Morgunblaðið - 19.06.2001, Blaðsíða 21

Morgunblaðið - 19.06.2001, Blaðsíða 21
SUMARLITIRNIR frá N°7 eru komir á markað. Í fréttatilkynn- ingu frá B. Magnússyni hf. segir að vara- gljáinn sé seld- ur í þriggja ein- inga pakka og sé um nýjung að ræða í um- búðum. Hægt er að taka eitt glas eða hafa þrjú skrúfuð saman. Naglalökk hafa einnig komið í sömu litum. Vörurnar er m.a. hægt að kaupa í apótekum. Varagljái Nýtt NEYTENDUR 22 ÞRIÐJUDAGUR 19. JÚNÍ 2001 MORGUNBLAÐIÐ MYLLAN hefur hafið bakstur á nýj- um brauðtegundum sem ganga und- ir nafninu Carberry’s. Brauðin eru seld forbökuð og frosin en síðan þarf að hita þau í ofni rétt áður en þau eru borin fram. Uppskriftirnar koma frá bakaríi í Boston í Bandaríkjunum en Myllan á 30% í þremur bakaríum þar sem bera nafnið Carberry’s bakery and coffee house. Þar hafa umrædd brauð notið mikilla vinsælda, að sögn Björns Jónssonar markaðsstjóra Myllunnar. Í Boston eru brauðin bökuð í steinofnum í bakaríunum og oft segir hann langar biðraðir mynd- ast eftir þeim en þessi þrjú bakarí í Boston eru þau einu þar í borg sem bjóða upp á þessi brauð. Þegar eru fáanlegar þrjár gerðir Carberry’s brauða hér á landi, ólífu- brauð, brauð með sólþurrkuðum tómötum og brauð með hvítlauki. Björn segir að á næstu mánuðum séu síðan væntanlegar tvær aðrar tegundir, m.a. hvítt franskbrauð án bragðefna. Brauðin eru bökuð í um 12 mín- útur við 180 gráðu hita og þau fást í flestum matvöruverslunum hér á landi. Uppskrift- irnar koma frá bakaríi í Boston Myllan hefur sölu á Carberry’s-brauðum LÍTILL munur reyndist á heild- arverði vörukörfu með 83 vöruteg- undum í Reykjavík og Kaup- mannahöfn þegar Neytendasam- tökin gerðu könnun dagana 11.–15. júní sl. Mesti verðmunurinn var á kven- fatnaði en 68% munur var á verði jakkapeysu og bómullarbols og var fatnaðurinn dýrari í Reykjavík. Al- mennt var kvenfatnaður í öllum til- vikum dýrari í Reykjavík en mun- aði mismiklu, frá 3% og upp í 68%. Karlmannsskyrtan 40% dýrari í Reykjavík Karlmannsfatnaður var í fjórum tilvikum af átta dýrari í Kaup- mannahöfn og munaði í þeim til- fellum mest 20%. Karlmannsskyrta var á hinn bóginn 40% dýrari í Reykjavík en í Kaupmannahöfn. Mun færri einingar af karlmanna- fatnaði voru bornar saman eða átta en 21 eining af kvenfatnaði. Ástæð- an var sú að mun erfiðara var að finna nákvæmlega sömu vöru hér og í Kaupmannahöfn. Það vakti athygli Neytendasam- takanna að verslanir á Íslandi eru fljótari að skipta út eldri tegundum af rafmagns- og heimilistækjum en danskar verslanir. Það leiddi til þess að fella varð nokkrar vöruteg- undir út úr könnuninni í þeim flokki. Minnsti verðmunurinn var 0,27% en 30 ml Gucci Rush-ilmvatn kostaði 2.720 kr. í Kaupmannahöfn og 2.727 kr. í Reykjavík. Hlaupaskór ódýrari í Reykjavík Í vöruflokknum afþreyingarefni og leikföng er mesti munurinn á geisladiskum en þeir eru 35% dýr- ari á Íslandi. Þegar snyrtivörur eru annars vegar var mesti munurinn á Revl- on-varalit en hann var 30% dýrari í Reykjavík. Chanel-ilmvatn No 5 reyndist hins vegar ódýrara í Reykjavík. Þegar íþróttavörur voru skoðað- ar voru hlaupaskór í öllum tilvikum ódýrari í Reykjavík og var mun- urinn 4–16%. Í vöruflokknum raf- magnstæki og myndavélar var mesti verðmunurinn á matvinnslu- vél en hún var 54% dýrari í Reykjavík. Þá var húsbúnaður frá Ikea í öll- um tilfellum dýrari í Reykjavík. Bornar voru saman nákvæmlega sömu vörutegundirnar í báðum borgum og farið í sambærilegar verslanir í báðum borgum. Kannað var verð í sjö vöruflokk- um; afþreyingarefni og leikföng, snyrtivörur, íþróttavörur, raf- magnstæki og myndavélar, hús- búnaður, fatnaður fyrir konur og fatnaður fyrir karla. Húsbúnaður dýrari hérlendis Í vöruflokkunum fatnaður fyrir konur og húsbúnaður voru vörurn- ar dýrari á Íslandi í öllum tilvikum. Neytendasamtökin vekja jafnframt athygli á því að tölur sem vitnað er til í könnuninni eru án virðisauka- skatts. Verð í könnuninni var umreikn- að miðað við opinbert viðmiðunar- gengi Seðlabanka Íslands 11. júní síðastliðinn en þá var sölugengi danskrar krónu 11,928. Ástæðan fyrir því að miðað er við gengis- skráningu 11. júní er samkvæmt fréttatilkynningu Neytendasam- takanna að það var sá dagur sem könnunin var framkvæmd í Kaup- mannahöfn. Stærsti hluti könnun- arinnar var framkvæmdur í Reykjavík þriðjudaginn 12. júní. Neytendasamtökin telja að ekki sé eins mikilvægt að framkvæma könnunina á nákvæmlega sama tíma eins og t.d. er gert í matvöru, þar sem mun minna er um verð- breytingar frá degi til dags á þess- um vörum. Þá leggja samtökin áherslu á að um er að ræða verð- samanburð og ekki er tekið tillit til gæða eða þjónustu í verslununum. Verðkönnun NS á ýmsum vörum í Reykjavík og Kaupmannahöfn Mestur verð- munur á kvenfatnaði Morgunblaðið/Ómar Það munaði 68% á verði jakkapeysu og bómullarbols og var fatnaðurinn dýrari í Reykjavík. EFNALAUGIN Björg í Mjódd hef- ur tekið í notkun ný efni og nýja tækni frá Þýskalandi við hreinsun á vaxbornum fatnaði, pelsum, leðri, rúskini og einnig við að vatnsverja útivistarfatnað. Hreinsun ♦ ♦ ♦
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.