Morgunblaðið - 19.06.2001, Blaðsíða 6

Morgunblaðið - 19.06.2001, Blaðsíða 6
FRÉTTIR 6 ÞRIÐJUDAGUR 19. JÚNÍ 2001 MORGUNBLAÐIÐ ÞÓRÐUR Friðjónsson, forstjóri Þjóðhagsstofnunar, kynnti endur- skoðaða þjóðhagsspá á fundi með fréttamönnum í gær, ásamt fleira starfsfólki stofnunarinnar. Þjóð- hagsspáin, sem var síðast birt í mars sl., hefur nú verið endurskoðuð með tilliti til þróunar efnahagsmála. Auk- inheldur liggja nú fyrir fyrstu drög að þjóðhagsspá fyrir árið 2002, þar sem m.a. er tekið mið af ákvörðunum sjáv- arútvegsráðherra um kvóta fyrir komandi fiskveiðiár. Frá því síðasta spá Þjóðhagsstofn- unar var gefin út, hefur gengi ís- lensku krónunnar veikst um 15%. Með því hafa horfur um verðbólgu versnað og er nú gert ráð fyrir 6,5% hækkun verðlags milli áranna 2000 og 2001. Frá upphafi til loka árs er gert ráð fyrir að verðlag hækki um 9,1%, en það sem af er ári hefur verð- lag hækkað um 5%. Í spánni er ekki gert ráð fyrir að kaupmáttur ráðstöfunartekna á mann aukist á árinu 2001, samanbor- ið við áætlun um 2% hækkun í síðustu spá. Gert er ráð fyrir nokkuð meiri hækkun tekna, en meiri verðbólga vegur mun þyngra á móti. Búist er við að atvinnuleysi aukist er líða tek- ur á árið og nemi 1,5% fyrir árið í heild, samanborið við 1,3% í fyrra. Töluvert hefur hægt á veltu í þjóð- arbúskapnum undanfarna mánuði og hefur spá um einkaneyslu verið end- urskoðuð til lækkunar. Í stað 2,5% vaxtar er nú gert ráð fyrir að einka- neysla aukist um 0,5% að magni. Áætlun um samneyslu er óbreytt frá fyrri spá, þar sem spáð var um 3% vexti. Þá er útlit fyrir að fjárfesting verði heldur minni en áður var gert ráð fyrir og dragist saman um 3,5% í stað 2,5% samdráttar í fyrri spá. Dregur úr einkaneyslu og fjárfestingu Í síðustu spá var gert ráð fyrir að almennur innflutningur drægist sam- an um 1,5% frá fyrra ári að magni, en nú er gert ráð fyrir meiri samdrætti, eða sem nemur 4%. Vöruskiptajöfn- uður versnar þrátt fyrir það um 3 milljarða króna frá fyrri spá, aðallega vegna gengisþróunar, en einnig vegna áætlana um minni útflutning. Þá er reiknað með heldur minni halla á viðskiptum með þjónustu, eða sem nemur 9,7 milljörðum króna í stað 12,5 milljarða. Halli á þáttatekjum er nú áætlaður meiri en í síðustu spá, að- allega vegna óhagstæðrar gengisþró- unar. Í heild er gert ráð fyrir að við- skiptahalli nemi 73 milljörðum króna á þessu ári eða sem nemur 10,1% af landsframleiðslu. Í endurskoðaðri þjóðhagsspá kem- ur fram, að búist er við að áfram dragi úr vexti viðskiptahallans á næsta ári. Gert er ráð fyrir að fram- leiðsla sjávarafurða dragist saman um 5% vegna lakara ástands þorsk- stofnsins en reiknað hafði verið með og ákvörðunar sjávarútvegsráðherra í því ljósi um fiskveiðikvóta komandi fiskveiðiárs. Á móti vegur meiri fram- leiðsla áls vegna stækkunar Norður- áls og hagstæð gengisþróun fyrir út- flutnings- og samkeppnisgreinar. Í spánni er reiknað með áfram- haldandi vexti samneyslu, þó heldur minni en síðustu ár. Á hinn bóginn er búist við að einkaneysla dragist sam- an um hálft prósent á árinu 2002. Þá er einnig gert ráð fyrir að töluvert dragi úr fjárfestingu og bent á að nokkrum stórum verkefnum ljúki á þessu ári, s.s. stækkun Norðuráls og byggingu Smáralindar. Þá hafi smíði fiskiskipa verið mikil á árunum 2000 og 2001. Ekki hafi verið tekin end- anleg ákvörðum um frekari uppbygg- ingu stóriðju, en ef af henni verður í samræmi við núverandi áform, hefði það mikil áhrif á spána. Þannig yrði fjárfesting nokkurn veginn óbreytt milli ára í stað þess að dragast saman um 10% og fyrir vikið yrðu umsvif mun meiri í þjóðarbúskapnum. Spáð minnkandi kaupmætti Í spá Þjóðhagsstofnunar er gert ráð fyrir að verðbólga fari hratt minnkandi og verðlag hækki um 3,5% frá upphafi til loka árs 2002. Milli ár- anna 2001 og 2002 er gert ráð fyrir að verðlag hækki um 6,2%. Spáin felur í sér að efnahagsstefnan verði nægi- lega aðhaldssöm til að tryggja, að þensla fari áfram minnkandi í þjóð- arbúskapnum. Miðað við umsamdar hækkanir launa um næstu áramót og minni spennu á vinnumarkaði er gert ráð fyrir að kaupmáttur launa minnki milli áranna 2001 og 2002. Þar er sú forsenda lögð til grundvallar, að ekki komi til endurskoðunar launaliðs kjarasamninga. Þá er reiknað með að kaupmáttur ráðstöfunartekna á mann dragist saman um hálft prósent frá 2001 til 2002. Búist er við að at- vinnuleysi aukist heldur á árinu 2002 og fari í 2%. Í heild er reiknað með að útflutn- ingur vöru og þjónustu aukist um 1,5% milli áranna 2001 og 2002. Á móti er reiknað með að innflutningur vöru og þjónustu dragist saman um 4,5%, aðallega vegna minni umsvifa í þjóðarbúskapnum. Halli á viðskipt- um með vöru og þjónustu dregst því saman um 20 milljarða milli áranna 2001 og 2002 og fer í 28,5 milljarða króna. Á móti kemur að vegna meiri skuldsetningar erlendis og veikingar krónunnar, aukast vaxtagreiðslur af erlendum lánum. Halli á jöfnuði þáttatekna eykst því um ríflega fjóra milljarða frá fyrra ári og fer í 28,3 milljarða króna. Þetta er helmingur viðskiptahallans, sem í heild er áætl- aður 57,6 milljarðar króna. Vonir um stiglækkandi verðbólgu Í endurskoðaðri þjóðhagsspá segir að verðlagsþróun undanfarið hafi markast mjög af gengislækkun krón- unnar. Þótt enn megi vænta nokk- urra áhrifa gengislækkunarinnar á næstu mánuðum, gerir stofnunin ráð fyrir að verðbólgan fari stiglækkandi. Þannig felur spáin í sér um 0,7% hækkun neysluverðsvísitölunnar að jafnaði á mánuði næsta ársfjórðung og að verulega dragi úr verðbólgu þegar kemur fram á haust. Þjóðhagsstofnun spáir að verðlag hækki um 6,5% milli 2000 og 2001 og um 9,1% frá upphafi til loka árs 2001. Jafnframt spáir stofnunin að verðlag hækki um 6,2% milli 2001 og 2002 og um 3,5% frá upphafi til loka árs 2002. Í spá um ársbreytingar neyslu- verðsvísitölu er gengið út frá því, að gildi gengisvísitölu íslensku krónunn- ar verði um 140 á spátímabilinu, eða svipað og það er nú. Segir þar að ljóst sé að þessi forsenda sé nokkurri óvissu háð. „Hækki gengi krónunnar frá því megi vænta minni verðhækkana, en að sama skapi meiri ef gengi krón- unnar lækkar. Ef gengið styrkist fljótlega í 135 og helst í því gildi út spátímabilið má búast við að verðlag hækki um 6,3% milli áranna 2000 og 2001 og 8,4% frá upphafi til loka þessa árs. Jafnframt mætti vænta um 5,5% verðhækkunar milli áranna 2001 og 2002 og um 3,3% frá upphafi til loka árs 2002. Hækkun gengisvísi- tölunnar í 145 hefði svipuð áhrif í gagnstæða átt,“ segir um þetta í skýringum með nýrri þjóðhagsspá. Spáin um þróun neysluverðsvíti- tölu gengur út frá því, að gengislækk- unin undanfarið leiði ekki til víxlverk- unar launa og verðlags. Í spánni er einnig gert ráð fyrir að kostnaðar- hækkanir komi heldur hægar inn í verðlag en spálíkan Þjóðhagsstofn- unar segir til um, en þetta hefur ekki afgerandi áhrif á spána. Byggja þess- ar forsendur m.a. á því að horfur eru á, að verulega hægi á hagvexti á þessu ári og því næsta. Endurskoðuð þjóðhagsspá fyrir árið 2001 og fyrstu áætlanir um 2002 Minni hagvöxtur og dregur úr viðskiptahalla                                                                                                         ÞÓRÐUR Friðjónsson, forstjóri Þjóðhagsstofnunar, segir að endur- skoðuð þjóðhagsspá nú, eftir að ljóst er hverjar afla- heimildir verða á næsta fiskveiði- ári, sýni að spá stofnunarinnar frá í janúar um þróun og horfur í þjóðarbúskapn- um hafi verið var- færin. Þau hættu- merki sem bent hafi verið á þar, hafi nú verið staðfest. Þórður bendir á að mikil gengis- lækkun hafi orðið frá síðustu spá, en strax um mánaðamótin apríl/maí hafi komið upp orðrómur um versnandi hag í sjávarútvegi en áður hafi verið gert ráð fyrir. „Það er að mínu mati algjört grundvallaratriði í ljósi þessarar spár að böndum verði komið á verðbólg- una. Við þurfum að búa við sömu skil- yrði og okkar helstu viðskiptalönd og fari svo að verðbólga af þessari stærð- argráðu skjóti hér rótum, getur orðið gríðarlega erfitt að komast út úr þeim vítahring,“ segir Þórður ennfremur. Verðbólgan má alls ekki grafa hér um sig Aðspurður um hvort hann sé bjart- sýnn á að takist að vinna bug á verð- bólgunni, segir hann að slíkt sé mikið til undir Íslendingum sjálfum komið og styrkri stjórn efnahagsmála á næstu mánuðum og misserum. „Verðbólgan má alls ekki ná að grafa hér um sig. Þess vegna er brýnt að slaka hvergi á efnahagsstefnunni.“ Forstjóri Þjóðhagsstofnunar bætir því við, að sé ætlunin að búa hér áfram við sjálfstæðan gjaldmiðil, sýni reynslan nú að tvenns konar skilyrði verði að vera fyrir hendi. Annars veg- ar sé nauðsynlegt að búa við eðlilegan afgang á viðskiptum við önnur lönd og hins vegar að búa við nokkuð öfl- ugan forða gjaldeyris. Náist ekki að uppfylla þessi tvö skilyrði komi upp hætta á of miklum sveiflum með til- heyrandi erfiðleikum fyrir efnahags- lífið. „Sýnir að spáin frá í mars var varfærin“ Þórður Friðjónsson Þórður Friðjónsson Hallinn kemur á óvart HANNES G. Sigurðsson, aðstoðar- framkvæmdastjóri Samtaka at- vinnulífsins, segir að það komi á óvart í endurskoðari spá Þjóðhags- stofnunar, hversu miklum við- skiptahalla sé spáð áfram á þessu ári og þvínæsta. „Það er okkar mat að líkurnar séu fremur í þá átt að hagvöxtur geti orðið minni en spáin gerir ráð fyrir. Okkur finnst líklegt að það dragi enn hraðar úr þjóðarút- gjöldum en gert er ráð fyrir, bæði neyslu og fjárfestingum heimila og fjárfestingum fyrirtækja. Það já- kvæða við það er, að það mun draga hraðar úr viðskiptahallanum og það gæti síðan leitt til styrkingar á gengi krónunnar,“ sagði Hannes. Hann sagði að spáin markaðist almennt talað mjög af því í hvaða stöðu þjóðarbúið hefði komist eftir lækkun gengisins að undanförnu. Verðbólguspár væru miklu hærri en áður vegna þeirrar þróunar og það væri undir okkur komið hvern- ig framhaldið yrði, þ.e.a.s. hvort þetta yrði verðlagskúfur sem jafn- aði sig, eða hvort þarna yrði um áframhaldandi verðbólgu að ræða. „Ég held að sú mynd sem þessi spá dregur upp um þróunina það sem eftir lifir þessa árs og á næsta ári hljóti að leiða til þess, að fyrir- tæki leiti enn frekari leiða til þess að auka framleiðni og hagkvæmni í rekstri. Heimilin eru væntanlega þegar byrjuð og hljóta að bregðast við þessari stöðu með því að draga úr eyðslu, laga skuldastöðu sína og það eru í sjálfu sér aðgerðir sem munu hafa jákvæð áhrif þegar fram í sækir, minnka viðskiptahallann og styrkja gengi krónunnar. Það eru nefnilega viðbrögð landsmanna, sem ráða úrslitum um það, hver framvindan verður í verðbólgu- og gengismálum,“ sagði Hannes. RANNVEIG Sigurðardóttir, hag- fræðingur Alþýðusambands Íslands, segir að þeirra mat sé það, að horf- urnar framundan séu ekki jafn- dökkar og Þjóðhagsstofnun vilji vera láta. Það séu efnahagslegar forsendur fyrir sterkara gengi og þau telji að það muni styrkjast og þar af leiðandi, að verðlagshækkanir geti orðið minni en spáð sé, en Þjóð- hagsstofnun gangi út frá því í spá sinni nú, eins og hún geri alltaf, að gengið haldist óbreytt. Hins vegar hafi Alþýðusambandið varað við því undanfarin misseri, að ef hagstjórn- artækjunum yrði ekki beitt til þess að sporna við ofþenslu, þá myndi það enda í mikilli verðbólgu og það væri því miður að koma fram nú. Rannveig sagði að það hefði verið alveg ljóst á árunum 1998 og 1999, að ef ekkert yrði að gert myndi skapast ofþensla. Hún hefði verið ríkjandi um skeið og það gæti aldrei gengið til lengdar. Það endaði alltaf með verðbólgu og samdrætti, sem nú væri að eiga sér stað með minnk- andi kaupmætti. Það sæist, að bæði fyrirtæki og einstaklingar væru að laga sig að minni tekjuaukningu og aukinni skuldsetningu. Rannveig sagði að ASÍ hefði lagt á það áherslu á undanförnum árum, að auka kaupmátt jafnt og þétt og komast frá þeim miklu sveiflum, sem oft á tíðum hefðu einkennt efnahagsþróunina á Íslandi. Þegar hagstjórnartækjunum væri ekki beitt kallaði umframeftirspurnin á mikið launaskrið, sem síðan gengi til baka, vegna þess að verðbólgan tæki yfirhöndina. „Það sem við höf- um verið að leggja áherslu á í raun og veru síðan þjóðarsáttarsamning- arnir voru gerðir 1990 er að auka kaupmáttinn jafnt og þétt, því það er hann sem skiptir máli.“ Forsendur fyrir sterk- ara gengi
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.