Morgunblaðið - 19.06.2001, Side 55

Morgunblaðið - 19.06.2001, Side 55
VESTUR-Íslendingarnir í hljóm- sveitinni Kanada (bara grín!) munu trylla stefnumótagesti Undirtóna í kvöld með ruglingslegu, en þó hag- lega smíðuðu bilunarrokki sínu í kvöld. Á undan mun listamaðurinn Dorko spila og meðferðis verða svo mjög sérstakir og leyndardóms- fullir gestir. Kannski Rammstein? „Í kvöld fáum við tækifæri til að taka lög sem við þurftum að sleppa á Rammsteintónleikunum síðasta laugardag vegna tækni- legra örðugleika,“segir Úlfur Eld- járn, Lykla-Pétur sveitarinnar. Aðspurður um hvort meðlimir úr Rammstein ætli að troða upp svar- ar Úlfur lymskulegri röddu. „Ég vil ekkert gefa upp um það á þessari stundu.“ Miðaverð er sléttar fimmhundruð krónur eins og venjulega og aldurs- takmarkið er 18 ár. Hús- ið opnar kl. 21.00. Grillað í liðinu Stefnumót á Gauknum Arnaldur Halldórsson Þeir eru kræfir, kónarnir í Kanada. 56 ÞRIÐJUDAGUR 19. JÚNÍ 2001 MORGUNBLAÐIÐ NÝTT OG BETRA Álfabakka 8, sími 587 8900 og 587 8905 FYRIR 1090 PUNKTA FERÐU Í BÍÓ www.sambioin.is Sýnd kl. 4, 6, 8 og 10. Vit nr. 235. B.i. 12 ára  strik.is  KVIKMYNDIR.is 1/2 Hugleikur 31 þúsund áhorfendur Nýi Stíllinn Keisarans Sýnd kl. 3.45. Vit nr. 213 Sýnd kl. 4. Ísl tal. Vit nr. 231 Miss Congeniality Sýnd kl. 4 og 6. Vit nr 207 Sýnd kl. 8. B.i. 16. Vit nr. 223 7 desember 1941, skyndiárás sem breytti lífum þeirra að eilífu. Sýnd kl. 4, 6, 8 og 10. Vit nr. 236. Sýnd kl. 8 og 10. B. i. 16. Vit nr 238. Stórkostleg mynd sem endurskapar einn magnaðasta atburð seinni heimsstyrjaldarinnar á raunsæjan hátt. Frábær upplifun fyrir augu og eyru sem er í senn spennandi og góð ástarsaga. Ef þú ferð bara tvisvar í bíó á ári, þá sérðu þessa tvisvar! Sýnd kl. 5.30, 8 og 10.30. Vit nr. 234 HÁSKÓLABÍÓ þar sem allir salir eru stórir Hagatorgi sími 530 1919 Sýnd kl. 5.30, 8 og 10.30. 31 þúsund áhorfendur strik.is 1/2 Hugleikur  KVIKMYNDIR.is Sýnd kl. 4.30 og 8. B. i. 12. 7 desember 1941, skyndiárás sem breytti lífum þeirra að eilífu. Einlæg, dramatísk og bráðskemmtileg bresk mynd sem lætur engan ósnortinn Sýnd kl. 6, 8 og 10. Loksins alvöru tryllir sem fær hárin til að rísa. Með hinum magnaða Morgan Freeman (Kiss the Girls, Seven). Hér er komið sjálfstætt framhald myndarinnar Kiss the Girls. Rafmögnuð spenna frá byrjun til enda. Hefur verið líkt við Seven og Double Jeopardy. Svikavefur Sýnd kl. 5.30, 8 og 10.30. B. i. 16. Sýnd kl. 5.30, 8 og 10.30. B. i. 14 sannar að hægt er að gera stórmynd á Íslandi við þessar sérstöku aðstæð- ur. Fólk hleypur ekki með aðalleik- arana og allt gengið upp á jökul á Ís- landi nema með miklum undirbúningi og faglegum vinnubrögðum. Það er óneitanlega mikill gæðastimpill að aðalmennirnir tala enn þá um hversu mikil lífsreynsla það hafi verið að koma hingað að mynda, menn sem hafa myndað út um allan heim. Það er mjög jákvætt fyrir kvikmyndageir- ann á Íslandi að allir sem tóku þótt í þessu verkefni stóðu sig alveg frá- bærlega. Þeir geta borið höfuðið hátt þótt myndin sé kannski léleg.“ Ánægja með tökustaðinn Í umfjöllun bandarískra fjölmiðla um frumsýningu myndarinnar nú um helgina hefur enn fremur verið fjallað áberandi mikið um hinn óvenjulega tökustað sem Ísland greinilega þykir. Chris Brock, einn aðstandandi takanna hér á landi, segist hæstánægðir með hvernig til tókst og þá aðstöðu sem í boði var til kvikmyndatöku, bæði hafi stórbrotin náttúran staðið fyllilega undir vænt- ingum sem sögusvið og einnig bjuggu heimamenn sem ráðnir voru til að að- stoða við tökurnar, Saga Film, yfir allri þeirri tækniþekkingu sem kraf- ist hafi verið af þeim. Það hafi líka verið eins gott því tökuskilyrði á Vatnajökli reyndust afar erfið. Enn fremur hafa fjölmiðlar vestra gefið nýju endurgreiðslulögunum ís- lensku gaum sem kveða á um endur- greiðslu 12% framleiðslukostnaðar sem inntur er af hendi á Íslandi og benda á að Tomb Raider sé eitt fyrsta verkefnið sem njóti góðs af þeim. Sigurjón Sighvatsson, framleið- andi í Hollywood, bendir einnig á stóran kost fyrir kvikmyndatöku á Íslandi en það eru hinir löngu sum- ardagar og miðnætursólin. Í umfjöllun kemur fram að erlend- um kvikmyndaverkefnum fjölgi nú ört á Íslandi, bæði tökum á kvik- myndum, heimildarmyndum og aug- lýsingum. KVIKMYNDARINNAR Tomb Raider er beðið með eftirvæntingu um allan heim. Hún var frumsýnd í Bandaríkjunum fyrir aðstandend- urna 13. júní sl. og var frumsýnd þar á landsvísu á föstudag. Eins og þegar um slíkar stórmynd- ir er að ræða er mikið lagt í mark- aðssetningu og um þessar mundir standa yfir ýmsar keppnir í sambandi við myndina á evrópskum sjónvarps- stöðvum, þar sem einn vinninga er ævintýraferð til Íslands. En eins og allir vita var myndin að hluta kvik- mynduð hér á landi, atriði sem eiga að gerast í Síberíu. Á tímabili ætluðu framleiðendur reyndar að breyta því í Ísland en svo varð víst ekki. Bílstjóri Jolie Jónas Þorgeirsson á fyrirtækið arctic-ice.is og sér um jeppaferðir á sérútbúnum jeppum upp á Vatnajök- ul og aðra jökla á landinu. Jónas var einmitt bílstjóri leikstjórans Simon West meðan á upptökunum stóð og sá einnig um að flytja aðstoðarleik- stjórann og aðalleikkonuna Angelinu Jolie. Hann á nú von á vinningshöf- unum í ævintýraferð næsta sumar eða allt að 30 manns. „Þau munu gista á Hótel Höfn og ég fer með þau á grænlenskum hundasleðum um Vatnajökul. Við förum á upptökustaði myndarinnar og í ferð á Jökulsárlón,“ segir Jónas sem segir ævintýri sein- asta sumars hafa verið mjög skemmtilegt og að leikkonan sé bæði hógvær og indæl og hafi sent sér stórfína mynd af sér. Gífurleg landkynning Leifur Dagfinnsson hjá Saga Film var framkvæmdastjóri íslensku aðil- anna þegar á upptökunum stóð hér- lendis. Hann segir Saga Film ekki koma að neinni frekari kynningu á Ís- landi í sambandi við Tomb Raider. „Paramount Pictures sjá alfarið um það, við komum mjög lítið nálægt því. Þeir hafa verið í beinu sambandi við Jónas.“ Síðar í mánuðinum verður frum- sýning í London, en myndin var gerð út þaðan, og líklega verður forsýning fyrir þá sem unnu að myndinni hér- lendis áður en myndin verður frum- sýnd þann 29. júní. Sú gagnrýni sem þegar hefur birst um Tomb Raider er mjög misjöfn og frekar neikvæð. Leifur segist hafa eitthvað heyrt um það,en taki það ekki nærri sér, og er spenntur að sjá hvernig myndinni muni ganga. „Þetta verður samt gífurleg land- kynning. Á heimasíðu myndarinnar, www.tombraidermovie.com, er minnst á Ísland á marga vegu auk þessara ferða hingað. Þetta sýnir og „Frábær landkynning“ Reuters Lara Croft er sögð eggjandi kvenkynsútgáfa af Indiana Jones. Jolie í hlutverki sínu. Morgunblaðið/Jón Svavarsson Hluti leikmyndarinnar fyrir Lara Croft: Tomb Raider við Jökulsárlón á Breiðamerkursandi. Tomb Raider-ævintýraferðir til Íslands FYRIR síðustu jól gaf saxófónleikar- inn Óskar Guðjónsson út plötuna Söngdansarar Jóns Múla Árnasonar. Á áttræðisafmæli Jóns gaf hann svo út ásamt Eyþóri Gunnarssyni, píanó- leikara og fóstursyni Jóns Múla, plöt- una Keldulandið. Nú hafa þeir Óskar og Eyþór ákveðið að leggja land undir fót í þeim tilgangi að breiða út boð- skap og tóna Jóns Múla. „Okkur langaði að fylgja plötunni eftir og fara út á land að spila,“ út- skýrir Óskar. „Þetta er afraksturinn af því, að fara á þessa þrjá staði.“ Þeir þrír staðir er Óskar talar um eru Höllin í Vestmannaeyjum þar sem þeir leika í kvöld, Stykkishólms- kirkja en það verða þeir næsta fimmtudag og Edinborgarhúsið á Ísa- firði þar sem þeir leika eftir viku. Nýja platan er töluvert ólík þeirri sem kom út fyrir síðustu jól, í raun al- gjör andhverfa hennar. Lögin á plöt- unni eru leikin í sinni einföldustu og rólegustu mynd. „Það sem vakti fyrir okkur var það að taka lögin út úr þeim búningi sem allir þekkja þar sem text- arnir ráða ferðinni. Þegar þú ert bú- inn að taka textana í burtu getur þú gert hvað sem er við þessar melódíur. Þá finnst mér lögin verða oft trega- blandnari en þau eru almennt með textunum. Þau gefa til kynna að það sé eitthvað meira sem liggi á bak við þau heldur en bara glensið.“ Óskar segist vera að færa sig frá því að leika svokallaða „standarta“ bandarískra djassspilara og að það sé ein af grunnástæðum þess að hann ákvað að taka lög Jóns Múla upp á arma sína. „Þetta er liður í því sem ég er að gera núna, seinna í sumar kemur út plata með lögunum úr Dýrunum í Hálsaskógi sem ég er búinn að gera. Ég er að spá í það hvaðan maður er að koma, hvert maður er að fara og hvað hefur hreyft við manni. Ég man eftir því þegar ég fékk fyrstu spóluna með „Dýrunum“ að hafa spilað hana þar til hún gafst upp,“ segir Óskar Guðjóns- son að lokum. Keldu- landið fer út á land Morgunblaðið/Árni Sæberg Óskar Guðjónsson og Eyþór Gunnarsson. Óskar Guðjónsson og Eyþór Gunnarsson fara í tónleikaferð

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.