Morgunblaðið - 19.06.2001, Blaðsíða 24

Morgunblaðið - 19.06.2001, Blaðsíða 24
ERLENT MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 19. JÚNÍ 2001 25 ANDREJ Logar, sendi- herra Slóveníu á Ís- landi, var hér í heim- sókn um helgina en hann var hér til að sam- fagna Íslendingum á þjóðhátíðardegi þeirra. Slóvenía er ríki í Mið- Evrópu sem áður var hluti sambandsríkisins Júgóslavíu. Landið varð sjálfstætt árið 1991 eftir snörp átök við Júgóslav- íuher. Í dag er Slóvenía vel stödd efnahagslega og er innganga í Evr- ópusambandið (ESB) og Atlantshafsbanda- lagið (NATO) efst á baugi í utanrík- isstefnu landsins. Vill auka viðskipti milli ríkjanna Logar var ekki eingöngu hér til að taka þátt í hátíðahöldunum heldur átti hann fundi með Slóvenum bú- settum hér og einnig hitti hann ís- lenska athafnamenn. „Ég nota hvert tækifæri til að hitta menn úr íslensku efnahagslífi. Stór hluti af mínu starfi er að styrkja efnahagsleg tengsl landanna tveggja og ýta undir versl- un og viðskipti þeirra á milli,“ segir Logar. „Viðskipti milli landanna eru ekki mikil eins og er, en ég vonast til að þau færist í aukana þegar fram líða stundir.“ Ferðamennsku segir Logar vera svið sem búi yfir miklum möguleikum. „Áður en Júgóslavía liðaðist í sundur kom hingað fjöldi Ís- lendinga á ári hverju. Við vonum að íslenskum ferðamönnum fjölgi í framtíðinni.“ Logar segir sam- skipti Slóveníu við önnur ríki fyrrverandi Júgóslavíu til fyrir- myndar. Fyrir aðeins einum mánuði tóku Slóvenar upp stjórn- málasamband við Serbíu og hafa sam- skipti ríkjanna batnað til mikilla muna eftir að Slobodan Milosevic hrökklaðist frá völd- um. „Sú stjórn sem nú situr í Belgrad er sú besta sem við getum hugsað okkur. Vojislav Kostunica og sam- starfsmenn hans voru mörg ár í and- stöðu við Milocevic og eru raunveru- legir lýðræðissinnar.“ Logar segir það mikilvægt fyrir Serbíu að stríðs- glæpamenn eins og Radovan Kar- adzic, Slobodan Milosevic og Ratko Mladic verði sendir til stríðsglæpa- dómstólsins í Haag. „Það er nauð- synlegt að flytja sektina frá serb- nesku þjóðinni til þeirra sem eiga að bera hana. Ef þessir menn fá að ganga lausir þá bera allir Serbar ákveðna sök á stríðsglæpum síðasta áratugar. Þjóðarheill Serbíu er það nauðsynlegt að réttlætið nái fram að ganga.“ Innganga í ESB og NATO efst á baugi Logar segir Slóvena vonast til að fá inngöngu í ESB og NATO sem allra fyrst. „Efnahagur Slóveníu stendur styrkum fótum. Kaupmáttur er um 70% af meðalkaupmætti í ESB og við stöndum framar nokkrum að- ildarríkjum á sumum sviðum.“ Hann segir stuðning við inngöngu í ESB og NATO vera mikinn heimafyrir. Slóv- enar vilja þó ekki að Brussel komi í stað Belgrad. Þeir vilja ekki ganga í „Bandaríki Evrópu“, heldur sam- band sjálfstæðra ríkja, sem hvert hefur sína menningu, sitt tungumál og sínar hefðir. „Við erum lítil þjóð en við viljum að okkur sé sýnd sama virðing og stærri þjóðum. Þetta er sú framtíðarsýn sem við höfum af ESB og við munum reyna að vinna henni brautargengi þegar inn í sambandið er komið.“ Logar segir Slóvena hafa mikið fram að færa fái þeir inngöngu í NATO. Þeir hafi ekki stóran her en Ísland sé gott dæmi um að það skipti ekki öllu máli. „Við höldum í heiðri þau gildi sem NATO er gert að vernda, s.s. mannréttindi, lýðræði og frjálsa verslun.“ Slóvenar styðja Eystrasaltsríkin til inngöngu í NATO og segir Logar Rússa ekki hafa neitunarvald í þeim efnum. „Auðvitað verður að taka tillit til Rússa og taka athugasemdir þeirra til skoðunar en það er ljóst að það eru umsóknarríkin og NATO sem ákveða hvort af stækkun verð- ur.“ Logar segir fund þeirra George W. Bush Bandaríkjaforseta og Vladim- írs Pútín Rússlandsforseta hafa skipt miklu máli fyrir Slóveníu. Fundurinn kom okkur aftur á kortið,“ segir Log- ar. „Það var okkur líka mjög mikils virði að báðir forsetarnir gáfu sér tíma til að ræða við forsætisráðherra Slóveníu. Þar gafst gullið tækifæri til að koma sjónarmiðum okkar á fram- færi.“ Sendiherra Slóveníu um aðild að NATO og ESB Andrej Logar Haldið fast í sjálfstæði ARGENTÍNA er komin á fornar slóðir. Umbótunum á síðasta ára- tug var ætlað að koma landinu út úr viðvarandi kreppu en í apríl 1991 tengdi fjármálráðherra Arg- entínu, Domingo Cavallo, pesóinn við dollarann á genginu einn á móti einum. Nú, tíu árum síðar, er herra Cavallo að reyna að verjast sam- drætti og fjárlagahalla. Á síðustu tíu árum hafa heims- viðskipti orðið frjálsari og fyrirtæki sem og lífeyrissjóðir verið einka- vædd. Fjárlagahallinn var tekinn föstum tökum, innra skipulag fjár- málaheimsins var endurnýjað og hann styrktist. Þessi vinna sem miðaði að auknu jafnvægi í gjald- eyrisviðskiptum ásamt auknu fjár- streymi til Argentínu ýtti undir blómatímabil í efnahag landsins. Það entist til ársins 1995 þegar kreppa í efnahagsmálum skall á í Mexíkó. Vöxtur jókst svo verulega til ársins 1998. Síðan hafa Argent- ínumenn staðið frammi fyrir við- varandi samdrætti og ríkisstjórnin á erfitt með að endurfjármagna þjóðarskuldina. Þeim, sem er annt um hag Arg- entínu, telja að erfiðleika landsins megi rekja til ringulreiðar á fjár- málamörkuðum heimsins sem og til styrks dollarans en þessi atriði draga úr samkeppnishæfni útflutn- ingsvara frá Argentínu. Gengisfell- ingin í Brasilíu árið 1999 dró einnig úr þessari samkeppnishæfni. Lágt verð á matvöru og verndartollar á landbúnaðarvörum hafa einnig sitt að segja. Sömu menn segja, og að ein- hverju marki með réttu, að krepp- una í Argentínu megi að hluta rekja til framtíðarspár sem lánar- drottnar settu sjálfir fram. Þar sem kreppa hefur skollið svo oft á í Arg- entínu búast fjárfestar alltaf við hinu versta og draga peninga út úr fjárfestingum um leið og þá grunar að eitthvað sé að og ýta þar með undir frekari kreppu. En ekki má eingöngu kenna óheppni um. Vegna þess að pesóinn er tengdur doll- aranum er enginn öryggisventill á falli hans þegar efnahagurinn fær skell utan frá. Berum Argentínu saman við Ástralíu sem hefur lent í sambæri- legum áföllum. Árið 1997 féll ástr- alski dollarinn úr 78 bandarískum sentum og var kominn í 53 sent í maí 2001. Þetta hélt jafnvægi í út- flutningi Ástrala og viðhélt hag- vexti í 2% á ársgrundvelli. Argentína er viðkvæm gagnvart ytri áföllum eins og lækkandi verði á landbúnaðarvörum þar sem landsmenn báru ekki gæfu til að auka fjölbreytni útflutningsins. Út- flutningurinn samanstendur eink- um af korni, kjöti, unninni matvöru og öðrum landbúnaðarvörum. Út- flutningur á vélbúnaði og sam- göngutækjum, þar sem hátækni kemur við sögu, var ekki nema 10% af útflutningi landsins og einungis 1% af þjóðarframleiðslunni. Þeim, sem tóku þátt í endur- skipulagningu markaðsmála, láðist að hugsa um hvert hlutverk rík- isstjórnarinnar átti að vera í að bæta tæknilega getu landsins. Markaðskerfi sem virkar vel ýtir undir að erlendir fjárfestar setji fé í hátækni og kemur fótunum undir hátækniiðnað heimafyrir. En efna- hagskerfi sem byggt er í kringum hátækni þarfnast sterkra háskóla með háu skráningarhlutfalli og rík- isstyrkja til vísindaverkefna. Bandaríkjamenn setja til að mynda 90 milljarða dollara af al- mannafé í vísindarannsóknir. Sum þróunarríki eins og Ísrael, Kórea og Taívan fjárfesta ríkulega í æðri menntun og vísindarannsóknum. Það gerir Argentína ekki. Um 600 vísindamenn eru á hverja milljón Argentínumanna en í Kóreu eru þeir 2.200 á hverja milljón. Argentína setur minna en 1% þjóðartekna í rannsóknir og þróun á móti 2,5% í Kóreu. Argent- ínskir uppfinningamenn fengu einkaleyfi á 63 vörutegundum í Bandaríkjunum á árinu 2000 á móti 3.400 einkaleyfum sem Kóreumenn fengu. Munurinn er vel sýnilegur í hag- vextinum. Efnahagsvöxtur var 0,5% á einstakling í Argentínu á ár- unum 1980–1998 á meðan vöxturinn var 6,2% í Kóreu á ársgrundvelli og var sá vöxtur einkum byggður á út- flutningi tæknivarnings. Áður gátu lönd náð háu velferðarstigi með því að mergsjúga náttúruauðlindir. Þau ríki sem spjara sig hvað best í hagkerfi heimsins í dag byggja for- ystu sína einkum á þekkingu og nýrri tækni. Einstök ríki verða að hlúa að menntun og nýjungum, jafnframt því að sýna alhliða stöð- ugleika og búa yfir heilbrigðu markaðsumhverfi. Umbæturnar í Argentínu og löndum sem eru í svipaðri stöðu ættu að snúast um að hlú að hæfni samfélagsins á sviði menntunar, vísinda og tækni. Argentína aftur á byrjunarreit ©Project Syndicate Jeffrey Sachs er Galen L. Stone- prófessor í hagfræði og fram- kvæmdastjóri Alþjóðaþróun- armiðstöðvarinnar við Harvard- háskóla. Eftir Jeffrey Sachs Þar sem kreppa hefur skollið svo oft á í Arg- entínu búast fjár- festar alltaf við hinu versta og draga pen- inga út úr fjárfest- ingum um leið og þá grunar að eitthvað sé að og ýta þar með undir frekari kreppu.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.