Morgunblaðið - 19.06.2001, Blaðsíða 15

Morgunblaðið - 19.06.2001, Blaðsíða 15
AKUREYRI 16 ÞRIÐJUDAGUR 19. JÚNÍ 2001 MORGUNBLAÐIÐ TRYGGVI Gíslason skólameistari Menntaskólans á Akureyri gerði stöðu landsbyggðar m.a. að umtals- efni í skólaslitaræðu sinni og vitnaði til orða Einars Benediktssonar í Grettisbæli þar sem skáldið segir: „Sekur er sá einn sem tapar,“ „En því nefni ég þetta að lands- byggðarmenn, olnbogabörn sam- félagsins, verða að læra að hjálpa sér sjálfir,“ sagði Tryggvi og benti á að nú hefðu skólarnir þrír, Háskólinn, Menntaskólinn og Verkmenntaskól- inn undirbúið sameiginlega kynn- ingu á námsframboði, námsaðstöðu og umhverfi skólanna og stæðu vonir til að hún yrði unnin í samvinnu við Akureyrarbæ. „Með því að vinna saman – hjálpa sér sjálfir, bíða ekki eftir því að upphefðin komi að sunn- an – er unnt að efla Akureyri enn sem skólabæ og sem barna- og fjöl- skylduvænan bæ þar sem gott er að búa,“ sagði Tryggi. Í þessum þremur skólum stunduðu um 2500 nemendur nám síðasta vetur. Hann sagði að ávallt hefði þurfti hugdirfsku til að berjast fyrir Akur- eyri. „Því að Reykjavíkurvaldið – hvar í flokki sem það er að finna – hefur ávallt sýnt umbótum og fram- förum úti á landi tómlæti,“ sagði Tryggvi og benti á að síðasta dæmið um sjálfumgleði Reykjavíkurvalds- ins væri afstaðan í flugvallarmálinu. Í henni hefði komið fram að valdhaf- ar borgarinnar litu ekki á Reykjavík sem höfuðborg allra landsmanna heldur sjálfstætt borgríki sem þyrfti að berjast fyrir sínu og teldu sig ekki hafa skyldum að gegna við lands- byggðina. Þúsundir sitja eftir í fjötrum „Engin röskun í íslensku þjóð- félagi, engar náttúruhamfarir í sögu landsins hafa haft viðlíka áhrif á efnahag manna, afkomu og búsetu- röskunin undanfarinn áratug, sem margir líta á sem náttúrulögmál en er í reynd móðuharðindi af manna- völdum. Þúsundir manna flykkjast til borgríkisins og þúsundir sitja eftir í fjötrum þar sem eignir og bjargræði hefur verið tekið frá þeim. Auðvitað er ekki unnt að halda öllu landinu í byggð, eins og það er kallað, en ef 90 af hundraði landsmanna búa á höf- uðborgarsvæðinu eftir einn manns- aldur, eins og allt virðist stefna í, er fátækt Íslands orðin meiri en hún hefur nokkru sinni verið.“ Landsbyggðin hjálpi sér sjálf Tryggvi sagði fólk á landsbyggð- inni vera að snúa vörn í sókn. „Fisk- veiðistjórnunarkerfið, sem átti að verða til þess að efla fiskistofna og bæta afkomu manna, hefur lagt heilar byggðir í auðn og skipti þjóð- inni í andstæðar fylkingar. Nú er kominn tími til að landsbyggðin hjálpi sér sjálf. Þá er von til þess að guðirnir fyrir sunnan hjálpi okkur,“ sagði Tryggvi og benti á að ný kjör- dæmaskipan og ný samstaða ýtti undir endurreisn landsbyggðarinn- ar. Morgunblaðið/Skapti Hallgrímsson Tryggvi Gíslason, skólameistari Menntaskólans á Akureyri, í hópi nýstúdenta eftir brautskráningu 17. júní. Tryggvi Gíslason, skólameistari MA, við brautskráningu Landsbyggðin læri að hjálpa sér sjálf HIÐ árlega kvennahlaup ÍSÍ fór fram í 12. skipti á laugardaginn, bæði víða um land og á nokkrum stöðum erlendis. Alls hlupu um 20.000 konur að þessu sinni. Veður var mjög gott um mest allt land og tókst atburðurinn í alla staði mjög vel. Metþátttaka var á Akureyri að þessu sinni en en þar hlupu um 1200 konur á öllum aldri, meðal annars mæðgurnar á myndinni sem eru að koma í mark á Ráðhústorgi. Dóttirin hefur þegar fengið við- urkenningarpening um hálsinn, móðirin er að taka við sínum og ekki fer á milli mála að sú stutta er stolt af móðurinni og það hefur örugglega verið gagnkvæmt. Morgunblaðið/Skapti Hallgrímsson Stoltar mæðgur Morgunblaðið/Skapti Hallgrímsson STARFSMAÐUR Akureyrar- bæjar slapp algjörlega ómeiddur, hlaut ekki einu sinni skrámur, þegar dráttarvél, sem hann ók, valt í talsverðum halla við Glerá, skammt ofan stíflunnar í grennd við Glerárskóla, í gærmorgun. Hann var að slá spilduna, en ekki vildi betur til en svo að dráttarvél- in mun hafa hrokkið úr framdrifi þarna í brekkunni með fyrr- greindum afleiðingum. Talið er að dráttarvélin sé nánast óskemmd, nema hvað framrúða brotnaði. Slapp ómeidd- ur er drátt- arvél valt ALLS voru brautskráðir 127 ný- stúdentar frá Menntaskólanum á Akureyri á þjóðhátíðardaginn 17. júní. Stúlkur voru í miklum meirihluta eða 90 talsins, 71%, og aðeins 29 pilt- ar og er þetta hæsta hlutfall stúlkna sem brautskráðst hafa frá Mennta- skólanum á Akureyri. Nýstúdent- arnir skiptust þannig að 8 voru af eðlisfræðibraut, 39 af félagsfræði- braut, 33 af málabraut, 44 af nátt- úrfræðibraut, tveir af myndlistar- braut og einn af tónlistarbraut. Stúdentar frá Menntaskólanum á Akureyri eru þar með orðnir 5.863. Hæstu einkunn á stúdentsprófi hlaut Hjálmar Stefán Brynjólfsson frá Kristnesi, 9,2, en hann setti einnig mikinn svip sinn á skólalífið í vetur og var m.a. kjörinn ræðumað- ur ársins í Morfís, mælskukeppni framhaldsskólanna, og var í liði skól- ans í keppninni Gettu betur sem komst í úrslitakeppina að þessu sinni. Stefán Örn Stefánsson hlaut hæstu einkunn í þriðja bekk, 9,9, Anna Kristín Þórhallsdóttir í öðrum bekk, 9,3 og Finnur Dellsén varð hæstur í fyrsta bekk með 9,5 í ein- kunn. Þau þrjú eru öll frá Akureyri. Ekki samkomulag um neitt sem kemur í stað verkfalla Tryggvi sagði skólastarfið hafa gengið vel í vetur þrátt fyrir verkfall, en það hefði að sjálfsögðu sett mark sitt á veturinn. „Verkfallsvopnið er sannarlega tvíeggjað vopn og heyrir ef til vill til liðinni tíð og úreltri stéttabaráttu. Þó hefur enn ekki náðst samkomulag um neitt sem kemur í staðinn fyrir verkföll og verkfallið í vetur færði kennurum stórbætt kjör og hærri grunnlaun svo að nú er kinnroðalaust hægt að bjóða vel menntuðum og áhugasöm- 127 nýstúdentar brautskráðir frá Menntaskólanum á Akureyri Stúlkur aldrei verið fleiri í hópi stúdenta Morgunblaðið/Skapti Hallgrímsson Nýstúdentarnir brosa sínu breiðasta, að brautskráningu lokinni, á meðan ljósmyndarar sinna sínum störfum. um kennurum þessi laun þótt ekki séu þetta nein bankastjóralaun. Kennarar hafa hins vegar með bar- áttu sinni leyst misvitur stjórnvöld úr skammarkróknum. Því að það er skömm að bjóða kennurum og öðr- um þeim sem annast umönnun fólks lægstu laun. Umönnun fólks og kennsla er göfugasta starfið sem unnið er í þjóðfélaginu,“ sagði Tryggvi. Vopnið er þekking Í ávarpi til nýstúdenta sagði hann: „Ekki þarf að efa að ný öld, þar sem þið eyðið allri starfsævi ykkar, ungu stúdentar, verður mikið framfaraskeið í sögu mannkyns, þótt hætt sé við að hún verði einnig öld öfga og óvissu á sama hátt og öldin sem leið og raunar aldir frá upphafi mannkynssögunnar. Margt bendir til þess að við verðum áfram að horfa máttvana upp á óskiljanleg grimmd- arverk, glundroða, örbirgð og sið- leysi. En hugsjónir okkar – hugsjón- ir ykkar – mega ekki deyja þótt árangur af hugsjónastarfsemi manna virðist oft lítill og lífið bæði óréttlátt og óskiljanlegt.“ Hann sagði að þrátt fyrir siðleysi og örbirgð samtímans hefði heimur- inn að sínum dómi aldrei verið betri. Baráttan og umræðan um betra líf, meira réttlæti, aukið lýðræði og víð- tækari mannréttindi héldi áfram. „Þið hafið hér í Menntaskólanum á Akureyri fengið í hendur vopn til þess að takast á við óvissa framtíð. Vopnið er þekking, sem þið hafið öðl- ast, leggið sjálf til vilja og skapandi hugsun. Þá vinnst sigur.“
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.