Morgunblaðið - 19.06.2001, Side 34

Morgunblaðið - 19.06.2001, Side 34
ekki fullnægjandi lausn fyrir gang- andi vegfarendur á leið yfir Miklu- braut. Mislæg gatnamót Gunnar fjallar einnig um þveranir á Miklubrautinni og segir einsýnt að gera eigi mislæg gatnamót við Kringlumýrarbraut og Grensásveg; ekki þurfi að ræða það frekar. Þarna er undirritaður algerlega sammála Gunnari. Því miður eru borgarfulltrú- ar R-listans ekki sama sinnis en þeir tóku mislæg gatnamót við Miklu- braut-Kringlumýrarbraut af gildandi aðalskipulagi fyrir nokkrum árum gegn háværum mótmælum okkar sjálfstæðismanna. Gunnar gerir að umfjöllunarefni þá ábendingu mína að eftir að Mikla- brautin var breikkuð í sex akreinar, hafi hún orðið gangandi vegfarendum enn hættulegri en áður. Segir hann að Miklabrautin sé fyrir bíla en ekki gangandi vegfarendur, en þurfi þeir hins vegar að fara yfir hana, beri að nota þar til gerð mannvirki, sem séu göngubrýr, undirgöng og göngu- brautir við umferðarljós. Ég er sammála Gunnari um að best sé að gangandi vegfarendur noti göngubrýr, undirgöng og umferðar- ljós þegar þeir fara yfir svo mikla um- ferðargötu sem Miklabrautin er. Mik- il og háskaleg umferð gangandi vegfarenda yfir brautina á umrædd- um kafla sýnir hins vegar að of langt er á milli viðunandi göngutengsla þar. Og ég fer ekki í launkofa með þá skoð- un mína að skynsamlegra sé að koma á öruggum göngutengslum á þessum stað, þótt það kosti fé, í stað þess að grípa til sektarúrræða gagnvart gangandi vegfarendum. Við þurfum að horfast í augu við þá staðreynd að mannvirkjum, sem ætl- að er að tryggja öryggi gangandi veg- farenda, hefur ekki fjölgað í samræmi við stóraukna bílaumferð í Reykjavík. Ég er ótvírætt þeirrar skoðunar að gera þurfi átak til að auka öryggi þessa hóps í umferðinni. Ljóst er að eftir því sem fjögurra eða sex akreina hraðbrautum fjölgar, þarf að grípa til nýrra lausna og þar gegna göngubrýr mikilvægu hlutverki. Að endingu vil ég þakka Gunnari fyrir margar athyglisverðar ábend- ingar varðandi Miklubrautina, stofn- brautarkerfið og umferðarmál al- mennt og eru þær gott framlag til umferðaröryggismála í Reykjavík. Höfundur er borgarfulltrúi og situr í samgöngunefnd Reykjavíkur. UMRÆÐAN MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 19. JÚNÍ 2001 35 GUÐJÓN Guð- mundsson alþingis- maður, einn helsti tals- maður Sjálfstæðis- flokksins í byggða- málum og stjórnar- maður í Byggða- stofnun, fjallar í grein sinni miðvikudaginn 12. júní sl. um fram- kvæmd byggðaáætlun- ar. Meginhluti greinar- innar ervaldir kaflar úr skýrslu Byggðastofn- unar um framkvæmd þingsályktunar um stefnu í byggðamálum fyrir árin 1999–2001. Eftir þessari skýrslu var beðið í allan vetur á Alþingi því strax á haustdögum var boðuð um- ræða um skýrsluna af iðnaðarráð- herra. Skýrslunni var hinsvegar ekki dreift fyrr en rétt fyrir þinglok og því hefur umræðan ekki farið fram. Eftir lestur greinar Guðjóns er ljóst að stjórnarliðar eru ekki enn til- búnir undir umræðuna því meginnið- urstaða Byggðastofnunar virðist hafa farið framhjá sjálfum stjórnar- manninum sem væntanlega hefur þó blessað skýrsluna á stjórnarfundi. Hitt er að vísu hugsanlegt að grein Guðjóns sé mat sjálfstæðismanna á afrekum Davíðs Oddssonar sem byggðamálaráðherra. Já, sanntrúað- ir eru þeir sjálfstæðismenn því jafn- vel svart verður hvítt. Til að und- irbúa Guðjón og hans flokksbræður fyrir umræðuna er rétt að nefna nokkur dæmi úr skýrslu Byggða- stofnunar sem dregur upp aðra mynd en Guðjón reynir í grein sinni. Meginmarkmið byggðaáætlunar Rétt er að rifja upp hver voru markmið byggðaáætlunarinnar en í hennir segir að hún hafi að markmiði að treysta búsetu á landsbyggðinni og stefnt verði að því að fólksfjölgun þar verði ekki undir landsmeðaltali og nemi 10% til ársins 2010. Þetta var meginmarkmið áætlunarinnar en hvernig hefur til tekist að mati Byggðastofnunar? Í skýrslunni seg- ir: ,,Ljóst er að markmið um að fólks- fjölgun verði ekki undir landsmeð- altali og að hún nemi 10% til ársins 2010 er fjarlægara en var í upphafi áætlunartímabilsins.“ Framkvæmd áætlun- arinnar hefur sem sagt skilað þeim árangri að nú stöndum við fjær meginmarkmiði henn- ar. Eitt þeirra atriða sem sannarlega er í höndum stjórnvalda er ákvörðun um opinber störf. Í sjötta tölulið áætlunarinnar er lögð áhersla á að opinberum störfum fjölgi ekki minna hlutfallslega á landsbyggðinni en á höfuðborgarsvæðinu. Þetta markmið er ekki eins metnaðarfullt og í síðustu byggðaáætlun þegar fjölga átti op- inberum störfum meira á lands- byggðinni en á höfuðborgarsvæðinu. Þá varð árangurinn minni en enginn því opinberum störfum fjölgaði að- eins á höfuðborgarsvæðinu. En hvernig hefur tekist nú? Orðrétt seg- ir í skýrslunni: ,,Það er mat þróun- arsviðs Byggðastofnunar að mark- mið áætlunarinnar á þessu sviði hafi engan veginn náðst og að töluvert skorti á að unnið hafi verið nægj- anlega skipulega að því að skilgreina verkefni sem unnt er að sinna á landsbyggðinni.“ Því miður hefur ekkrt áunnist. Skortur á metnaði Hefði ekki verið nær fyrir stjórn- armanninn í Byggðastofnun að feta í fótspor stofnunarinnar og viður- kenna að okkur hafi miðað afturábak þrátt fyrir að ýmislegt hafi verið gert. Það sem gert hefur verið hefur ekki skilað tilætluðum árangri og spurning er hversvegna? Hugsan- lega hafa ekki verið gerðir réttir hlutir, þeir ekki framkvæmdir í réttri röð eða það þarf að gera fleira. Stjórn Byggðastofnunar segir a.m.k. í formála (ætli Guðjón hafi ekki verið á fundinum þegar formálinn var samþykktur) að skýrslunni eftir að hafa borið saman aðgerðir hér á landi og erlendis: ,,Ekki þarf að koma á óvart að byggðaröskun er langsamlega mest hér á landi.“ Í stuttri blaðagrein er ekki hægt að fara nánar yfir þessa um margt ágætu skýrslu sem er blessuð af fulltrúum ríkisstjórnarflokkanna í stjórn Byggðastofnunar og er þess vegna ekki alveg hlutlaus lýsing á verkum ríkisstjórnarinnar. Þrátt fyrir það vona ég að þær fáu tilvitn- anir sem hér hafa fram komið sýni að glansmynd Guðjóns Guðmundssonar er ekki dregin upp í skýrslunni. Hinsvegar gæti það verið skýring á hve illa hefur gengið að framkvæma samþykktar byggðaáætlanr hér á landi að þingmenn ríkisstjórnarinn- ar skorti allan metnað á þessu sviði. Hvað á að halda eftir lestur greinar Guðjóns Guðmundssonar? Lestu betur, Guðjón Einar Már Sigurðarson Byggðir Hefði ekki verið nær fyrir stjórnarmanninn í Byggðastofnun, segir Einar Már Sigurðarson, að viðurkenna að okkur hafi miðað afturábak. Höfundur er þingmaður Samfylkingarinnar. gjafahópinn í stofnmatsnefnd Hafró. Betri nýting á sérþekkingu fiski- fræðinga og annarra innan Hafró ætti að koma að gagni því betur sjá augu en auga. Það þarf ekki bara fleiri fræðinga það þarf að kunna að nota þá og treysta þeim sem fyrir eru. Að efla enn frekar samráð og traust við fiskimenn er einnig nauð- synlegt, án eðlilegra samskipta og trúnaðar milli fiskifræðinga og fiski- manna verður erfitt að stunda áreið- anleg vísindastörf á íslenskum fiski- stofnum. Sérfræðingar Hafró ættu einnig að halda skipulega fundi um allt land þar sem aðferðir þeirra og nið- urstöður eru til umræðu. Ég er ekki hræddur um að Hafró geti ekki náð trausti á ný enda eru þar við störf margir af fremstu vís- indamönnum heimsins á sviði haf- rannsókna. Hafró verður fyrst og fremst að trúa eigin niðurstöðum og eigin getu. Sýnu alvarlegra er hvernig á að stjórna veiðunum til að stofnarnir geti orðið sjálfbærir. Það er ljóst að unnið er að því með öllum ráðum að grafa undan núverandi kvótakerfi. Styrinn um það hefur staðið svo lengi að margir eru farnir að trúa því að sátt um það kerfi náist aldrei. Sáttin verður að nást Þó kvótakerfið hafi marga galla þá eru kostirnir þó það miklir að þjóðin hefur ekki efni á því að kasta því fyrir róða án þess að sjá eitthvað betra taka við. Verkefni stjórnvalda er því enn og aftur það að ná sátt um kerfið og nýtingu þess. Félagslegi hluti kvóta- kerfisins hefur ekki gengið upp með þeim afleiðingum að kerfislægt svindl er meira en nokkru sinni fyrr. Við verðum að ná utan um misnotk- un í kerfinu og gera þjóðinni grein fyrir ábyrgð sinni og þeirri framtíð sem blasir við ef engin sátt næst, það er forgangsmál. Það er hlutverk sjórnvalda að upplýsa þjóðina um al- vöru þessa máls en ekki láta póli- tískan loddaraskap tækifærissinna ráða ferðinni. Áróður fyrir sátt og farsælli uppbyggingu fiskistofnanna við strendur landsins er okkur lífs- spursmál. Öll þjóðin verður að vinna að þessari sátt ekki aðeins fólkið í hinum dreifðari byggðum landsins, fiskimenn, fiskifræðingar og stjórn- málamenn. Höfundur er alþingismaður. Stórhöfða 21, við Gullinbrú, s. 545 5500. www.flis.is  netfang: flis@flis.is lím og fúguefni M O N S O O N M A K E U P lifandi litir Vantar þig einhvern til að tala við? Ókeypis símaþjónusta 800 6464 Vinalínan opin á hverju kvöldi frá kl. 20 - 23. 100% TRÚNAÐUR Eingöngu sjálfboðaliðar sem svara í símann. Símaþjónusta fyrir fullorðið fólk (18 og eldra).

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.