag, sem er nauðsynleg forsenda fyrir því að í það verði ráðist. Stefnt er að því að hönnunarvinna við fyrirhugaða brú geti hafist í sumar eða haust og möguleiki er á að hægt verði að bjóða út sjálfa brúarsmíðina í vetur. Þráhyggja sjálfstæðismanna? Þrátt fyrir að rösklega hafi verið unnið í því að undanförnu, breytir það ekki þeirri staðreynd að borgar- fulltrúar R-listans hafa lengst af dregið lappirnar í málinu og hafa bæði borgarstjóri og formaður skipu- lagsnefndar sakað okkur sjálfstæðis- menn um þráhyggju þegar við höfum tekið það upp í borgarstjórn. Sjálfstæðismenn hafa á undanförn- um mánuðum lagt fram tillögur um breytingu á aðalskipulagi í sam- göngunefnd Reykjavíkur, borgarráði og borgarstjórn í því skyni að hraða brúarsmíðinni. Höfum við bent á þá staðreynd að því fyrr sem skýr vilja- yfirlýsing og skipulagsuppdrættir liggja fyrir frá borgaryfirvöldum um þetta mannvirki, því fyrr er hægt að knýja á um fjármagn frá ríkinu til verksins og hefja það. Borgarfulltrú- ar R-listans hafa hins vegar fellt allar slíkar tillögur, nú síðast á borgar- stjórnarfundi 7. júní. Er vonandi að seinagangur og léleg vinnubrögð R-listans verði ekki til þess að tefja þessa brýnu fram- kvæmd enn frekar en orðið er. Stofnbraut eða póli- tískt þrætuepli? Fyrst ég er farinn að stinga niður penna um málefni Miklubrautar langar mig til að fara nokkrum orðum um grein Gunnars Torfa- sonar verkfræðings sem birtist í Morgun- blaðinu sl. þriðjudag. Í greininni fjallar Gunnar á málefnalegan hátt um umferðarmál á Miklubraut og öðrum stofnbrautum og gerir nokkrar athugasemdir við grein undirritaðs frá 29. maí. Í grein sinni bendir Gunnar rétti- lega á að göng undir Miklubraut séu skammt frá gamla Framheimilinu eða við Kringluna. Hefur þessi rök- semd verið notuð af ýmsum sem mæla gegn umræddri brúarsmíði eða vilja fresta henni. Ef aðstæður eru hins vegar skoðaðar gaumgæfilega á vettvangi, kemur í ljós að umrædd undirgöng þjóna gangandi vegfar- endum illa en við þau eru bæði aðrein- ar og fráreinar með mikilli umferð og oft á tíðum hraðakstri. Setjum okkur t.d. í spor gangandi vegfaranda sem er á leið af svæðinu við Framheimilið suður yfir Miklu- braut. Jafnvel þótt hann sé allur af vilja gerður til að taka á sig þann krók, sem undirgöngunum fylgir, er hann síður en svo úr allri hættu. Áður en hann kemur að undirgöngunum norðan megin þarf hann að fara yfir frárein þar sem bílar koma af miklum hraða af Miklubraut áður en þeir fara í göngin. Ekki tekur betra við þegar úr göngunum er komið því þaðan eiga vegfarendur t.d. ekki greiða leið inn í verslunarmiðstöðina Kringluna. Til þess að komast þangað þarf að fara yfir aðra frárein af Miklubrautinni og síðan yfir tvöfalda göngubraut. Af þessum sökum telja margir foreldrar í hverfinu að undirgöngin veiti falskt öryggi þar sem afar hröð umferð sé allt í kringum hana. Í stuttu máli sagt: Undirgöngin sjálf eru góð en aðkom- an er ekki í lagi. Þetta er meginástæð- an fyrir því af hverju undirgöngin eru Göngubrýr, stofnbraut- ir og umferðaröryggi Kjartan Magnússon Umferðarmál Eftir því sem fjögurra og sex akreina hrað- brautum fjölgar þarf að grípa til nýrra lausna, segir Kjartan Magn- ússon, og þar gegna göngubrýr mikilvægu hlutverki. Þannig gæti göngubrú við Framheimilið litið út. Myndin sýnir einungis hugmyndir um staðsetningu brúarinnar en ekki útlit hennar enda er hönnunar- vinna ekki hafin. STARFSAÐFERÐIR Hafrannsóknastofnunar (Hafró) hafa verið undir mikilli gagnrýni undanfar- ið vegna mistaka þeirra við mat á stofnstærð þorsks. Ýmislegt af því sem Hafró er gagnrýnd fyrir virðist eiga stoð í raun- veruleikanum. Hvað gerðist? Við mat á stofnstærð helstu nytjastofna í kring- um landið hefur Hafró komið sér upp starfsað- ferðum sem hafa fram að þessu verið taldar góðar og gildar. Þar á ég við meðal annars togararallið og aflaskýrslur. Togararallið hefur verið notað í bráðum tvo áratugi þar sem toguð er sama togslóðin frá ári til árs á 550 mismunandi fiskislóðum á land- grunninu við Ísland. Helmingurinn af þessum togslóðum var valinn af fiskiskipstjórum og hinn helmingur- inn af fiskifræðingum. Rallinu er stjórnað af fiskifræðingum og ár- lega leigð togskip til að fara í leið- angur til að kanna veiðina á togslóð- unum. Aflaskýrslurnar koma frá skip- stjórum í fiskiskipaflotanum eftir hverja veiðiferð þar sem þeir greina frá afla, aflabrögðum og hvar aflinn er fenginn. Stofnmatsnefnd Hafró, um 10 fræðingar, vinnur úr þessum gögnum og setur í framhaldi af því fram niðurstöðu um stofnstærð. Niðurstaðan hef- ur verið byggð að miklu leyti á tog- ararallinu og á afla- skýrslunum. Tveir hópar fræðimanna frá Alþjóðahafrann- sóknarráðinu fara yfir og meta þessi gögn og niðurstöð- ur. Fátt virðist vanta í þetta ferli svo það teljist öruggt. Hvað gerð- ist þá sem skekkti niðurstöðurnar svona gríðarlega að það týndist 50% af þorskstofninum? Svarið má lesa út úr skýrslu Hafró um „Nytjastofna sjávar 2000/2001“. Ástæðurnar eru aðallega tvær, afla- skýrslurnar voru rangt metnar og tölvulíkönin þoldu ekki svona flókna útreikninga!! Það hefur sem sé ekki tekist að meta rétt breytt sóknar- mynstur flotans eins og að netaflot- inn breytti úr 7–8" netamöskva í 9- 10". Ekki hefur tekist að meta mis- munandi veiði flotans á á milli ára og breytingar á afla á sóknarein- ingu. Ekki hefur heldur tekist að átta sig á brottkasti né tegundatil- færslum sem ekki koma fram á afla- skýrslum. Togararallið virðist hins vegar standa fyrir sínu enda einföld aðgerð til þess að gera, framkvæmd með eins litlum breytingum á milli ára og mögulegt er þ.e. með sömu möskvastærð, veiðarfærum og skip- um. Í skýrslu Hafró viðurkenna sér- fræðingar að ef rallvísitölur hefðu verið notaðar eingöngu hefði mátt draga úr ofmatinu! Þeir viðurkenna einnig að tölvulíkan það sem notað er við að keyra samtímis gögn frá margs konar flotum hafi ekki ráðið tölfræðilega við svona flókinn út- reikning! Það er mjög alvarlegt að þessi virðulega stofnun þurfi að við- urkenna svo afdrifarík mistök. Virða verður þó Hafró það til hróss að við- urkenna mistökin og leita strax leiða til úrbóta svo rétta megi kúrsinn af. Hvað er til ráða? Flestum er ljóst að engin önnur stofnun hvorki hérlendis né erlendis er fær um að taka við hlutverki Hafró. Það er því verkefni stjórn- valda að styðja við þær aðgerðir sem Hafró telur brýnar til að bæta öryggi rannsókna hjá stofnuninni. Það hlýtur að vera skoðunarvert hvort ekki þurfi að víkka út ráð- Hafró og rallið Kristján Pálsson Auðlindin Erfitt verður að stunda áreiðanleg vísindastörf, segir Kristján Pálsson, án eðlilegra samskipta og trúnaðar milli fiski- fræðinga og fiskimanna.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.