Morgunblaðið - 19.06.2001, Blaðsíða 26

Morgunblaðið - 19.06.2001, Blaðsíða 26
LISTIR MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 19. JÚNÍ 2001 27 KARLAKÓRINN Fóstbræður hreppti gullverðlaun í alþjóðlegri kórakeppni og -hátíð í Prag í Tékk- landi á laugardag. Bar sigurorð af fjórtán öðrum kórum sem þátt tóku í keppninni. Kórstjóri Fóstbræðra er Árni Harðarson. Kórinn hélt að auki tvenna tónleika í Ungverja- landi 10. og 11. júní í þessari ferð um Mið-Evrópu. Jón Þorsteinn Gunnarsson, for- maður kórsins, segir ferðina hafa gengið afar vel. „Við flugum til Vín- arborgar 8. júní og ókum strax til Ungverjalands. Við sungum sunnu- daginn 10. júní í fæðingarborg Kodálys, Kecskemét og daginn eftir í sal Tónlistarakademíunnar í Búdapest, einum fegursta tónleika- sal sem Fóstbræður hafa nokkurn tíma komið inn í og margir telja fegursta tónleikasal Mið-Evrópu. Salurinn tekur um 1.200 manns í sæti og það voru um 800 manns í salnum en tónleikarnir mörkuðu jafnframt formlega opnun skrif- stofu ræðismanns Íslands í Búda- pest.“ Jón Þorsteinn segir að Fóst- bræðrum hafi þótt mikið koma til hljómburðarins í salnum. „Árni Harðarson, sem hefur ekki áður stjórnað kórnum í jafn hljóm- fögrum tónleikasal, sagðist í hófinu eftir tónleikana ekki hafa vitað að kórinn væri svona góður!“ Frá Búdapest var haldið til Prag og á fimmtudagskvöldið söng kórinn á opununartónleikum kórakeppn- innar. Aðalkeppnin fór fram á laug- ardaginn en krafa var um að kepp- endur syngju fjögur verk frá þremur tímabilum tónlistarsög- unnar, 17. 18. og 19. öld. Fóst- bræður sungu Bæn nr. eftir Poulenc, Matona mia cara, eftir Orlando di Lasso, og þá Holubicka, eða Dúfuna eftir Leos Janácek. „Þetta verk var býsna erfitt að læra en þegar það náðist saman var það óskaplega fallegt enda sungið á tékknesku.“ Fjórða verkið var ís- lenskt þjóðlag, Það var barn í daln- um í útsetningu Árna Harðarsonar. „Þetta voru fjögur lög á fjórum tungumálum, allt nótnalaust, og þegar úrslit voru tilkynnt höfðum við fengið 92 stig af 100 mögu- legum og fengum því gullverðlaun. Sem sigurvegarar sungum við svo einnig við verðlaunaafhending- una.“ Hörð samkeppni frá Tékkum Keppnin í Prag annars vegar kórahátíð og hins vegar keppni en að sögn Jóns Þorsteins kepptu sam- an blandaðir kórar með kirkjuleg verk, þá kvennakórar og loks karla- kórar, og verðlaun veitt í hverjum flokki. „Við vorum smeykir við gríðargóðan tékkneskan karlakór sem keppti þarna en við náðum að bera sigur úr býtum.“ Tékkneski kórinn fékk einnig gullverðlaun en náði ekki jafn mörgum stigum og Fóstbræður. Hollenskur karlakór fékk silfurverðlaun. Í flokki bland- aðra fékk enginn kór gull, en kór frá Búlgaríu hreppti silfur. „Búlg- arski kórinn var nú með þá tónlist sem höfðaði mest til okkar. En nú erum við komnir til Vínarborgar og ég stend hér í götunni við hús Hunt- ertwassers; við ætlum aðeins að grípa andann í borg tónlistarinnar. Við syngjum á tónleikum hér klukkan sex í kvöld og þá verða með okkur Rannveig Fríða Braga- dóttir og Jónas Ingimundaron en þau voru með okkur í Búdapest,“ sagði Jón Þorsteinn í gærdag. Mikil stemmning og gleði ríkti í kórnum að keppninni lokinni, að sögn Jóns Þorsteins. „Við héldum okkur veislu á Marriot-hótelinu í Prag. Það var allt skipulagt, en gullverðlaunin gerðu þá hátíð enn glæsilegri og ánægjulegri.“ Að sögn Árna Harðarsonar er þetta búin að vera ævintýraleg og skemmtileg ferð. „Við náðum hér þeim markmiðum sem stefnt var að. Þó voru tónleikarnir í Búdapest ekki síðri upplifun; að syngja í þessu frábæra húsi.“ Árni segist ekki frá því að þessi sigur muni efla áhuga kórsins á að taka þátt í keppni af þessu tagi víðar. „Mér finnst þetta vera mjög mikilvægt fyrir kórinn að vinna í svona sam- keppni og mér finnst árangurinn sýna það að kórinn á heima meðal betri kóra og er kominn í gullflokk- inn.“ Karlakórinn Fóstbræður sigraði á alþjóðlegu kóramóti í Prag Karlakórnum Fóstbræðrum klappað lof í lófa í kórakeppninni í Prag á laugardaginn. Árni Harðarson kórstjóri hneigir sig fyrir áheyrendum. Sýnir að kórinn er kominn í gullflokkinn UM langt árabil hefur verið sam- starf milli nemenda Listaháskóla Íslands (áður Myndlista- og hand- íðaskóla Íslands) og Búnaðarbank- ans við Hlemm. Nemar í Listaháskólanum hafa sýnt verk sín í útstillingarglugga bankans sem snýr að Rauðarárstíg. Verk hvers nemenda eru til sýnis hverju sinni í tvær vikur. Einu sinni á ári var nafn eins listamanns sem sýnt hafði í glugg- anum á tímabilinu dregið úr potti og hlaut sá styrk frá Búnaðarbank- anum. Í ár var ákveðið að styrkja tvo listamenn og voru þeir dregnir út í hófi í bankanum á dögunum. Vinn- ingshafar í ár útskrifuðust báðir með BA-gráðu frá hönnunardeild skólans, Björg Stefánsdóttir með textíl sem sérsvið og Ingibjörg Böðvarsdóttir með grafík sem sér- svið. Björg Stefánsdóttir og Ingibjörg Böðvarsdóttir hlutu styrk. Listnemar sýna í Búnaðar- bankanum við Hlemm HUGVÍSINDASTOFNUN Háskóla Íslands hefur skipulagt fyrirlestra- dagskrár bókmenntafræðinga Há- skólans í samvinnu við heimamenn á sex stöðum á landsbyggðinni í sum- ar. Nú þegar er búið að halda Skáld- sagnaþing í Stykkishólmi en á morg- un, miðvikudag, fer þingið fram á Þorlákshöfn í Menningar- og stjórn- sýsluhúsinu kl. 20 og á sunnudaginn á Ísafirði. Í júlí verður það haldið á Höfn í Hornafirði, Hólum í Hjaltadal og á Skriðuklaustri. „Þessi hugmynd kviknaði í vor eft- ir að vel heppnuðu Skáldsagnaþingi Hugvísindastofnunar og Bók- menntafræðistofnunar lauk í Há- skólanum. Á þinginu fluttu 33 bók- menntafræðingar við Háskólann stutt erindi, hver um eina skáldsögu að eigin vali,“ segir Jón Ólafsson for- stöðumaður Hugvísindastofnunar. „Þegar farið var að kanna hvort áhugi væri fyrir því að fá nokkra fyr- irlesara af þinginu til að flytja fyr- irlestra sína aftur úti á landi í sumar kom í ljós að svo var og því var hafist handa um að skipuleggja sumardag- skrá með 3–6 fyrirlestrum á hverjum stað. Sá háttur hefur verið hafður á að heimamenn leggja fram óskalista um fyrirlesara og sjá um skipulagn- ingu á staðnum en Hugvísindastofn- un um skipulagninguna að öðru leyti. Háskóli Íslands vinnur nú að fjöl- mörgum verkefnum sem miða að því að auka starfsemi Háskólans og starfsemi tengda honum á lands- byggðinni. Sumardagskrá Skáld- sagnaþings er hluti af þeirri við- leitni.“ Á hausti komandi er væntanleg bók með erindunum og er Ástráður Eysteinsson ritstjóri bókarinnar en hann átti upphaflegu hugmyndina að Skáldsagnaþinginu. Menningarborgarsjóður, Íslands- banki og menntamálaráðuneytið styrkja sumardagskrá Skáldsagna- þings. Skáld- sagnaþing á lands- byggðinni SÖNGSVEITIN Fílharmónía er um það bil að leggast í ferðalög en það er einn af þeim kostum, sem kór- starfsemi býður upp á, með þeirri ætlan, eins og frægur maður orðaði það, „að syngja fyrir þjóðir.“ Fílharmónía hyggst nú hleypa heimdraganum og halda sem leið liggur suður í Evrópu. Til þeirrar ferðar hefur kórinn nestað sig með fjölbreyttu söngefni, að meginþorra íslensku en einnig norrænu og ensku, jafnvel allt frá tímum Tudoranna. Fyrsta lagið á efnisskránni var hið fræga Alta trinita beata, undurfallegt ítalskt tónles-lag, sem var sérlega fal- lega sungið. Þrjú ensk lög frá tímum Tudoranna fylgdu, Lord, for thy tender mercieś sake, eftir Richard Farrant (d. 1581), Gentleman of the Chapel Royal og John Bull. Hvort hér er átt við tónskáldið Bull, (1562- 1628), sem einnig var kórdrengur við Chapel Royal, er ekki ljóst en þessi fallegi hymni var sérlega fallega sunginn. Thomas Tallis (1505-1585) átti næsta lag, If ye love me, fallegt lag sem var mjög vel sungið. Síðasta Tudor-lagið, Ave verum corpus, er eftir eitt af mestu tónskáldum Eng- lendinga, William Byrd, en hann mun hafa lært tónlist hjá Tallis, sem kór- drengur við Chapel Royal. Ensku lögin voru sérlega fallega flutt og einnig næstu fjögur lög, sem tilheyra íslenskum veruleika dagsins í dag: Heyr himnasmiður eftir Þorkel Sig- urbjörnsson, Grátandi kem ég nú Guð minn til þín, í raddsetningu Jóns Leifs, Faðir vor eftir undirritaðan og Jesús, mín morgunstjarna, í gullsleg- inni raddsetningu Jóns Þórarinsson- ar. Öll lögin voru flutt mjög fallega og ríkti töluverð stemmning í túlkun kórsins, sem er sérlega samstæður í hljómi. Trúarlega hlutanum lauk með I will prais thee, o Lord eftir Nystedt, rismikið lag er reyndi um of á sópr- aninn. Veraldlegi hlutinn hófst með skemmtilegri Amorsvísu eftir Snorra Sigfús Birgisson, er var helst til of hratt sungin. Heilræðavísur eftir Jón Nordal og Vísur Vatnsenda-Rósu, eftir undirritaðan hljómuðu hreinar og fallega mótaðar. Frá Norðurlönd- um voru þrjú lög, fyrst Einki er sum summarkvøld við strendur, lag eftir Hans Jacob Højgaard frá Færeyjum, þá finnska þjóðlagið On suuri sun rantaś autius og síðast sænski smell- urinn Uti vår hage, í raddsetningu Alfvén, sem eins og lag Snorra, var helst til of órólegt til að skemmtileg sveiflan og hraðabreytingarnar hefðu nægilegt vægi. Eftir að hafa sungið skemmtilegt lag eftir Vaughan-Will- iams voru sungin þrjú íslensk þjóðlög í raddsetningu Hafliða Hallgrímsson- ar, Nú vil ég enn í nafni þínu, Hættu að gráta hringaná og Sof þú blíðust barnkind mín, sem öll voru sérlega fallega sungin einkum þó Nú vil ég enn og Sof þú blíðust, þar sem þýður hljómur kórsins naut sín sérlega vel í nærfærinni túlkun stjórnandans. Sem smá millispil söng kórinn O thou, the central orb, eftir Charles Wood (1866-1926) enskt tónskáld, fræðimann og kennara og þar kom til sögu píanóleikarinn Guðríður St. Sig- urðardóttir er fylgdi kórnum svo það sem eftir var af efnisskránni, er var eingöngu íslensk tónlist, Úr útsæ rísa Íslandsfjöll, eftir Pál Ísólfsson, Einn dunandi dans eftir Sigvalda Kalda- lóns, Lokakórinn úr Þrymskviðu, eft- ir undirritaðan og Fuglinn í fjörunni eftir Jón Þórarinsson, sem öll voru flutt af reisn og myndugleik. Kórinn er sérlega vel æfður og náði oft mjög fallegri hljóman og t. d. í trúarlega hlutanum var túlkunin oft borin uppi af sterkri tilfinningu fyrir innihaldi texta og tónbyggingu lag- anna. Þetta sama mátti og heyra í þjóðlagaútsetningum Hafliða, sér- staklega í Nú vil ég enn og Sof þú blíðust. Í tóntakssterkari lögununum og þar sem hraðinn var meiri, vantaði frekast að söngfólkið réði yfir nægi- legri tóntaksskerpu. Hvað sem þessu líður, var mjög góður heildarsvipur yfir söng kórsins og í síðasta hlutanum lék Guðríður St. Sigurðardóttir með og átti sinn þátt í góðum flutningi kórsins, sem er óskað góðs leiðis yfir hafið og heilu heim að koma. Að syngja fyrir þjóðir TÓNLIST S e l t j a r n a r n e s k i r k j a Flutt voru íslensk og erlend kórlög í trúarlegum og veraldlegum anda. Stjórnandi: Bernharður Wilkinson. Píanóleikari: Guðríður St. Sig- urðardóttir. Miðvikudagurinn 13. júní. 2001. KÓRTÓNLEIKAR Jón Ásgeirsson
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.